fimmtudagur, júlí 31, 2008

Náttúrutónleikamyndir

Jæja, nokkrar myndir svona til að halda þessari síðu á lífi, fleiri sumarmyndir munu eflaust fylgja í kjölfarið. Að þessu sinni eru myndirnar frá 30.000 manna garðveislunni sem við Arna héldum þar sem Sigur Rós og Björk spiluðu (hohohó).

Aldrei hafa jafn margir verið saman komnir í Laugarnesinu og sögusagnir herma að eldri borgarar (sem eru 99% íbúa) hafi þurft á áfallahjálp að halda enda flestir þeirra ekki séð ungmenni síðan um miðjan 6.áratuginn.

Hluti LA gengisins var mættur á heimaslóðir til að sýna sig og sjá aðra og þó aðallega til að njóta tónlistarveislunnar sem í boði var...

...á meðan ,,félagi" Grétar var upptekinn af því að PR-ast í símann og mátti ekkert vera að því að hlusta á Sigur Rós né að spjalla við manninn á myndavélinni

Hagnaðurinn gat hins vegar ekki leynt aðdáun sinni þegar...
...þessi maður söng ,,Atjúúú u ú iii í a i i i í"
Þrátt fyrir að hljóðkerfið hafi brugðist á köflum þá var síðuhaldari ánægður með daginn og hélt aldrei þessu vant í bæinn til að kætast með skemmtilegu fólki.
Björn bróðir og frú létu sjá sig í smástund en voru fljót að láta sig hverfa á video-leiguna þegar að Jónsi byrjaði að syngja.

Ég náði sennilega eina augnablikinu þar sem Arna var ekki brosandi og þar sem ekki var sól, enda hefur Arna mjög gaman af því að halda veislur í góðu veðri.

Fleiri myndir við fyrsta tækifæri eftir verslunarmannahelgi þegar ekki er sól.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, júlí 21, 2008

Ronaldinho kynntur sem leikmaður AC Milan (kannski einum ofmikið?)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, júlí 20, 2008

Feministapussur

Þessi færsla hressir alla karlmenn.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Herbie Hancock


Er þetta ekki það sem menn eru að enduruppgötva?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Nýr liður í þróun

Út frá þessari færslu Hagnaðarins spannst sú umræða á forstig að búa til nýjan lið fyrir alla þá sem eru eins og við tveir - enn á leiksskólastigi í teikningu, annað hvort á þessari síðu eða hinni áðurnefndu. Hugmyndin er sú að taka með reglulegu millibili svokallaða pictonary færslu þar sem hver og einn fær 30 sek til að teikna eftir fyrirmælum og svo eru myndirnar skannaðar og settar á netið. Ég get séð fyrir mér að þá yrði færsla birt þar sem þátttakendur væru beðnir að hafa skeiðklukku, blað og penna við hendina og undirbúa sig og það sem teikna ætti kæmi svo í fyrsta commenti (hér er auðvitað lykilatriði að menn sýni heilindi og svindli ekki með fleiri en einni tilraun eða á tíma). Nú mun þróunarvinna fara í gang en verið viðbúin að sjá beittan naívisma á algjörlega nýju stigi.

Hér má sjá upptökin af þessu öllu:


Image and video hosting by TinyPic

Úlfur, ísbjörn eða skjaldbaka?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Jakob - Something Good This Way Comes

Ég hef aldrei getað hlustað á hljómsveitina Wallflowers, það eru einungis þessi tvö frægustu lög sveitarinnar sem mér hefur fundist fín. Nú er hins vegar Jakob búinn að gefa út plötu sem skrifast á hann sjálfan og útkoman að mörgu leyti mjög góð. Eftirfrandi lag gæti t.d. verið lag eftir Noruh Jones and the handsome band við léttmetistexta sem faðir hans hefði getað samið á árunum 1967-1970 (og hefði hljómað vel á plötum á borð við John Wesley Harding, Nashville Skyline eða New Morning) .

Jakob Dylan - Something Good This Way Comes


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Kominn tími á nokkra punkta

Veiði: Einn af aðalfrösum Loga Ólafssonar er að ,,knattspyrna er eins og kynlíf, maður þarf ekki að vera góður til að hafa gaman af" - það á sjálfsagt við um veiðar líka. Við Arna fórum um daginn til Þingvalla og reyndum fyrir okkur, ég var slakari ef hægt er að tala um slakari aðila þegar ekkert veiðist en Arna hló ansi mikið af einu kastinu mínu - eftir það fór ég móðgaður í sólbað og lét hana sjá um að veiða, eins gott að hún hlæji ekki af mér í merkilegri þáttum lífsins.

Rafting: Af allskonar tilefni (afmæli hjá Örnu, Amöndu og Kötu og að ég sé kominn í sumarfrí) ætla ég ásamt fríðu föruneyti að fara í fyrsta skipti á ævinni í rafting um helgina. Mér er sagt að þetta sé ágætlega byrjendavænt og aldrei að vita nema að maður fái bakteríu og skelli sér til Indlands í rafting seinna meir - hver veit? Næsta á dagskránni er svo fallhlífarstökk, Arna þorir ekki - er einhver sem býður sig fram?


Karfa: Það fór lítið fyrir því sem mestu máli átti auðvitað að skipta í NBA nýliðavalinu vestanhafs. Patrick Ewing Jr. var valinn nr.43 af Kings - ætli það þýði að menn verði að dusta rykið af Ewing kenningunni?

Knattspyrna: Fór á drepleiðinlegan knattspyrnuleik í kvöld, Fram vs Keflavík. Keflvíkingar gerðu allt sem í þeirra veldi stóð til að spila fallega sóknarknattspyrnu en Fram liðið gerði mestan parts leiks heiðarlega tilraun til að blanda saman eftirfarandi a) kick and run dreifbýlisbolta b) Bolton undir Sam Allardyce bolta og c) að líkja eftir getulausum manni. Það var því ekki að undra þó að Keflavík færi með sanngjarnan sigur af hólmi. Það jákvæða var að ef að Keflavík getur spilað fallega knattspyrnu að þá ætti Fram að geta gert það aftur.

Knattspyrna: Ég hélt að Manchester United væru Englands- og Meistaradeildarmeistarar? Ekki nóg með að aðstoðarmaðurinn (sem átti risaþátt í velgengni liðsins) sé horfinn til annarra starfa, besti leikmaður heims gjörsamlega að skíta á sig í yfirlýsingum og ,,heimtandi" að fara að þá virðist United ætla að kaupa hinn húðlata búlgarska Berbatov sem er 27 ára og það fyrir næstum 30 milljónir punda - hvaða sjálfseyðingarliverpoolhvöt er þetta? Fyrir utan það að vera húðlatur og ná sér ekki á strik í nema fimmta hverjum leik að þá er Berbatov ekki hraður og passar því alls ekki inn í United liðið. Ef að hann kemur að þá er eins gott að það verði fyrir ekki meira en 15 milljónir + Saha - betra væri auðvitað að eyða örlítið meira og fá Aguero.

Ljóð: Það fór ekki hátt um daginn þegar enn eitt ljóðið eftir ljóðskáldið okkar hann Daða, rataði á forsíðu ljod.is sem Ljóð dagsins. Hinum stóra aðdáendahópi er bent á að fylgjast betur með.

Spurning dagsins: Með eða á móti að rassskella börn?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, júlí 14, 2008

Stemmning...?

Fram - Keflavík í kvöld klukkan 19:15. Hverjir eru til í að fara á völlinn?

Er lífið ekki dásamlegt?

laugardagur, júlí 12, 2008

Tíska - svölustu íþróttaskór í heimi.

Ég er mikill talsmaður þess að viðhalda barninu og blökkumanninum í sér og ef að maður getur gert það á smekklegan hátt að þá er það hið besta mál. Bloggsíðan KicksOnFire er gjörsamlega málið þegar að kemur körfubolta/strigaskóm og tísku - síðan hypebeast er ekki ólík nema að þar er farið örlítið út fyrir skórammann.

Þeim sem vilja koma mér á óvart bendi ég á tvö pör af virkilega huggulegum skóm:

1. Nike Kobe Zoom II

















2. Converse 100th Anniversary All Star Weapon Leather Hi (sem eru vonandi í framleiðslu):





















Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Myndir

Arna talar oft um þessa síðu sem ,,ópersónulega linka-bloggsíðu", ekki skil ég hvað hún meinar með því. En af því tilefni ætla ég að henda link í þessa færslu og sá linkur er á Örnu sem er búinn að setja nokkrar myndir (ekkert pervískt samt) inn á sína síðu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Framlag til sumarstemmningar árið 2008


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

föstudagur, júlí 11, 2008

Stóra Ronaldo málið

Ég held að það hafi ekki liðið dagur í sumar þar sem ekki var rætt um hugsanlega brottför Ronaldo frá Manchester United, með ansi mörgum plottum, sögusögnum og rugli. Nú virðist komið að því að niðurstaða verði að fást í málið eftir að Ronaldo (í gegnum túlk) tók undir orð meints flip floppara, loddara, karlrembu, múturþega, spillingarmeistara og heimskingja... Blatter (sem ekki einungis hefur aldrei spilað fótbolta, né skilur íþróttina heldur skilur ekki hversu alvarleg ásökun það er) að líkja rétti knattspyrnuliða yfir samningsbundnum leikmönnum sínum við nútímaþrælahald (hvað þá þrælahald yfir höfuð).
Við erum að tala um einn launahæsta knattspyrnumann í heiminum, sem skrifaði undir nýjan fimm ára samning fyrir rétt um ári síðan af fúsum og frjálsum vilja undir handleiðslu umboðsmanns sem hefur lagaleg réttindi frá FIFA eða UEFA (nenni ekki að fletta því upp), er alltaf í liðinu og tekur vítaspyrnur og aukaspyrnur fyrir lið sem varð Englands- og Evrópumeistari á síðasta tímabili, þar sem umræddur leikmaður var besti leikmaðurinn í báðum þeim keppnum og einnig markahæstur, á í góðum samskiptum við stjórann sinn, var m.a. stundum fyrirliði og er kóngurinn í leikmannahópnum... ekki beint lýsingin á þrælahaldi.
Kaldhæðnin er auðvitað sú að Blatter er ættaður frá Sviss og Þýskalandi (sem eiga ekki glæsta sögu úr seinni heimsstyrjöldinni varðandi mannréttindi),hjálpaði til skiplagningu Ólympíuleikanna ´72 og ´76 (þar sem gera má ráð fyrir að allskyns varningur hafi verið framleiddur með nútímaþrælahaldi í gegnum styrktaraðila) og hann var í samtökum gegn því að konur klæddust buxum (WTF?) og fáránlega karlrembuyfirlýsingar um klæðnað kvenna í kanttspyrnu og er þá ótalin öll sú spilling sem hann hefur verið ásakaður um hjá FIFA. Undir sjónarmið Blatters tekur ,,fórnarlambið" Ronaldo (sem ætti sem Portúgali að hafa lært um sögu Portúgals og ,,samskipti" (lesist þrælahald og arðrán) við ,,nýlendur" í Afríku og samskipti við nýbúa í S-Ameríku) sem ólst upp í mikilli fátækt og þekkir neyðina og hefur örugglega séð margt ógeðslegt í subbulegu slömminu í Portúgal en er orðin einn launahæsti leikmaður heims (og sá besti undir handleiðslu frá Ferguson) og eins og áður sagði skrifaði í fyrra upp á nýjan fimm ára samning, vitandi hvaða afleiðingar slíkt hefði í för með sér. Von þessara herramanna er svo sú að með þessu þrælahaldstali muni Ronaldo komast til Real Madrid sem á mesta sína velgengni og auð að þakka Fasistaeinræðisherranum Franco (sem er örugglega grafinn undir Bernabéu) og einveldi konungs fyrir og eftir hans tíð (með öllum þeim hörmunum sem það hafði á íbúa Spánar og nýlenduríkin í Afríku) í stríði þess liðs við Verkamannaliðið Manchester United sem er það lið sem hefur safnað og varið hve mestum fjármunum til þróunaraðstoðar og er í miklum verkefnum árlega í samvinnu við samtök á borð við UNICEF og byggði allan sinn auð (fyrir yfirtöku) í gegnum velgengni.
Ég er búinn að fylgjast vandlega með umfjölluninni um þetta mál, bæði í gegnum NewsNow og einnig í gegnum stuðningsmannasíður (bæði almennar og á borð við United stuðningsmannasíðuna Redcafe) og það góða við þetta mál er að þeir aðdáendur annarra liða sem eru ekki alveg hauslausir yfir hatri á United styðja United í þessu máli enda ljóst að þeirra lið gæti og mun verða fórnarlamb morgundagins eða framtíðarinnar ef að stærsta félag í heiminum virðist eiga að komast upp með að stela besta leikmanni heims frá næst stærsta félagi heims, ekki með vottun frá FIFA heldur beinlínis með beinni aðild FIFA í þessu rotna máli - verður það að teljast töluvert fréttnæmt því að sjálfir hafa United ekki verið barnanna bestir þegar kemur að nálgun þeirra við leikmenn annarra liða, en stuðningurinn nær frá aðdáendum Man City og til forráðamanna Bayern (sem eru örugglega ekki ennþá búnir að jafna sig á aðkomu United við kaupin á Hargreaves).
Eftir standa tveir möguleikar fyrir United (nema að þetta viðtal og túlkunin hafi misfarist rosalega), annars vegar að selja Ronaldo til Real (því hann vill ekki fara annað) eða að halda honum og sjá til hvernig hann bregst við því og í versta falli að láta hann rotna í varaliðinu í einhvern tíma.
Fyrra atriðið kemur hreinlega ekki til greina eins og stendur, United getur hreinlega ekki látið Blatter og Real taka sig í rassgatið, það er prinsipp mál og skiptir höfuðmáli varðandi framtíð samninga við leikmenn*; og auk þess hefur Real ekki lagt inn tilboð né hafa tölur þær sem nefndar hafa verið, verið samboðnar kaupunum á Ronaldo. Á sínum tíma var talað um ,,the Beckham effect" og að Real hafi hagnast um 300 milljónir punda á veru hans hjá félaginu og að sú tala gæti verið um 500 milljónir ef að Ronaldo kæmi til félagsins. Samkvæmt fjölmiðlum mun Calderon hafa talað um að Real myndi ekki fara yfir 80 milljónir punda, en af hverju ætti United að selja Ronaldo á undir 100 milljónum ef að Real mun síðan fimmfalda þá upphæð með komu hans? Af hverju ætti United að selja sinn besta leikmann sem á fjögur ár eftir af samningnum sínum (sem mun örugglega skila yfir 100 milljónum punda í kassann í treyjusölu, sjónvarpspeningum, árangri o.s.frv.) fyrir pening sem kemur ekki til með að dekka það sem það kostar að fá nýja leikmenn til að viðhalda sömu gæðum? Allt þetta til liðs sem er ekki einungis samkeppnisaðili í Meistaradeildinni, heldur aðalsamkeppnisaðilinn í markaðsmálum.
Það er ljóst að enginn mun fylla skarð Ronaldo svo að við erum að tala um kaup á 2-3 toppleikmönnum (sem eru ekki á lausu) í lið United þar sem fáar stöður eru lausar... og þegar menn á borð við hinn 27 ára gamla Berbatov eru metnir á 30 milljónir að þá eru 80 milljónir hlægilegar fyrir besta leikmann heims (sem einnig vill svo til að er sá markaðsvænsti). Þá eru ótaldar afleiðingarnar sem brotthvarfið muna hafa á aðra leikmenn á borð við Anderson og Nani... mögulega Tevez.
Seinna atriðið kemur auðvitað ekki heldur til greina, því að óánægður leikmaður smitar út frá sér og það er ekki hægt að henda manni í varaliðið þegar hann er með 120.000 pund á viku - svo að við tölum nú ekki um orðsporið sem United fengi á sig við þessa aðgerð (þó að margir myndu kætast) - hvað ætli Blatter myndi líkja þessu þá við? Tvær heimsstyrjaldir?
Þess vegna er draumalendingin sú að á bakvið tjöldin ræði forráðamenn liðanna saman með Ronaldo og komist að einhverju samkomulagi um að hann fari eftir X mörg ár til Madrid fyrir háa upphæð. Á meðan heldur United dampi og fjárfestir í stórum nöfnum til að undirbúa sig undir brotthvarf besta knattspyrnumanns (og hugsanlega peningasjúkasta hálfvita) í heiminum.
Hið heimska tvíeyki hefur leikið, nú á Fergie leik og gaman verður að sjá hvort að hann spilar biðleik eða tekur upp hárblásarann... en hvernig sem fer að þá verður þessari endalausu skák að fara að ljúka - við erum komin langt inn í hana, en eins og stendur er uppi algjör pattstaða.

*Þið megið endilega bauna á mig að ég sé einungis að segja þetta vegna þess að þetta er Ronaldo, en ef að þetta mál fer svona að þá er rétt að muna að Arsenal er í sambærilegri stöðu gagnvart Adebayor og ef að Liverpool nær ekki árangri á þessari leiktíð að þá gæti hið sama verið upp á teningnum varðandi útsölu á Torres eða Gerrard næsta vor. Hver veit nema að United eða Chelsea myndi svo næla sér í Messi á sama tíma ef að Real yrði óstöðvandi með Ronaldo? Þá eru óupptalin öll minni lið á borð við West Ham, Everton o.s.frv. sem yrðu að búa við það að láta sína bestu leikmenn af hendi um leið og stærstu félögin lýsa yfir áhuga og leikmennirnir með stjörnur í augunum.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ronaldo: ,,I´m a slave" (yfirlýsingin)

,,I know I may be young, but I've got feelings too. And I need to do what I feel like doing. So let me go and just listen. All you people look at me like I'm a little girl. Well did you ever think it be okay forme to step into this world. Always saying little girl don't step into the club. Well I'm just tryin' to find out why cause dancing's what I love. Get it get it, get it get it (WHOOOA).
I know I may come off quiet, I may come off shy. But I feel like talking, feel like dancing when I see this guy. What's practical is logical. What the hell, who cares? All I know is I'm so happy when you're dancing there. I'm a slave for you. I cannot hold it; I cannot control it. I'm a slave for you. I won't deny it;I'm not trying to hide it..."
Öll yfirlýsingin hér.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Enski boltinn

Nú er mánuður í það að enski boltinn fari að rúlla en 10.ágúst fer fram leikurinn um góðgerðarskjöldinn, þar sem Englandsmeistararnir frá Manchester mæta bikarmeistaraliði Portsmouth.
Liðin eru auðvitað byrjuð að undirbúa sig en sá undirbúningur tekur á sig formlega mynd nú um helgina þegar að tvö af stóru liðunum fjórum spila sína fyrstu æfingaleiki. Liverpool hefur leik á laugardaginn klukkan 14 gegn Tranmere og klukkustund síðar spila United við Aberdeen (eru einhverjir þarna úti sem eru nógu harðir til að mæta á pöbbinn?).

Félagsskipti: Það hefur lítið sem ekkert merkilegt gerst á leikmannamarkaði stóru liðanna hingað til. Arsenal og United virðst fremur vera í vandræðum með að halda sínum mönnum hjá félaginu fremur en að bæta við sig, Chelsea hafa verið töluvert rólegri en búast mátti við (hafa þó fengið Deco) en Liverpool hefur verið örlítið aktívara að ná í og skipta út leikmönnum þar sem Kewell og Riise eru farnir en Degen og Dossena komnir... en auk þess er allt útlit fyrir að Crouch skrifi undir hjá Portsmouth (og að sá peningur fari upp í nýjan senter) og að Barry komi fyrir 15 milljónir + Finnan og að þessar 15 milljónir muni koma með sölu á Alonso.

Spá: Ástæða þess að ég er hins vegar að blaðra hér um enska boltann löngu fyrir eðlilegan tíma þess er að gaman væri að fá viðbrögð frá mönnum/konum um það hverjir (hvaða leikmenn) þeir/þær telja að muni eiga gott tímabil, hverjir muni koma á óvart o.s.frv - það er of snemmt að ætla að spá því hvar liðin enda.

Sjálfur ætla ég að koma ykkur á bragðið og spá að eftirtaldir leikmenn verði betri en í fyrra: Torres (sem jafnframt verður maður mótsins EF að Liverpool vinnur deildina), Gerrard, Babel, Rooney, Tevez, Nani, Hargreaves, Rosicky, Van Persie, Walcott, Defoe, Crouch... Alan Smith (en einungis vegna þess að hann getur ekki versnað) - endilega haldið áfram.

Nokkrir líklegir sem vonbrigði ársins: Ronaldo (hvort sem hann verður hjá United eða ekki; er hægt að fylgja svona tímabili eftir?), Adebayor (hvort sem hann verður hjá Arsenal eða ekki; er hægt að fylgja svona tímabili eftir?), einhver af ofantöldum þremur leikmönnum Liverpool, Jo nýji rándýri senterinn hjá Man City, Luka Modric (gæti verið kaup ársins, en við erum að tala um Tottenham), Santa Cruz (tekur Benni McCarthy á þetta) - endilega haldið áfram með upptalninguna.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Pat is back...


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, júlí 07, 2008

Heimildamyndir hressa

War on Democracy (um ástandið og ítök Bandaríkjanna í S-Ameríku síðustu 50 árin, sennilega ekki lærdómsrík fyrir sérfræðinga um málefni S-Ameríku en hreint príðleg fyrir okkur hin).

The Muslim Jesus (heiti myndarinnar segir næstum allt sem segja þarf, hér er rætt við ,,fræðimenn" um hversu mikilvæg persóna Jesús er fyrir múslima, hversu fyrirferðamikill hann (og móðir hans) eru í Kóraninum og eins hvernig sögum múslima og kristinna ber ekki saman um ævi Jesús - margt forvitnilegt og ætti að vera skylduáhorf fyrir þá sem hafa áhuga á trúmálum).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

sunnudagur, júlí 06, 2008

Frank Sinatra - Young at heart



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, júlí 05, 2008

Megas og Senuþjófarnir - Gott er að elska



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Megas og Senuþjófarnir - Reykjavíkurnætur



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, júlí 04, 2008

Ríkisstjórnin - Efnahagsmál - Mannréttindi og Evrópuumræðan... everything is political!

Evrópuumræðan: Ert þú ein(n) af þeim sem veist ekkert um Evrópusambandið? Hummar þú með sjálfum/ri þér ,,Já þetta er sennilega rétt hjá Ömma ömurlega" þegar hann veltir því upp hvort að Ísland eigi ekki bara að segja sig úr Evrópusamstarfinu? Ert þú ein(n) af þeim sem blæst út brjóstkassann og hefur upp rómantískt blaður þegar kemur að fullveldi landsins án þess að gera þér grein fyrir stöðunni eins og hún er í dag eða ertu ein(n) af þeim sem segir,, göngum í ESB vegna evrunar" án þess að hugsa meira út í það?
Ég hef áður mælt með bókinni Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna þar sem Eiríkur Bergmann talar á mannamáli um framtíð Íslands (hér má sjá það og link þar sem lesa má inngangskafla þessarar bókar).
Fyrir þá sem treysta sér ekki alveg strax í heila bók (sem er skandall) er hins vegar rétt að benda á grein eftir sama höfund sem ber heitið ,,Hvað breytist raunverulega við aðild að ESB" og ætti þessi grein að vera læsileg fyrir hvaða barn sem náð hefur 10 ára aldri og gera menn og konur samtalshæf í matarboðum um framtíð Íslands í Evrópusamstarfinu.
Þeir sem eru engu nær eða vilja fræðast enn meir er bent á skýrslu Evrópunefndar sem ber heitið ,,Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" og kom út í fyrra.

------------------------------

Efnahagsmál: Ég hreinlega VILL ekki tala um þessi mál en bakþankar Ólafs Sindra í gær voru nauðsynlegt raunveruleika högg í höfuð, nýru, þind og kynfæri fyrir okkur öll sem viljum reyna að bæla og kyngja þessari kreppu sem er og á örugglega eftir að versna.
Hér eru nokkrir punktar frá Stiglitz sem hann skyldi eftir í síðustu kreppu, svona ef að einhver vill gera eitthvað - held reyndar að honum hafi örlítið snúist hugur síðan þá en það skiptir ekki öllu. Nú er þetta einungis spurning hversu lengi Flokkurinn getur þrjóskast við í andstöðu sinni gagnvart ESB... mér sýnist það ætla að taka lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu.

------------------------------

Ríkisstjórnin: Málefni ríkisstjórnarinnar loka svo þessum ESB og efnahagsmálahring enda einhverjir Samfylkingarmenn farnir að tala um kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki ætla að gera nokkurn skapaðan hlut þó að allt sé að hrynja sem ekki er hrunið. Friðjón kemur með nokkra punkta fyrir því hvers vegna staða Sjálfstæðisflokksins sé sterkari ef að til stjórnarslita kemur en Árni Snævarr kemur þó eiginlega með sterkari rök fyrir því hvers vegna Samfylkingin væri betur stödd við stjórnarslit - bæði rök standa hins vegar og falla með því að allar aðrar stjórnir yrðu svo hörmulega lélegar að það myndi gera mun meiri óleik en núverandi ástand... sem er kannski einmitt ástæðan fyrir því að þessi stjórn mun ekki slitna þrátt fyrir hræðilegar horfur og ömurleika Sjálfstæðisflokksins.
Hvar þeir fá hins vegar út að Geir H. Haarde hafi þingrofsréttinn veit ég ekki, því áður en hinn sterki forsætisráðherra Davíð Oddsson tók hann af (pólitískt) veikum forseta Vigdísi Finnbogadóttur að þá var þingrofsrétturinn hjá forsetaembættinu og það veit Ólafur Ragnar sem er sterkur pólitískur forseti; en blessunarlega þurfum við ekki að láta reyna á það því að ég held að hvorki Geir né Ingibjörg séu nógu vitlaus til að hætta á samstarf með VG og/eða Framsókn

-------------------------------

Mannréttindi: Rétt er að koma með eitthvað jákvætt og fagna fyrsta samkynhneigða parinu sem fær staðfesta samvist í íslenskri kirkju... vonum að þetta sé líka einungis fyrsta hænuskrefið sem verður að mörgum risastökkum sem kirkjan á eftir að taka í náinni framtíð til að eiga einhverja samleið með 21.öldinni.

Það er sannarlega margt sem mætti laga í verklagi núverandi ríkisstjórnar en það að Björn Bjarnason sé ennþá dómsmálaráðherra er hreinlega ekki hægt. Líkt og aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu tímabær að þá er aðskilnaður Björns og ríkisstjórnarinnar virkilega ákallandi. Hvernig má þetta vera?

Er lífið þó ekki þrátt fyrir allt alveg þolanlegt?

Efnisorð: , , ,

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Tónlist - Bækur - Kvikmyndir - Trú - Knattspyrna - Golf...laaaaaangt Punktablogg

Fyrst og fremst: Því ber að fagna að í dag höfum við Arna náð þeim áfanga að hafa slegið okkur saman í þrjú ár og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Held að það sé viðeigandi að fólk fái sér pizzu og kyssist öllum stundum í tilefni dagsins.

Golf (blogg bestu bloggin?): Ég gerðist svo kræfur að taka þátt í golfmóti á laugardaginn var. Þar lagði ég undir mannorð mitt þar sem ég veðjaði við Tómas um að ef að ég tapaði fyrir honum á þessu móti að þá myndi ég ganga í Feministafélagið og mæta á fund þar. Blessunarlega var ég dreginn með Adda sem dróg mig að landi og þegar upp var staðið varð ég ekki að standa við stóru orðin þar sem við Addi komum út á sama höggfjölda og Tómas og Ívar - jafntefli niðurstaðan, svekkjandi fyrir báða aðila en þó aðallega fyrir Tómas eða eins og kaninn segir:,,jafntefli er eins og að kyssa systur sína".

Knattspyrna: Það var sigur knattspyrnunnar að Spánn skyldi sigra Þýskaland en annars fannst mér þessi úrslitaleikur slappur og hugsaði örugglega á hverri einustu mínútu hvað þessi leikur hefði verið skemmtilegur ef að annað hvort Portúgal eða Holland hefðu verið í úrslitum gegn Spánverjum - en það er vonandi að þeir hjá Real missi núna einbeitinguna (og saur) og reyni að næla sér í Torres fremur en Ronaldo. En það er sem sagt komið að því, núna verður beljunum sleppt út og slúðurpressan fer á fullt... þeir sem bíða spenntir ættu að fylgjast vel með á Slúðurvaktinni.

Tónleikar: Ég verð að vera sammála Hagnaðinum og lýsa yfir vonbrigðum með tónleikana. Hljóðkerfið var gjörsamlega í ruglinu á meðan Sigur Rós spilaði en var svo mjög fínt þegar að Björk spilaði (eins og það hafði raunar verið dagana fyrir þegar ég var oft vakinn með ógeðfelldu FM soundtékki). Kvöldið var hins vegar fínt, fjöldinn allur af fólki lét sjá sig á Laugarásvegi (þó að margra hafi verið saknað) og þökkum við öllum fyrir komuna. Að því loknu ruddust hinir hörðustu úr hópnum inn í tvö önnur partý og kvöldið endaði loks á Devitos. Heilt yfir góður dagur þrátt fyrir smá tónlistar vonbrigði (sem urðu að von, þetta er...).

Kvikmyndir: Horfði á fínustu heimildarmynd sem ber titilinn ,,Lake of fire" og fjallar um fóstureyðingar frá báðum hliðum. Ég hélt reyndar að myndin væri betri og spannaði lengra tímabil, en þarna voru þó áhugaverð sjónarmið og óhugnanlegar myndir - þó voru það eins og alltaf hinir öfgafullu evangelistar sem stálu senunni með fáránlegum Biblíu málflutningi og almennum öfgaskap og að mörgu leyti gaf þessi mynd betri innsýn inn í þann heim en fræðilega átakapunkta á þessari umræðu sem mér fannst að hefði átt að vera mun meira aðalatriði en raun bar vitni í myndinni.
Næst á dagskrá er svo margumtalaða heimildarmyndin Deliver us from Evil, sem fjallar um kaþólskan prest sem svo ,,skemmtilega" vill til að var líka líkamlegur barnaníðingur í starfi og nýddist á fjölda barna um margra ára skeið en einnig fjallar myndin um yfirhylmingu kaþólsku kirkjunnar og hvernig hann var einungis fluttur á milli prestembætta þegar upp komst um hvert málið á fætur öðru. Getur annars einhver mælt hér með góðri kvikmynd?

Trú: Ef stórgóð grein Vísindasagnfræðingsins Steindórs Erlingssonar í Lesbók Morgunblaðsins hefur farið framhjá einhverjum þá er hún hér: Heimsendavandi Kristni.

Bækur: Hér á næturvaktinni átti sér stað skemmtilegt atvik, skyndilega varð allt rafmagnslaust og stóð það rafmagnsleysi frá kl.01:00 - 06:00 og því hvorki um internet rjáf, né möguleiki á allskyns sjónvarpsglápi. Þess í stað sat ég í myrkrinu og las Samfélagssáttmálann eftir Rousseau við kertaljós allt svo mjög rómantískt að undanskyldu geðveiku pípi (a la hjartalínuritsvél) frá brunaviðvörunarkerfinu sem ekki var hægt að slökkva á. Bókina ætla ég að klára næstu nótt og smella mér beint yfir í Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume. Er einhver sem mælir með öðrum lærdómsritum... að undanskyldri Óraplágunni og Frelsinu?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , , ,