miðvikudagur, mars 26, 2008

Hiphopveisla Krissa

Loksins, loksins segja eflaust margir - það er komið að hiphop lista Krissa og vonandi get ég sagt Hiphop listi Krissa Vol.1, því að ég væri til í að sjá fleiri!!!
Stjórnmálafræðingurinn, þriggja stiga skyttan, perrinn, Liverpool stuðningsmaðurinn og tónlistaráhugamaðurinn Krissi aka Kris Kristofersson aka Kris Kross aka KRS aka Saurmaðurinn aka Hr.Billboard á Hiphop lista dagsins.
Krissi er að sjálfsögðu uppalinn í Seljahverfinu en er þeim ókostum gæddur að vera bæði stuðningsmaður Liverpool og Bulls, enda leið ekki á löngu þar til hann var kominn í slæman pervískan félagsskap manna í MS. Þar er hins vegar ekki öll sagan sögð því að Krissi hefur líka verið innlimaður í Sjálfstæðisflokkinn frá fæðingu, þó ég hafi heimildir fyrir því að hann sé ,,Skápa-Afturhaldskommatittur" og hafi tvisvar kosið Samfylkinguna þó í annað skiptið hafi hann ruglast á bókstöfum.
Krissi leggur nú stund á MA-nám í Alþjóðasamskiptum en vinnur myrkraverk þess á milli. Hann er flæktur í félagsskap sem má ekki nefna á nafn, en einnig í Féleg Karlskyns Stjórnmálafræðinga og stefnir að því að verða kosningarstjóri hjá Jórunni Frímannsdóttur. Ég held að nokkrar hiphop stundir inn í VW Golf bifreið Krissa hafi ýtt mér og Tjörva í gegnum stjórnmálafræðinámið allra verstu vetrarmánuðina - everything is political!
Þegar Hiphop er annars vegar þá er Krissi eins og alfræðiorðabók, það á reyndar við um tónlist almennt og nóg oftast að koma með eina línu úr lagi og þá getur hann nefnt að minnsta kosti lag, hljómsveit, geisladisk og útgáfuár. Hiphop áhugamenn ættu því að hafa augu og eyru opinn þegar hann er annars vegar eins og neðangreindur listi er sönnun á. Krissi lagði upp með að þetta yrðu ekki endilega hans uppáhalds hiphop lög enda mörg af þeim ekki á youtube og auk þess yrði fjölbreytileikinn í fyrirrúmi bæði í tíma og rúmi án þess að bent væri á hið augljósa - niðurstaðan er yndisleg og margar Chronic minningar fara í gegnum höfuð manns, mörg löngu gleymd lög og listamenn sem bjóða upp á enn meira grúsk, tónar segja hins vegar meira en mörg orð. Gefum Krissa orðið:

Nas, "Ether" af Stillmatic frá 2001. Ekki til official mynband við þetta lag en varð að láta þetta lag fylgja. Finnur ekki betra diss lag.

Jay-Z, "Dust off your Shoulders" af Black Album frá 2003. Takturinn í þessu lagi er bara rugl. Þetta er lag sem þarf að hækka vel í.

Krs-One, "Mc´s act like they don´t know" af Krs-One frá '95. Má ekki skilja Krs útundan, og ekki verra þegar Premier er á tökkunum

Beatnuts, "Off the books" af Stone crazy frá '98. Alltaf fílað þessa hljómsveit og þetta lag er geggjað.


O.C, "Time´s up" af Word...Life frá ´94. Ímyndaðu þér Nas án þess að hafa slegið í gegn, þá færðu O.C. Gríðarlega vanmetinn gaur.

Eric B & Rakim, "Juice (Know the ledge" af Juice soundtrackinu frá '91.Dýrkaði þetta lag ´91-92 og það hefur bara elst vel.

MC Eiht, "Streiht up menace" af Menace II society soundtrackinu frá '92.Ekki beint einn af mínum uppáhaldsröppurunun en engu að síður West coastlegend og þetta lag mjög svalt.

Dr.Dre, "Still D.R.E.", af 2001 frá '99. Snilld!

The Game, "Dreams" af Documentary frá 2005. Af nýrri röppurum fíla ég Game hvað best og Kanye á tökkunum á þessu, getur varla klikkað.

Wu-Tang, "Protect ya neck" af Enter the Wu-tang frá '93. Fyrsta lagið sem þeir gáfu út, maður hafði ekki heyrt neitt þessu líkt áður.

Run DMC, "ooh watcha gonna do" af Down with the king frá '93. Voru alirbúnir að afskrifa þá á þessum tíma en komu með glæsilegt comeback, harðari en nokkru sinni fyrr eins og sést á þessu lagi. Fylgdu þessu comebacki því miður aldrei eftir, næsta plata kom út 6 árum síðar og var vægast sagt léleg!

Dogg Pound, "New York, New York" af Dogg food frá '95. Alltaf verið nettur Dogg Pound aðdáandi, líka á þeirri seinni tíma verkum....toppar samtekkert þetta lag.

Pete Rock & C.L Smooth, "T.R.O.Y (They reminisce over you)" af Mecca andthe Soul Brother frá ´92. Ógeðslega smooth lag, kemur manni alltaf í góðanfíling.

Above the law, "Black superman" af Uncle Sam´s Curse frá '94. Vanmetnasta west coast grúppan. Þetta er west coast eins og það gerist best.

M.O.P, "4 Alarm blaze" af First family 4 lifa frá '98. Það er nú bara standpína þegar Jay-Z poppar upp í seinasta versinu.

Black Moon, "How many Mc´s" af Enta da stage frá '93. Geggjað lag.

Gang Starr, "step in the arena" af samnefndri frá '91. Allt snilld semþessir menn hafa gert.

Masta Ace, "Born to roll" af Sittin on chrome frá '95. Þetta er smooth west coast eins og það gerist best, reyndar frá new york engu að síður.

Cypress Hill, "Hand on the Pump" af samnefndri frá '91. Aldrei verið mikill aðdáandi, en 2 fyrstu lögin á fyrstu plötunni snilld og þetta annað þeirra.

Public Enemy, "Rebel without a pause" af It takes a nation of millions to hold us back frá '88. Hefði getað haft öll lögin á þessum lista með Publicenemy en ákvað að láta eitt duga.

Ég þakka Krissa fyrir sitt framlag og mun ég eflaust leita aftur til hans, svo að hiphop unnendur þessarar síðu fái sem mest fyrir sinn snúð.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

sunnudagur, mars 23, 2008

Around The World In 80 Treasures

Ég sá rétt í þessu skemmtilegan þátt á BBC sem er partur af seríu sem ég mun vonandi falla fyrir og horfa á upp til agna og ég er vissum að ferðafíklar og sagnfræðiáhugamenn munu einnig njóta hans. Þátturinn ber sama heitið og færslan eða ,,Around The World In 80 Treasures". Í honum leiðir Dan Cruickshank okkur um víða veröld í leit að 80 merkilegustu manngerðu gersemunum eða réttara sagt fjarsjóðum að hans eigin mati og eru þessir þættir frá árinu 2005.

Hér er fyrsti þátturinn: Frá Perú til Braslíu

Hér má finna nokkra þætti úr þessari 10 þátta seríu

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, mars 22, 2008

Páskar

Þeim allra þrjóskustu sem ekki er hægt að snúa til betri vegar er rétt að benda á að vera þó smekklegir í nálgun á trúarhátíð sinni og hlusta á Passíusálma í flutningi Megasar. Upptökurnar hafa að sjálfsögðu verið gefnar út og eru tilvaldar í fermingargjöf ef að þið eruð svo óheppin að vera boðin í slíka.
Viðbót: Hér er upptaka af Aldrei fór ég Suður - Megas eftir ca. 250 mín

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, mars 21, 2008

Áminning!!!

Kaupa miða

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 20, 2008

Kvikmyndir - knattspyrna - tónlist... og allt hitt

Efnahagsmál: Allir sennilega komnir með nóg af þessum handónýta gjaldmiðli sem við höfum. Ég er að gæla við þá hugmynd ef að einhverjir eru til í það með mér (líklegir kandítatar Baldur Knúts, Andri Fannar, Viðar, Daði og örugglega einhverjir fleiri) að safna skeggi þar til Evran fer niður fyrir 100 kr eða að við Íslendingar tökum upp aðra mynt. Ætlaði að hafa það 90 kr en það er víst út úr myndinni. Hvað segja menn við þessu? Hver er tilbúinn? Hagnaðurinn kannski?...
Vorið loksins að koma - kjötfars og ýsu á grillið?

Stjórnmál: Einhver búinn að gleyma bandarísku kosningunum? Hillary á erfiða ferð fyrir höndum.

Knattspyrna: United komið á toppinn með þriggja stiga forystu eftir auðveldan sigur á Bolton í gær og átta umferðir eftir - það þarf ekki að koma á óvart að það var Ronaldo sem skoraði bæði mörkin, annað þeirra úr þessari aukaspyrnu - hvað er að þessum manni? Spennan magnast því um helgina mætir United grönnum sínum frá Liverpool sem eru í feiknarformi á meðan Arsenal fer í heimsókn á Stamford Bridge og mætir Chelsea. Andfotbolti.net er með þetta allt á hreinu og miklu meira en það.

Tónlist: Bob Dylan á leiðinni til landsins og Megas með plötu ársins, er nokkuð meira viðeigandi þegar að allt virðist vera í frjálsu falli? Það þarf aðeins eina pillu og öll þín þraut er á braut...
...það eru annars einhverjar líkur á nýrri plötu frá Meistaranum, það ætti að kæta konur og menn.

Trú: Á TED ráðstefnunni fara fram fyrirlestrar margra mestu hugsuða nútímans. Einn af þeim er Michael Shermer sem veltir fyrir sér mörgu af því ótrúlega bulli sem fólk trúir - góð skemmtun.

Kvikmyndir: Páskarnir í nánd og það þýðir margt slæmt í mínum huga - eitt af því er vont sjónvarpsefni. Hver nennir að horfa á Jón Odd og Jón Bjarna, Nonna og Manna, óperur og 30 ára gömul sirkusatriði í bland við einhvern Biblíu ófögnuð? Fyrstu tvær Back to the future myndirnar eru málið!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

Upprisan - upprifjun fyrir gjaldþrota og trúlitla þjóð

Formáli: Páskarnir nálgast og menn troða í sig sem aldrei fyrr þrátt fyrir að flest allt sé í lamasessi í íslensku efnahagslífi og mörg heimili komin í þrot. Það er því viðeigandi nú þegar menn huga að því að rífja upp íslenskt efnahagslíf að rifja hér upp þann hluta páskasögu kristinna manna sem snýr að upprisunni.

Meginmál: Upprisa Jesú er ein af þeim fáu sögum sem er sagt frá hvað eftir annað í biblíunni – meira en fimm sinnum – þannig að hún er frábær sem prófraun á hina hefðbundnu fullyrðingu um óskeikulleika og áreiðanleika ritninganna. Þegar við berum frásögurnar saman, þá sjáum við að þeim ber ekki saman.

Hvenær komu konurnar að gröfinni?
Matteus: „þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar“ (28:1)
Markús: „mjög árla... um sólarupprás“ (16:2)
Lúkas: „í afturelding“ (24:1)
Jóhannes: „enn var myrkur“ (20:1)


Hvaða konur voru þetta?
Matteus: María Magdalena og María hin. (28:1)
Markús: María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme. (16:1)
Lúkas: María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og fleiri konur. (24:10)
Jóhannes: María Magdalena. (20:1)


Hvers vegna fóru þær til grafarinnar?
Matteus: Til að líta á gröfina. (28:1)
Markús: Þær höfðu þegar séð gröfina (15:47), komu með ilmsmyrsl. (16:1)
Lúkas: Þær höfðu þegar séð gröfina (23:55), komu með ilmsmyrsl. (24:1)
Jóhannes: Það var þegar búið að smyrja líkamann með ilmsmyrslum. (19:39,40)


Var gröfin opin þegar þær komu?
Matteus: Nei. (28:2)
Markús: Já. (16:4)
Lúkas: Já. (24:2)
Jóhannes: Já. (20:1)


Hver var við gröfina þegar þær komu?
Matteus: Engill. (28:2-7)
Markús: Ungur maður. (16:5)
Lúkas: Tveir menn. (24:4)
Jóhannes: Tveir englar. (20:12)


Hvar voru þessir sendiboðar staðsettir?
Matteus: Engillinn sat á steininum. (28:2)
Markús: Ungi maðurinn sat inni, hægra megin. (16:5)
Lúkas: Mennirnir tveir stóðu inni. (24:4)
Jóhannes: Englarnir tveir stóðu við hvorn enda legstaðar Jesú. (20:12)


Hvað sagði sendiboðinn?/ Hvað sögðu sendiboðarnir?
Matteus: „Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: „Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.“ Þetta hef ég sagt yður.“ (28:5-7)
Markús: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: „Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður.“ (16:6-7)
Lúkas: „Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi.“ (24:5-7)
Jóhannes: „Kona, hví grætur þú?“ (20:13)


Sögðu konurnar frá því sem gerðist?
Matteus: Já (28:8)
Markús: Nei. ,„Þær sögðu engum frá neinu...“ (16:8)
Lúkas: Já. „Og þær sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum.“ (24:9, 22-24)
Jóhannes: Já. (20:18)


Vissi María að Jesús hefði risið upp þegar hún kom frá gröfinni?
Matteus: Já. (28:7-8)
Markús: Já. (16:10,11[23])
Lúkas: Já. (24:6-9,23)
Jóhannes: Nei. (20:2)


Hvenær sá María Jesús fyrst?
Matteus: Áður en hún fór til lærisveinanna. (28:9)
Markús: Áður en hún fór til lærisveinanna. (16,9,10 [23])
Jóhannes: Eftir að hún fór til lærisveinanna. (20:2,14)


Var hægt að snerta Jesú eftir upprisuna?
Matteus: Já. (28:9)
Jóhannes: Nei. (20:17), Já. (20:27)


Eftir að hafa birst konunum, hverjum birtist Jesús næst?
Matteus: Ellefu lærisveinum. (28:16)
Markús: Tveimur lærisveinum í sveitinni, seinna ellefu lærisveinum. (16:12,14[23])
Lúkas: Tveimur lærisveinum í Emmaus, seinna ellefu lærisveinum. (24:13,36)
Jóhannes: Tíu lærisveinum (Júdas og Tómas voru fjarverandi). (20:19,24)
Páll: Fyrst Kefasi (Pétri), síðan til hinna tólf (Tólf? Júdas var dauður). (Fyrra bréf Páls til Korinthumanna 15:5)


Hvar birtist Jesús lærisveinunum fyrst?
Matteus: Á fjalli í Galíleu (í 100-160 km fjarlægð). (28:16-17)
Markús: Tveimur á göngu í sveitinni, síðar ellefu „þegar þeir sátu til borðs“. (16:12,14[23])
Lúkas: Í Emmaus (í um 10 km fjarlægð) að kvöldi til, til hinna í herbergi í Jerúsalem seinna það kvöld. (24:31,36)
Jóhannes: Í herbergi, að kvöldi til. (20:19)


Trúðu lærisveinarnir mönnunum tveimur?
Markús: Nei. (16:13 [23])
Lúkas: Já (24:34 – það er hópurinn sem talar hér, [ekki bara þeir tveir]).


Hvað gerðist þegar Jesús birtist þeim fyrst?
Matteus: Sumir lærisveinar veita lotningu, aðrir efast, „Farið og predikið“ (28:17-20)
Markús: Jesús ávítar þá, „Farið og predikið“ (16:14-19[23])
Lúkas: Kristur dylst þeim, hverfur, birtist aftur út úr engu, ávítar þá, kvöldverður snæddur (24:13-51)
Jóhannes: Gengur í gengum dyr, lærisveinarnir eru glaðir, Jesús blessar þá, engar ávítur. (20:19-23)


Var Jesús á jörðinni í meira en einn dag?
Markús: Nei. (16:19 [23]) Berið saman 16:14 við Jh. 20:19 til þess að sjá að þetta gerðist allt á sunnudegi)
Lúkas: Nei. (24:50-52), þetta gerðist allt á sunnudegi.
Jóhannes: Já, að minnsta kosti átta daga. (20:26, 21:1-22)
Postulasagan: Já, að minnsta kosti fjörutíu daga. (1:3)


Hvar steig Jesús upp til himna?
Matteus: Engin uppstigning. [Bókin endar uppá fjalli í Galíleu].
Markús: Í eða nálægt Jerúsalem, eftir kvöldmatinn. (16:19[23])
Lúkas: Í Betaníu, mjög nálægt Jerúsalem, eftir kvöldmatinn. (24:50-51)
Jóhannes: Engin uppstigning.
Páll: Engin uppstigning.
Postulasagan: Steig upp frá Ólífufjalli. (1:9-12)



Heimild: Meginmál Tekið úr þýðingu af Vantrú í kafla eftir Dan Barker (Lárus Viðar Lárusson og Hjalti Rúnar Ómarsson þýddu).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, mars 17, 2008

Samplfærsla

Það styttist í Krissa færsluna, þangað til...
Þessi færsla er mjög í anda hiphop bransans, þar sem ég hitti inn á youtube síðu manns sem er greinilega mikill plötusafnari og þar sótti ég fyrir ykkur mjög marga feita bita. Þannig að það er best að geta heimilda, hann kallar sig obscuritee og ég er bara búinn með fyrstu fjórar blaðsíðurnar (en hann er duglegur að uppfæra þannig að þið finnið örugglega nýtt efni á fyrstu síðunni núna). Þannig að ef að þið eruð ófullnægð eftir þessa 14 bita að neðan að þá getið þið haldið áfram sjálf hér.


Hung Up On My Baby - Isaac Hayes (eitursvalt sampl sem Geto Boys rændu)

Heaven & Hell is on Earth - 20th Century Band (hiphop, house, pop music)

Get Up and Dance - Freedom (Grand Master Flash og Boogie Down Productions)

The Changing World - George Benson (Common klassík)

Easin' In - Edwin Starr (Digable Planets)



I Can't Let Him Down - Love Unlimited (er einhver sem vill segja Jay-Z að sampla þessa byrjun)
That's All Right with Me - Esther Phillips (fallegt ofsamplað lag)

Mother Nature - Albert Jones (Common) fyndið lag til að sampla úr

I Love Music - Ahmad Jamal (Nas)

Love Your Life - Average White Band (Kool Keith , Geto Boys, Tribe Called Quest og Fatboy Slim)



Put On Train - Gene Harris & the Three Sounds (Beastie Boys)

Could I Be Falling In Love - Syl Johnson (Raekwon)

Breezin' - George Benson (endalaust mörg hiphop og house lög)

Love and Happiness - Monty Alexander (af mörgum ástæðum)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, mars 13, 2008

Mýtan um Samfylkinguna... og Sjálfstæðisflokkinn

Formáli: Rétt er að byrja á að taka það fram að ég er ekki skráður félagi, hvorki í Samfylkinguna né aðra stjórnmálahreyfingu (að mér vitandi), tel mig vera krata nánar tiltekið hægri krata og get því hugsað mér að kjósa bæði Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn (hef raunar kosið þá báða).
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil eru stór orð stór vinar míns BF um að ég og ákveðinn annar stjórnmálafræðingur verðum að hætta að vera svona miklar Samfylkingarstelpur.
Nú er ekki víst að BF hafi meint það þannig að Samfylkingin væri kellingarflokkur en það er mýtan sem maður heyrir ansi oft. Það eru hins vegar nokkrir alvarlegir brestir við þá röksemdarfærslu - en það ber að taka fram að ég treysti konum ekki síður en körlum til að stjórna landinu, þetta er spurning um einstaklinginn. (BF þú mátt engan veginn taka þessu sem árás á þig, hér er verið að uppræta mýtu sem alltof algeng))

Meginmál: Það er rétt að Samfylkingin varð svo ,,kræf" að verða fyrsti flokkurinn á Íslandi þar sem kona gegnir stöðu formanns - gríðarlega hæf kona og góður stjórnmálamaður sem er að hafa (ásamt Samfylkingunni allri) mjög góð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn - mildari áhrif á mörgum sviðum, sem yfirleitt væri talið kvenlegt en eru engu að síður betra fyrir borgara þessa lands... en þá að röksemdarfærslunni.

1. Þegar við lítum yfir núverandi fjölda þingmanna á Alþingi eru þetta staðreyndir málsins:

Framsókn: 4KK - 3KVK þingmenn eða 42,8% þingmanna flokksins eru konur.

VG: 5 KK - 4 KVK þingmenn eða 44,4%þingmanna eru konur.

Sjálfstfl: 16 KK - 9 KVK eða 36% þingmanna eru konur.

Samfylkingin: 13 KK - 5 KVK eða 27,7% konur.

Frjálslyndir: 4 KK eða 100% þingmanna eru karlkyns.

Samtals 63 þingmenn, þar af 21 kona - konur 33% þingmanna

Af þessu má læra margt:
Í fyrsta lagi þá staðreynd að Samfylkingin nær ekki upp í meðaltal kvenna á Alþingi, sem er reyndar áhyggjuefni fremur en fagnaðarefni.
Í öðru lagi er það aðeins Frjálslyndi flokkurinn þar sem hlutfall kvenna er lægra sem sýnir...
Í þriðja lagi að fjöldi karla er ekki samnefnari yfir gæði flokka (eins og sannast með hinum arfaslaka 100% karla flokki Frjálslyndra).
Í fjórða lagi ber að nefna að þó að heilt yfir sé það svo að konur hagi sér öðruvísi en karlar í stjórnmálum að þá er það einstaklingurinn sem skiptir máli. Þar er Ingibjörg Sólrún mun harðari stjórnmálamaður en karlkyns starfsbræður hennar í hinum flokkunum að Steingrími undanskyldum (sem við skulum ekki gleyma að er feministi)
Í fimmta lagi er rétt að benda á könnun Gallup fyrir kosningarnar 2007, þar sem spurt var um hvað þær snérust: Niðurstöðurnar voru eftirfarandi

Hins vegar ýtir eitt undir vafasama mýtu um Samfylkinguna og það eru hverjir kjósa flokkinn , þar hefur orðið ,,kynjabil" (kynjabil miðast við 5% bil milli kjósendahóps karla og kvenna út frá kyni) - en menn verða að gera sér grein fyrir því að það er munur á því hverjir kjósa flokkinn og hvernig hann hagar sér. En ég hef ekki áhyggjur af þessu miðað við gengi Samfylkingarinnar

Niðurstaða: Ekkert um hina kjörnu fulltrúa bendir til þess að hér sé um kellingarflokk að ræða eða flokk sem hagar sér sem slíkur.

2. Ríkisstjórnin

,,Aha!!!" Segja væntanlega stuðningsmenn Mýtunnar og halda áfram ,,Af hverju eru konur einungis 27,7% þingmanna Samfylkingarinnar en 50% ráðherra flokksins eru konur?" Jákvæð mismunun? NEI!!!

Þar kemur margt til:

Þar skiptir skipting ráðuneyta, búseta þingmanna (eitthvað sem ég er algjörlega á móti) og að lokum hæfni einstaklinganna mestu máli. Lítum nánar á þetta:

Í grunninn má segja að ,,mýkri" ráðuneytin séu fjögur og þau skiptust bróðurlega á milli ríkisstjórnarflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk Menntamálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið en Samfylkingin fékk að eigin ósk Umhverfisráðuneytið og Félags- og tryggingarmálaráðuneytið.
Hverjir voru hæfastir til að gegna þessum embættum? Jóhanna Sigurðardóttir var langsamlega hæfust allra til að taka við Félagsmálaráðuneytinu og Þórunn Sveinbjarnardóttir var hæfust í Samfylkingunni til að takast á við Umhverfismálin. Þá er eftir Ingibjörg Sólrún formaður flokksins sem ekki er hægt að ganga framhjá.
Hæfileikar skiptu sem sagt mestu máli þegar útskýrt er val á ráðherrum í ,,mjúku" ráðuneytin og jafnræði í skiptingu ráðuneyta sýnir að Samfylkingin er ekki ,,kellingarflokkur" (því annars hefði hann farið fram á öll mjúku ráðuneytin og Sjálfstæðisflokkurinn hefði fagnað því - enda eru Heilbrigðsráðuneytið og Menntamálaráðuneytið ekki vinsæl ráðuneyti, þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað heilbrigðismálin).

Hvernig hefur samstarfið gengið: Vel að flestra mati þrátt fyrir óveðrið sem sjá mátti fyrir eftir verk einhverjar verstu ríkisstjórnar síðari tíma. Það er helst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kvartað (eða vælt eins og smástelpa?) yfir ,,hörku Samfylkingarmanna og sögðu í upphafi að þeir kynnu ekki að vera í stjórn - enda Sjálfstæðisflokkurinn vanur því að Framsókn kyssti vöndinn og beygði sig fram og tæki það ósmurt.

Niðurstaða: Flokkarnir skipta með sér mjúkum og hörðum ráðuneytum og hæfustu einstaklingranir eru fengnir fyrir hönd Samfylkingarinnar í mýkri málin og formaður flokksins varð Utanríkisráðherra. Samfylkingin lætur Sjálfstæðisflokkinn ekki vaða yfir sig.

3. Málefnin á dagskrá.

Mér sýnist á öllu að Samfylkingin sé að harðna enn frekar og setja harðasta málið á dagskrá, sem eru efnahagsmál og umræðan um ESB á meðan Sjálfstæðismenn ýmist muldra þjóðrembing eða sitja hjá (þó að margir þeirra séu að snúast).
Við skulum ekki gleyma því að Samfylkingin þó hún sé nú á breiðari grunni en áður er arftaki Alþýðuflokksins, sem er flokkurinn sem þorði og lét Sjálfstæðisflokkinn samþykkja EES samninginn - sem er mesta framfaramál í sögu lýðveldisins og ástæða þess ástands sem hefur skapast frá árinu 1991.
Nú þarf að stíga næsta skref, hvort sem það er inn í ESB eða að minnsta kosti í myntbreytingu og hvaða flokkur er það sem rekur það áfram? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem eignað hefur sér góðærið allt og nú síðast sjálfan Jón Sigurðsson?
Nei, það er Samfylkingin sem þorir að hnykkla vöðvana og taka ákvarðanir fyrir þjóðina á þessum mikilvæga tíampunkti!

Nú ætli menn sér að gagnrýna ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir að bregðast of seint við ástandinu að þá eru það ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem halda að sér höndum og standa jafnvel í vegi fyrir framförum.
Nú þegar kreppir að þarf að finna lausnir fyrir fólkið í landinu og ÞÁ ÆPIR allt á Einar K. Guðfinnsson ,,að vera maður" og gera það sem þarf að gera og hefur þurft að gera í Landbúnaðarmálum frá árinu 1995 og það er að hætta þessari helvítis íhaldssemi með þessari fjandans hafta- og tollastefnu, almenningi í landinu til góðs - en hann hefur sig ekki í það.
Því þarf Geir H. Haarde að sýna úr hverju hann er gerður og finna nýjan mann í þetta embætti (mjög frjálslyndan) og ekki síður að fara að taka ákvörðun um það hver kemur í stað Dómsmálaráðherra og jafnvel hver sé rétti arftaki Fjármálaráðherra - hér höfum við þrjá ráðherra sem þessi ríkisstjórn verður að losna við.

Yfir ráðherrum Samfylkingarinnar verður varla kvartað miðað við þetta (sem eru mjög slæm rök), en helst mætti Þórunn Sveinbjarnardóttir láta heyra betur í sér þegar að Sjálfstæðismenn eru að vaða yfir hana sem er reyndar mjög erfitt í svo döpru ástandi sem hér er og þegar hnattræn umhverfismál eru á dagskrá, en auk þess er ég ekki hrifin af Samgönguráðherra (en það eru kannski fordómar gagnvart öllum Samgönguráðherrum sem koma munu utan að landi). Ég hafði litla trú á Björgvini G. Sigurðssyni en hef heldur betur mátt éta hatt minn - ég sakna þó þess að sjá ekki Ágúst Ólaf í ráðherraembætti.

Niðurstaða: Stemmningin hingað til hefur verið sú að Samfylkingin virðist vera að leiða öll framfaramálin sem skiptir þjóðina mestu máli og kvennkyns ráðherrar Samfylkingarinnar hafa sýnt meiri eistu á innan við ári en allir karlkyns ráðherrar Framsóknarflokksins gerðu á 12 árum.
Það er til marks um ábyrgan, framsækinn og flottan flokk sem þorir að taka slaginn um það sem atvinnulífið og þjóðin er að kalla eftir.

Ég auglýsi hins vegar eftir Sjálfstæðisflokki sem þorir!

...þarf kannski konu í stól forsætisráðherra?

Ég er í það minnsta ekki í vafa um hvor flokkurinn yrði fyrir valinu ef kosið yrði í dag, þar hefur Samfylkingin betur í eistnastærð en ekki síður í skynsemi.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, mars 12, 2008

Stjórnmál - Körfubolti - Hiphop

Stjórnmál: Obama er kominn aftur á skrið eftir sigur í nótt í fylkinu sem ,,S" mæltir elska... Mississippi. Á laugardaginn vann hann Wyoming og svo bárust loks fréttir af því áðan að hann hefði unnið Texas (Caucuses). Hann er því kominn með 130 fulltrúa forskot og staðan er orðin þannig að Hillary þarf að fara að vinna ríkin sem hún er talin líkleg í með einhverjum 25-30% mun til að jafna hann áður en flokksþingið fer fram þar sem flokkurinn ákveður frambjóðanda (þ.e. ef að kjósendur ná hvorugum frambjóðandanum upp í 2025 fulltrúa, eins og þarf til að vinna).
Hillary er heldur ekki að gera sérstakt mót, hvorki fyrir sig né Demókrataflokkinn því að hún sagði nýverið að hún treysti McCain betur til að taka við embætti forseta en Obama en samt vill hún gera Obama að varaforseta fyrir sig - þannig að hún er ekki bara að gera Republikönum greiða heldur sína fram á að hún sé ekki hæf til að velja ef að henni er alvara með þessu bulli sínu. Þetta er ekki síður merkilegt.
Nú tekur hins vegar við eins og hálfs mánaðar ,,hlé" því næst verður kosið í Pennsylvania þann 22.apríl en þar er Hillary talin sigurstranglegri en mun væntanlega (ef að hún vinnur) ekki vinna með nema rétt um 10% mun, en 6 vikur eru langur tími í stjórnmálum og ýmislegt getur gerst.

Körfubolti: Djöfull er gaman að horfa á Lakers. Sá þá í nótt vinna Raptors 117-108 þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi (hér ættuð þið að geta séð klippu úr leiknum). Varnarlega er Lakers mjög slakt en sóknarlega gengur boltinn eins og hjá Pheonix og til marks um það er 46.9% 3-stiga skotnýting í kvöld (15-32) og þvílíkt Show. Odom er líka að koma vel út eins og ég hef áður sagt og er með 63% skotnýtingu í síðustu 17 leikjum (til samanburðar þá var Shaq með undir 60% hjá Lakers og gerði samt varla annað en að troða) og ekki nóg með það, hann virðist vera að verða meðvitaðri um að hann má sýna meira og vera harðari - það væri heldur betur huggulegt ef að hann færi að verða ákveðinn drengurinn. Gasol var rólegur í kvöld en spilið fór auðvitað mikið í gegnum hann. Kobe með 34 stig, 7 fráköst og jafn margar stoðsendingar, en var samt eitthvað pirraður - þrátt fyrir það var hann langbestur á vellinum. Það er svo yndislegt að sjá hann taka skorpur, spilar með félögum sínum en um leið og það hikstar þá klárar hann 3-5 sóknir í röð, tók t.d. 3 þrista í röð í byrjun þegar að liðið var að vakna (60% skotnýting hjá Kobe og 50% úr þriggja í kvöld)
Minn maður er samt Turiaf, þvílík leikgleði. Lakers voru nokkrum stigum undir í öðrum leikhluta og það leit út fyrir erfitt kvöld en þá kemur Turiaf inn og setur stig, tekur fráköst, blokkar skot, gefur stoðsendingar og smitar þannig frá sér að Lakers snéru blaðinu við. Annars voru allir að skila einhverju, sem skiptir máli - að undanskyldum Radmanovic sem átti ömurlegt kvöld.

Hiphop sampl dagsins: Get Out of My Life Woman - Joe Williams (ef að þið elskið ekki þessa upprunalegu klassík þá hafið þið ekki svarta sál)
Fylgist vel með, því að næstu daga mun ég birta hiphop lista Krissa a.ka. Kris Kristofferson, en ég efa að það sé til sá maður í Breiðholtinu sem hafi víðtækari þekkingu á hiphop-i og ég er vissum að hann einn myndi vinna alla lesendur þessarar síðu saman ef að til væri ,,Hiphop Trivial". Ég get lofað því að listinn mun rifja upp margar góðar minningar fyrir þá sem hafa hlustað lengi og fyrir hina er þetta kærkomin frelsun frá því drasli sem heyra má dags daglega.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

mánudagur, mars 10, 2008

Videopistlar

Fátt er þægilegra en að halla sér aftur og hlusta á vel máli farna og sniðuga menn hitta naglann á höfuðið.


Einar Már Guðmundsson - Sannleikur og hugmyndafræði nútímans

Pat Condell - Happy Easter

Pat Condell - What have I got against religion?


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, mars 08, 2008

Senn líður að páskum

Já það fer að líða að páskum og þá er rétt að rifja upp með Ricky Gervais hvernig þetta hófst nú allt saman:

Gervais On Genesis part 1
Gervais On Genesis part 2

Er kannski rétt tíminn til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni?

Er lífið ekki dásamlegt?
PS. Þið ykkar sem hafið ekki áhuga á trúarbrögðum tékkið þá á: Ricky Gervais Politics Tour Live (Part 1 of 7)

Efnisorð:

föstudagur, mars 07, 2008

All time Hiphop listinn - Jón Ingi

Á Íslandi eru þrenns konar menn sagði góður maður úr ghettóinu - það er hvítingi, svertingi og Jón Ingi... það á vel við í dag. Lögfræðingurinn slyngi Jón Ingi vinnur jakkafatavinnu fyrir PriceWaterHouseCoopers sem skattalögfræðingur en er svartari en svart í einkalífinu. Hann er meðlimur í underground gengi sem ekki má nefna á nafn ef að menn vilja halda lífi (fyrirmyndin að Fight Club) og ef að ég segði hér söguna um hvernig hann komst yfir konuna í lífi sínu að þá yrði þetta mín síðasta færsla.
Jón ólst upp í ghettóinu, spilaði körfu á íkornavellinum og komst til mennta með því að vinna sér inn pening með því að fræsa ber að ofan helstu götur Reykjavíkur í slagtogi við skuggalega menn - við erum að tala um mann sem sló vökumet með því að vaka léttilega langt yfir 50 tíma einungis til að sýna fram á hversu harður hann væri (enda heyri ég alltaf upphafið á þessu lagi í höfði mér þegar ég sé Jón Inga enda röppuðu heimamenn samtaka ,,Jón Ingi Ingibergs er harðari en helvíti" þegar lagið heyrðist).
Í hverfinu varð hann betur þekktur sem Hr. RR-514 og þegar að lætin nálguðust í gamla jálknum voru mæður Seljahverfis ekki lengi að draga dætur sínar inn fyrir og læsa. Jón er einn af þessum mönnum sem hægt væri að segja sögur af í alla nótt ef að ekki væri fyrir þá staðreynd að maður fengi ennþá fleiri og verri í hausinn sjálfur.
Þrátt fyrir alla þessa hörku er Jón dags daglega hinn ljúfasti maður en um leið og fyrsti tóninn sleppur laus úr laginu Bring the Pain með Method Man þá er fjandinn laus. Jón býður að sjálfsögðu upp á ferskan, fjölbreyttan og harðan pakka og tók sérstaklega tillit til þess sem að á undan hafði gengið hér í hiphop horninu og fyrir hönd Jóns Inga segi ég ,,gjörið þið svo vel":

OC – My world

Rakim – New York

Dr. Dre, Snoop Dogg - Fuck Wit Dre Day

EPMD – Da Joint

A Tribe Called Quest- Stressed Out

Lost Boyz – Renee

Beatnuts & Big Pun - Off The Books


Er lífið í ghettóinu ekki yndislegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, mars 06, 2008

Ógeðslega fyndið

Þeir sem ekki sáu Kastljósið í gær þar sem rætt var um forkosningarnar í Bandaríkjunum ættu að kíkja á það ógeðslega fyndna atriði sem þar átti sér stað og Friðjón ræðir um hér þar sem Kastljósið ætlaði að tala um neikvæða umfjöllun Hillary í auglýsingum en birtu í staðinn skopstælingu af þeirri auglýsingu þar sem því er haldið fram að Hillary muni senda dauðasveitir heim til fólks sem ekki kýs hana og drepa börnin þeirra. Svipurinn á Silju Bára og Karl Th. Birgissyni var óborganlegur - þvílík snilld! Friðjón er með Kastljós auglýsinguna neðst í sinni bloggfærslu fyrir þá sem ekki nenna að horfa á allan þáttinn.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, mars 05, 2008

Stjórnmál - Knattspyrna - Tónlist

Stjórnmál: Hillary vann í nótt sigur bæði í Ohio og Texas (primary, það á ennþá eftir að telja töluvert í Texas Caucuses) með naumindum sem bjargaði hennar framboði - í það minnsta í bili. Obama hefur þó ennþá 90 fulltrúa forskot og hefur unnið bæði fleiri fylki og er með fleiri atkvæði á bakvið sig á landsvísu. Hillary er hins vegar refur og er farin að tala um sameiginlegt framboð, sem flestir demókratar vilja en Obama hefur ekki viljað gera það og ástæðan er einföld. Obama vill ekki lýsa yfir vilja til sameiginlegs framboðs vegna þess að þá er líklegra en ekki að fólk kjósi í framhaldinu Hillary og að hann eigi að sættast á það vegna aldursins að vera varaforsetaefni og taka svo við eftir átta ár. Klemman fyrir Obama er auðvitað sú að hinir óákveðnu demókratar snúist gegn honum fyrir það og kjósi Hillary og voni að hann bíti á og sættist á þetta - en hann mun auðvitað ekki gera það á meðan hann er á undan.
Vandamálið við þetta allt er svo það að ef að af verður og Obama verður varaforsetaefni að þá er hann nánast búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð ef að McCain (sem er opinbert forsetaefni GOP) sigrar svo Hillary.

Knattspyrna:Það kom ekki á óvart að Barca og United færu áfram í Meistaradeildinni í gær (nema þá helst hversu ósannfærandi það var) en óvæntara var að Arsenal sló út Milan á útivelli og ennþá óvæntara að Fenerbache skyldi klára Sevilla af. Í kvöld keppa svo leiðinlegri lið keppninnar og það er viðeigandi að Liverpool ljúki þessu svo af með leik gegn Inter 11.mars.
Hversu leiðinleg keppni er annars Meistaradeildin?

Tónlist: Ég leyfi Indie lögunum sem ég minntist á í commentum við síðustu færslum að fljóta með og auðvitað gamla góða Velvet Underground laginu - það styttist verulega í hiphop færslu:

I'm Sticking With You - The Velvet Underground

Anyone Else But You

All I Want Is You - Barry Louis Polisar

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

mánudagur, mars 03, 2008

Allt og ekkert

Kvikmyndir: Alltof sjaldan læt ég í ljós mitt eftirsótta álit á kvikmyndum - í dag mun koma með ábendingu um eina mynd. Hver karlmaður í sambandi verður að þola það að gefa eftir einstaka sinnum og horfa á kellingamynd og eins og þeir vita að þá er það einungis spurning hversu vel er hægt að sleppa frá slíku.
Juno er kellingamynd sem er mjög góð á þann mælikvarða fyrir karlmann. Ekkert svona ,,kona verður hrifin af manni sem hún hættir svo með en sér eftir því og ætlar að leita að honum aftur og sér hann þá með annarri konu sem síðan reynist vera frænka mannsins og allir lifa hamingjusamir til æviloka eftir að hann útskýrir það" kjaftæði þar sem Sandra Bullock, Reneé Zellweger eða Meg Ryan líta út eins og boxarar, svo grátbólgnar eru þær yfir einhverju Oprah volæði í sínu lífi.
Þannig að ef að þú verður neyddur út á videoleigu á næstu dögum eða mánuðum og neyðist til að horfa á einhverja kellingamynd að þá er þetta betra en allar þær kellingamyndir sem þú hefur séð... að Notting Hill undanskyldri.

Knattspyrna: Andfótbolti er ávallt jafn hress og gott að kíkja við með kaffi og líta yfir umfjöllun helgarinnar áður en maður leggst yfir Meistaradeildina - gott jafnvel að koma heim með ofangreinda mynd (Juno) í kvöld og taka svo Meistaradeildarleikina alla bæði þriðjudag og miðvikudag til að ná sér eftir það.

Einkalífið: Ég hef endurheimta húsmóður heimilisins sem fór í húsmæðraorlof til Danmerkur og fór þar á tónleika með Smashing Pumpkins sem á víst að vera rosalega góð hljómsveit.... ef að maður er hvítur! En það er gott að fá hana heim eftir næstum viku, ég var farinn að vaða hér í hnéháum haug skyndibitaumbúða.

Annar Ofur-þriðjudagur: Á morgunn hefst fjörið með tví-höfða í Meistaradeildinni sem enginn ætti að missa af - AC Milan vs Arsenal og United vs Lyon. Síðan er komið að bandarísku stjórnmálunum og ef að úrslit verða hagstæð fyrir Obama í Ohio og Texas að þá eru nokkrar líkur á því að Hillary pakki saman og yfirgefi svæðið.

Hiphop: Menn ættu ekki að örvænta þó að ein og ein færsla sé hiphop laus. Ég á þrjár færslur á lager með hiphop lögum og hinum eiturvinsælu upprunalegu lögum sem samplað hefur verið úr.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, mars 01, 2008

Áfram hiphop sömpl (og að lokum eitt house)

Ég man ennþá þegar ég og Kjarti Breik fundum smáskífuna The Champ með hljómsveitinni The Mohawks og lagið var spilað viðstöðulaust í fleiri tíma, sömpl úr laginu voru á næstu árum gjörsamlega ofnotuð af hiphop- og danstónlistarsenunni en endilega tékkið á því, það er fyrst í röðinni - þið kannist við þetta. Annað lagið með Bob James er líka þvílíkur gullmoli og varð aftur vinsælt eftir að klassíska RUN DMC lagið Peter Piper skaut upp kollinum í miklu Break æði sem gekk yfir ladnið rétt fyrir aldarmótin. Endilega kíkið á öll lögin, þetta eru eintómar perlur sem þið hafið gaman af ef að ykkur þykir væntum hiphop.


The Mohawks - The Champ (Cold Cut, KRS-One, Eric B. & Rakim og EPMD)

Bob James - Take Me to the Mardi Gras (RUN DMC og LL Cool J m.a.)

Tom Brock - There's Nothing in this World (Jay-Z)

Herbie Hancock - Cantaloupe Island (Us3)

Jean-Jacques Perrey - E.V.A. (Guru m.a.)

Leon Haywood - I Want'a Do Something Freaky To You (Dr.Dre& Snoop)

William Bell - I Forgot To Be Your Lover (Dilated people)


The Winstons - Amen, brother (um það bil allir)


Chicago - Street Player (The Bucketheads - The Bomb)


Er lífið ekki dásamlegt

Efnisorð: ,