fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Af apasamfélagi öfgakvenna og leikskólaprestum djöfulsins

Já ég er sannarlega ofan í helli þessa daganna enda önnin senn á enda og allt brjálað. Svo illa hef ég staðið mig hér á þessum vettvangi að Ívar hefur séð sig tilneyddan til að halda lífi í þessari síðu og kann ég honum bestu þakkir fyrir það.

Já feministar tröllríða öllu þessa daganna, hlægilegar feministafréttir, að þær ætli að sniðganga Silfur Egils (blessunarlega fyrir áhorfendur) og svo vill Kolbrún ,,F" Halldórsdóttir breyta klæðnaði barna uppi á fæðingardeild.

Hið síðastnefnda er auðvitað auðvelt að leysa. Spítalinn fjárfestir bara í nokkrum hvítum göllum og lætur foreldrana síðan um að velja hvort þau vilji blátt, bleikt (þeir litir sem örugglega 99% myndu kjósa) og síðan þessa hvítu hlutlausu (fyrir hálfvitana) - nú ef að Íslendingar reynast vera hlutfallslega meiri hálfvitar varðandi þetta mál en mig grunar, nú þá skipta þau hinum litunum út fyrir hvítt sem því nemur. Já, markaðurinn - Já hagræðingin (orð fyrir AFO)!

Eruð þið búin að sjá þessar Feministafréttir - þvílíkt grín. Velkomin í sjónvarp barnanna, meira að segja ógeðisþátturinn sem var á NFS var skárri en þessi grátlega plebbalega útsending. Það hlaut samt að koma að þessu, er ekki rétt að stöðin hljóti heitið Alfa sem öfgafull mótstaða við öfgamennina á Omega?

Varðandi sniðgöngu feminista á Silfri Egils er svo ótrúlega margt sem mætti segja til að benda á þessa heimsku. Skemmtilegt væri auðvitað ef að Egill Helgason tæki sig til og hefði jafnt kynjahlutfall en hefði bara samband við frjálshyggjukonur til að koma í þáttinn en hvorki feminíska konur né karla - það myndi sýna best hversu sárgrætilegan málstað þessar... ég veit ekki einu sinni hvað á að kalla svona konur. Ótrúlega skemmtilegt að horfa á Kastljós þáttinn. Þær eru alltaf voða töff einar og sér með sitt þvaður en um leið og þær lenda í umræðuþætti (hvort sem það er þessi kona í kvöld, Sóley Tómasdóttir eða Katrín Anna) þá lenda þær í algjörri málefnakrísu og enda með því að líta út eins og þrælar sem kyssa vöndinn, það er ekki einu sinni mótstaða og yfirleitt er viðmælandinn (hvort sem það er Egill Helgson, Guðmundur Steingrímsson eða Sigurður Kári) farnir að brosa svona ,,æi, ég vorkenni þessari konu" brosi.

Svo finnst mér þetta svolítið sniðug færsla hjá fyrrverandi samherja mínum.

...þessi færsla Stormskers er líka orðin klassísk.

Skemmtilegast af öllu er þó þegar að þessi drulluumræða apasamfélagskvenna fer af stað þá er eins og fjölmiðlar séu undirbúnir og komi með lauflétt skot á móti til að þagga niður í þeim - ég segi bara verði þessum konum að góðu!

Er svo ekki rétt að fagna því að leikskólar í Seljahverfi eru í forystu fyrir því að ganga inn í 21... nei sennilega bara 20.öldina og banna prestum að heimsækja leikskóla - velkomin í siðmenntað, heilbrigt og öfgalaust þjóðfélag! Daginn þegar að foreldrum verður orðið bannað að neyða börn sín til trúar, þá munum við öll hlæja að því þegar að prestum þótti sjálfsagt að heilaþvo börn á leikskóla aldri... eða hlær fólk ekki í dag að heilaþvottauppeldisaðferðum Maos og Hitlers?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Upprifjun

Þegar galsinn tekur völd og menn eru útkeyrðir af vinnu og verkefnum þá er gott að rifja upp, sérstaklega eftir trúarbragðarökræður.

Þetta er líka svalt myndband.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Klassísk spurning - beðið um álit

Margar spurningar eru klassískar og sérstaklega þegar kemur að hugtakinu lýðræði og réttindi borgaranna.
Ein spurning hefur lengi brunnið á vörum manna, en hefur legið í hýði eða verið í felum frá því að Helga Hóseassyni var neitað um verða afskírður. Af þessari rökleysu kirkjunnar, verða menn að spyrja eftirfarandi og ég óska eftir svörum:

1. ,,Hefur barn sem einstaklingur ekki rétt á að velja sér trú þegar það hefur náð þroska til ákvörðunar?"


og í ljósi þess:


2. ,,Er rétt að banna skírnir og aðrar trúarlegar athafnir á börnum og færa fermingar til 18 eða 20 ára aldurs?"



Eru lýðræði og mannréttindi ekki dásamleg hugtök?

Efnisorð: , , ,

föstudagur, nóvember 16, 2007

Sumar og gleði árið 1995

Að vera 14-15 ára var mjög hressandi tónlistalega séð í mínu lífi og lífið allt auðvitað dásamlegt. Hardcore-ið hafi runnið sitt skeið og við tók blanda af Disco-House/Hip-hop tímabili sem reyndist ekki síður skemmtilegt. House-ið kom að sjálfsögðu fyrst og Hip-Hop-ið var til vara framan af, en tók síðan við þegar að fyrrnefnd stefna fór í lægð. Mitt félagslega líf beið reyndar mikinn skaða af þessu því að öll laugardagskvöld sat ég heima og hlustaði á The Chronic og síðan á Party Zone. Sagan hefur einhvernveginn haldið betur utan um hip-hop-ið en minna hefur farið fyrir sögu Disco-House... hver man ekki eftir The Bucketheads/MAW/KenLou/Nuyorikan Soul, Glenn Underground og DJ Sneak til að nefna nokkra eðalmenn. Það þarf að rifja þetta upp - ég þarf að komast yfir þessa dýrgripi aftur. PZ- topp 100 listinn getur komið manni af stað en svo þarf maður að grafa langt aftur í heilanum til að fikra sig áfram og allar ábendingar eru vel þegnar.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að ég rakst á myndskeið með DJ Sneak frá því í vor og það er þannig með suma menn að þeir tapa sér aldrei - vita hvað virkar og DJ Sneak er með sitt gjörsamlega á hreinu. Hlustið á fyrsta lagið í syrpunni - þeir sem ekki fá takt í sig og sumargleðitilfinningu eiga hreinlega ekki möguleika á því að upplifa slíkt - árið 1995 er hreinlega mætt inn í stofu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Möst lesning fyrir alla!!!

Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðingafélagsins skrifar þarfa grein á blogginu sínu sem allir ættu að lesa og snýr að því hvernig við ættum að forgangsraða í lífinu. Þessu hef ég lengi talað fyrir.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, nóvember 12, 2007

Niður minningarbrautina - hvar varst þú?

Hversu margir svitadropar - hversu mörg skopp

föstudagur, nóvember 09, 2007

Íbúðareigendur






Þessi neðri sérhæð á Laugarásvegi er okkar!
Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Enn ein perlustund með Dylan

Buckets of rain

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Nokkrir punktar úr mismunandi áttum

Trú: Er Grænsápubiblían siðferðilegur grunnur lífs okkar?

Silfrið: Klassísk deila á vettvangi dagsins. Sigurður Kári og Friðbjörn Orri vs Guðfríður Lilja og Svanfríði. Mæli með að allir horfi á þetta - sjáið sérstaklega hvernig gjörsamlega sýður á kvenfólkinu þegar að Friðbjörn Orri talar.

Knattspyrna: andfotbolti.net er kominn til að vera. Lesendum fjölgar, pennum fjölgar og síðan í stöðugri þróun - bæði útlitslega sem og andlega. Er ekki frá því að þetta sé byrjað að smjúga inn þrátt fyrir mikla afneitun. Það er hins vegar ekki markmið síðunnar, heldur að hygla sóknarknattspyrnu og gagnrýna og ,,útrýma dapri og úreltri hugmyndafræði, sem er knattspyrna með ofuráherslu á varnarleik"
Áfram sóknarknattspyrna!

Orðið á götunni: Ég get ekki lýst því fyrir hversu miklum vonbrigðum ég yrði ef að þetta slúður yrði að sannleika.

Slúðrið fyrir dömurnar: Já, svo að þetta sé nú ekki bara punka pistill þá verð ég að setja link á vinkonu mína DD-Unit. Þessi síða er ,,Orðið á götunni" fyrir slúður, glimmer og gleði hóp kvenna - algjört möst! Kannski Old news fyrir marga - en taumlaus gleði fyrir aðra.

Persónulega: Ég fór í alveg guðdómlegt Brunch til Heiðu og Daða í gær og þakka kærlega fyrir mig. Þar var boðið upp á alvöru kræsingar - allskyns brauð og álegg, pönnukökur, kex og osta og auðvitað jarðaberjasjeik.
Hagnaðurinn fjallaði um þennan viðburð og sagði meðal annars ,,hugmyndin var að kallar myndu horfa á tvö bestu sóknarlið alheimsins sýna listir sínar á meðan konur og börn myndu ræða um eitthvað sem konur með börn ræða um." Eins og mælt úr mínu hjarta.
Annars eru það bara áframhaldandi ritgerðarskrif og heimapróf framundan, er að verða töluvert þreyttur á því ferli aftur og aftur. Veit einhver um góða vinnu... fyrir mikið kaup?

Barnalegur húmor: Sumir hafa barnalegan húmor aðrir ekki, ég mæli með Fabregas photoshop (munið að þetta eru heilar 4 blaðsíður og batnar hreinlega með hverri þeirra)



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

föstudagur, nóvember 02, 2007

Dauður?

...Nei, hreint ekki!

Örlítið út á þekju undanfarna daga kannski - en alls ekki dauður. Mikið að gera og gerast þessa dagana. Verkefnavikur í Masters náminu, andfotbolti.net byrjaður að rúlla af krafti og strax orðinn umdeildur, hugsanleg húsnæðiskaup á dagskrá á næstu vikum hjá mér og ástkonunni Örnu - ræði það frekar þegar þar að kemur... allt sem sagt á fullu.

Ég er alveg lost í almennri umræðu og þarf að rífa mig aftur af stað!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,