sunnudagur, janúar 31, 2010

Tilraunastarfsemi

Látum á þetta reyna

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, janúar 18, 2010

Laumunautn

Væri staðan sú þegar að 21 umferðir eru búnar í ensku Úrvalsdeildinni að Nani hefði skorað 10 mörk og Anderson lagt upp 12 mörk og þeir spilað alla leikina að þá væru stuðningsmenn United löngu búnir að missa saur af gleði.
Það að Fabregas geri hvort tveggja á mínútufjölda sem spannar tæpa 15 heila leiki hreyfir varla við Arsenal mönnum - þeir vita sem er að þessi leiðtogi liðsins þeirra er orðinn einn allra besti knattspyrnuleikmaður í heiminum og það innan við 23 ára aldur (árinu yngri en Nani og árinu eldri en Anderson).
Ég er nokkuð vissum það að ef fjárhagsstaðan hjá United hefði verið í lagi síðasta sumar eftir söluna á Ronaldo að þá hefði Ferguson gert 50-60 milljóna punda tilboð í Fabregas. Því ef það er einn maður (að undanskyldum Ronaldo sjálfum) sem hefði smellpassað inn í United liðið þá væri það Fabregas. Tilhugsunin um Fabregas að stjórna hraðaupphlaupum með Rooney og Valencia fyrir framan sig eða að brjóta niður lið sem spila handboltavörn með þríhyrningum við Berbatov framkallar sjálfkrafa gæsahúð og þá er frátalið að maðurinn getur skotið fyrir utan teig, skorað úr aukaspyrnum og tekið góðar hornspyrnur (allt atriði sem hreinlega líta vandræðalega út hjá United í augnablikinu).
Fabregas er auðelskanlegur knattspyrnumaður, ekta eintak fyrir Leikhús Draumanna og aðdáendur Arsenal ættu að njóta hverrar einustu snertingar hans (á boltanum) - því að það er aldrei að vita hvenær spæsnku stórveldin hrifsa þennan töframann aftur til sín í sólina fyrir upphæð litlu lægri en þá sem United fékk fyrir Ronaldo.

Fabregas, ég elska þig í laumi


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, janúar 14, 2010

Ain´t nothing but a G thang

Fræg varð sagan af því þegar Þórbergur ályktaði að fyrst að guð væri allsstaðar að þá hlyti hann að vera í skítahaugnum. Síðar kom annar Meistari fram og fullyrti að Guð byggi í öllu því sem byrjaði á G (gott ef að guð hefur ekki búið í gengishruninu á tónleikum síðustu misserin). En þrátt fyrir að vera í mengi þess síðarnefnda tókst hvorugum þessara manna að koma orðum að sömu niðurstöðu og vísindamennirnir sem hafa loksins fundið út að ,,guð býr í G blettinum amma” – þar hefur hann þá helvískur falið sig í allan þennan tíma.

Líklega hefur það ekki farið framhjá nokkurri konu né manni þegar að vísindamenn við King´s College í London (í rennblautum plasthönskum) komust að þeirri niðurstöðu, eftir langstærstu rannsókn á því efni, að vonlaust sé að finna nokkrar vísbendingar um G blettinn. Um var að ræða rúmlega 900 tvíbura á aldrinum 23-83 ára.

Það var í sjálfum sér ekki niðurstaðan sjálf sem vakti athygli mína, heldur hin guðfræðilega líka vörn/gagnrýni á niðurstöðurnar sem urðu í kjölfarið – þ.e. að líkt og með guð að þá afsanni þessi vísindalega rannsókn ekki, né sanni tilvist G blettsins, að mikilvægt sé að þeir sem áður hafi talið sig hafa G(uð) blettinn haldi áfram að njóta hans (trúa á hann) og að það sé hugsunin sem gefi reynslunni raunverulega merkingu – en nær hún lengra?

Í barnslegri einfeldni minni, fáfræði og prakkaraskap var það trú mín að nú gæti ég sett fram ,,Fjölblettakenningu Bjarna”því ef það væri einn G blettur sem sumar konur finndu en engir vísindamenn gætu bent á, þá gætu þeir allt eins skipt hundruðum – inn í þeim gæti allt eins búið ósýnilegt spagettí skrímsli. Það hlakkaði í mér, allt þar til að ég las mér til um það að til væru t.d. U og B blettir sem ég hafði aldrei heyrt um áður – kannski að þetta sé líkt og með trúnna menningarlega bundið, þarf ekki rannsókn á því?

Við skulum í það minnsta vona að mismunandi konur, úr mismunandi menningarheimum fari ekki að berjast hvor gegn annarri í nafni kynferðislega örvandi bletts/bletta, en það er skylda hvers manns að vara þann næsta við um leið og setningar á borð við,,Ég er þinn G blettur og þú skalt ekki aðra bletti hafa” fara að heyrast.

Við skulum ekki taka sénsinn á því: Karlmenn og lesbíur haldið konunum ykkar fullnægðum!

Ástarkveðja B.

Er lífið ekki dásamlegt?