föstudagur, maí 30, 2008

Skandall hjá Stöð 2

Það er rétt að vara þá sem eru spenntir fyrir (24 wanna-be) seríunni Traveler við, en hún hefst 3.júní og hefur verið mikið auglýst að undanförnu. Við Arna sáum þessa seríu, ef seríu skyldi kalla, því að þáttunum var aflýst vestanhafs fyrir rúmu ári eftir aðeins átta þætti. Við höfðum hins vegar haldið í góðri trú að serían hefði bara verið átta þættir í fullri lengd en vorum svo skilin eftir algjörlega óupplýst og engu nær eftir 8x40 mínútna áhorf en samt ætlar Stöð 2 að sýna þættina. Reyndar má nálgast handritið að endalokunum á heimasíðu höfundar - en hingað til hef ég ekki nennt að bera mig eftir björginni. Þar hafið þið það.

Er lífið ekki dásamlegt?

Best in the West - Lakers og Snoop verður það betra?


Eftir að Lakers liðið hafði með hjálp dómaratríósins gefið gömlu risaeðlunum í Spurs 17 stiga forskot um miðjan annan leikhluta að þá setti Lakers í annan gír sem var nóg til að minnka muninn niður í sex stig fyrir hlé. Eftir hlé var þetta svo aldrei spurning, Lakers liðið herti tökin í vörninni og þrátt fyrir að vera með dómarana á sínu bandi (stundum hreinlega kjánalega augljóslega) að þá átti Spurs liðið aldrei séns og lokaniðurstaðan 100-92 Lakerssigur og liðið á leiðinni í úrslitin en meirihluti leikmanna Spurs sennilega á leiðinni að hætta. Nú er það aðeins spurning hvort að það verður Detroit eða Boston í úrslitunum en það er ljóst að hvort sem það verður að þá hefur það lið heimavallarréttinn. Það er í það minnsta ljóst hvernig sem úrslitaeinvígið fer að það eru bjartir tímar framundan í Los Angeles á komandi árum og maður hreinlega finnur lyktina af nýju stórveldi - allt undir þremur titlum á næstu fimm árum verða vonbrigði.

Lakers - glory and glamour!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

Skammarleg frammistaða alþingismanna

Í dag sýndu alþingismenn enn og aftur hvers vegna Ísland sem lýðræðisríki er svo ömurlegt á margan hátt þegar að þingheimur samþykkti að starfshættir grunnskólanna skuli m.a. mótast af kristinni arfleið íslenskrar menningar (sjá grein 2) sem er ótrúlega loðið. Sama fólki bauðst að gera lögin bæði réttlátari og gegnsæjari með því að samþykkja breytingartillögu sem hljómaði svo:

Við 1. mgr. 29. gr. bætist þrír nýir málsliðir, er verði 4.–6. málsl., svohljóðandi: Í námskrá og starfi grunnskóla skal enn fremur tekið mið af aukinni fjölbreytni hvað varðar menningarlegan og trúarlegan bakgrunn nemenda. Hvers kyns trúarleg innræting er óheimil. Fræðsla um trúarlega arfleifð íslenskrar menningar og um mismunandi trúarbrögð skal virða rétt manna til trúfrelsis og trúleysis, með það að markmiði að auka þekkingu, umburðarlyndi, skilning og virðingu milli ólíkra trúar- og menningarheima.

Henni var hins vegar hafnað með miklum meirihluta sem segir allt sem segja þarf um þá afturhaldssemi sem þar ríkir og greinilegt að enn á að halda opnum þeim möguleika að andlegir barnaníðingar ráðist gegn börnum með trúarlegri innrætingu. Maður hefði getað búist við þessu frá Framsóknarpakkinu og Frjálslyndraruslinu en eftirtaldir einstaklingar (sem oftast eru taldir frjálslyndir) eru meðal þeirra sem ættu að skammast sín: Ágúst ÓlafurÁgústsson, Árni Páll Árnason, Sigurður Kári Kristjánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson, Ellert B. Schram og Geir H. Haarde.

Hrósa ber þeim sem komu að breytingartillögunni og/eða studdu hana: Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Paul Nikolov, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon.

Sú kristna sannfæring að heimurinn sé ljótur og illur hefur gert heiminn ljótan og illan.
-Friedrich Nietzsche

Er líf barna dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, maí 28, 2008

Í tilefni af komu píanós á L45


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Enn af Terry í tilefni vikuafmælis (Lakers færsla að neðan)



viva John Terry,
could have won the Cup,
but he fucked it up,
Viva John Terry

Viva John Terry
Viva John Terry
Thought his time had come
Fucking racist scum
Viva John Terry

Viva John Terry
Viva John Terry
England's lion can't roar
Watch United score...
Viva John Terry

Efnisorð: ,

Lets go Lakers

Kobe Bryant og félagar hans í Lakers eru með meistarana í köðlunum eftir sigur í nótt sem var óþarflega tæpur og staðan 3-1. Lakers voru betra liðið allan tímann en enn einu sinni voru gömlu kallarnir í dómarabúningunum sérstaklega hliðhollir Spurs, tja allt fram á næst síðustu sekúndu leiksins og héldu þeim inn í leiknum. Sjaldan hefur lið án Lebron komist upp með jafn mikið og meistararnir hafa gert hingað til. Duncan í bakhrindingum, notandi hendur og höfuð ólöglega auk þess sem honum leyfist að taka 4-5 skref til að skora körfu - hljóp einu sinni nánast frá þriggja stiga línunni (án þess að drippla boltanum) og tróð án þess að nokkuð athugavert væri við það að mati dómaranna. Parker, Ginobili, Bowen og Oberto héldu svo áfram að vera dirty og einhvern veginn tókst dómurum leiksins að komast nánast hverjum einasta leikmanni í hinu prúða Lakers liði í villuvandræði. Það kom þó ekki að sök þar sem gæðamunurinn á þessum liðum er rosalegur. Horry, Oberto, Finley og Thomas virðast loksins hafa lent á aldursveggnum og auk þess hefur Ginobili að mestu verið alveg sorglegur í þessari seríu (með aðeins 7 stig í nótt). Ef að Gasol myndi mæta eins og karlmaður gegn Duncan að þá værum við núna búnir að sópa þessu einvígi léttilega - það þarf einhver að berja lífi í Gasol.
Niðurstaða: Öll vafaatriði utan eins á lokasekundu leiksins féllu með Spurs en þrátt fyrir það vann Lakers sanngjarnan sigur og klárar vonandi þetta einvígi á sínum heimavelli í LA í næsta leik - en það væri eftir Horry að mæta loksins til leiks.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, maí 27, 2008

Bobby!!!

You think I'm over the hill
You think I'm past my prime
Let me see what you got
We can have a whoppin' good time

Áður en ég byrja þessa laufléttu og óvísindalegu yfirferð á Dylan tónleikunum í Reykjavík að þá er rétt að byrja á sögu... kannski ekki skemmtilegri en sögu þó. Þannig var að þegar komið var inn í Laugardalshöll í gær að þá blasti í hvívetna við manni veggspjöld sem bönnuðu allar hljóð-og myndbandsupptökur (sem er verulega einkennilegt þar sem Dylan er sá tónlistarmaður sem virkar hve frjálslyndastur gagnvart slíku og til eru endalaust margar síður þar sem hægt er að download-a hundruð gb af tónleikum með honum í gegnum tíðina með hans samþykki + auðvitað nánast daglegum youtube myndböndum af tónleikum í hverri viku.) Ég lét þessar aðvaranir því sem vind um augu og eyru þjóta, byrjaði að taka nokkrar ljósmyndir en ákvað svo að taka eitt video þegar tónleikarnir voru meira en hálfnaðir (enda fólk í kringum mig í sama gírnum) ekki vildi þó betur til en svo að ég er böstaður (eins og snáði að stela súkkulaði) við þessa iðju mína og mér gert að afhenda batterýið. Jæja, allt gott og blessað með það, en þegar við fórum svo að ná í batterýið eftir tónleikana að þá reyndist þetta vera eina batterýið sem var tekið og aðrar græjur voru ekki teknar nema upptökutæki frá einhverjum gæja á Rás2 - helvíti eðlilegt þegar varla sást á sviðið fyrir myndavélum, en mjög skemmtilegt.

En þá að tónleikunum. Eins og sést á færslunni hér á undan að þá var mikið spenna, eftirvænting og kvíði fyrir þessa tónleika. Kvíðinn reyndist alls ekki eiga rétt á sér því að eftir að Dylan hafði ræst röddina með tveimur perlum að þá var ekki snúið til baka. Ég hafði lesið einhverja hræðilega gagnrýni frá Halifax (tónleikar 21.maí 2008) þar sem allt var ömurlegt; tónleikarnir í gær voru fyrir mér hins vegar hreinlega æðislegir. Bandið var gott (þrátt fyrir mistök hér og þar) og Dylan söng og skemmti sér hreinlega meira en ég hef séð hann gera á flestum þeim youtube myndböndum sem í boði eru frá tónleikum á þessu ári og brosti mikið bæði til meðlima í bandinu og til áhorfenda. Prógrammið (sjá að neðan) var líka fín blanda af eldri og nýrri lögum sem í heildina voru 17 (sem er nákvæmlega sá fjöldi sem Dylan hefur verið að spila að undanförnu), það má alltaf gráta yfir því að það hafi vantað einhverja slagara, en eins og upphitunin sýndi greinilega að þá hefði Dylan þurft að spila rúmlega 100 lög (og hin nýju að auki) til að verða að ósk allra og ég er ekki vissum að áhorfendur hefðu haft (fóta)burði í slíkt. Heilt yfir var þetta því mikil skemmtun og þá er frá talið sú upplifun að hreinlega sjá þennan mikla meistara standa á móti sér. Hápunktar kvöldins voru líka þónokkuð margir: Lögin af nýjustu plötunni Modern Times voru öll virkilega flott og merkilega lík því sem þau eru á plötunni (af þeim fannst mér Workingman's Blues #2, Nettie Moore og Spirit on the Water flottust) , Blowin´ In the Wind var í skrýtinni en jafnframt skemmtilegri útgáfu, Ballad of a Thin Man var stórkostleg og lögin Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again, Don't Think Twice, It's All Right og Highway 61 Revisited voru líka með allra besta móti (miðað við þá flutninga sem ég hafði heyrt nýverið). Síst fannst mér þau lög sem ég hef lítið hlustað á en það eru lög fjögur, átta og fjórtan hér að neðan (án þess langt því frá að undan þeim sé hægt að kvarta eða að mér hafi leiðst). Niðurstaða: Það að fara á Dylan tónleika hefur lengi verið á stefnuskránni; þessir fyrstu tónleikar urðu mér alls ekki vonbrigði og fremur að sýningin hafi komið mér á óvart - ég myndi hiklaust borga aftur 9000kr. til að verða vitni að öðrum tónleikum, vonandi líða ekki önnur 28 ára þangað til það gerist næst.

Lögin í gær
1. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
2. Don't Think Twice, It's All Right
3. The Levee's Gonna Break
4. Tryin' To Get To Heaven
5. Rollin' And Tumblin'
6. Nettie Moore
7. I'll Be Your Baby Tonight
8. Honest With Me
9. Workingman's Blues #2
10. Highway 61 Revisited
11. Spirit On The Water
12. It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13. When The Deal Goes Down
14. Summer Days
15. Ballad Of A Thin Man

(encore)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind

Er Dylan ekki dásamlegur?

Efnisorð:

mánudagur, maí 26, 2008

Klukkutími...

...í tónleika með Meistaranum hér að neðan; svolítið eins og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar - spenna, tilhlökkun og kvíði og allar aðrar tilfinningar í mjög miklu magni... maður veit ekki hvort að tækifærið mun gefast aftur ,,Time passes slowly and fades away".



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Terry, Terry, Terry

Það er að verða komin vika og ekkert lát er á gríninu sem gert er á kostnað John Tear-y. Hér hefur einhver safnað safnað saman nokkrum photoshopuðum myndum og birt á youtube. Terry er hins vegar að jafna sig það enda með alvöru liðsfélaga í kringum sig sem drifu hann með sér út til að fá sér ,,Orange Mocha Frappuccino" eins og sjá má fyrir neðan youtube myndbandið.













,,Orange Mocha Frappuccino"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, maí 24, 2008

Bob Dylan: Lög 51-61 til að stytta biðina (af ekki ,,Best of" lögum)

Mæli með því að menn vinni sig upp að neðan og byrji á fyrstu 9 lögunum. Þeir sem vilja halda sig við ,,Best of Dylan" kaupa sér svo ,,DYLAN" (50 laga safndiskinn frá síðasta hausti). En öll lögin hér að neðan gerðu sterkt tilkall án þess að komast á diskinn - sem er fáránlegt og ég er samt einungis kominn að árinu 1990 í upprifjun!!!

Man in the Long Black Coat

Let Me Die in My Footsteps

Walkin' Down the Line

Talkin' John Birch Paranoid Blues

Last Thoughts on Woody Guthrie

Suze

Mama, You Been on My Mind

Farewell Angelina

If You Gotta Go, Go Now

She's Your Lover Now

SantaFe

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Bob Dylan: Lög 41-50 til að stytta biðina (af ekki ,,Best of" lögum)

Bob Dylan: Lög 31-40 til að stytta biðina (af ekki ,,Best of" lögum)

Bob Dylan: Lög 21-30 til að stytta biðina (af ekki Best of lögum)

Bob Dylan: Lög 10-20 til að stytta biðina (af ekki Best of lögum)

Bob Dylan: 9 lög til að stytta biðina (smá Lakers og United færsla fyrir íþróttafíklana að neðan)

Dylan: Í dag ,,fagnar" merkilegasti núlifandi Bandaríkjamaðurinn því að vera orðið löggilt gamalmenni... já Dylan er 67 ára í dag og aðeins tveir dagar í tónleikana - það er ekkert eðlilega súrt að mínu mati að eftir fáeina klukkutíma muni ég standa andspænis þessum mikla meistara. Byrjum þessa upphitun með 10 lögum sem ekki komust á 50 laga safndisk sem kom út síðasta haust og ég mun halda mig við þau lög í næstu færslum.

Girl of the North Country

Corrina, Corrina

With God on our side

Boots of Spanish leather

One to many mornings

When the ships comes in

Only a pawn in their game

Chimes of freedom

Love minus zero/No limits


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

United - Lakers

United: Ég er eiginlega búinn að oflesa um þennan blessaða úrslitaleik og hreinlega nenni ekki að koma með einhverja klisjupunkta um hann. Eftir stendur að sá maður í United liðinu sem ég hef gagnrýnt hve mest í vetur (Giggs) endar tímabilið á því að tryggja liðinu Englandsmeistaratitilinn og skorar úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni gegn Chelsea í leikjum þar sem hann annars vegar jafnar leikjamet Charltons og verður um leið fyrsti leikmaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu til að verða 10 sinnum meistari og í síðari leiknum slær hann metið og er orðinn sá maður í enskri knattspyrnu sem hefur unnið flesta stóra titla alls 19 stykki - síðan er maður bara með dónaskap.

Lakers: Eftir að hafa verið ryðgaðir í fyrsta leiknum gegn Meisturunum frá San Antonio þá setti Lakers liðið í fluggírinn og misþyrmdi Spurs með 30 stiga sigri (101-71) og staðan í einvígnu orðin 2-0 og þriðji leikurinn á sunnudaginn. Ég hefði ekki boðið í það ef að dómgæslan hefði verið sanngjörn því þá hefði Lakers sennilega sigrað með einhverjum 50 stigum... merkilegt hvað Duncan, Ginobili og Bowen fá að komast upp með (ef að Duncan væri ekki með nafnið aftan á búningnum að þá hefði hann fengið svona 17 villur á sig) en svona er þetta þegar að leikmenn hafa settið námskeið í háskóla með þessum gömlu krumpudýrum sem dæma leikina.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , , ,

fimmtudagur, maí 22, 2008

MANCHESTER UNITED EVRÓPUMEISTARI!!!




















































































































































































LÍFIÐ ER YNDISLEGT!!!

Efnisorð: , , ,

þriðjudagur, maí 20, 2008

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og tímabilið í hljóðum


Það væri hægt að smella Popplagi Sigur Rósar hingað inn en þetta lag er ekki eins ofnotað. Ætla að melta þessar tilfinningar aðeins áður en ég skrifa nokkuð um þennan dramatíska leik.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

Lakers vs Spurs

Jæja þá er það ljóst ,,Glory over glamour"... gömlu kallarnir og meistararnir frá San Antonio verða andstæðingar Lakers í úrslitum Vesturstrandarinnar eftir að hafa sýnt alla sína reynslu á útivelli gegn Hornets sem aftur á móti klikkuðu gjörsamlega. Lakers eru meðal þeirra liða sem skora mest og fá flest stig á sig en San Antonio er meðal þeirra liða sem skorar minnst og fær fæst stig á sig - sem sagt sóknarleikur gegn varnarleik. Viðureignir liðanna í vetur fóru 2-2.

Körfuknattleiksins vegna þá held ég að hitt einvígið hefði nú verið skemmtilegra, en það er margt forvitnilegt við komandi einvígi. Meðal þess er Duncan vs Gasol (sem er líklega sá leikmaður í deildinni sem líkist honum mest). Annað einvígi sem verður skemmtilegt er Kobe vs Ginobili. Svo er spurning hversu vel Fisher kemst frá því að passa Parker og eins verður forvitnilegt að sjá hver ætlar að dekka Odom... mun Horry kannski sökkva okkur? Því miður fyrir einvígið og þó helst Lakers að þá mun Bynum ekki taka nokkurn þátt í úrslitakeppninni þar sem hann mun fara í aðra aðgerð á miðvikudaginn sem er sami dagur og einvígið hefst.

Mun Spurs taka þetta á reynslunni og hafa þeir úthaldið eftir sjö leikja seríu gegn Hornets? Mun Lakers liðið keyra yfir meistarana eftir góða hvíld eða mun reynsluleysið verða þeim að falli líkt og hjá Hornets?
Kemur í ljós, en fyrst er það drepleiðinlegur úrslitaleikur Manchester United vs Chelsea á miðvikudaginn... púúú á Meistaradeildina!!!

Hvað segja Lakers menn?
Hvað segir Ólafur Þórisson?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, maí 19, 2008

Visions Of Johanna




Er lífið ekki dásamlegt?

sunnudagur, maí 18, 2008

Tilþrif gærdagsins

Þeir sem urðu vitni að klukkutíma langri analýseringu Tómasar á sínum eiginn knattspyrnuferli á Gnoðavogi 70 í gærkvöldi munu seint gleyma henni... en henni lauk með því að Meistari Tómas sagði hátt og ákveðið ,,ég vil að þið skynjið biturð mína og þjáningar".

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Hippiddy hoppiddy... hiphop

laugardagur, maí 17, 2008

Í Dylanlandi

Í Dylanlandi má segja að ríki tímaleysi. Maður er á góðri leið með að melta eitt meistarastykki úr nútímanum þegar að nokkrir tónar minna mann á aðra plötu úr fortíðinni sem síðan er gjörsamlega föst í höfðinu á manni. Þessa daganna er það tímamótaplata í rokksögunni, svo mikil tímamótaplata að hún slagar upp í að vera klisja þegar hún er nefnd á nafn... fyrstu tónar hennar fengu Eric Clapton til að hugsa ,,fokk þessi maður hefur hent okkar hljómi aftur til steinaldar", enda lagið Like a Rolling Stone sennilega besta lag rokksögunnar og platan endar á ellefu mínútna langa drungalega kjálkabrjótinum Desolation Row (part 2) sem á sér fáa textalega jafnoka í menningarsögunni (texti sem Dylan sagði í viðtali að hann myndi láta öll skólabörn læra utan að í stað þjóðsöngsins ef að hann yrði forseti).
Á milli þessara risa læðist hver lúmska perlan af fætur annarri með sínum séreinkennum þó og í senn eru lögin ótrúlega ólík en mynda samt einstæða heild. Annað lagið er Tombstone Blues - eitt af þeim lögum sem aðdáendur ,,þjóðlaga-Dylans" þoldu ekki, en sómar sér ekki síður í nútímanum en önnur lög á þessari plötu. Þriðja lagið It Takes A Lot To Laugh, It Takes A Train To Cry er löngu orðin klassík og þarfnast fremur endurhlustunnar en rökræðna. From A Buick 6 sómar sér best á heitum sumardegi þegar þotið er um þjóðvegi heimsins enda alvöru blús-rokkslagari þar á fleygiferð. Ballad Of A Thin Men fylgir í kjölfarið sem fimmta lag plötunnar uppfullt af tilvísunum og táknum sem talið er að fjalli um blaðamann sem gerði Dylan lífið leitt en ég vona svo sannarlega að sá maður sé ekki til því að Dylan er í rauninni að segja þeirri manneskju hversu ömurleg hún sé og það með texta á heimsmælikvarða... frábært lag engu að síður. Sjötta lagið er hið ,,fallega" lag Queen Jane Approximately með týpískum óræðum texta frá Dylan sem segir: ,,smá eftirsjá" - ,,smá fínt að losna við þig og fokk off" - ,,smá hér færðu raunveruleikan í andlitið" og að lokum ,,mun ég hjálpa þér á fætur þegar þú dettur?". Sjöunda lagið ber sama heitið og platan sjálf Highway 61 Revisited og er töff blús (lagalega og textalega, ef frá er talið fáranlega leiðinlegt flaut í upphafi lags) sem snýr meintum kraftaverkum Jesú upp á nútímann með tilvísunum í sögu Bandríkjanna og sögu blússins.
Inngangurinn og beat-ið í byrjun tregalagsins Just Like Tom Thumb's Blues myndi sóma sér vel sem sampl til að halda uppi hiphop lagi í dag ef beat-ið væri tvöfaldað að styrk og líkt og með þriðja lag plötunnar að þá er best að hlusta aftur og rýna í textann í stað þess að eyða tímanum í að mæra þetta lag... og þegar að Desolation Row hefur runnið sitt skeið þá er tími til kominn að byrja aftur á plötunni og hlusta á besta lag allra tíma - með kveðju frá Dylanlandi, Bjarni Þór.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, maí 16, 2008

Stjórnmál - Knattspyrna - NBA og Sumarslagari

Stjórnmál: Það kemur fyrir að menn missa sig aðeins, þeir hafa staðið sig svo vel að þegar þeir ætla að toppa sjálfa sig og slá fallegasta ,,home-run" í sögu heimsins að þá hitta þeir ekki boltann en kylfan slæst þess í stað mjög fast í andlitið á þeim og þeir skyndilega vankaðir á hnjánum umkringdir hlátri.
Þannig er það með nýjasta video blogg Einars Más í Mannamáli sem átti að verða ótrúlega töff en niðurstaðan er hlægileg blanda af kommunisma og þjóðrembingi - sem aftur eru tvö hugtök sem menn ættu að leita til læknis með ef að eru byrjuð að grassera eins og illkynja æxli nálægt heilanum.
Þannig er það nefninlega með alþjóðavæðinguna vs sjálfstæðis-þjóðrembu-afdalabónda- Laxnesskjaftæði að ef að þú ert staðfastur á hinu síðarnefnda að þá getur þú í besta falli pakkað Bjarti í Sumarhúsum og öllum hinum hundleiðinlegu Laxness persónunum niður í kassa, keypt þér lítinn sveitabæ út á landi og lifað í sjálfbærum búskap án þess að vera í nokkrum tengslum við umheiminn... eða flutt til Norður-Kóreu. Það er fátt annað sem hægt er að gera, nema þá að muldra eitthvað ofan í bringuna og verða að aðhlátursefni því að Ísland mun aldrei draga sig út úr ,,alþjóðavæðingunni" eða Evrópusamvinnunni til að setja skítugan ullarpeysuklæddan brjóstkassann framan í umheiminn og segja ,,Ísland - jafn sjálfstætt og Norður-Kórea" meira að segja flest öll önnur kommunistaríki og VG hafa áttað sig á að í því felst enginn skynsemi og slíkt er óverjandi.
Mögulega hefur Einar verið of fastur í sinni eigin persónusköpun, sínum óraunveruleika og annarra eins og Laxness og gleymt því hvernig efnahagsástandið og ástandið almennt var á fiskibollu og bjúgna tímabili níunda áratugsins fyrir tíma EES og fall Berlínarmúrsins... þá voru menn alveg ofboðslega Sjálfstæðir.
Nútíminn hefur ekki aðeins hafnað orðum Bjarts í Sumarhúsum um að Sjálfstæði sé betra en kjöt heldur beinlínis mest allri hugmyndafræði Bjarts og þess sem skapaði hann. Nútíminn og þá einkum nútíminn innan smáríkja (á borð við Ísland) hefur áttað sig á því að alþjóðleg samvinna er algjört möst þó að til komi tímabundin skerðing á fullveldinu (eins og gerst hefur með EES) - það er betra að taka þátt í lífinu og takast á við hindranir en að læsa sig inni í þröngu myrkvuðu bómullarherbergi tómleikans og fáfræðinnar og vera þar í eymd sinni sjálfstæður.
Í rauninni má þó segja að sjálfstæðið og þó einkum frelsið (sem Einar efast um) hafi aldrei verið meira fyrir Ísland og Íslendinga og þegar uppi er staðið þá er það einmitt aðalatriðið - að hver einasti Íslendingur sem sjálfstæður og fullvalda einstaklingur hefur aldrei verið jafn sjálfstæður, jafn frjáls og átt jafn mikil tækifæri og akkúrat á þessu augnabliki; fátt virðist geta stöðvað hann - en svo víð hugsun virðist ekki hafa verið til staðar hjá Bjarti og slík þröngsýni virðist því miður hrjá menn enn. Ég vil biðja slíka menn um að læsa sjálfa sig í þrældóm fortíðar en láta okkur hin sem viljum nýta tækifæri nútímans í friði í stað þess að fokka þessu upp!!
Heimskur er sá sem heima situr og heldur í fáfræði sinni að heima sé best... og að íslenskar landbúnaðarafurðir séu bestar... og að ekkert jafnist á við íslenskan mat... og að íslenska vatnið sé hreinast... og að þorramatur sé frábær... og að íslensk menning sé yfirburða á heimsmælikvarða... og að Þingvellir séu merkilegur staður... og að Íslandssagan sé merkileg... og... og... og...
Þannig gæti nútímauppfærsla á gömlum spakmælum orðið svo: Takið bændurna og þjóðremburnar burt og fólkið mun fagna - takið alþjóðasinnana burt og heimur þess mun hrynja.

Knattspyrna: Fór á völlinn í gær og sá mitt ástkæra félag leggja lið HK. Það var undarleg stemmning, í fyrsta lagi var góð stemmning meðal áhorfenda.. eitthvað sem mun taka tíma að venjast og auk þess var Fram liðið ótrúlega massíft, barðist vel og spilaði beinskeyttan bolta - stundum hálofta en einnig stungusendingar; og svo þegar að liðið missti boltann að þá var pressað... svolítil Liverpool lykt af þessu. Mótherjarnir voru reyndar ótrúlega daprir, en engu að síður eru 6 stig eftir tvo leiki og markatalan 5-0 sannarlega eitthvað sem má byggja á.

Knattspyrna: Það er ótrúlega gaman að fylgjast með slúðurpressunni á þessum árstíma og það virðist ekki ætla að verða undantekning þar á. Ég held að allir leikmenn Liverpool hafi verið orðaðir við önnur lið og að nánast allir leikmenn í öðrum löndum hafi verið orðaðir við liðið - sérstaklega á Spáni þar sem menn mega ekki hafa reimt á sig takkaskó öðruvísi en að vera á leiðinni á Anfield. Ronaldo er auðvitað orðaður við Real og þá er stutt í að Gerrard verði orðaður við Chelsea (sem einnig eru sagðir ætla að gera 100 milljóna punda tilboð í Torres) og svo er það auðvitað Fabregas til Barca og Drogba burt frá Chelsea. En þetta hressir!!!

NBA: ,,Aldrei vanmeta hjarta meistaranna" sagði Rudy Tomjanovich eftir að Rockets lönduðu öðrum titli í röð, það sama má segja um Spurs liðið sem var að jafna einvígið gegn Hornets og tryggðu sér þar með sjöunda leikinn. Í gær steig Lakers skref í átt að því að mæta öðru hvoru þessara liða í úrslitum Vesturdeildarinnar með því að sigra Utah og leiða nú einvígið 3-2. Hinu megin er Detroit komið áfram og sennilega munu Celtics hafa Cavs af. Þannig að þetta verður rosaleg úrslitarimma hvernig sem þetta fer.

Tónlist: Tékkið á þessu DJ Sneak remixi af gamla Eddy Grant slagaranum ,,Electric Avenue". Ef þetta er ekki sumar þá veit ég ekki hvað.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, maí 15, 2008

Svar óskast

Á mánudagskvöldið var ég gestur á Rauðakaffinu og las þar grein um viðbrögð Wengers að loknu tímabilinu þar sem hann gat ekki sýnt þann drengskap að óska United til hamingju með titilinn en talaði í stað þess um að honum hafi liðið eins 100 metra hlaupara sem tapar ótrúlega naumlega eftir að hafa leitt hlaupið alla leið að marklínu og aðeins brjóstkassi anstæðingsins hefði skorið úr um sigurinn og svo auðvitað að meiðsli lykilmanna hefðu kostað Arsenal sigurinn - að sjálfsögðu voru viðbrögð þeirra sem skrifa á redcafe að hlæja að Frakkanum. Ég hugsaði hins vegar með mér ,,er til einhver maður í heiminum sem tekur ósigri jafn illa og kann ekki að bregðast við með þroskuðum hætti?".
Þegar sú hugsun var floginn afsannaði ég sjálfur að þessi spurning ætti rétt á sér í mánudagsboltanum þar sem ég var gjörsamlega hauslaus - eftir situr sú spurning hvers vegna ég hafi aldrei á hátt í 20 ára knattspyrnuferli verið rotaður af samherjum mínum eða mótherjum. Getur einhver svarað því?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 14, 2008

Héðan og þaðan

Tónlist: Leonard Cohen loksins farinn á tónleikatúr eftir 14 ára fjarveru, hér er hljóðupptaka frá tónleikum á sunnudaginn (og nokkrar í viðbót hægra megin).... og hér er lagalistinn. Þið ykkar sem verðið á ferðinni í sumar í Bandaríkjunum eða Evrópu getið séð hvar hann spilar hér.

Tónlist: Eyjan var svo hugguleg að benda á myndskeið þar sem heyra má brot úr lagi af væntanlegri skífu okkar áskæru hljómsveitar Sigur Rós.

Stjórnmál: Þegar þetta er skrifað er Hillary að vinna stórsigur í West Virginia og sagði í sigurræðu sinni að hún væri ákveðnari en nokkru sinni að halda áfram - djöfull er þetta löngu hætt að vera áhugavert.

Kvikmyndir: Ekki get ég sagt að ég hafi séð margar góðar myndir að undanförnu en ég get þó sagt frá þremur einstaklega vondum myndum. Fyrst ber að nefna Dan in Real Life sem er klisjukennd kellingamynd með Steve Carrell - vægast sagt vonbrigði. Í öðru lagi er það unglingamynd sem ég skil ekki ennþá að ég hafi gefið séns og ber nafnið Harold&Kumar escape from Guantanamo Bay og er algjör hörmung og síðast en ekki síst er það hin ömurlegi langdregni klisjuviðbjóður sem ber heitið December Boys... þetta er búin að vera vond kvikmyndavika í mínu lífi og það væri gaman ef að einhver gæti mælt með góðri mynd hér í commentakerfinu.

Tónlist: Vortónlist, léttmeti.

Astrud Gilberto - Fly Me To The Moon

Getz/Gilberto - Desafinado

Walk On By - Undisputed Truth

Dionne Warwick - Do You Know the Way to San Jose

The Delfonics - Didn't I (Blow Your Mind This Time)

Stylistics - You Are Everything

Astrud Gilberto - Agua De Beber

Þeim sem þurfa svartari tónlist er bent á tæplega tveggja tíma reggae mix

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

mánudagur, maí 12, 2008

That boy Giggsy, he won it ten times...





















Er lífið ekki dásamlegt nú þegar sóknarknattspyrnulið Manchester United er orðið meistari?

Efnisorð: ,

sunnudagur, maí 11, 2008

Hip Hop

Hér er fyrsta alvöru framlag AFO hér í hiphop menningu síðunnar í formi links á hiphop mixtape af gamla skólanum (og er það framlag ekki af ódýrari gerðinni) sem vinur hans bjó til og er vistað á netinu. Minningar, minningar, minningar...

Hér er síðan sjálf.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, maí 08, 2008

Á réttri leið...

... má bjóða þér far?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, maí 07, 2008

Snilld

Gerið það fyrir mig, hversu illa sem ykkur kann að vera við Tom Waits að horfa frá upphafi til enda á þennan tæplega 4 mín langa blaðamannafund í tilefni af því að hann er að fara á tónleikaferðalag.

Maðurinn er snillingur.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Hip hop sumarsmellir svarta mannsins - Get in there!!!

Sumarið komið og þið eruð vinsamlega beðin um að smella ykkar hip hop sumarsmellum í commentakerfið. Endilega látið líka flakka með einhverja hallærislega mola sem fanga gamlar sumarminningar.Hér eru nokkrir smellir sem kasta manni mislangt aftur til fortíðar... pylsa, kók í dós, bláar tyggjókúlur og karfa á íkornavellinum anyone?

SNOOP DOGG / DJ PREMIER - THE 1 N ONLY!

Guru Feat. Erykah Badu - Plenty

Digable Planets - Where I'm From

Camp Lo - Black Nostaljack A.K.A. Come On

Leon Haywood - I Want'a Do Something Freaky To You

Domino - Getto Jam

Jay-Z featuring Foxy Brown- Ain't No

Grandmaster Flash - The Adventures of Grandmaster Flash

WRECKX-N-EFFECT - RUMPSHAKER

De La Soul-Buddy

THIS IS HOW WE DO IT - Montell Jordan

Ice Cube-Today Was A Good Day

Black Moon "I Got Cha Open"

Will Smith - DJ Jazzy Jeff & the Fresh Prince - Summertime


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, maí 06, 2008

Af hverju er ekki öll tónlist svona?

The Overton Berry Trio - Hey Jude (í fullri live útgáfu)

Er lífið ekki dásamlegt

Efnisorð:

mánudagur, maí 05, 2008

Trú - karfa - stjórnmál - tónlist og knattspyrna

Trú: Af hverju kemur meintur ógeðis perraskapur prests manni aldrei á óvart? Minnir mig alltaf á Fóstbræðraatriðið ,,Guð mun fyrirgefa mér". Það að Þjóðkirkjan skuli svo reka einskonar kynferðisbrotadeild eins og einn bloggari á Eyjunni bendir á, það segir allt sem segja þarf.

Karfa: Lakers búnir að taka fyrsta leikinn gegn Utah. Vona að Lakers mæti Hornets svo að menn geti séð hvor eigi skilið að vera valinn MVP... Kobe eða Chris Paul. Chris Paul var góður gegn Spurs en ég er vissum að hann verður sem barn í höndunum á Bryant ef að nr.24 tekur að sér að dekka hann.

Stjórnmál: Ég hef sjaldnast samúð með mönnum með bjánalegar skoðanir, en ég kenndi í brjóst um Ragnar Arnalds þegar hann reyndi með veikum mætti að fela þjóðrembu sína og fordómafulla andúð á Evrópusambandinu og var rassskelltur af Jóni Baldvini í beinni í Silfri Egils (sjá frekar seint í þættinum).

Tónlist: Styttist í hip hop þemafærslu...


Knattspyrna: Chelsea tókst að klára af Newcastle og því er staðan akkúrat eins og allir vilja hafa hana - þetta ræðst í síðustu umferð. Þetta er ekki búið ennþá.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

föstudagur, maí 02, 2008

Kýldur í magann

Er þessi síða dauð? Andskotinn!!!

Tónlist: Coverplatan hennar Scarlett með lög Tom Waits kemur út í þessum mánuði og í hinum siðmenntaða heimi eru menn byrjaðir að spila lög af plötunni. Ég veit ekki hvað skal segja en þetta lag festir sig allavegana rækilega í hausnum á mér - hvort það sé slæmt eða gott skal ósagt látið að svo stöddu. Scarlett Johansson - Falling Down

Trú: Pat Condell er líkur Hannesi Hólmsteini á þann hátt að menn þurfa ekki að vera sammála honum til að hafa gaman af - en hneykslunargjarnir ættu að gera eitthvað annað. Pat Condell - The curse of faith

Karfa: Lakers vs Utah hefst á morgunn. Var að horfa á Hornets vs Spurs, heimamenn byrjuðu með látum en gömlu kallarnir voru fljótir að vinna þetta upp. Það eru svo mörg ár síðan að maður byrjaði að afskrifa Spurs, að þeir væru á síðustu metrunum en þeir hafa skilað sínu hingað til. Ginobili og Parker í gegnumbrotum, Duncan niðri á póstinum og Finley, Bowen og Horry fyrir utan.. svo alltaf einhverjir kallar í varnar og ruslahlutverki - þeir gætu örugglega haldið áfram þar til þeir væru allir á níræðisaldri, þetta er ekki flókið,,Where Glory over glamour happens". Hressilegt atriði átti sér stað að loknum fyrsta leikhluta - skemmtiatriði sem fór úr böndunum. Atriðið var þannig að lukkudýr Hornets hoppaði í gegnum eldhring og tróð bolta í körfu, að því loknu tókst hins vegar ekki að slökkva eldinn sem endaði með því að kraftmikið duftslökkvutæki var notað með þeim afleiðingum að völlurinn varð alhvítur og talsverðar tafir urðu á leiknum... hvað varð um fáklæddar klappstýrur. Á endanum fór þó svo að Hornets tóku fyrsta leikinn með Chris Paul í broddi fylkingar og endaði leikurinn í 19 stiga mun, sem endurspeglaði leikinn alls ekki. Hornets unnu seinni hálfleikinn með 23 stigum sem segir ansi margt um aldur Spurs liðsins (og kannski er loksins komið að endalokunum) og sennilega munu Hornets þreyta meistaranna vel áður en þeir mæta Lakers (eða Utah) í úrslitum Vesturdeildarinnar. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á því að Hornets taki þetta einvígi og er nokkuð vissum að Spurs taki næstu þrjá leiki.

Knattspyrna: Fór á 100 ára afmæli Fram. Hressandi að sjá gömul andlit og jafnvel ólíklegustu menn heilsuðu mér, greinilegt að mönnum er fyrirgefinn ýmis barnaskapur af unglingsárum nema að Framarar séu orðnir svo fáir að allir verði að standa saman svo að ekki fari illa - ég vel að líta á að hið fyrra sé rétt.

Menn rétt að jafna sig og þá er rétt að kýla þá í magann!



















Er Riise ekki dásamlegur?

Efnisorð: