föstudagur, nóvember 25, 2005

Meistari kveður

,,Ég eyddi peningunum í kvennfólk, áfengi og hraðskreiða bíla - restinni eyddi ég í vitleysu"
George Best 1946 - 2005

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Megasukk í kastljósi og á tveimur tónleikum í næstu viku.

Hressandi að sjá þá þríburabræður í Megasukkinu í viðtali og svo með lag í kastljósi nú í kvöld og Meistarinn var heldur betur málglaður og hress enda með sína fylgdarsveina með sér.
Það er þétt dagskrá framundan hjá manni. Gæti alveg vanist því að vera ekki í prófatörn í desember og verja tíma sínum frekar á tónleikum, eins og þeim sem framundan eru.
27. nóv Sigur Rós í Höllinni
30. nóv Megasukk - útgáfutónleikar í Þjóðleikshúskjallaranum
1. des Megasukk í Stúdentakjallaranum

Gæti alveg vanist svona prógrammi í hverri viku.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þennan dag árið 1953 í Mánudagsblaðinu - Kynvilla á Íslandi

Á þessum tíma var uppi stórmál í Bretlandi um svipað efni og þótti pistlahöfundi því rétt að spyrja hvort kynvilla væri að aukast á Íslandi en sagði svo um ástandið:
,,Það er vitað mál, að um áraskeið ef ekki öldum saman, hefur þetta loðað við einstaklinga hér þó lágt færi. Svo er þó að sjá, að þessi hópur manna hafi aukist, og, það sem verra er, að fullorðnir menn hafa tælt pilta á gelgjuskeiðinu til að eiga mök við sig. Blaðið mun ekki birta nöfn í þessu sambandi, enda þarfleysa og, sem slíkt, tilgangslaust.
Merkir læknar hér hafa upplýst blaðið um það, að veikgeðja unglingar geti orðið ,,homosexuals" ef þeirra er freistað á þessu sviði af eldri mönnum eða jafnöldrum sínum, sem tekið hafa ,,sjúkdóminn" beinlínis jafnframt kynþroska sínum og aldrei verið það sem kalla má ,,normal".

Lesa má þessa skemmtilegu frétt alla í bókinni ,,Ísland í aldanna rás 1951-1975" á bls 35

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Sagnfræði í ljóðformi

Þau trylltu lýðinn í topplausri (glæsi)kerru
í Texasheimsókn og á þau skein sólin
Minntu mest af öllu á kvikmyndastjörnur
Árið 1963 og rúmur mánuður í jólin


Hann veifaði og flaggaði sínu fræga brosi
fögur Jackie í bleiku, á vinstri hönd
framhjá Dealey Plaza og Elm Street fóru
allt í einu allir störðu misstu önd...

Kennedy kippist til og heldur um hálsinn
höndin blóðrauð og augun þrútin
annað skotið hæfir hann beint höfuðið í
heilinn tætur og það vantar einn bútinn

Jackie hrópar og Hill hoppar inn í bílinn
hlífir forsetanum en hún reynir að stöðva
blæðingarnar og þau bruna á Parkland
forsetinn blóðugur með máttlausa vöðva

Klukkan er 13:00 og frá Parland tilkynnt:
,,Kennedy forseti er af skotsárum látinn"
Þjóðin hlustar og sem lömuð hún liggur
í losti uns hún brotnar, brestur í grátinn

Fréttirnar berast fljótlega landanna á milli
Það er íslenskur rigningardagur og rotinn
og enn rifja eldri menn og konur það upp
Hvar þau voru daginn sem Kennedy var skotinn

<>,,og allt stóð kyrrt um stund ...og allir misstu andann
...og vissu að þetta var einn af þessum dögum
þar sem allir muna hvar og með hverjum þeir stóðu
hversdagur sem til er í ótal ólíkum sögum".

Ég vil EKKI koma á framfæri þökkum til Bjartmars Guðlaugssonar, sem skemmdi þennan texta fyrir mér með lagi mjög svo svipuðu á sínum nýjasta diski - enda Bjartmar ,,ekki barnanna bestur". Þetta er kannski ekki besti texti í heiminum - en mér fannst skemmtilegra að hafa hann í ljóðformi en að endursegja þennan dag sem allir hafa heyrt um 9 þúsund sinnum.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Aukið umburðarlyndi

Oft vill það brenna við að menn verði of neikvæðir og segi aðeins fréttir af því sem slæmt er í þessu þjóðfélagi sem við höfum byggt á Íslandi. Það kætir hins vegar manns auma hjarta þegar maður sér hvað umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum er að aukast. Samkvæmt skoðunnarkönnun fréttablaðsins eru 82% landsmanna fylgjandi því að lesbíur í sambúð fái að eignast börn með gjafarsæði. Til sönnunar breytum hugsunarhætti þjóðarinnar las ég í gær hluta úr viðtali við Hörð Torfa í bókinni ,,Ísland í aldanna rás" er upphaflega birtist í vísindatímaritinu ,,Samúel" (Örn Erlingsson?) frá árinu 1975 og vakti gríðarlega athygli. Þar lýsir Hörður því yfir að hann sé ,,hómósexualisti". Ég birti hér örbrot úr þessu viðtali:

Blaðamaður: Hvernig er að vera stimplaður hommi?
Hörður: Það er erfitt. Fólki hættir til að taka manni með sérstakri varúð. Það er eins og það viti ekki alveg hvernig á að umgangast mann.

Blaðamaður: Á þetta við um fólk, sem þú vinnur með í sambandi við leiklist?
Hörður: Nei þetta er yfirleitt ekki innan þessa hóps, sem ég umgengst í sambandi við starf mitt... svo er fólk, utanaðkomandi, það á til ólíklegustu hluti. Ég er kannski að ganga úti á götu - fæ snjóbolta í hausinn og það er kallað: Helvítis homminn þinn eða: komdu þér í burtu.

(svo kemur fram í mjög löngu máli hvernig hann á erfitt með að fá vinnu og húsnæði vegna kynhneigðar sinnar og auk þess fengið hótunarbréf - en áfram...)

Blaðamaður: Eru til kynferðislega brjálaðir hommar?
Hörður: Já alveg jafnt og hjá öðrum...

Blaðamaður: Það er almennt álit fólks að hómósexualismi sé tiltölulega algengur meðal þeirra er leggja stund á leiklist. Telurðu það rétt?
Hörður: Nei, það er rangt. Þetta er ekki og verður ekki bundið við neina eina atvinnustétt, annarri fremur.

Viðtalið heldur svo áfram á einhvern fáránlegan hátt og er mjög skemmtilegt. Miður skemmtilegar urðu hins vegar viðtökur samfélagsins við þessari játningu. Hörður missti húsnæði sitt, fékk ekki vinnu og var hótað lífláti - að lokum hrökklaðist hann eins og svo margir aðrir samkynhneigðir menn til Kaupmannahafnar.
Hvet fólk endilega til að lesa þetta viðtal í fullri lengd í bókinni ,, Ísland í aldanna rás 1951-1975" bls 318-319.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Nokkrar góðar ástæður fyrir að elska Roy Keane

1. "Sometimes you wonder, do they understand the game of football?”

2. "Away from home our fans are fantastic...but at home they have a few drinks and probably the prawn sandwiches, and they don't realise what's going on out on the pitch."

3. "Patrick Vieira is 6 foot 4, and he starts having a go at Gary Neville, so I said 'come on have a go at me'. Simple as that. He's trying to intimidate my players and I'm not having it."

4. (To Mick McCarthy on the eve of the 2002 World Cup, in front of the rest of the Ireland squad) "You were a s*** player and you're a s*** manager. And you're not even Irish, you English c***. You can stick it up your bollocks!"

5. "Before the game there was all this stuff about anti-racism and anti-bullying. It would be a good idea to start wearing wristbands for anti-diving."

6. "I'd waited long enough. I f***ing hit him hard. The ball was there (I think). Take that you c***. And don't ever stand over me sneering about fake injuries." (to Alf – Inge Haaland)

7. Even in the dressing room afterwards, I had no remorse. My attitude was, fuck him. What goes around comes around. He got his just rewards. He fucked me over and my attitude is an eye for an eye.
Roy Keane
Talking about Alf Inge Haaland tackle, Observer Sport Monthly Magazine

8. Fail to prepare, prepare to fail.
Roy Keane

9. I don't think some of the people who come to Old Trafford can spell football, never mind understand it.
Roy Keane

10. That man can rot in hell for all I care.
Roy Keane
About Ireland soccer manager Mick McCarthy, Observer Sport Monthly Magazine

<>"Roy Keane is Damien, the devil incarnate off the film The Omen. He's evil. Even in training." - Giggs on Keane the Red Devil

"I don't think I could have a higher option of any footballer than I all ready had of the Irishman, but he rose even further in my estimation at the Stadio Delle Alpi. The minute he was booked and out of the final he seemed to redouble his efforts to get the team there. It was the most emphatic display of selflessness I have seen on a football field. Pounding over every blade of grass, competing if he would rather die of exhaustion than lose he inspired all a round him. I felt it was an honour to be associated with such a player." - Alex Ferguson on Roy Keane after the European Cup semi-final tie against Juventus in the 1998-99 season.

Úr viðtalinu góða

well roy keane has spat the dummy again and had a moan about his players after the boro game:



"Just because you are paid £120,000-a-week and play well for 20 minutes against Tottenham, you think you are a superstar."

More:

"There is talk about putting this right in January and bringing players in. We should be doing the opposite - we should be getting rid of people in January."

"The younger players have been let down by some of the more experienced players. They are just not of characters in the team. It seems to be in this club that you have to play badly to be rewarded.

"Maybe that is what I should do when I come back. Play badly.

"The players have been asked questions and they are just not coming up with the answers.

"I am sick of having to say it and they are sick of listening to me.

"These guys thought getting new contracts was the best day of their careers.

"They think they have made it. They haven't.

"The fact they are out should be enough incentive for those coming in to play better and give more," he said. "It is not enough to play well for 20 minutes, it is a 90-minute game.

"You get well rewarded but you have to put the hard work to earn those rewards."


KEANE ON: EDWIN VAN DER SAR

Analysing the first goal United condeded against Middlesbrough, when Edwin Van der Sar let slip a 30-yard shot... He should have saved that. That was saveable

KEANE ON: JOHN O'SHEA

He's just strolling around when he should have been busting a gut to get back

KEANE ON: RIO FERDINAND

Jimmy Floyd Hasselbaink robbed Ferdinand for the second goal... I have seen that happen to Rio before. It is poor defending

KEANE ON: DARREN FLETCHER

I can't understand why people in Scotland rave about Darren Fletcher

KEANE ON: KEIRAN RICHARDSON

On the penalty Richardson gave away.... He is a lazy defender who deserved to get punished.. he wasn't doing his job

KEANE ON: ALAN SMITH

What is he doing there? He is wandering around as if he is lost. He doesn't know what he is doing.

Söngvar sem sungnir voru við útför Manutd í dag.

Roy Keane
(tune: My Old Man )

Oh Keano's f*cking magic
He wears a magic hat
And when he saw Old Trafford
He said "I fancy that"
He didn't sign for Arsenal
Or Blackburn cos they're sh*te
He signed for Man United
Cos they're f*cking dynamite

<>Keano (tune: Go west ) <>KEANO THERS ONLY 1 KEANO THERS ONLY 1 KEANO KEANO!!
THERS ONLY 1 KEANO THERS ONLY 1 KEANO KEANO!!

Keano (Hey Jude)

na na na nnn na nnn na hey keano(x4)


fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ljóðað á lausráðna

Þó ég flestum þætti ljótur
þokka fæstir merktu hjá mér
æ minn þriðji og frásti fótur
fjörgaði sem ég kviðnum á þér

lá og slómó leyfði smjúga
löðrandi kóral mjúka rifu
renna inn göng vel gljúp það frúa
gersemi fannstu að efnin voru ekta - vel þau hrifu

þó ég væri í þriðja klassa
þræddu króka flestir hjá mér
vel þótti sumum sumt vel passa
að sjúga eða bora í með klofið á sér

ekki er löng sú leið sem fæ ég
litið framundan héðra í móðu
brátt fer önd mín skrámuð skæveg
skilja kýs ég við í góðu

þér sem hafið hýst minn eina
hollvin þorsta sárum fjarri
megi drottinn drátt senn reyna
-djöfli þægt þótt rúmið marri

yðar gásir englar kanni
einn nýr í kjölfar þess á undan
meydóm til forna farinn sanni
fræði þeirra er stífan munda hann

sjúkraliðalausgirðin
leyfði sæluvott að þrífast
fyrir miðju og margan hringinn
með sín kaun sem þarmeð ýfast

farðu nú úr flíkum þeim er
flís helst líkar augu baga
bera hægt því brátt ég heim fer
- brjóst og loðinn kríki und maga

létta þungu feigðarfargi
af fegurð kvölds og lífs sem fjarar
út og nakin nærðu bjargi
nauða af sál í viðjum karar

stígðu dans svo dvelji stundin
dásamlegt og aldrei líði
burt er lokist leiðust sundin
lofnartöfrum för mín hlýði

meðan dansinn dunar villtur
dæla kirtlar vessum virkir
rúinn hverri spjör og spilltur
spýtir kroppur eitri er styrkir

aftur lá með augu er glóðu
en út á gólfið limir teygðu
sig en ásýnd sælur tróðu
sem ein mara - hvað þau eygðu

meðan enn var önd í nösum
engan fýsti að vita hið sanna
skreyta líf sitt fíflið frösum
fæstir djúpið meika að kanna

þó ég meira en þætti ljótur
þokka fæstir bæru á kennsl hjá mér
æ minn þriðji og frásti fótur
fjörgaði hana mestalla á þér

Höf. Megas

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Stórtíðindi - Megasukkplatan komin í hús

Það er við hæfi að Jónas Hallgrímsson fái þessa afmælisgjöf frá eftirmanni sínum og hans fylgismönnum. Megasukkplatan ber nafni ,, Hús Datt" og er snilld.
Það segir mikið til um gæðin að við fyrstu hlustun hljómar hún mun betur en ,,Takk" með Sigur Rós.
Oft er sagt að ,,less is more" - hér á slíkt ekki við. 21 lag á plötunni og hvert öðru betra. Góð blanda af þjóðlögum, drykkjusöngvum og Megasarlögum, þétt en létt og Megasukkið klikkar ekki.
Hef trú á því að eldra fólk kunni að meta plötuna, jafnvel elska hana - og erum við ekki öll í vandræðum með hvað á að gefa ömmu og afa jólagjöf?
Mig dreymdi það síðasta vetur að hulstrið á Megasukk plötunni yrði gullhúðað og hún myndi seljast í 15.000 eintökum - ég gæti trúað því að hún færi í það minnsta helminginn af því.

Lög:
1. Á fætur (táp og fjör)
2. Ég er á förum (til fjarlægra landa)
3. Fljótfærni (-og húsið datt)
4. Útaf með angur og kvíða (inná með örvæntinguna sjálfa)
5. Fólafat (fatlafól í nýstárlegri útgáfu)
6. Hvar er féð
7. Bjarni bróðir (þjóðlag)
8. Laugardagskvöld (Sænskt þjóðlag/Magnús Ásgeirsson)
9. Sit og bíð við gluggann (KK/Megas)
10. Það stendur skrifað (Erlent lag/Jónas Árnason)
11. Litla Ljót (L.Í.Ó.T ... liggðu flöt en krepptu hné)
12. Pabbarabb (Erlent lag)
13. Hugnun (Jónas Hallgrímsson)
14. Bessastaðablús (kúkurinn í lauginni)
15. Ljóað á lausráðna (í spilun í útvarpi)
16. Það finnst ekki ( Erlent lag/ Jónas Árnason)
17. Eðalfreyjublús (ég á mér eina víðáttuvæna frú)
18. Guðjón 2000 (Hommage á Þ.E. og H.T.) ,,Þú ert sjálfur Guðjón innst í hjarta"
19.Adieu capital (Geir minn geir með vörtu)
20. Ontaríó (Halldór Laxness)
21. Vindlingar og viskí (erlent lag/cigaretts, whisky and wild wild women)

Niðurstaða: Besti diskur ársins - gæti orðið ein best heppnaða plata í íslenskri tónlsitarsögu...
já og jafnvel í tónlstarsögunni almennt. Hér eftir munu menn fagna degi íslenskrar tungu vegna útkomu ,,Hús datt" en ekki vegna Jónasar.
Meira eftir meiri hlustun - þakkir til Megasukksins fyrir þessa gjöf.

Dagur íslenskrar tungu - og hverjum er ekki skítsama um það.

Jónas orðinn árinu eldri og æi... ég gæti sett einhvern pistil hérna en bendi í staðinn á þetta og þetta. Einhverjum hefði einnig þótt sniðugt að vitna í texta Megasar en ég læt mér nægja að auglýsa Hr. Garcia sem ætlar að trylla lýðinn á Kaffi Rósenberg kl. 20:00 í kvöld.
Aldrei að vita nema að Meistari Jakob muni einnig flytja nokkur vel valin ljóð úr eigin safni.
Njótið allavega dagsins og verið menningarleg.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Beðið fyrir og eftir Megasukk plötu

Hér má finna gamalt viðtal og þrjú lög með Megasukkinu ykkar... sjá Stúdíó 12 hægra megin.

Hér
má finna nokkur brot úr 6o ára afmæli Meistarans.

Hér
má heyra ,,Ljóðað á lausráðna" sem nú hljómar á Rás 2 og mun vera á plötunni, sem heimildir herma að hafi vinnuheitið ,,Húsið datt"

Svo er bara að bíða og biðja fyrir og eftir plötunni.

Lakers að drulla á sig

Lakers voru rétt í þessu að tapa fyrir ömurlegu liði. Frábært!

mánudagur, nóvember 14, 2005

Af óvinsældum

Hér má finna tölfræðiupplýsingar um hvaða Bandaríkjaforsetar hafa orðið óvinsælastir, svona í tilefni þess að Bush er almennt að skíta á sig. Man hvað það var sorglegt að vera úti í New York og horfa upp á fíflið sigra - en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.

Owen geðveikur?

Margt hefur bent til þess að undanförnu að Michael Owen sé geðveikur, en eins og fótboltáhugamenn vita gekk hann til liðs við Newcastle í haust - og fóru þá menn alvarlega að íhuga það hvort hann væri geðveikur í raun. Til að ýta enn frekar undir orðróminn tjáði Owen fréttamönnum orðrétt ,,Rooney is Magic". Fréttaritari náði sambandi við Owen nú síðdegis og tjáði hann fréttaritara að hann væri handviss um að Rooney væri ekki einungis andsetinn af Magic Johnson heldur breytist hann í kappann þegar inn í búningsklefa er komið, en eins og menn vita er Magic 210 cm á hæð og svartur - spurning hvort að það leynist fleiri fyrrverandi körfuboltamenn í enska landsliðinu.
(Upprunalega frétt má nálgast á manutd.com)

laugardagur, nóvember 12, 2005

Þá sjaldan að maður missir coolið

Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það að missa mig yfir stórstjörnum þegar ég sé þær, en í dag komst ég nálægt því að missa það - ef ég gerði það þá ekki. Reyndi að hemja barnið í mér en gat ekki stillt mig um að biðja einn mesta töffara í heiminum um eiginhandaáritun í World Class. Ég meina hversu töff getur maður verið þegar þessi maður er annars vegar http://everythingtarantino.com/
Ég vona að þið fyrirgefið mér.
Kv. Aumkunarverði Stiftamtmaðurinn.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Gleymdir tímar

Eitthvað fóru sögulegir dagar framhjá pistlahöfundi og flestum fjölmiðlum landsins held ég. Kristalnóttin 9-10 nóv 1938 og þegar Berlínarmúrinn var rifinn 9 nóv 1989. Biðst ég velvirðingar á því og lofa pistli á næsta ári.

Af undarlegri ákvarðanatöku

Ástralska þingið færist nú nær því að hefta frelsi fólks, með lögum vegna hryðjuverka. Það er tvennt sem gerir þetta að undarlegri ákvarðanatöku. Í fyrsta lagi er almenningur mjög óánægður og í öðru lagi hafa hryðjuverkamenn aldrei ráðist á Ástralíu - og því spyr maður sig hvort þetta sé ekki slæm landkynning? hryðjuverk í Ástralíu? Það er líklegra núna.

Bush er að fara til Asíu, heldur kannski að fólk gleymi að hann sé forseti um stund, enda aldrei verið óvinsælli. Hugsanlega og vonandi er hann að hefja nýtt líf einhvers staðar í klaustri með Dali Lama en líklegra þykir mér að hann sé að láta verða að því að fara til Víetnam og láta taka mynd af sér - í landi sem hann átti eitt sinn að hafa dvalið í við herskyldu.

Condoleezza Rice er svo kominn óvænt til Írak, en hún er að fara í ferðalag um Mið-Austurlönd.
OK, ég veit hvaða ráðherraembætti hún skipar - en er ekki hægt að senda einhvern annan en svarta konu til að reyna að díla við þessa gaura - maður spyr sig.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað bann á höfuðbúnaði íslamskra kvenna í Tyrklandi. Segir dómsstólinn að bannið kunni að vera nauðsynlegt til að vernda lýðræðiskerfið í Tyrklandi. Þetta myndu margir kalla sóvéskt lýðræði - nei svona í alvörunni er þetta góð ákvarðanataka.

Fólkið í Líberíu hefur ákveðið að kjósa sér konu sem forseta og ekkert athugavert við þá ákvörðunartöku svo sem - frekar að maður fagni. Hún er fyrsti kvennkyns forseti sem kosinn er í Afríkuríki. Færri vita hins vegar að George Weah eitt sinn besti knattspynumaður heims bauð sig fram gegn henni og tapaði - reyndar segist hann hafa sannanir fyrir kosningarsvindli.
Ennþá færri vita hins vegar að forsetinn Ellen Johnson er dóttir Ellenar úr samnefndum gamanþætti og Magic nokkurs Johnsonar - Magic Johnson showtime klúbburinn sendir kveðju til Líberíu og biður þjóðina vel að lifa.

Stiftamtmaðurinn kveður - og vonast til að vakna upp í betur stjórnuðum heimi.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Hryðjuverk - Bush - Lakers - Megasukk

Stærstu hryðjuverk í sögu Jórdaníu voru framin í gærkvöldi. Á þessum tímapunkti hafa 56 verið úrskurðaðir látnir og um 150 eru slasaðir eftir þessar sjálfsmorðsárásir á þrjú hótel í Amman. Æðstu menn Al-Qaeda í Írak eru taldir ábyrgir á þessu... með Al-Zarqawi sem er aðalmann. Þetta er afar hentugt fyrir hinar vestrænu þjóðir sem margar hverjar t.d. Ástralía og Bretland eru að reyna að fá í gegn lög gegn borgurum vegna mögulegra hryðjuverkaárása. Reyndar skeit Blair á sig og tapaði sínu fyrsta máli í þinginu frá því að hann tók við vegna laga sem eiga einmitt að hefta frelsi einstaklingsins vegna hryðjuverka. Breskt blöð eru uppfull af því að Blair eigi að pakka saman og hætta þessu, tala um Brown sem eftirmann – enda átti hann samkvæmt samningum löngu að vera búinn að taka við... en hvar eru íhaldsmenn? Þeir eru í leiðtogakrísu eins og Sjálfstæðismenn í borginni, en ólíkt Sjálfstæðisflokknum eiga breskir íhaldsmenn í höggi við alvöru stjórnmálamenn, en ekki kjána. Annars er þetta undarlegt stríð gegn hryðjuverkum, þar sem hryðjuverk lík þeim sem áttu sér stað í Jórdaníu styrkja stöðu vestrænna valdhafa til að grípa til róttækra aðgerða og hefta frelsi fólksins sem kýs þá – er þetta bara ég eða er þetta brenglað lýðræði? Maður getur ekki annað en tekið undir með Pétri Blöndal, þegar menn bregaðast við með þeim hætti sem Bandaríkjamenn hafa gert og yfirvöld Í Bretlandi og Ástralíu stefna að þá eru það hryðjuverkamenn sem stjórna heiminum.

Nýjustu fréttir herma svo að Peking eða Beijing eins og Tjörvi myndi segja, sé næsta skotmark hryðjuverkamanna.

Reyndar hafa líka verið gerðar nokkrar sjálfsmorðsárásir í Baghdad og meðal annars létust 34 í sprengingu á veitingarhúsi, en það mátti kannski búast við slíku.

Lítt er ástandið betra í Frakklandi og menn halda áfram að brenna bíla víðsvegar um landið. Atvinnumanninum okkar knáa er hins vegar óhætt.

Bush reynir að bæta ímynd sína enda aldrei verið óvinsælli. Var að veita A. Franklin og Muhammed Ali heiðurorðu – sem er svona eins og kínverski kommúnistaflokkurinn færi að heiðra Meistara Dali Lama sem Bush hitti einmitt líka - kannski er þetta það sem koma skal? Nei, setti aðeins á Fox og þar er Bill O´Reilly alltaf sama helvítis fíflið – einhver blanda af Gobbels, Ingva Hrafni og Hannesi Hólmsteini... þið getið rétt ímyndað ykkur útkomuna. Annars segir sagan að Bush og Cheney séu ósáttir. Ætli fari fyrir Bush eins og David Palmer í annarri seríu – að hann verði svikinn. Mike og Cheney eru nú ekki ólíkir... það eru hins vegar Palmer og Bush.

Jæja, Lakers töpuðu svo gegn Minnesota. Kobe með 28 stig, þarf að vera í 35+ til að Lakers vinni.

Hvet fólk svo til að sleppa kaffinu í morgunsárið á morgunn og innbyrða í staðinn greinar úr Stúdentablaðinu. Rótsterkar segja sumir, róttækar segja aðrir. Maggi Björns að gera fína hluti – hristir upp í hlutunum. Hitti hann einmitt og hann hafði heyrt Megasukk plötuna og sagði að hún væri solid, jafnvel þó það ætti eftir að mastera hana – það eru þó einhverjar jákvæðar fréttir... ,,og húsið datt”.

Örugglega fullt af fréttum sem gleymdust en svona er þetta... áfram með þetta!

Kv. Helvítis Stiftamtmaðurinn.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Vissir þú...

...að Lleyton Hewitt og Alex Hewitt voru bræður. Lleyton er að sjálfsögðu þekktur úr tennisheiminum en Alex er einna þekktastur fyrir að búa til Cyprus upptökurnar sem ollu miklu fjaðrafoki og leiddu næstum til stríðs. Hann dó eins og menn vita þegar Bauer skaut hann í fótinn og hann féll fram af byggingu í annarri seríu - í sömu seríu og Kalli Bjarni var fenginn til að leika vonda kallinn Peter Kingsley, bið menn endilega að tékka á því.

Gullöld framundan?

Lakers búnir að taka 3 leiki af 4. Vinningshlutfall sem ég myndi alveg sætta mig við. Atlanta voru fórnarlömbin í nótt þegar Lakers komu í heimsókn og unnu sannfærandi 103-97 sigur - Kobe með 37 stig. Tel nú möguleika Lakers á titli þetta árið út úr myndinni, en ef að Kobe skorar 37 stig að meðaltali, Odom fer í Pippen gír og aðrir spila skynsamlega - þá er ekki ólíklegt að titill kunni að rata í hús... segjum eftir tvö ár. Það væri heldur ekki verra ef að S.Parker héldi svona áfram og að baby Shaq fengi reynslu.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Tölfræði

Nú hafa leikmenn Everton spilað í kringum 1080 mín í ensku úrvalsdeildinni og gert 4 mörk. Það gerir 1 mark á hverjum 270 mínútum spiluðum ...

sem er þó framför.......

Frá því þegar Everton menn höfðu spilað í um 900 mínútur og gert 2 mörk eða u.þ.b. mark á hverjum 450 mínútum spiluðum.

Til samanburðar má nefna tölfræði tugþrautarkappans Jóns Arnars Magnússonar sem hóf leik 28 sinnum á sínum ferli, en kom einungis tvisvar í mark. það gerir gerir að meðaltali afar mörg svekkelsi.

Áfram fótbolti

mánudagur, nóvember 07, 2005

Lítill typpalingur tryggir sigur

Litli typpalingurinn Fletcher tryggði Manutd sigurinn á tröllaböllunum í Chelsea. Vonandi að hann geti nú hleypt stærri typpum að og spilað með sínum líkum einhversstaðar fjarri Old Trafford.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Til hamingju

Litlu typpalingarnir vilja nota tækifærið og óska Vilhjálmi til hamingju með prófkjörið en þó sérstaklega Jórunni Frímanns þó að vissulega hafi hún ekki typpi.
Helst vakti þó athygli að 4 konur komust í 8 efstu sætin - sem hlýtur að teljast góður árangur hjá þeim því flokkurinn hefur yfirleitt verið skipaður litlum typpalingum í miklum meirihluta. Talsmenn frjálshyggju hljóta því að spyrja fylgjendur Anne Phillips ,,Kynjakvóti hvað?".
Það verður fróðlegt að sjá hvernig aðrir flokkar bregðast við þessum fréttum. Össur í fyrsta, Steinun Valdís í annað og Dagur B. Eggerts í þriðja?
Hvað með Stefán Jón?
Litlu typpalingarnir ykkar munu fylgjast vel með og tilkynna ykkur. Kveðja litlu typpalingarnir ykkar.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Typpalingar í framboði

Tveir menn sem ekki vilja láta nafn síns getið höfðu samband við Fréttaritara nú eftir mat og kvörtuðu yfir tveimur síðustu pistlum. Ég ætla því að breyta nafni annars og kemur hann fram undir nafninu Vilhúfa Vilhettuson en hinn kaus að vera kallaður ,,Stóri lókur" og ætla ég að birta hluta úr báðum símtölum eins og þau eru mér í minni:

Símtal 1:
Fréttaritari: Halló?
Vilhúfa: Sæll þetta er... Vilhúfa hér
Fréttaritari: Vilhúfa hver?
Vilhúfa: Vilhúfa Vilhettuson
Fréttaritari: Já blessaður. Hvað segirðu gott?
Vilhúfa: Ja ég er nú ekki alveg nógu sáttur við tvo síðustu pistla, enda rakin lygi.
Féttaritari (með aumri rödd): Já, fyrirgefðu mér þetta, var bara smá grín. Ég skal biðjast afsökunar á síðunni og taka fram að hér hafi verið um grín að ræða.
Vilhúfa: Jæja, það er nú gott, þú getur líka bætt því við að ég sé með stórt typpi, enda oft kallaður Villi Tylli í barnaskóla og svo hef ég líka mikla reynslu umfram G... Stóra lók á þessu sviði... og að lokum væri gott að þú kæmir því að ég er með mun stærra typpi en G... Stóri lókur.
Fréttaritari (með aumri rödd): Hehehe, já ég kem þessu á framfæri.

Símtal 2:

Fréttaritari: Haraldur Ó?
Stóri lókur: Ha, er þetta Haraldur?
Fréttaritari: Nei, bara að heilsa. Fréttaritari hér.
Stóri lókur: Já sæll... hvað á það að þýða að vera að gera gys af annarra manna limastærð?
Finnst þér þetta fyndið?
Fréttaritari(eins og aumingi): Ja... nei, sko... ég var bara að reyna að vera fyndinn... og...
Stóri lókur: Já, ég skal segja þér það að þetta er ekkert fyndið. Ég er hér í kosningabaráttu og þú ert hér í einhverri niðurrifsstarfssemi. Hvernig finndist þér ef að kynfærin þín væru skotspónn spaugstofumanna.
Fréttaritari: Ja, ég hafði nú ekki hugsað þetta svona.
Stóri lókur: Nei, það hefur þú greinilega ekki gert ungi maður. En burt séð frá þessu þá er ég mjög limalangur og næ honum ennþá upp ólíkt Vilhúfu.
Fréttaritari: Vilhúfa hringdi reyndar hérna áðan og sagðist vera með stærra typpi og meiri reynslu.
Stóri lókur: Sagði hann hvað? Vilhúfa er ekki með stærra og það sem borgin þarf er nýtt og ferskt typpi en ekki gamlann blóðlítinn kynsjúkdómasýktann typpaling.
Fréttaritari: Já ætli það ekki.
Stóri lókur: Sko, ef að þú þyrftir að velja um nýjan, beinstífan og velrakaðann böll eða slappan, loðinn og sýktann reður, hvort myndir þú velja að sjúga.
Fréttaritari: Nei, Stóri lókur ertu nú ekki búinn að ganga einu of langt?
Stóri lókur: Nei þetta er sú spurning sem Reykvíkingar verða að spyrja sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.
Fréttaritari: Já...
Stóri lókur: Jæja þú hugsar allavegana málið. Dyr mínar standa opnar.
Fréttaritari: Hummm... yes. Blessaður.

Já, það þarf í raun ekki að endurtaka það sem hér kom fram í símtölunum en greinilegt er að þessir typpalingar, stórir eða smáir munu heyja baráttu allt fram á síðustu stundu. Kæri Reykvíkingur hvaða typpi vilt þú sjúga næsta vor?

Frétt af Gísla Marteini

Litlir typpalingar hafa ekki sett það í vana sinn að mismuna mönnum eftir limastærð og hafa því ákveðið að Gísli Marteinn fái líka sína frétt í dag. Gísli Marteinn sýnir mönnum hvers konar heimspekingur hann er og í hvaða þekktu vísindatímarit hann mun vitna og hvaða fræðimenn verða honum innan handar komist hann til valda er hann vitnar í bókina ,,Tinni og bláu appelsínurnar (sjá.http://www.gislimarteinn.is/modules/news/article.php?storyid=71)

Þetta gerir hann til þess að koma því að hvað hann er ungur og myndarlegur maður, en grípum niður í orð Gísla litla:

,,En þetta nefni ég nú bara vegna þess að rétt einsog bláar appelsínur, eru bláar rósir frekar sjaldgæfar. Ég varð hinsvegar svo frægur í dag að fara með mörg hundruð slíkar til eldri borgara Reykjavíkur. Tilefnið var ekkert sérstakt, mig langaði einfaldlega til að heimsækja félagsmiðstöðvar og aðra samkomustaði þeirra sem eldri eru í borginni."

Já, við tökum orð Gíslans okkar trúverðug enda ekkert annað en samsæristal að þetta komi kosningunum eitthvað við - því eins og við vitum er Gísli ekki heimskur og hann getur nú auk þess logið betur en ef svo væri. Það er því ekki við öðru að búast en að þessi slagur á milli Gísla og Vilhjálms verði heiðarlegur enda hefur hvorugur tekið þátt í að misnota fjölmiðla, smala atkvæðum né gefa pizzur, rósir eða annað slíkt sem gæti hugsanlega fengið misvitra einstaklinga í þessu samfélagi til að kjósa þá. Eða hvað? Eru þeir kannski báðir í slagtogi við varaformann Samfylkingarinnar?

Breytingar á pólitísku landslagi?

Vilhjálmi heiðursfélaga lítilla typpalinga sem í dag fékk einkaviðtal hjá ,,Heimastjórninni" undir forystu hauksins Ingva Hrafns á Talstöðinni, barst í dag ennþá meiri liðsstyrkur eins og sjá má á heimasíðunni http://www.billoreilly.com/ og http://www.jeb.org/.
Ætlar O´Reilly af halda úti standslausum áróðri fyrir Vilhjálm en Jeb mun að sjálfsögðu veita nægan mannskap til atkvæðatalningar.
Annars er það helst að frétta af Ingva Hrafni að þátturinn hans fer í sjónvarpið næsta föstudag sem sýnir að verulegar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn mun annað hvort breytast eða hluti af honum klofna í nýjan Rebublicana flokk.
Það verða því nóg af spennandi valkostum í næstu borgarstjórnarkosningum þegar Vilhjámur sigrar:

1. Mun Steinun halda borginni?
2. Sigrar Björn Ingi okkar ástkæra Alfreð?
3. Hverjum er ekki skítsama um vinstri græna?
4. Mun Ólafur F. Magnússon ganga á fund Sjálfstæðismanna eftir kosningar og fá sínu fram um sölu hluta borgarinnar í Landsvirkjun?
5. Verða Villi og Júlíus Vífill í ráðhúsinu?
6. Stofnar Ingvi Hrafn útibú fyrir Republicana flokk á Íslandi?
7. ... verður Bill O´Reilly jafnvel í framboði?
8. ... já og Jeb í næstu Alþingiskosningum. (Þá þurfum við allavegana ekki að tala um utanríkismálin okkar sem undirlægju hátt)?
9. Hvað gerir George?
10. Hvar er meistari Jakob?

Tek undir - síðan er dauð

Ég vil taka undir það sem þegar hefur komið fram um skammarlegan dauðdaga og lýsi yfir dauða http://kedjufiflid.blogspot.com/ .... http://andrifannar.blogspot.com/ og
http://buffhruturinn.blogspot.com/
og reynið nú að vinna þessa 1.deild rassmalagestirnir ykkar!

,,Ég mótmæli einn"

Þykir mér þetta fullharðort bréf minnsta typpalingsins og verð ég að segja að síðan er engan vegin dauð. Hér er einungis um smá byrjunarhnökra að ræða. Því mótmæli ég harðlega og nota tækifærið í að úthúða manni sem gefst svo auðveldlega upp með þessum orðum, ,,Þú gefst of auðveldlega upp".

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Skorið undan getulausum ónytjungum

Það hafa þeir lengi átt sameiginlegt er þið þekkið sem litlu typpalingana ykkar að þeir eru fullir af aðgerðarleysi. Aðgerðaleysið felst eins og yfirleitt þar sem það er á ferðinni í því að hæfileikar einstaklingsins fá ekki notið sín sökum hans eiginn leti. Allir litlu typpalingarnir ykkar eru vel skrifandi einstaklingar en auk þess með aðra hæfileika sem þeir kjósa að láta lítið sem ekkert skína í. Sökum aðgerðarleysis lýsi ég því hér með yfir skammarlegum dauðdaga síðunnar sem á rætur sínar að rekja til einnar af höfuð dauðasyndarinnar. Von mín er þó sú að einn daginn brjótist allir þessir hæfileikar út svo að veröldin fái notið þeirra. Lifið heil!