þriðjudagur, júlí 31, 2007

Í formi lífs síns?

Það er í raun óþarfi að fara mörgum orðum um nýju plötu Megasar ,,Frágang". Fimm stjörnur í Mogganum og Fréttablaðinu segir allt sem segja þarf. Þeim sem ekki trúa né lesa slíka dóma er bent á 28 laga tónleika Meistarans á Borgarfirði Eystri þar sem hann blandaði saman lögum af nýju plötunni í bland við gamla slagara (sjá auk þess dóm í Mogga, mánudag 30.júlí). Það er ótrúlega gaman að heyra hversu nýju lögin gefa hinum gömlu ekkert eftir - enda hótar Megas að farga sér ,,fari hún ekki í gull" (nýja platan) og allir að sjálfsögðu hvattir til að fjárfesta í gripnum.
Meistarinn er því í feiknarformi, um það eru allir sammála - hann myndi sennilega vinna Reykjavíkurmaraþonið ef að hann væri ekki að fara hringinn í haust og kæmist framhjá Lyfjaeftirlitinu.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Hnitmiðað

1. A.Madrid að fá Simao fyrir 13,4 milljónir punda. Hefði ég sem stjóri Liverpool borgað 1,5 milljón umfram Babel og fengið hágæða kantmann? Já

2. Megas viðtal - Snilld!!!

3. Skandall I & II

4. Annað markið hjá Nani

5. Liverpool að batna? Það held ég ekki. Búinn að sjá tvo leiki. 3-1 leikinn sem var drepleiðinlegur og 0-0 leikurinn í dag sem ekki þarf að hafa frekari orð um - ofurjákvæðum og bjartsýnum er bent á hallelúja kórinn á Liverpool blogginu.

6. Megas - Frágangur - Fimm stjörnur.

7. 99% barna í sundlaugum - dvergvaxnir djöflar.

8. Tapas í gær - Tapas í dag - Brúðkaup á morgunn - Vox á sunnudaginn.

9. Ræktin og sund í gær - Ræktin og sund í dag - ræktin og sund næsta hálfa mánuðinn miðað við veður.

10. Líkamsástand 85 kg og fer batnandi - sem er sama þyngd og þegar ég var upp á mitt versta í knattspyrnunni... 12 kg minna en í fyrra.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , ,

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Megas - Huggutugga

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

aldrei framar þarftu með kuldarhrolli að kvíða
að ekki neinu flottu tæki fáirðu að ríða
öll þín þraut er á braut
og ekki meir muntu örvænta þó
útúrýkt vírað sértu halló
öll þín þraut er á braut

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

þú þarft ekki paxal prósakk eða dísu
þó öll þín plön stefni í kaótíska krísu
og nú gengirðu að því vísu
að það sem misstirðu inn í fýsu
á banvænt boring meganörd
sem þú skrúaðir sem skvísu
mun aldrei bögga þig né betla af þér fyrir ýsu
öll þín þraut er á braut

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

haglarinn fær að hanga á veggnum kyr
hallgrímskirkju pirra þig ekki par turnrimlarnir
rakhnífar þurfa ekki að minna á rauðskjöldótta kú
og þú híar á höfnina - hú níds jú
reykjavík skerið júróp abú
jörð sólkerfi vetrarbraut abú abú
allt þitt harmahaf er pillað af

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

allt mitt bögg
hvarf eins og til dæmis dögg
fyrir sólu - bara að djóka
iiiiiiii kóla en ekki kóka
en úr heimi flautaður
hve illa sem um þig er tautað - kjur
í jörðinni ertu skautaður
og bautaður og brautaður
altént aldrei framar muntu grautaðaður
öll þín þraut er á braut

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

frír frá dælunum
og doktormengelsku gælunum
og heilaþvottaplottbælunum
og stuðstrimlamælunum
þú þýtur með hælin á hælunum
sem hremma þig vilja með smælunum
en múnandi þú slummar í þau ojbjökkustu ælunum
og ekki þarftu meir að stuðast af stælunum
hjá stjóranum sem eiga þig allan á fælunum
og matrikúla meikar ekki að meyra þig með skælunum
öll þín þraut er á braut

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

aðeins barasta ein einasta pilla
og er það nokkuð nema dramb og djöfulmögnuð dilla
og draga ekki upp miða
og hjá díler leita griða
og úr vasa í hönd og uppí sig með ögn af vatni kyngja
og innan skamms mun ein rödd til með englunum syngja
öll mín þraut er á braut

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

Efnisorð: ,

sunnudagur, júlí 22, 2007

Aðeins eina nótt...






















...Everybody saying this is a day only the Lord could make!

Efnisorð: , ,

föstudagur, júlí 20, 2007

Ah, but I was so much older then, I'm younger than that now.

Mín ástkæra sambýliskona Arna Ólafsdóttir er 26 ára í dag. Þessi elska lítur betur út með hverjum deginum sem líður og væntanlega líður henni þannig líka enda nýkomin úr augnaðgerð. Kíkið á virkilega huggulega mynd af stúlkunni þar sem hún lítur út fyrir að vera nýkomin af rave-i

Til hamingju mín kæra, ég elska þig og takk fyrir að vera til.

Efnisorð:

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Ji Sung Park lög

Mikið hefur verið rætt í sumar um nýju leikmenn Manutd þá Hargreaves, Nani og Anderson en mest þó líklega um Tevez - auk þess sem Heinze hefur verið töluvert til umræðu. Ekkert hefur hins vegar verið rætt um Park, sem nú er staddur í Asíu ásamt liðsfélögum sínum og mun sennilega raka inn slatta af peningum fyrir klúbbinn enda afar vinsæll.
Á síðasta tímabili var Ji Sung Park varaskeifa fyrir Ronaldo, en stóð sig ævinlega vel þegar hann kom inná og setti nokkur mikilvæg mörk. Park mun hins vegar vera frá fram í janúar. Ég skrifa hins vegar um þennan mann vegna þess að hann hefur verið afar óheppinn með stuðningsmannalög frá sínum eigin aðdáendum í Manchester sem syngja þau þó auðvitað í léttu gríni:



Park, Park, Wherever You May Be (to the tune of 'Lord Of The Dance')

Park, Park, wherever you may be,

You eat dogs in your home country!

It could be worse, you could be a Scouse,

Eating rats in your council house!


Hong Kong Phooey (to the tune of 'If You're Happy and You Know It' )
We've got Hong Kong Phooey on the wing,

We've got Hong Kong Phooey on the wing,

We've got Hong Kong Phooey, Hong Kong Phooey,

Hong Kong Phooey on the wing!




He eats labradors (chat)
He shoots,

He scores,

He eats labradors,

Ji Sung Park, Ji Sung Park...

Efnisorð:

Örsaga úr daglegu lífi

Við lifum á tímum þar sem sumt háskólamenntað fólk getur ekki talið upp einstaka ráðherra landsins. Ég lenti hins vegar í skemmtilegri uppákomu þar sem ég vildi óska að ég hefði verið hálfri mínútu of lengi í sturtu. Þegar ég kem út úr World Class geng ég framhjá Geir H. Haarde - tæpri hálfri mínútu seinna hefur hópur drengja á aldrinum 7-10 ára (á einhvers konar leikjanámskeiði sem átti leið hjá) hljómfagran fjöldasöng sem hljómaði eftirfarandi ,,Geir H. Haarde, Geir H. Haarde, Geir H. Haarde fer í leikfimi"... djöfull vildi ég að ég hefði séð svipinn á forsætisráðherra sem heyrði þetta pottþétt.


Að lokum: Það hefur oft komið fram á þessari síðu hversu gaman ég hef af stuðningsmönnum Liverpool. Þessi færsla sýnir í hnotskurn það sem ég á við. Hér er því haldið fram að Liverpool muni komast ansi nálægt því að landa titlinum með núverandi hópi sínum. Það vekur þó athygli að aðeins eitt nýtt nafn hefur bæst við í byrjunarliðið frá síðasta tímabili (ef frá er skilinn Kewell sem var meiddur nánast allt tímabilið) sem endaði 21 stigi á eftir Manutd og einhverjum 15 stigum á eftir Chelsea.
Þegar litið er til kaupa Chelsea og Manutd í sumar, þarf maður að nota ansi sterk Liverpool gleraugu til að sjá það að liðið hafi styrkt sig meira en liðin sem enduðu fyrir ofan. Það má svo bæta því við að sennilega verður Chelsea ekki jafn óheppið með meiðsli og á síðasta tímabili og raunar spái ég því að þrátt fyrir öll kaup Manutd (þ.m.t. Tevez kaupin) muni Chelsea sigra deildina. Ef að ég væri Liverpool aðdáandi mundi ég aðeins fara fram á það að liðið mitt spilaði fallega sóknarknattspyrnu og spilaði ekki með 5 miðjumenn á útivelli gegn slakari liðum deildarinnar.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Promises - Ísrael/Palestína

Hver nennir að ræða stjórnmál á sumrin? Mjög fáir er sennilega svarið. Þeir sem hafa hins vegar séð fréttir að undanförnu vita að háttvirtur utanríkisráðherra er í Ísrael og það minnti mig á draum sem mig dreymdi fyrir um einu og hálfu ári síðan, að Ingibjörg Sólrún myndi leika stórt hlutverk í velheppnuðum friðarviðræðum milli landanna - það er þó fjarri raunveruleikanum að slíkt sé líklegt. Allt þetta minnti mig svo á smá hópverkefni sem ég tók þátt í í MA-námi mínu, þegar við fórum og sýndum hina áhugaverðu mynd Promises uppi í MH. Ólíkt mörgum myndum um Ísrael/Palestínu deiluna þá er þetta viðtalsmynd við börnin í ,,löndunum" sem tekst einkar vel. Hér er trailerinn, fyrir þá sem vilja sjá út í hvað þeir eru að fara. Því miður fann ég ekki eftirmálanna (special feature) sem fylgja DVD myndinni - ef einhver finnur þá endilega commentið þeim hingað í kerfið.
Það hafa verið einhver vandræði með linkana. Fyrir ótölvuvædda (eins og mig) bendi ég þeim á að hafa samband við Þjóðarbókhlöðuna, það ætti að vera hægt að fá hana til útleigu (mögulega að kostnaðarlausu) núna án þess að ég viti það.

Efnisorð:

mánudagur, júlí 16, 2007

Á einhver flugelda?

Já, nú kætast menn. Richardson farinn fyrir (ótrúlegt en satt) 5,5 milljónir til Sunderland. Nú er það bara að selja Smith fyrir 8 milljónir (sem Aston Villa virðast vera heitir fyrir) og ganga frá kaupum á Martins fyrir 13,5 og klára þetta Tevez mál.
Þá er þetta orðin hrottaleg framlína og meðalaldurinn undir 23 árum. Martins, Tevez, Ronaldo, Rooney, Nani, Anderson og Saha - það fer hreinlega kynferðishrollur um mig.

Efnisorð:

laugardagur, júlí 14, 2007

Michael Moore - Sicko

Var að enda við að horfa á nýjustu mynd Moore sem ber heitið Sicko og fjallar um bandaríska heilbrigðiskerfið. Sniðug mynd sem ég mæli auðvitað eindregið með að allir sjái. Það er eitt atriði í lokakafla myndarinnar sem snýr að manni sem heldur úti einni af stærri anti Michael Moore síðunni sem er eiginlega of sniðugt til að vera satt - algjört möst að sjá það og auðvitað myndina í heild sinni.

Efnisorð: ,

föstudagur, júlí 13, 2007

Veðrið

Ég vil nota tækifærið og þakka Viðreisnarstjórninni fyrir gott veður í sumar. Megi þau verða mörg svona til viðbótar - lengi lifi stjórnin, húrra - húrra -húrra.

Kveðja Bjarni

Efnisorð:

Veðjað á Kobe

Það lítur út fyrir að Lakers hafi tekið fyrsta skrefið í átt að því að gera atlögu að titli í stað uppbyggingar. Fisher er á heimleið og er við það að gera 3 ára samning - ekki svo vitlaust fyrst að þessi leið var valinn. Fisher er fínn dripplari, góð þriggja stiga skytta, hefur reynsluna og smellpassar inn í þríhyrningssóknina eins og forðum.
Næsta stig hlýtur þá að vera að næla í Senter/power forward og gefa frá okkur Odom og vonandi fylgir Kwame með og við höldum þá Byynum - það er þó töluvert langt í að við getum kallað okkur meistaraefni.

Efnisorð:

Níðskrif?

Ég er greinilega ekki að standa mig nógu vel við að gagnrýna Liverpool, en hér er smá til að benda á hið augljósa. Vonandi er Rafa ekki hættur að kaupa en hann sagði eftir kaupin á Torres að hann myndi kaupa tvo í viðbót - Yossi er kominn (sem er fínn leikmaður en var ekkert sérstakur á síðasta ári) og endanlega verður gengið frá kaupum á Babel (senter) á morgunn.
Eru þetta þessir þrír heimsklassamenn sem Rafa var á eftir?

Ef að þetta eru öll kaupin þá hlýtur að votta fyrir vonbrigðum hjá Liverpool aðdáendum.

Vörnin: Ennþá vantar backup fyrir Carragher og Agger (Hyypia sem backup er grín fyrir lið sem er á eftir enska meistaratitlinum), vinstri bakvarðastaðan og vinstri kantstaðan er ennþá í molum (Kewell verður aldrei heill í lengri tíma) og backup fyrir Finnan er ekki sjáanlegt.

Miðjan: Ég hreinlega skil ekki hvert Rafa er að fara með þessum kaupum. Ein af brotalömum Liverpool hafa verið kantarnir og þar er allt óbreytt - nema að Rafa ætli sér að spila 4-3-3 með Torres og Babel sem kantsentera og Gerrard sem framliggjandi miðjumann og Mascherano og Alonso fyrir aftan...??? Það gæti svo sem virkað, en það er hætt við mörgum jafnteflum ef að Liverpool ætlar aðeins að nota fjóra menn í sóknina gegn verri liðum deildarinnar + að þegar lið spilar með tvo afturliggjandi miðjumenn verða lið að hafa tvo góða sóknarbakverði... sem vantar vinstra megin og Finnan er enginn Carlos þrátt fyrir að vera fínn varnarmaður.
En ef að Rafa ætlar að spila 4-4-2 þá er enginn vinstri kantur (NB! Kewell er ekki ð fara að spila 38 leiki) og Pennant á hægri... nema að hann ætli að gera aðdáendurna brjálaða með því að spila Gerrard hægra megin.

Senterar: Ég set stórt spurningarmerki við framlínuna. Liverpool skoraði hlægilega lítið í fyrra og ég kalla Babel og Torres góða ef að þeir verða búnir að aðlagast enska boltanum fyrir áramót - ef þeir aðlagast ekki strax, þá eru líkur á því að Liverpool verði búnir að klúðra sínum málum í deildinni fyrir áramót... og NB! hugsanlega hefði Rafa átt að bæta við 2 milljónum punda og fá Malouda sem er fullmótaður, sérstaklega ef að litið er til stoða Liverpool liðsins - Carragher að detta í 30 ára, Finnan 31 árs og Gerrard er 27 ára (finnst líklegt að Gerrard fari að segja ,,JÆJA" ef að þetta tímabil verður flopp).

Niðurstaða: Sama niðurstaða og eftir tímabilið. Get ekki séð að Liverpool hafi bætt sig stórkostlega. Gerrard var reyndar slakur á síðasta tímabili (aðallega sökum HM) og mun væntanlega eiga betri komandi leiktíð. Á móti kemur að Liverpool slapp við meiðsli hjá Carragher og Agger og ef annar meiðist er það stór hausverkur.
Það verður meiri pressa en fyrir síðasta tímabil og spurning hvernig menn höndla það. Tveir nýjir sóknarmenn og stór spurning hvernig þeir koma til leiks - hvorugur hefur spilað í Englandi.
Vinstri bakvörðurinn og kanturinn eru terror, nema að Kewell rísi upp frá dauðum, hægri kanturinn er meðalmaður. Að lokum er Yossi engin töfralausn.
Það kemur mér á óvart að Rafa hafi ekki keypt reyndari leikmenn til að hjálpa Carragher, Gerrard og Finnan að verða meistaraefni strax - sérstaklega þar sem Rafa ætti að hugsa um eigið rassgat, því að það verður varla liðið ef að Liverpool verða úr baráttu fyrir áramót eins og undanfarin ár, hann verður að fara að ná árangri í deildinni. Auk þess hefði ég haldið, út frá sömu rökum að skynsamlegra væri að ná í mann sem hefur sannað sig í ensku deildinni.
Fyrir þessar 43 milljónir hefði Liverpool getað fjárfest í Anelka 8 milljónir, Martins 13 milljónir, SWP 10 milljónir og Malouda 13 milljónir (samtals 44 milljónir) og það tveir huggulegir sókndjarfir kantmenn og tveir glæsilegir sóknarmenn - allt menn sem hafa sannað sig í ensku deildinni. Í staðinn situr Liverpool uppi með rúmlega meðalmanninn Yossi, lítt þekkta táninginn Babel og ,,markamaskínuna" Torres sem skoraði á 221 mín fresti í spænsku deildinni á síðasta ári.
Vonandi fáum við stórt nafn á annan kantinn og varaskeifu fyrir miðverðina og þá á Liverpool möguleika ef að allt annað gengur upp.

Mín spá:
1. Rafa verður rekinn áður en tímabilið 2008/2009 byrjar ef að þetta eru öll kaup sumarsins.
2. Afleiðingar þess yrðu að það myndi flosna upp úr spænska armi Liverpool - Reina færi í Real eða Barca, Alonso færi í Barca, Torres fetaði í fótspor Morientes og færi í Valencia og minni spámenn færu í minni lið. Liverpool myndi að venju fá fáránlega lítið fyrir sinn snúð peningalega + einhverja meðalmenn, sem stuðningsmennirnir gætu kallað efnilegasta hitt og þetta í heiminum.
3. Gerrard myndi kveðja og spila með hinu leiðinlega stórliðinu á Englandi (Chelsea) eða fara til Real.
4. Stjórn Liverpool mun ráða mann sem hefur gert það mjög gott í nokkur ár með meðallið, í stað þess að fá sér reynslumikinn meistara og Liverpool mun hefja enn eitt uppbyggingarstarfið.


... vona að þessi dauðadómur hafi staðið undir væntingum vonandi gengur Liverpool þó betur í deildinni en á síðustu leiktíð, en umfram allt að þeir spili skemmtilegri knattspyrnu en þá. Vonandi spila Liverpool líka aðeins með einn varnarsinnaðan miðjumann og vonandi blómstra bæði Babel og Torres, megi Gerrard eiga gott ár sóknarlega sem og Kuyt og Crouch spila sem minnst - að lokum vona ég að Agger stjórna algjörlega spilinu út úr vörninni... Liverpool þarf á þessu að halda ef að þeir ætla ekki að vera í basli með að ná Meistaradeildarsæti og setja smá pressu á United og Chelsea sem verða örugglega með í baráttunni.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, júlí 07, 2007

Er þetta að gerast?


Er þetta að gerast?
Djöfull er hann ljótur. Fer langleiðina ásamt Rooney með að mynda ljótasta senterapar ensku úrvalsdeildarinnar, en í fyrra voru það Crouch og Kuyt sem fylltu menn almennt viðbjóði og munu líklega halda því áfram. Eru Rooney og Tevez ljótari? Allavegana betra senterapar.

Að lokum: Æsku- og S-Amerkíkudýrkun Fergusonar er fjarri því að fjara út. Á næsta ári koma 3 brasilískir 18-19 ára drengir til félagsins. Miðjumaðurinn Possebon sem Manutd var að kaupa og bakvarða tvíburarnir Rafael og Fabio sem liðið fjárfesti í fyrir einhverjum árum síðan. Það er kannski verið að undirbúa jarðveginn fyrir það að Ferguson hætti og Wenger taki við?
Er ekki komið nóg af þessum undrabarnafíling í bili?

Efnisorð:

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Það sem gleymdist

Gleymdi víst að minnast á það að ríkisstjórnin mín hefur stuðning 83% þjóðarinnar sem er að sjálfsögðu met - og það án þess að hafa gert nánast nokkuð gott né gagnlegt. Hvernig verður þetta þegar að menn fara að taka til hendinni? ... og hvernig er það, man nokkur eftir Davíð Oddssyni? Mér sýnist fólk nú almennt ánægðara með Geir þó að Davíðs klíkan reyni að sannfæra okkur um að allt sé þetta honum að þakka.

Þetta verða rock solid 12 ár ef að... Sjálfstæðismenn verða temmilega skynsamir.

Efnisorð:

sunnudagur, júlí 01, 2007

Nani og Hargreaves skrifa undir



Jæja, þá hefur Manutd formlega lokið við að ganga frá málum Nani og Hargreaves (verður nr.17).

Vona samt að myndirnar af Nani segi ekki til um gengi hans hjá Manutd, því þetta var eina myndin af honum þar sem hann var ekki uppi í stúku.

Anderson mun væntanlega skrifa undir um leið og hann líkur keppni með Brasilíu í S-Ameríku keppninni.

Hargreaves mun væntanlega hafa bein áfram strax nema að hann meiðist aftur. Nani og Anderson fá hins vegar ár (eins og oft áður hefur komið fram) áður en ég fer að dæma þá.



Efnisorð: