laugardagur, september 29, 2007

Ég velti því fyrir mér...

... hvort Manchester United sé Chelsea í dulargervi?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, september 28, 2007

Innsýn inn í heim höfunda

Það ætti að vera óhætt að mæla með þessu http://video.google.com/videosearch?q=Authors%40Google&num=10&so=0&start=0 .



Hér er t.d. Stiglitz (sem áður hefur verið nefndur hér)



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, september 27, 2007

Heima

Var að koma heim af heimsfrumsýningu heimildarmyndarinnar ,,Heima" (toppið þessa setningu) en það var minn ,,heimamaður" (e. homeboy) Haukur Snær sem bauð mér á þessa mynd. ,,Heima" er eins og flestir vita tónleikamynd um Íslandsför hljómsveitarinnar Sigur Rósar (sem er líka besta hljómsveit í heiminum). Fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar er þessi mynd fullkominn (eina sem ég saknaði var að sjá ekki sjálfan mig í myndinni) og fyrir tónlistarunnendur og áhugamenn um kvikmyndir er myndin mjög góð (flott myndataka) og svo sannarlega virði að fara að sjá hana í bíó.
Fyrir mína parta gef ég henni fullt hús stiga, enda rifjaði hún upp haustið 2006 (sá tónleikana í Ólafsvík, Öxnadal og í Reykjavík) auk þess sem hún fangar vel stemmninguna á tónleikunum og er hreinlega magnaðasta upplifun mín í bíósal.

Hagnaðurinn fær að sjálfsögðu ástarþakkir fyrir þetta gylliboð sem svo sannarlega var langt fram úr væntningum - það sama verður ekki sagt um asnalega artí eftirpartýið sem við kíktum í.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

DV í dag

DV í dag - Íþróttafréttir - Listi yfir leikmenn með lausa samninga í efstu deild karla í knattspyrnu - Fram: FREYR KARLSSON!!!

Næsta spurning hlýtur að vera: Hvar er Nökkvi?


Er lífið ekki dásamlegt?

Lög tveggja meistara

Bob Dylan & Jack White - Meet me in the morning (sjá neðst)

Kíkið endilega líka á mjög svala útgáfu Kronos Quartet og Tom Waits af laginu hans God´s away on business - sem þið getið nálgast á þessari plötu.
Þessi heldur utan um allar nýjustu fréttirnar af Tom Waits
Hér eru daglega nýjustu fréttir og umfjallanir um Dylan
Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, september 26, 2007

Þessi veröld

Lífið er yndislegt en margt í þessari veröld er svo firrt öllum veruleika og heimsku að maður getur ekki einu sinni orðið pirraður eða reiðst - kímni og húmor er einhvern veginn það eina sem heldur manni frá því að veikjast andlega.
Þessi færsla Egils Helgasonar er eitt smávægilegt sandkorn í viðbót við eyðimörkina vestanhafs. Þessi frétt er síðan skemmtileg í beinu framhaldi, hversu oft ætla þessir menn að klúðra plotti áður en þeir líta á söguna og velta því fyrir sér hvort að þetta sé skynsamlegt (svo að við förum nú ekki að ræða annan pól, það hversu illa uppbygging gengur í New Orleans í Bandaríkjunum).
Handan landamæra Íraks býr maður sem hefur verið að gera góða hluti í Bandaríkjunum að undanförnu, Jon Stewart býður upp á Ahmadinejadminute. Meira að segja feministinn Hillary Clinton er í stuði - hvað er í vatninu þarna á austurströndinni?
Það virðist líka sem þessi vitleysa sé að smita út frá sér, eins og Kanadamenn eru nú að kynnast.

Er lífið ekki dásamlegt?

þriðjudagur, september 25, 2007

Duet

mánudagur, september 24, 2007

Eltingarleikurinn að hefjast?

Eftir verstu byrjun Manchester United í 15 ár og bestu byrjun Liverpool í 5 ár er United svo gott sem búið að ná síðarnefnda liðinu (sem á einn leik til góða og getur komist stigi yfir með sigri).
United hefur ekki verið að spila vel og hefur í raun ekki ennþá átt góðan leik á þessu tímabili. Sigurinn í gær gegn Chelsea var ekkert sérstaklega sannfærandi þó að Chelsea væru aldrei líklegir til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Nú ætla ég ekki að fara skref fyrir skref yfir öll vafasömu atriði leiksins, rauða spjaldið á Mikel (ekki rauða spjaldið á Cole), Vítið sem Saha fékk (vítið sem Evra fékk ekki), markið sem Tevez skoraði (of seint) heldur að velta því fyrir mér hvort að í uppsiglingu sé eltingarleikur á milli United og Arsenal?
Chelsea virðast vera í miklum sárum eins og berlega kom í ljós í gær, þar vantaði allan kraft og baráttu í liðið, það virtist engin áhugi vera fyrir því að reyna að skora, Chelsea menn gagnrýndu ekki markið sem Tevez skoraði (sem kom eftir að uppbótartíma var lokið - eitthvað sem leikmenn Chelsea hefðu undir venjulegum kringumstæðum drekkt dómaranum í með mótmælum). Liðinu vantar Carvalho, Lampard, Drogba og það virðist vera eitthvað í það að hinir tveir síðastnefndu (sem hreinlega báru upp sóknarleik Chelsea á síðasta ári) verði tilbúnir. United misstu samt mögulega af gullnu tækifæri til að kafsigla liðið og koma af stað alvarlegri krísu.
Liverpool virðast vera að upplifa það sem við mátti búast eftir ágæta byrjun - hin liðin ætla að pakka í vörn og sætta sig við eitt stig og í síðustu tveimur leikjum í deildinni hefur liðið ekki skorað . Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að liðið geti ekki stigið upp enda væri það bjánalegt þar sem að Liverpool getur með leiknum sem þeir eiga til góða komist upp fyrir United. Liðið á þó töluvert erfitt prógramm fyrir höndum í deildinni, fyrst kemur reyndar útileikur gegn Wigan, en svo heimaleikur gegn Tottenham, útileikur gegn Everton, heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikur gegn Blackburn. Ég er alls ekki að útiloka Liverpool (sem rétt eins og United fær varla á sig mark) en liðið verður að halda vel á spilunum á næstu vikum og kemur þessi hrina kannski ekki á besta tíma fyrir liðið. Þar að auki virðist nokkur óánægja hafa skapast með brotthvarfi Pako (aðstoðarmanns Benitez) og þjálfarinn farinn að finna fyrir þekktri óánægju stuðningsmannanna - ekki bætir heldur úr skák að Agger verður frá næstu vikurnar og spurning hvernig hinn hægfara öldungur Hyypia tekst á við slíkt álag. Alonso er einnig frá og á meðan Gerrard er ekki að spila vel (virðist ennþá vera meiddur) þá er sóknarþunginn sem verður að skapast frá miðjunni mjög takmarkaður. Á Liverpool blogginu hefur líka skapast óánægja með þau orð Rafa að þegar að lið pakki í vörn sé betra að nota Kuyt og Voronin en Torres og menn hafa velt því fyrir sér hvort að Torres verði þá einungis notaður gegn hinum stóru þremur liðum deildarinnar.
Manchester United fer nú inn í frekar þægilegt prógramm næsta mánuðinn áður en þeir mæta Arsenal á Eirates. Þeir leikir eru allir leikir sem eiga og verða að vinnast, leikir sem United mun eflaust nota til að koma sóknarleiknum loksins í gang - þar hafa menn eins og Ronaldo og Rooney, Saha og Tevez hreinlega ekki komist í gang ennþá.
Ég ætla því að leyfa mér að spá því að United sé að fara að hefja eltingarleik við Arsenal fram til jóla og að annaðhvort Chelsea eða Liverpool (sem mér þykir ögn líklegra komi til með að halda í við þau tvö). Það er svo spurning hvernig samba lið Arsenal tekst á við það þegar að kuldinn fer að segja til sín og þegar liðið þarf á þeim tíma að ,,spila" (eða lifa af) ömurlega og jafnvel ónýta útivelli í janúar og febrúar (inn í þetta kemur Afríkukeppnin) - þeir hafa knattspyrnugetuna en hafa þeir styrkinn?


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, september 23, 2007

Bob Dylan og Jack White (minni á síðustu færsluna um Arsenal)

Já, Dylan er búinn að vera að túra og Jack White hefur verið að taka lög eftir Dylan. Nú eru þeir farnir að taka lög saman á tónleikum. Fyrsta upptakan sem ég hef séð er ekki í miklum gæðum en ég læt hana flakka.
Fylgist með á næstu dögum á youtube - það hljóta að detta inn fleiri myndbönd. Þeir tóku víst einnig slagarann Meet me in the morning sem Dylan hefur aldrei áður spilað á tónleikum (og eftirvænting Dylan aðdáenda að komast yfir upptökuna er mikil - í lok greinarinnar getið þið heyrt stúdíoupptökur af þessu eitursvala lagi). Ég bíð spenntur, en þangað til:

Bob Dylan&Jack White - One More Cup of Coffee (slæm gæði)

White Stripes Outlaw Blues (Dylan Cover)

White Stripes - Love Sick (Dylan cover)

'Isis' Early (Dylan cover) by the White Stripes

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Listamennirnir á Emirates

Of oft hefur það gerst undanfarið að ég hef skrifað hér eitthvað neikvætt um önnur lið - sérstaklega tvö þeirra. Það ber hins vegar að fagna því líka þegar að einhver lið spila vel.
Mikið væri enski boltinn skemmtilegur ef að öll lið spiluðu knattspyrnu eins og Arsenal hafa gert hingað til á þessu tímabili -þvílík knattspyrna. Fabregas er svo mikill kóngur og United hefði betur átt að verja peningum í hann í staðinn fyrir Anderson og Tevez. Adebayor hefur líka verið að springa út að undanförnu, væntanlega í skjóli þess hversu miklar væntingar voru gerðar til bæði Van Persie og Eduardo (í fyrra vildi Ferguson kaupa Adebayor og þá klóruðu menn sér í hausnum). Það sem Arsenal hefur fram yfir nánast öll liðin í deildinni er hversu bakverðirnir þeirra eru góðir sóknarlega. Hægra megin eru bæði Eboue og Sagna (sem er að komast í gang) og vinstra megin er sennilega eini vinstri bakvörðurinn sem er betri en Evra í dag, þ.e. Clichy (enda fannst mönnum mjög sniðugt þegar að Chelsea var fíflað til að kaupa verri vinstri bakvörð Arsenal á morðfjár).
Eins og fyrr segir er hreinlega unun að horfa á Arsenal og Wenger er auðvitað snillingur eins og ég hef alltaf sagt (þó að ég hafi oft ekki hrifist af hans karakter) - vonandi tekur hann við United þegar að Ferguson hættir (geri mér fulla grein fyrir því að það sé ólíklegt).
Það sem er svo líka skemmtilegt við Arsenal ólíkt hinum liðunum í deildinni er ekki bara flæðið heldur ekki síður leikskipulagið - allir geta spilað allar stöður (nema kannski Senderos - sem er eins og illa gerður hlutur í þessu liði). Bakverðir spila kant og öfugt - kantmenn spila miðju og öfugt - kantmenn spila sem senterar og öfugt og allt í einu er Toure búinn að stinga sér inn fyrir vörnina (og klúðra dauðafæri).
Í fyrra sagði ég að Arsenal væri sennilega mitt annað lið i deildinni og það stendur enn, ég velti því m.a. fyrir mér hvaða leikmenn ég vildi sjá koma inn í liðið líkt og ég geri varðandi United. Mér fannst það t.d. nánast óskiljanlegt að Arsenal hafi ekki náð að grípa Yaya Toure bróður Kolo sem hefði verið kjörinn við hlið Fabregas á miðjunni (sem nú er að gera góða hluti fyrir Barca). En auk þess hefði ég viljað sjá Martins koma í stað Eduardo og svo heimsklassa markvörð (sem hlýtur að vera næsta skref hjá Wenger).
Fyrir tímabilið var ég alveg á því að Arsenal yrði í vandræðum eins og síðustu ár, en annað hefur verið upp á teningnum. Ég er samt ekki svo vissum að þeir haldi þetta út og mun ekki taka mark á þeim eins og áður sagði sem meistaraefnum nema að þeir leiði deildina um jólin. Nái United hins vegar ekki að sigra deildina vona ég svo sannarlega að Arsenal taki titilinn.
Abramovich er sagður hafa spurt hvers vegna Chelsea spilaði ekki aðlaðandi knattspyrnu og reikna má með því að það hafi verið ein helsta ástæða þess að Mourinho fór eða var látinn fara. Nú vonum við auðvitað að það lið fari að spila skemmtilega knattspyrnu og þá er aldrei að vita nema að Liverpool ráði líka til sín þjálfara sem leggur upp með fallega sóknarknattspyrnu.

Erum við á leiðinni inn í tímabil fallegrar sóknarknattspyrnu á Englandi?
Það væri draumur.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, september 22, 2007

Örpunktar

Fyrsta skrefið stigið!

Bill Clinton hjá Jon Stewart ( 1 & 2)

Enn eitt gullkornið hjá Bush


Hvað er málið? Tveir Bjarnar reyndu að ræna banka í Danmörku fyrir viku síðan og annar af höfuðpaurum Stóra smyglskútumálsins heitir einnig Bjarni. Á eftir mun ég hitta nafna mína þá Felixson, Benediktsson, Ármannsson og Fritzson til að ræða aðgerðir svo að nafn okkar verði ekki fyrir varanlegu aðkasti og skaða (fyrir þá sem velta því fyrir sér hvers vegna Frostason var ekki boðaður - þá ræðum við ekki alvarleg mál við rauðhært fólk).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, september 21, 2007

Sem betur fer

Það er eins gott að það voru Norðurlandarbúar en ekki múslimar, afríku- eða asíubúar... eða íbúar eystrasaltslandanna sem ætluðu að smygla inn eiturlyfjunum sem náðust. Þá væru fjölmiðlar búnir að grafa upp einhverja þingmenn Frjálslynda flokksins til að blaðra einhvern helvítis rasisma og allir þjóðernis íhaldsplebbar landsins búnir að koma sínum skoðunum á framfæri.


Er lífið ekki dásamlegt?

fimmtudagur, september 20, 2007

Mourinho hættur!!!

þriðjudagur, september 18, 2007

Spurt er

Nú þegar að Framsóknarflokkurinn er að deyja út, hvaða hópur kemur til með að hljóta nafnbótina ,,Mestu hálfvitar Íslands"?

1. Kaupþings sleðarnir í Kringlunni
2. Feministar
3. Þjóðkirkjan

Svar óskast.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Það er loksins komið að því

sunnudagur, september 16, 2007

Trúa,trúa, trúa...

Hér er hressandi síða og af henni má komast yfir í þetta

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Óvinir skynseminnar

fimmtudagur, september 13, 2007

Ofur bjartsýni?

Hver segir að það þurfi að koma vetur? Það er vissulega farið að kólna en ástæðulaust að hafa aðeins eina lausn við því - þ.e. hina þekktu lausn K3 (kerti, kakó og kósý). Nei, það er um að gera að hafa fjölbreytni, jafnvel fjölmenningu - botna alla ofna, mála sig með andlitslitum og dansa inni í stofu með Bob Marley í græjunum.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Fjölmenningarlegir punktar?

,,Menningarheimar eru ekki jafnir en manneskjur eru það" sagði Ayaan Hirsi Ali í fyrsta Kilju þættinum sem var í kvöld (um miðbik þáttarins). Stórmerkileg kona, en greinilega mótuð af atburðum lífs síns (eðlilega). Viðtalið var gott og margt merkilegt kom fram en var á tíðum of svart/hvítt. Vesturlönd eru góð en ríki múslima eru slæm - lokað á fjölmenninguna. Ég held að það sé ekki til sá fjölmenningarlegasinnaði maður sem telur að við eigum að virða allt við menningu annarra (það myndi enginn heilbrigður maður slá konu og giftast barni, til að virða menningu Írana ef að hann væri á ferðalagi þar) upphafið sé hins vegar að skilja hvorn annan til þess að geta gagnrýnt og komið á umbótum - í það minnsta erum við búin að reyna töluvert lengi þá aðferð að sprengja upp lönd og neyða yfir þau copy-paste-uðu lýðræði og útkoman er alltaf hin sama - það virkar ekki. Hins vegar má að vísu má líka segja að virðingin fyrir menningu annarra hafi farið úr böndunum eins og islamskir bókstafstrúarskólar á Vesturlöndum (eins og hún minnist á) eru gott dæmi um. Einfaldast er auðvitað að banna allt trúboð í skólum, enda er það auðvitað fáranlegt að troða einhverju trúarkjaftæði upp á saklaus börn sem eru ekki fær um gagnrýna hugsun og treysta því sem þeim er kennt.
Fyrsti þátturinn lofaði góðu og var blessunarlega laus við allan ,,yfirmenningarlegt snobb" (fyrir utan kannski orðin hér að ofan - sem verða þó að skoðast í samhengi).
Eitt fór þó óneitanlega í taugarnar á mér (og nú kemur menningarsnobbið) og það var þetta helvíska stef þáttarins - ég fékk það á tilfinninguna að ég væri að fara að horfa á brot úr torffæru- eða mótorsportkeppni.

Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að Geir Jón hefur gjörsamlega misst vitið. Að senda trúboð til að leysa vanda miðborgarinnar er alveg fáranlegt - það er það allra síðasta sem Ísland þarf, að fá gengið af Omega og annað pakk til að breyta drukknum hálfvitum í brjálaða ofstækismenn (fyrir utan það að slíkt myndi sennilega ekki ganga og þessi Omegaklíka yrði fyrir verulegu ofbeldi og hreinlega auka vandann).
Svo að við tölum nú ekki um þá þekktu staðreynd að það á ekki að blanda trú inn í meðferðarúrræði (því að vissulega er fjöldi fólk sem stundar bæinn, sem virkilega þarf á hjálp að halda)
Egill Helgason segir: ,,En auðvitað er þetta rétt hjá honum eins langt og það nær. Ef fólk tæki trú myndi það sjálfsagt drekka og dópa minna og þarafleiðandi gera minna af því að slást, brjóta flöskur eða pissa utan í hús."
Ég spyr: Væri ekki nær að kenna þessu fólki að hegða sér skynsamlega - kenna því mannasiði, að virða lög og dyggðir almennt og jafnvel að hjálpa því í meðferð, í stað þess að vaða úr öskunni í eldinn... og gera ,,helgarhálfvitana" að full time hálfvitum.
Þetta er reyndar ekki eina skiptið sem mér finnst Egill hafa verið út á þekju nýlega, því að í gær taldi hann Tom Waits vera í flokki ofmetnustu tónlistarmanna sögunnar - kannski að Egill ætti að skammast sín?


Mér fannst huggulegt af landsliðinu að tileinka Ásgeiri Elíassyni sigurinn í gærkvöldi. Það hefur líka komið sterkt fram bæði á heimasíðu Fram sem og á síðum annarra liða að Ásgeir var mikils metinn bæði sem þjálfari en ekki síður sem persóna - enda laus við allan hroka og leiðindi ólíkt svo mörgum öðrum þjálfurum hérlendis sem og erlendis. Það var annars gaman að heyra hvað áhorfendur hafa tekið miklum stökkbreytingum á Íslandi (hugsanlega þökk sé Landsbankanum sem hefur veitt bestu aðdáendum liða Landbankadeildarinnar verðlaunafé). Það eru kannski ekki mikil frumlegheit í því að íslenska aðdáendasöngva sem við þekkjum erlendis frá - en það er þó 100 sinnum skemmtilegra en ,,Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) etc"


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

miðvikudagur, september 12, 2007

Til hamingju með afmælið

Þar sem ég er algjört fífl þegar kemur að afmælisdögum (og svona yfirleitt) þá vil ég koma á framfæri hamingjuóskum til Bjarna Fritzsonar svona rétt fyrir miðnætti. Bjarni er sem sagt orðinn 27 ára gamall og hefur eflaust notið dagsins á franskri strönd við miðjarðarhafið ásamt unnustu og barni. Auðvitað náði ég ekkert í hann... og mun notast við þá þekktu afsökun að kenna um samskiptaörðuleikum á milli landanna (veit að hann myndi gera það líka - hver hefur ekki heyrt ,,bíddu - afhverju svarar þú ekki símanum þínum?" þegar að Fritzson mætir of seint).





















Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, september 11, 2007

Orð í tíma töluð

,,Íslendingar hafa löngum verið nokkuð treggáfaðir og einfaldir gagnvart kúgurum sínum, þeir eru orðnir þeim svo vanir, eins og hægt er að venja menná frá blautu barnsbeini að elska og virða guð almáttugan þó að allir eiginleikar hans séu útskýrðir ítarlega og menn gangi þess ekki gruflandi að hann sé ekki annað en hégómagjarn og öfundsjúkur harðstjóri og óþokki."
Brynjólfur Bjarnason í ritdóm um bókina Bréf til Láru árið 1925

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, september 10, 2007

Til heiðurs Geira El

Eftir sorgarfréttir gærdagsins, ákváðum við nokkrir fyrrum leikmenn Ásgeirs Elíassonar að koma saman í hádeginu og halda á lofti minningu þessa meistara með því að taka reitarbolta, enda hlýtur Ásgeir að eiga flest met er snerta þá æfingu - ,,enda var Ásgeir konungur reitaboltans" (eins og Hagnaðurinn kemst að orði).
Ég var klobbaður illa af Hagnaðinum snemma leiks en náði að para mig til baka með því að ,,homma" Keðjuna (eitthvað sem gæti misskilist). Að loknum reitarbolta (sem hefði ekki verið fullkomnaður nema að annað hvort ég eða Baldur hefðum snúið okkur á ökkla... Baldur í þetta skiptið) voru menn á því að gera þetta að árlegum viðburði og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta næst - gæti jafnvel séð fyrir mér að fyrrum leikmenn hans hjá Þrótti og ÍR tækju þátt í þessari athöfn.
Ásgeir Elíasson var stórkostlegur þjálfari og yndislegur karakter sem hafði einstakt lag á því að láta ekki myndast gjá á milli sín og leikmanna - hann átti stóran þátt í því að ég neyddist ekki til að yfirgefa Fram eftir eina af mörgum barnslegum hegðunum mínum, fyrir það framhaldslíf verð ég honum að eilífu þakklátur.

Samúðarkveðjur til fjölskyldu Ásgeirs, vina hans og allra Framara.

Efnisorð: ,

sunnudagur, september 09, 2007

The Doha debates

Ég hef nokkrum sinnum rekist á The Doha debates á BBC World, virkilega skemmtilegir þættir. Að mínu mati er þetta model sem ég væri til í að sjá á Íslandi. Stjórnmálaþættir á borð við Siflur Egils er skemmtilegt efni, en ,,hringborðsumræða" um fyrirfram ákveðið efni þar sem sérfræðingar (ekki stjórnmálamenn) tala með og á móti, spurningar úr sal og að lokum niðurstaða salsins - yrði gríðarleg búbót fyrir virkt lýðræði í landinu.

Ég get strax séð fyrir mér umræður um aðild að Evrópusambandinu, en eins mætti ræða almenn mál eins og t.d. trú vs trúleysi - biskup vs vantrú sem dæmi.

En allavegna, tengillinn er á síðu þar sem hægt er að skoða þætti með hinum ýmsu málefnum - virkilega gaman. Hér er nokkur klassísk umræðuefni:

Slæðan (á Vesturlöndum)

Írak

Íran

Hvernig er best að stöðva öfgahópa?



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, september 08, 2007

Skilgreining á smáríki

Smáríki er ríki sem á knattspyrnulandslið sem liggur í nauðvörn á heimavelli einum manni fleiri.


Ísland vs Spánn

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Most likely you will go your way (& I´ll go mine)

Eins og ég hef áður sagt þá er ég yfirleitt ekki hrifinn af því þegar að menn remix-a eða cover-a lög, sérstaklega ekki perlur og slagara. Mér finnst hins vegar remix-ið af Bob Dylan laginu Most likely you will go your way (& I´ll go mine) alveg hreint ágætt og myndabandið er flott og á einkar vel við lagið.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, september 07, 2007

Allskonar punktar

1. Tónlist: Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Noruh Jones eða þá frábæru tónleika sem hún hélt hér um daginn - þvílíkur snillingur og bandið hennar stórkostlegt. M Ward hitaði upp og fyrir þá sem ekki hafa youtube-að þennan mann þá eru hér tvö myndbönd: Annars vegar slagarinn Chinese Translation og svo smá djamm úr ýmsum áttum "Medley: Rag/Duet for Guitars #3"

2. Stjórnmál og trú: Ég fór á hádegisfyrirlestur í gær þar sem þessi ágæta kona talaði, Siðmennt var á staðnum með upptökutæki - svo að vonandi verður videolink komið fyrir á þeirri síðu... nema að þetta endi á youtube.

3. Trúarbrögð: Hér er smá skammtur af bók í fyrirlestrarformi sem mig hefur langað til að lesa en mun sennilega gera seint. Misquoting Jesus fyrirlestur Bart Ehrman. Bart Ehrman: "There are more differences among our manuscripts than there are words in the New Testament" (300-400 þúsund).

4. Ljós: Mörgum kann að finnast þetta of tilgerðarlegt, en mér finnst Friðarsúla Yoko Ono koma vel út.

5. Ísland í dag: Einhver sorglegasti fréttaflutningur ,,Íslands í dag" átti sér stað í gærkvöldi, alveg yndislega heimskulegur sannleikur borin fram á sandkassaplaninu, aðferðafræðilega rangur og þar að auki er rannsóknin ómarktæk þó að sannleikann geri sér allir grein fyrir, rökfræðilega er þetta svo svo heimskulegt að maður á ekki orð - ég kýs að kalla þennan gjörning ,,...og hvað segir svo Freaud um það?". Hér kalla ég sérstaklega eftir sálgreiningaráliti AFO en aðrir rökvísir menn endilega horfið og hlægið - dreymir konunni þinni um massaðan, ófríðan rauðhærðan dverg?
Á morgunn: Prestar komast að því að samkynhneigðir geta ekki eignast börn með kynmökum sín á milli.

6. Dauði: Ég held að ég skaði engan þó að ég segi litla sögu af tveimur látnum mönnum. Öðlingurinn hann afi minn (blessuð sé minning hans) keyrði nefninlega þéttvaxna söngvarann þegar hann átti leið til landsins og í eitt skiptið sat hann með honum í einhverja klukkutíma til að skrifa eiginhandaráritanir framan á vinylplötur - fleiri tugir Íslendinga eiga því eiginhandaráritanir afa míns framan á vinylplötu. Kannski ekki merkilegasta saga í heiminum en fær mig alltaf til að brosa

7. Borgarstjórinn: Hér er enn ein sérstaklega vond hugmynd sem hefur komið frá borgarstjórafíflinu sem ég asnaðist til að kjósa - af því að ég vonaðist eftir að losna við Framsóknarflokkinn. Verri hugmynd hef ég ekki fengið síðan að ég gerði sjálfan mig rauðanhærðan þegar ég var eitthvað um 14 ára gamall. Aðrar vondar hugmyndir borgarstjóra. Maður er hreinlega farinn að sakna R-listans aðeins ári eftir að maður var nær dauða en lífi vegna ömurlegheitanna.

8. Forsætisráðherra: Það liggur við að maður haldi áfram að bölva og búi til slagorðið ,,Geir ei meir". Hvað meinar maðurinn með þessum fíflagangi?

9. Það er sumt (eins og t.d. innihald liðs 5) sem hreinlega er ekki hægt að koma orðum að, vegna þess hversu heimskulegt það er. Ég læt freedomfries um málið.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

þriðjudagur, september 04, 2007

BREAKING NEWS! - Handknattleiksmaður staðfestir tilveru sína

Já, Bjarni Fritzson hefur haft samband við aðila hérlendis og sagði í snörpu sms skeyta sambandi að sögusagnir af brotthvarfi sínu séu stórlega ýktar - allt sé í himnalagi með hann og fjölskylduna og kenndi hann fjarskiptaörðuleikum um. Hljóta allir að samgleðjast með það að fjölskyldan sé á lífi og hafi það gott. Við sendum baráttukveðjur til Frakklands.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, september 01, 2007

Raunveruleikinn

Liverpool pakka saman skítlélegu liði Derby 6-0 á meðan Manutd vinnur ósannfærandi sigur 1-0 á svipað lélegu Sunderland liði. Manutd voru aftur hreinlega heppnir að sigra, dómineruðu reyndar en áttu fá færi. Mér leið svolítið eins og þegar ég var veikur heima 16-17 ára gamall og gjörsamlega peningalaus og neyddist til að horfa á myndina Space Jam á bíórásinni - slík var frammistaða minna manna. Líkt og í myndinni þá mætti halda að Liverpool menn hafi stolið hæfileikum United manna sem spila aftur á móti ekki ósvipað og Liverpool efur gert síðasta áratuginn, djöfullegt að horfa upp á þetta. Vonandi að Rooney og Ronaldo geti breytt þessu í næsta leik. Tevez var skelfilegur og Anderson þarf ár eða tvö til að gera nokkurn skapaðan hlut í þessari deild - afsakið mig meðan að ég bregð mér frá og æli.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,