fimmtudagur, maí 31, 2007

Tekinn, tekinn, tekinn!!!

Hver man ekki eftir því...



...þegar að Stiftsyfirvöld brutust inn í bandaríska þinghúsið



...þegar að ég var hálfur maður/ hálft svín



...þegar að ég steig á svið með þessum tveimur



... þegar ég var ofsatrúarmaður



...þegar að ég tapaði mér á fundi í New York



..þegar að ég ávarpaði fréttamenn í Washington



...þegar að ég setti upp sýningu byggða á laginu Dracula






...þegar að ég var með tagl



Djöfull er skemmtilegt að vera ég!!!

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 30, 2007

HVAÐ ER AÐ GERAST???

Manchester United hefur tryggt sér tvo af efnilegri knattspyrnumönnum Evrópu. Um er að ræða undrabarnið Nani hjá Sporting Lissabon sem mörg af stórliðum Evrópu hafa verið á eftir og Anderson sem bæði Barcelona og Chelsea hafa verið að spá í og er hreinlega orðinn góður leikmaður.
Þeir hafa báðir samþykkt að koma til liðsins en eiga eftir að ganga í gegnum læknisskoðun og skrifa undir samning. Þá er ennþá óljóst hvort að Nani komi strax eða verði eitt tímabil í viðbót hjá Sporting. Þeir félagar hafa reyndar verið kallaðir hinir nýju C.Ronaldo (Nani 20 ára) og Ronaldinho (Anderson 19 ára) sem venjulega boðar vonbrigði en báðir hafa þeir þó spilað fyrir landsliðin sín Portúgal og Brasilíu sem ætti að segja nokkuð, auk þess sem Anderson var magnaður í þeim Meistaradeildarleikjum sem ég sá með Porto. Spurning hvort að United sé að verða algjört show team sem nær svo engum árangri og svo er ekki sjálfgefið að þeir spjari sig í ensku deildinni og munu eflaust fá 1-2 ár til að aðlagast líkt og Ronaldo. Sem gerist á hárréttum tíma því að anderson er væntanlegur eftirmaður Scholes og Nani er þá arftaki Giggs (en þriðju góðu fréttirnar eru þær að Giggs er að hætta með landsliði Wales og fær því kærkomið landsleikjafrí í þessari erfiðustu deild heims sem sú enska er).
Það er í það minnsta ljóst að Ronaldo hefur eignast nýja leikfélaga sem báðir tala portúgölsku, sem ætti að halda honum ánægðum í nokkur ár til viðbótar.
Við sjáum myndbönd með vondri tónlist:

Anderson

Nani

Þá er það einungis að Hargreaves og þeir bræður skrifi undir og svo senter til að fullkomna þetta.

Er lífið ekki yndislegt?

Efnisorð:

Sumargleði og Hardcore

1. Djöfull er ég sammála Jerry Espenson

2. Hver man ekki eftir eftirfarandi gleðigjafa sem óspart var hoppað og skoppað við í miðrými Seljaskóla og reykvélin á fullu Old skool Hardcore - Sesame's - af hverju á maður ekki reykvél, til að koma sér í gírinn?
Icerave... einhver?

3. Hvað gera menn í sumar?


... er lífið ekki yndislegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, maí 29, 2007

Blue Note örminning

Ég er í hópi þeirra manna sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að verja kvöldstund inni á Blue Note í NYC. Staðurinn er einhver sá mest heillandi sem ég hef nokkurn tímann stigið inn á og ég mun seint gleyma þessu októberkvöldi árið 2004. Þar sá ég ásamt fríðu föruneyti Somi með hennar frábæra bandi og viðstaddir geta vottað það að ég var gjörsamlega dáleiddur af tónlistinni og andrúmsloftinu. Á sínum tíma skrifaði ég einhvers staðar að hún yrði hin afríska Norah Jones (sem var kannski fullmikið) en núna er diskurinn hennar allavegana kominn út og fær mjög góða dóma.













Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá Somi, og þið ykkar sem ætlið til New York það er algjört möst að fara á Blue Note - reyndar endaði ferðin á því að Bush var endurkjörinn forseti, okkur stjórnmálafræðingunum til mikillar gremju... hvar er John Kerry í dag?


Annars er um að gera að djassa upp nóttina með fjölbreytileika Dave Brubeck , Tom Waits, Kid Koala... eitur svalir!





Að lokum: Slúðurpressan segir frá því að Liverpool sé á eftir Malouda. Það væru skynsöm kaup og ég hef reyndar vonað að hann kæmi til United. Að Lyon sem er vel stætt fjárhagslega, verður í CL á næstu leiktíð og er franskur meistari selji hins vegar besta leikmann frönsku deildarinnar á 10 milljón pund, er jafn líklegt og að einhver kaupi Bellamy á 12 milljónir punda - sér enginn bullið í því ef að þetta tvennt gengi eftir?
Liverpool á síðan að hætta þessu bulli og bjóða Bellamy, Crouch og Sissoko í skiptum fyrir Martins og Owen hjá Newcastle, vitandi það að Allardyce elskar ruddalegan tröllskessu fótbolta.

Efnisorð: ,

sunnudagur, maí 27, 2007

Ingibjörg Sólrún rís upp...

Það er nú rétt að byrja þennan örpistil á því að þakka Geir H. Haarde sérstaklega fyrir að taka hag þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - greinilegt þegar horft er á þingflokk Sjálfstæðisflokksins ( reyndar með dauðvona risaeðluna Björn Bjarnason innaborðs) að langt er í aðra kynslóð valdasjúkra einstaklinga.

Ég held hins vegar að Geir H. Haarde hafi ekki alveg áttað sig á því hvers konar kraft hann leysti úr læðingi með því að ganga til samstarfs með Ingibjörgu Sólrúnu. Hafi einhver efast um pólitíska leiðtogahæfileika hennar og sjarma, má hinn sami stinga þeim efa ofan í skúffu ellegar verða þeim mun meira aðhlátursefni því lengra sem líður á stjórnarsamstarfið.

Það hafa allir séð sem sjá vilja, muninn á Geir og Ingibjörgu. Ingibjörg kom mun betur fyrir á sameiginlegum fundum þeirra, mun betur fyrir eftir að ljóst var að stjórnin yrði mynduð og undanfarna daga hefur útgeislunin í fjölmiðlum nánast blindað - er Geir H. Haarde ekki örugglega forsætisráðherra?

Ingibjörg Sólrún kemur ekki aðeins fyrir sem manneskjan sem vill þjóð sinni vel, er opin og tilbúin til að hlusta... hún er líka drullutöff stjórnmálamaður það sýna viðtölin við hana í Viðskiptablaðinu, Blaðinu (26.maí) og í Morgunblaði dagsins. Eruð þið að grínast með coverið á Viðskiptablaðinu - man einhver eftir nokkru jafn svölu frá íslenskum stjórnmálamanni ,,Ekki fýsilegur kostur að vera mamman við stýrið með krakkana að slást aftur í"???

En Ingibjörg er ekki einungis töff, hún er líka skynsöm. Aðspurð í viðtali í Morgunblaðinu (þar sem orðum Geirs er snúið) ,,...hvort að hún hafi farið heim með sætasta stráknum á ballinu" svarar hún ,,Ég fór heim af ballinu með þeim strák sem mér fannst traustastur" - og skýtur með þessu svari og commentinu úr Viðskiptablaðinu niður vangaveltur ritstjóra Morgunblaðsins um að hún muni við fyrsta færi kljúfa ríkisstjórnina og mynda vinstri stjórn með VG og Framsókn.
Viðtalið í Morgunblaðinu (27.maí bls 28-31) gefur annars góða mynd af leiðtoganum, hversu raunsæ hún er og hvert ríkistjórnin ætlar næstu fjögur árin.
Hún nær að byggja upp traust og trúnað og að bæði séu þau Geir þeirrar gerðar að þau vilji fara samninga og sáttarleiðina uns blaðamaður gefur höggstað með því að spyrja hvort að hún sakni Davíðs og hún svarar blákalt og hreinskilnislega: Nei enda hafi þróast ofmikil átakastjórnmál í kringum hann.

Í viðtalinu í Blaðinu (26.maí bls 34-36) gefur Ingibjörg þann tón í utanríkismálum sem flestir landsmenn eru sammála um og það er ,,post - kalda stríðs" tóninn. Ísland á að vera leiðandi í loftlagsmálum, mannréttindar- og friðarmálum og mynda sér loksins sjálfstæða utanríkisstefnu.
Hún endurtekur að hún sé ekki mætt til að svíkja samstarfið og gefur Mogganum langt nef. Um pólitískan metnað sinn og afleiðingar kosninganna talar hún heiðarlega og dregur hvergi úr.

Eftir að hafa lesið þessi viðtöl, ákvað ég að lesa aftur yfir kaflann um Ingibjörgu í viðtalsbók Ásdísar Höllu sem heitir ,,Í hlutverki leiðtogans" sem kom út árið 2000. Það er ótrúlega margt fróðlegt sem kemur í ljós sé litið á sögu hennar sem leiðtoga frá þeim tíma og til dagsins í dag. Hvernig hún svarar, hverju hún vill koma á framfæri og hvaða manneskju hún hefur að geyma - ég mæli hiklaust með því að allir lesi þessar rúmu 30 blaðsíður - það er jafnvel ekki ólíklegt að Geir sjálfur hefi lesið kaflann og hugsað með sér að þetta væri EINSTAKLINGURINN sem þyrfti í þá óvissutíma sem framundan eru.

Tvennt er ljóst, Ingibjörg Sólrún hefur sjaldan verið eins sterkur leiðtogi og hún er komin til að vera!!!

Efnisorð:

föstudagur, maí 25, 2007

Orðið á götunni...

Orðið á götunni vaknar úr dvala, en Orðið var og verður nú einhver allra besta skúbb síðan á netinu. Hressandi svo ekki meira sé sagt!

Efnisorð:

Enska deildin - Kaupæði

Enska deildin er búin og það þýðir bara eitt. Endalaust slúður og yndislegheit framundan. Topp fjögur liðin koma til með að eyða pening, fjölmiðlar hafa talað um 40-50 milljónir punda hjá Meisturum Manchester og meistaralausum Liverpool, Wenger hefur sagt að hann hafi efni á tveimur súperstjörnum og Chelsea mun nú sennilega opna budduna að venju þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekki verði keypt stórstjarna. En hvað vantar liðunum?

Manchester United

Markmenn. Van der Sar var heilt yfir góður á þessu tímabili, Kuszczak og Foster munu væntanlega halda honum á tánum. Foster var góður á þessu tímabili með Watford (fyrir utan tvö hræðileg klúður) og er talinn efni í að verða aðalmarkvörður Englands í nánustu framtíð - spurning hvort að hann verði lánaður í eitt tímabil í viðbót, til liðs sem er hugsanlega ögn skárra en Watford liðið var í vetur.

Vörnin er solid en spurning hvort að Ferguson láti Silvestre og/eða Heinze fara og taki einhver ungan inn sem backup fyrir Evra. Brown virðist vera sáttur sem uppfylling fyrir miðverðina og Neville.

Miðjan. Manutd vantar varnarsinnaðan miðjumann til að ná árangri í Evrópuboltanum og eru líklega að loka því með kaupum á Owen Hargreaves á 17 milljónir.

Senter. Þrátt fyrir að hafa skorað langflest mörk í ensku úrvalsdeildinni þá vantar United sterkan og fljótan senter, það er ekki hægt að stóla á að Rooney og Ronaldo haldist heilir allt næsta tímabil líka. Fjölmiðlar tala um Berbatov á 27 milljónir + Saha sem er náttúrulega algjört rugl því að Saha var mun betri á þessu tímabili (þann tíma sem hann var ekki meiddur).
Ég vona að Bent komi frá Charlton það eykur aðeins hæðina í framlínunni en annars væri mesta skemmtanagildið í því að fá Martins fram með Rooney, já eða Anelka.

Hugað að framtíðinni. Það er ljóst þrátt fyrir mjög gott tímabil hjá báðum að Giggs og Scholes eru á síðustu metrunum og munu sennilega ekki halda út meira en þetta og næsta tímabil. Það er því tilvalið að finna unga eftirmenn fyrir þá og láta þá koma inn í liðið smámsaman eins og raunin varð með Ronaldo. Ég tippa á að Ferguson muni leggja ríkari áherslu á eftimann Giggs, því að hann getur hvílt Scholes og notað Hargreaves (sem vonandi skrifar undir í dag eða á morgunn) sem afturliggjandi og Carrick sem fremri, Carrick sýndi það á móti Roma í 7-1 sigrinum að hann getur það vel - annars mundi ég ekki gráta ef að Fabregas yrði keyptur:)


Chelsea
Chelsea voru með bestu 11 á pappírnum fyrir nýlokna leiktíð og sterkasta hópinn, voru óheppnir með meiðsli og ótrúlega óheppnir með leikmennina sem þeir keyptu Boulahrouz, Ballack og Shev voru mjög slakir - held hins vegar að Ballack hafi sýnt það seinni hlutann að hann er karakter og ég held að hann muni koma til, hinir fara eða verða slakir áfram.

Hafa þegar fengið Sidwell frá Reading (sem fáir skilja) og svo er nokkuð líklegt að fyrirliði PSV miðvörðurinn Alex muni spila með Chelsea á næstu leiktíð.

Chelsea vantar varamiðvörð og væntanlega verður Alex lausnin á því vandamáli. Annars er vörnin ótrúlega sterk. Spurning með hægri bakvörð, en flest lið væru mjög sátt með Ferreira og auk þess spilaði Diarra þar mjög vel.

Chelsea vantar ekki markvörð, enda mjög ólíklegt að báðir markverðirnir meiðist aftur og jú þá er kannski spurning um nr.3, en hvaða alvöru markvörður myndi vilja skila því hlutverki?

Miðjan er hrottalega sterk, Lampard, Ballack, Makelele, J.Cole, Robben, SWP, Mikel, Sidwell og Geremi.

Chelsea vantar framherja. Drogba var besti senterinn á þessu tímabili og reddaði Chelsea í markaskorun, skoraði næstum þriðjung markanna. Kalou er ekki eiginlegur senter, meiri kantmaður í 4-3-3. Shevchenko var skelfilegur á þessu tímabili og spurning fyrir hann að fara ,,heim" til Milan þar sem allir elska hann í stað þess að vera í Chelsea þar sem stjóranum er illa við hann.
Ég held að Chelsea kaupi senter og ég yrði virkilega hræddur ef að þeir næðu í mann eins og Martins hjá Newcastle eða Anelka hjá Bolton - báðir eru þeir menn sem geta klárað leiki upp á eiginn spýtur eins og Drogba og henta vel í stórkalla bolta Chelsea, sem oft spiluðu með Lampard-Essien-Ballack-Mikel/Makelele á miðjunni. Lið með þennan markvörð, vörn og þessa miðju + Drogba og Martins/Anelka ætti ekki að tapa leik ef að allir verða heilir (sem gerist auðvitað aldrei).

Liverpool
Ég hata núverandi leikstíl þessa liðs - meira en leikstíl Chelsea. Mér finnst ömurlegt að lið sem náði sínum besta árangri í sögu félagsins með léttleikandi sóknarbolta skuli taka það versta frá Ítalíu og Englandi. Ítalskan varnarbolta og enska háloftaknattspyrnu.
Að mínu mati á Benitez ótrúlega erfitt verk fyrir höndum, miklu erfiðara en stuðningsmenn Liverpool gera sér grein fyrir. Hann hefur 40-50 milljónir punda max.
Hann hlýtur að líta aftur á nýlokið tímabil og áttað sig á því hversu heppinn hann var að hvorki Reina né bestu 4 varnarmennirnir meiddust. Af þessum 40-50 milljónum verður Benitez væntanlega að eyða 15+ í að halda Mascherano (sem er á 18 mánuða lánssamningi), hann stóð sig vel sem afturliggjandi miðjumaður og fjárfestingarfélagið sem á hann ætlaðist til þess síðasta haust að lið borguðu 25 milljónir fyrir hann, svo varla fær Liverpool hann fyrir mikið minna.

Markvörður. Reina er einn af þremur bestu markvörðum Englands þrátt fyrir slaka fyrstu þrjá mánuði. Dudek fer og spurning hvort að Benitez treysti Padelli sem markverði ef að Reina meiðist - þar geta farið 5 milljónir fyrir fínan varamarkvörð.

Vörn. Liverpool vantar varnarmenn, Hyypia mun væntanlega hverfa annað og þá vantar liðinu þriðja miðvörðinn með þeim Carra og Agger. Paletta eru flestir sammála um að eigi ekki framtíð sem miðvörður í enska boltanum og aðrir eru hreinlega ekki til staðar (þ.e. sem eru sæmandi topp 4 klúbbi).
Finnan er góður hægri bakvörður (einhverjir mundu segja sá besti í enska, látum það liggja milli hluta) en er að komast á aldur og auk þess vantar hreinlega alvöru backup í hægri bakvörð.
Öllu verri finnst mér stað vinstri bakvarðar Aurelio, Arbeloa og Riise hafa spilað. Mér fannst hvorki Aurelio né Arbeloa sýna (OK Arbeloa var mjög góður gegn Barca) að þeir væru lausnin og Riise átti sínar þrjár bombur á milli þess sem hann missti boltann undir sig og skilaði dræmri varnarvinnu - því segi ég Liverpool sárvantar alvöru vinstri bakvörð.



Miðjan. Það eru til menn sem segja að Liverpool miðjan sé besta miðja í heiminum - jafnvel einhver stórkostlegasta sköpun sögunnar - fín miðja en ég er ósammála.
Liverpool miðjan er það besta við liðið. Gerrard - Alonso og Mascherano bera þar af og ættu þessir menn í raun að vera þeir einu sem skipta á milli sín þessum tveimur stöðum á miðjunni - og já, plís að liðið haldi ekki áfram að spila með 5 á miðjunni gegn slakari liðum deildarinnar.
Sissoko er fínn varnarsinnaður miðjumaður að því undanskyldu að hann hefur ekki vott af knattspynuhæfileikum. Eins og einhver sagði, til hvers að hafa varnarsinnaðan miðjumann sem vinnur 100 tæklingar í leik en sparkar boltanum útaf eða á andstæðingana helmingi oftar.

Báðir kantarnir eru vandamál. Ég veit vel að Garcia og Kewell voru meiddir, en mér finnst Garcia ekki í heimsklassa og ætti fyrir mér að vera varamaður fyrir báða kantana og það er ekki hægt að treysta því að Kewell verði nokkurn tíma sami maður og hann var eða að hann komist meiðslalaus í gegnum season, það væri bónus.
Riise, Aurelio og Pennant, Zenden og Gonzalez eru vonandi ekki framtíðarmenn hjá Liverpool því að ef að þetta verða byrjunarliðs kantarnir þá endar liðið aftur 20 stigum á eftir meisturnum (hvort sem það verður Chelsea eða Manchester... jafnvel meiðslalaust Arsenal) og skora 20-30 mörkum minna.
Þess vegna finnst mér að Liverpool eigi að losa sig við þessa 5 og nota peninginn + nokkuð margar milljónir í að kaupa mann á sitthvorn kantinn og hafa þá Kewell og Garcia sem backup - bónus.


Senterar. Senterahópur Liverpool er grín! Fowler fer og Bellamy og ef að Liverpool ætlar að spila fótbolta þá skipta þeir Crouch út líka. ,,Kaup" Liverpool á Voronin eru algjört grín, maðurinn yrði ekki byrjunarliðssenter í neinu úrvalsdeildarliði og ætti ekki einu sinni að vera fjórði senter hjá Liverpool. Eftir stendur Kuyt sem ég hafði þónokkrar væntingar til en hefur alls ekki staðið undir þeim og er ekki sá 20 marka maður í deild sem Liverpool var að leitast eftir og verður það sennilega aldrei, kannski 10 marka maður.
Liverpool vantar því helst þrjá sentera, í það minnsta tvo því að allar líkur eru á því að Peter Crouch verði áfram.
Ég held að lykilatriðið fyrir Liverpool sé að kaupa sentera sem hafa þegar sannað það í Englandi að þeir geti skorað mörk og svo auðvitað frumskilyrði að þeir kunni knattspyrnu. Í skammdeginu í febrúar skrifaði ég að Liverpool ætti að kaupa Eið Smára og Nistelrooy, en eftir að Eiður sagðist aldrei vilja spila með Liverpool (reyndar í léttu gríni) og Nistelrooy verður sennilega markahæstur á Spáni þá verður það að teljast ólíklegt. Það væri því gaman ef að Liverpool keypti Anelka, Martins, Berbatov eða Owen (þeir tækju nú auðvitað töluverða áhættu með því) .
Að kaupa David Villa á 30 milljónir yrði algjört flopp og það sama má segja um Torres og Eto´o (hvað ætli Eto myndi spila margar mínútur? Enskar bullur byrjaðar að gera apahljóð eftir 10 sek af fyrsta leiknum) + að Liverpool gæti fengið Anelka + Martins/Owen fyrir þessar 30 milljónir.

Niðurstaða: Liverpool vantar varamarkvörð, þriðja miðvörð, vinstri bakvörð, varamann í hægri bakvörð, 2 byrjunarliðskantmenn og 2-3 markaskorara.


Arsenal:
Arsenal - viðhaldið mitt í seinni tíð. Yndislegt fótboltalið sem þarf að þroskast. Wenger hefur gefið í skyn að það verði keyptir tveir heimsklassa menn og mér finnst ljóst að annar verði miðjumaður en hinn senter.

Markmenn. Lehmann og Almunia verða áfram og svo er liðið búið að bæta við sig einum í viðbót.

Varnarmenn. Arsenal var óheppið að Gallas skildi vera meiddur meira og minna allt tímabilið. þar var reynsluboltinn sem átti að öskra vörnina saman. Toure er að verða heimsklassa varnarmaður og mér finnst undarlegt ef að Barca eða Real reyna ekki að kaupa hann á næstu árum og eru auk þess með Senderos og Djourou sem backup í miðverði. Eboue og Clichy eru magnaðir bakverðir (Chelsea hefði átt að kaupa Clichy í staðinn fyrir Cole) en það vantar bakvarða backup þó að Wenger lumi eflaust á fleiri óvæntum spilum á næstu leiktíð.

Miðjumenn. Miðjan hjá Arsenal vantar ennþá djöfulganginn sem Viera skyldi eftir sig. Gilberto er góður afturliggjandi miðjumaður og Fabregas er snillingur en það vantar aukakraftinn... að láta ekki lið eins og Bolton vaða yfir sig með hörku. Rosicky verður betri á næstu leiktíð en spurning hvort að Hleb og Ljungberg fái ekki að víkja og peningarnir verði notaðir í einn alvöru kantmann? Baptista fer og spurning hvort að Reyes komi ekki bara aftur, honum gekk mun betur hjá Arsenal en hjá Real.

Senter. Ég tippa á að Wenger kaupi alvöru markaskorara til að vera frammi með Henry. Arsenal var auðvitað ótrúlega óheppið með senterana sína, Henry meira og minna frá, van Persie frá jólum og Walcott var við það að festa sig í sessi þegar hann meiddist. Kaupi Wenger senter og þá jafnvel einhvern af þeim sem ég hef þegar minnst á (Martins, Anelka, Berbatov eða Owen) þá mun hann nota Van Persie fyrir aftan þá. Það verður ennþá skemmtilegra að fylgjast með Arsenal á næsta ári svo framarlega sem þeir selja ekki og kaupa 2-3.

Endilega látið ykkar hugleiðingar flakka, þó að ekki sé nema fyrir ykkar eigið lið... Hvað á að gera???







Efnisorð: ,

fimmtudagur, maí 24, 2007

Bob Dylan 66 ára

Bob Dylan á afmæli í dag, meira hef ég sennilega hlustað á þann mann, lesið um hann og eftir hann, rætt um hann og skrifað til að ég komi hér með enn einn pistilinn.
En að þessu tilefni:

Besti flutningur á besta lagi í heimi eftir besta tónlistarmann í heiminum fyrir versta íþróttalið íþróttasögunnar

How does it feel...

Er lífið ekki yndislegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 23, 2007

Eins og Selma myndi segja það ,,All out of luck"

New Morning

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar endurspeglar sögulegt samstarf tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Þessir flokkar hafa einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Ríkisstjórnin mun áfram kappkosta að virkja kraftinn í menningarlífi landsmanna því að menning er í senn vaxandi atvinnugrein, aflvaki nýsköpunar og mikilvægur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að jafnrétti í reynd verði leiðarljós í allri stefnumótun hennar og stefnir að því að skapa jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð kyni, búsetu, uppruna og félagslegri stöðu. Árangur og hagsæld undanfarinna ára hefur skapað tækifæri til enn frekari framfara og Ísland á að vera áfram í fararbroddi þeirra þjóða sem búa við best lífskjör. Málefni yngstu og elstu kynslóðanna eru forgangsmál ríkisstjórnarinnar og hún mun leggja áherslu á að auka jöfnuð með því að bæta kjör þeirra hópa sem standa höllum fæti. Hún mun vinna að víðtækri sátt í samfélaginu um aðgerðir á sviði efnahags- og félagsmála, um náttúruvernd og auðlindanýtingu og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ríkisstjórnin mun leitast við að eiga gott samstarf við alla flokka á Alþingi og standa vörð um sjálfstæði Alþingis og eftirlitshlutverk þess.

Traust og ábyrg efnahagsstjórn
Kraftmikið efnahagslíf er forsenda þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu í menntamálum, samgöngumálum og í heilbrigðis- og félagsmálum. Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. Stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verða tímasettar í ljósi þessara markmiða. Tryggja verður að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. Mikilvægt er að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi erlendis frá. Settur verði á laggirnar samráðsvettvangur milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála.

Kraftmikið atvinnulíf
Íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrás. Samstarf atvinnulífsins og íslensku háskólanna er lykill að bættum árangri og nýsköpun í atvinnurekstri. Ríkisstjórnin mun styðja menningu og listir sem mikilvægan hluta af aðdráttarafli landsins og vaxandi uppsprettu útflutningstekna. Íslensk fyrirtæki eru í harðnandi samkeppni við erlend fyrirtæki, bæði heima og heiman, og á næstu árum mun hugvit og tækni- og verkþekking ráða úrslitum um velgengni íslenskra fyrirtækja. Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja, m.a. með aðgerðum til að efla hátækniiðnað og starfsumhverfi sprotafyrirtækja, svo sem með eflingu Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs. Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á undanförnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Áhersla verður lögð á að efla Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamarkaðurinn njóti fyllsta trausts. Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja. Mikilvægt er að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni. Efla skal samkeppniseftirlit í því skyni. Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi öflugs landbúnaðar og hágæðaframleiðslu á matvælum í landinu. Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verður sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða.

Hvetjandi skattaumhverfi
Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Fyrirtæki skulu búa við stöðugt og örvandi skattaumhverfi. Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Þá skal stefnt að því að umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virðisaukaskatts, verði endurskoðað. Stimpilgjald í fasteignaviðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.

Markviss ríkisrekstur
Unnið verði að einföldun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar, aukinni notkun á upplýsingatækni til að bæta opinbera þjónustu, auka skilvirkni og einfalda samskipti milli almennings og stjórnvalda. Verkaskipting ráðuneyta verði endurskipulögð og ráðherrum, alþingismönnum og stjórnsýslu ríkisins settar siðareglur. Eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ýtrasta aðhalds sé gætt í rekstri hins opinbera þannig að fjármunir skattgreiðenda séu nýttir sem best. Ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn og áríðandi að hlutur opinberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki umfram það sem nú er. Gera skal rammafjárlög til fjögurra ára í senn. Þar verði sett fram meginstefna í hagstjórn, viðmið um tekjuöflun og útgjöld ríkissjóðs. Jafnframt verði þjónustuverkefnum og framkvæmdum ríkisins forgangsraðað. Tekju- og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð með það að markmiði að efla sveitarstjórnarstigið.

Barnvænt samfélag
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Í því skyni verði mótuð heildstæð aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna er byggist meðal annars á rétti þeirra eins og hann er skilgreindur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Barnabætur verði hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur og nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum. Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu. Jafnframt verði aukinn stuðningur við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum á því sviði. Hugað verði að foreldraráðgjöf og –fræðslu. Forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi verði eflt og stuðningur við fjölskyldur ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu, aukinn. Fæðingarorlofið verði lengt í áföngum.

Bættur hagur aldraðra og öryrkja
Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Unnið verði að einföldun almannatryggingarkerfisins. Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar. Hraðað verði uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og einbýlum fjölgað. Sólarhringsþjónusta verði efld og einstaklingsmiðuð þjónusta aukin. Dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu. Stefnt verði að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga verði að fullu afnumin sem og skerðing tryggingarbóta vegna tekna maka. Skoðað verði hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Jafnframt skal stefnt að því að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði. Almennt skerðingarhlutfall í almannatryggingakerfinu lækki í 35%. Fylgt verði eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhæfingu og nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu. Jafnframt verði komið til móts við þann hóp sem er með varanlega skerta starfsgetu. Stefnt verði að því að færa ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Jafnrétti í reynd
Gerð verði áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt að því að hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin vill koma á samvinnu aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera um að leita leiða til að eyða þessum launamun á almennum vinnumarkaði. Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Stefnt skal að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Tryggður verði réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Menntakerfi í fremstu röð
Ríkisstjórnin setur sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til háskóla, verði í fremstu röð í heiminum. Framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóðarinnar. Áhersla verður lögð á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni í námsframboði þannig að allir geti fundið nám við sitt hæfi. Fjölgað verður námsleiðum og áhersla aukin á valfrelsi nemenda og einstaklingsmiðað nám, meðal annars til að draga úr brottfalli nemenda á framhaldsskólaaldri. Efla skal list- og verkmenntun á öllum skólastigum og auka náms- og starfsráðgjöf. Lögð verður áhersla á að skapa ný tækifæri til náms fyrir þá sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi og efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni miðstýringu. Unnið verði að lengingu og aukinni fjölbreytni í kennaranámi. Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði endurskoðuð með það að markmiði að bæta kjör námsmanna enn frekar.

Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuefnavarnir
Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða. Leggja á stóraukna áherslu á forvarnir á öllum sviðum og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Leita á leiða til að lækka lyfjaverð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag. Nauðsynlegt er að bregðast hart við aukinni vímuefnavá með öflugri fræðslu og forvörnum, stuðningi við fjölskyldur í vanda, fjölbreyttum meðferðarúrræðum og hertri löggæslu. Ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á að meðferðarúrræði séu nægjanleg fyrir þá sem ánetjast vímuefnum og tryggt sé að þjónusta á þessu sviði sé samþætt og markviss og gagnist öllum hópum sem á þurfa að halda. Fylgja þarf eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa.

Landið verði eitt búsetu- og atvinnusvæði
Stefna skal að því að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu og fái notið sambærilegra lífskjara. Skilgreind verði þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Í rammafjárlögum fyrir næstu fjögur ár verði lögð mikil áhersla á eflingu innviða samfélagsins á sviði samgangna og fjarskipta. Úrbætur í samgöngum eru lykilatriði til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og lækka flutningskostnað. Styttri vegalengdir milli byggðakjarna og öruggari vegir skapa möguleika á stærri og lífvænlegri atvinnu- og búsetusvæðum. Ráðist verði í stórátak í samgöngumálum og aukin áhersla lögð á umferðaröryggi og almenningssamgöngur. Ríkisstjórnin mun beita sér sérstaklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Tryggja ber að landsmenn hafi allir færi til að nýta sér þá byltingu sem orðin er í gagnaflutningum. Ríkisstjórnin vill tryggja öryggi í gagnaflutningum til og frá landinu með nýjum sæstreng og sömuleiðis að flutningshraði gagna aukist í takt við þá þróun sem á sér stað. Góð gagnasamskipti auka mjög aðgengi að menntun og þjónustu, óháð landfræðilegri staðsetningu, og fela auk þess í sér tækifæri til nýsköpunar.

Í sátt við umhverfið
Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Íslensk stjórnvöld, fyrirtæki og menntastofnanir eru í einstakri stöðu til þess að láta til sín taka á alþjóðavettvangi í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin hyggst efla skógrækt og landgræðslu meðal annars í þeim tilgangi að binda kolefni í andrúmsloftinu. Einnig verði skipulega unnið að aukinni notkun vistvænna ökutækja, m.a. með því að beita hagrænum hvötum. Til að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða er mikilvægt að ljúka rannsóknum á verndargildi þeirra og gildi annarrar nýtingar. Sérstök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar. Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. Nokkur svæði, sem talin eru mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum af stofnunum umhverfisráðuneytisins, verði undanskilin nýtingu og jarðrask þar óheimilt þar til framtíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfestar niðurstöður hinnar endurskoðuðu rammaáætlunar. Slík svæði eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kverkfjöll og Torfajökull. Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.

Umbætur í innflytjendamálum
Mikilvægt er að stjórnvöld, atvinnulífið og samfélagið allt taki saman höndum við að berjast gegn fordómum gagnvart minnihlutahópum, hvort sem þeir fordómar byggjast á uppruna eða öðrum þáttum. Unnin verði heildstæð framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. Tryggt verði að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilega réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga. Komið verði í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Frumkvæði í alþjóðamálum
Mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verða nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Íslendingar eiga að stefna að því að taka forystu í baráttunni gegn mengun hafsins og alþjóðlegu starfi til að bregðast við loftslagsbreytingum. Að öðru leyti byggist stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum á þeim gildum sem legið hafa til grundvallar samvinnu vestrænna lýðræðisríkja, norrænu samstarfi og viðleitni þjóða heims til að auka frelsi í alþjóðlegum viðskiptum. Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að allar meiriháttar ákvarðanir um utanríkismál verði teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.

Opinská umræða um Evrópumál
Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum.

Endurskoðun stjórnarskrár
Haldið verður áfram endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins. Áhersla verður lögð á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum í ljósi niðurstöðu sérnefndar um stjórnarskrármál um það atriði á síðasta þingi.


Þingvöllum 23. maí 2007




____________________ _____________________
Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Formaður Sjálfstæðisflokksins Formaður Samfylkingarinnar






Efnisorð:

þriðjudagur, maí 22, 2007

Skúbbin hans Steingríms

Tvær merkilegar fréttir hjá Steingrími Ólafssyni.

1. Ísland í dag stendur við frétt sína um Jón Sigurðsson

2. Fulltrúar í flokksráði Sjálfstæðisflokksins eru vinsamlegast beðnir um að vera viðbúnir því að flokksráðsfundur verði haldinn kl. 19.00 annað kvöld, þriðjudaginn 22. maí í Valhöll. Staðfesting og dagskrá fundarins verður send út fyrir hádegi á morgun.

Er 22.maí dagurinn sem Andri Fannar mun í framtíðinni minnast sem dagsins sem hann fékk trú á fulltrúalýðræðið og þriðju leiðina?

Efnisorð: ,

mánudagur, maí 21, 2007

Hann Jón Sigurðsson var sveitungi...

Uppfjöf!!!
Framsóknarflokkurinn hefur tekið ráðleggingum sérfræðinganna í Reykjavík, sem telja að það sama eigi við um Framsókn og dýrin - þau eigi heima í sveitinni.

Knútur G. Hauksson fær hrós dagsins

Meistari Knútur G. Hauksson fær hrós dagsins fyrir að kolefnajafna Heklu. Knútur hefur lengi þótt maður skynsamlegra ákvarðana sem best má sjá á frumburðinum Baldri og því mun ég fylgja í fótspor hans og kolefnajafna mig um mánaðarmótin

Efnisorð: ,

sunnudagur, maí 20, 2007

Sumarást

Ég get ekki sagt annað en að það sé hlýlegur hjónasvipur með þeim.

Efnisorð:

Ánægjulegri fréttir úr herbúðum Manchester United

Það lítur allt út fyrir að Owen Hargreaves sé loksins við það að skrifa undir samning hjá nýkrýndum meisturum. Ef satt reynist þá er það alveg yndisleg ný vídd í lið sem á einungis eftir að batna á næsta ári (sleppi það við alvarleg meiðsl lykilmanna). Nú vantar liðinu mann til að taka við af Giggs (nokkrir þegar nefndir í því tilefni t.d. Nani, Anderson og Quaresma) og sóknarmann (Berbatov, Defoe, Henry... eða Crouch???). Síðan höldum við Saha (og vonum hið besta) en seljum Smith, Richardson, Dong, Bardsley, Silvestre, Pique, Eagles og mig langar að segja Fletcher og O´Shea en þeir hafa staðið sig of vel í ,,Phil Neville" hlutverkinu á þessari leiktíð til að ég geti sagt það af heilum hug.

Efnisorð:

laugardagur, maí 19, 2007

Kleppur hraðferð


Nessi Giss maðurinn sem stundum er kallaður ,,Kleppur hraðferð" var í hádegisviðtali dagsins á stöð 2. Hannes getur bullað alveg ótrúlega mikinn pólitískan þvætting svo að menn spyrja sig að því hvort að hann trúi því sjálfur, en inn á milli sjáum við Hannes heiðarlegan, ópólitískan og án allrar kaldhæðni og þá er vert að hlusta - það á við á köflum í þessu viðtali og njótið þess.
Annars sá ég Nessa í ræktinni í dag, í smekklega samkynhneigðu uniformi og með undarurfagrann mann undir armi - er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Vonbrigði fyrir knattspyrnuáhugamenn



Chelsea bikarmeistarar eftir 1-0 sigur í hundleiðinlegum framlengdum leik - þar sem hvorugt liðið átti skilið nokkuð annað en að vera vísað úr keppni. Sannast það best hér, að þegar Machester spilar ekki dúndrandi sóknarbolta og ætla að vera skynsamir þá tapa þeir leikjum. Chelsea hins vegar vinna alla leiki sem ættu að fara jafntefli. Ég reyndar sá ekki síðari hluta framlengingarinnar og því ekki markið, var búinn að fá meira en nóg af leiðindunum - var kannski ekki við öðru að búast?

Þessi ungi herra maður hér til hliðar valdi sannarlega vitlausan dag til að fara í feluleik - en hann getur bætt það upp með öðru álíka tímabili næsta haust og þessu sem nú er liðið.

Efnisorð:

föstudagur, maí 18, 2007

Vælandi afturhaldsöfl - hver þarfnast þeirra?

Það er einhver stórkostlega hlægileg heimska í gangi núna sem gæti ekki komið sér betur fyrir verðandi og langþráða stjórnarflokka Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu. Núna eru Framsókn og VG farnir að væla yfir því að Ingibjörg Sólrún sé að missa af sögulegu tækifæri til að mynda 3 flokka R-listastjórn!!! Bíddu hvað varð um frasa Steingríms J. að ,,kjósendur eru ekki fífl og sjá í gegnum svona". Í kosningabaráttunni bjuggu VG (sem helst hafa hamrað á Framsókn) til barmerki sem á stóð ,,Aldrei kaus ég Framsókn" og Framsóknarflokkurinn svaraði í sömu mynt með einhverjum ósmekklegustu sjónvarpsauglýsingum sem hafa komið fram síðan í kalda stríðinu (uppfullar af tómu kjaftæði og ásökunum á VG). Steingrímur J. heimtaði svo að Jón Sigurðsson bæði sig persónulega afsökunar á þessum auglýsingum, sem hann gerði ekki og skyldi ekki hvaða bull þetta væri.
Þegar svo kosningarnar voru afstaðnar vildi Framsókn ekkert með hina flokkana hafa og þegar ljóst var að það vaR ekki vilji fyrir áframhaldandi stjórnarviðræðum, þá móðga vinstri grænir Framsókn með alveg hreint einni bjánalegustu ,,nú skýt ég mig í fótinn" stjórnmálaskákleik í sögu hugtaksins fulltrúarlýðræði - sem gekk út á það að Framsókn styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Hvernig í andskotanum á það að vera trúverðugt þegar þessir tveir (og nú kemur sprengjan) TÆKIFÆRISFLOKKAR halda því fram að Ingibjörg Sólrún sé að missa af sögulegu tækifæri til að mynda vinstri stjórn. Á hverju ætti sú stjórn að byggja? Eru ekki allar líkur á því að eftir þá hörmung (miðað við átök/stríð VG og Framsóknar) þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fara næri því að fá hreinan meirihluta í næstu kosningum á eftir!!!
Björn Ingi Hrafnsson kemur síðan með algjört Punch line fyrir því hvers vegna þessir flokkar ættu einmitt að mynda stjórn - þegar hann fer yfir hugsanlegan málefnasamning sem er svo auðleystur að hann er jafnvel ánægjulegari fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur en ef að núverandi stjórn hefði haldið með miklum meirihluta og Framsókn hefði einu sinni enn sagt ,,Já og Amen" við öllu, beygt sig fram og tekið það ósmurt frá Valhöll. Það besta við hann er samt eiginlega það, að flest eru þetta mál sem Framsókn vildi setja fram en gátu ekki

Sjá:
1. Evrópumálin - hlegið að Framsókn.
2. Írak - hlegið að Framsókn.
3. Málsskotréttur forseta - þar er Framsókn á sömu skoðun og Samfylkingin og ætti því ekki að vera að benda á það (fyrir utan það að þetta er tittlingaskítur).
4. Íbúðalánasjóður einkavæddur - þetta þarf að ná samkomulag um, rétt eins og í því stjórnarsamstarfi sem nú er að líða undir lok.
5. Sérstakur hátekjuskattur - verður leyst auðveldlega eins og sjá mátti í þætti um skattamál fyrir kosningar.
6. Ókeypis skólabækur - erum við virkilega að ræða þetta sem vandamál sem getur staðið í vegi fyrir því að þessir flokkar nái saman???
7. Skattar á lífeyrisgreiðslur lækkaðir niður í 10% - Samfylkingin vildi þetta og ég get ekki séð að eldri kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, Garðabæ, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi muni mótmæla harðlega (margir af þeim sem nú þiggja eða eru við það að fara að þiggja greiðslurnar og eru háttsettir innan flokksins).
8. Lög um eftirlaun æðstu ráðamanna tekin til endurskoðunar - eins og átti að gera hvort sem var og allir flokkar samþykkir því fyrir kosningar.

Það eru aldeilis höggin sem Björn Ingi lætur dynja á verðandi stjórnarflokkum - ég óttast borgaralega uppreisn, jafnvel stjórnarkreppu strax!

Svo mega menn alveg kalla stjórnina Baugsstjórnina, enda séð fram á það að hagur almennings muni batna stórkostlega, sérstaklega þegar að landbúnaðarkerfið verður tekið í gegn og höftum og tollum aflétt af erlendum landbúnaðarvörum - en þá er líka rétt að kalla fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 11/11 stjórnina framvegis.

Að lokum legg ég til að Framsókn verði umhverfisvæn og gangi inn í VG (fyrst að allir þar eru svona góðir vinir og sárir við Ingibjörgu Sólrúnu og þeir geta tekið Frjálslynda flokkinn með sér og myndað einn ógeðslegan Afturhaldsflokk svo að við þurfum ekki að hlusta á 3 menn frá sama þjóðrembuullarsokkabændaklíkuflokknum!)


LOKSINS GETUR MAÐUR SAGT FRAMSÓKNARLAUST ÍSLAND 2007!!!
HLJÓMAR VEL - EKKI SATT!!!

Efnisorð:

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga...
























Nóttin er svo björt og þessi birta hún er svo skær

hún blindar mig en það gerirðu líka fagra mær

já en ég þarf ekkert að kvarta

það ert þú sem ert draumurinn, eftir hið svarta

og því ekki að fara bara að starta

gömlu Viðreisnarhjarta

Efnisorð:

þriðjudagur, maí 15, 2007

Greinilegt að úrslitakeppnin er í gangi

Djöfull er ég sammála Robert Horry - kominn tími á að taka á þessum gæja
Sorglegt að Horry fái tveggja leikja bann fyrir þetta, Steve fucking Nash með mesta ofleik síðan að Jim Carrey lék í The Mask. Fyndið svo að Stoudemire og Diaw fái eins leiks bann fyrir að stíga inn á völlinn, á meðan að Bell sem réðst á Horry fær ekkert bann og ekki heldur Nash sem reyndi að ráðast á hann áður en hann var stoppaður.
Ég sem hafði haldið með Suns, segi bara Go Spurs - Go Horry... eða nei annars það er ekki hægt að halda með Tim ,,í spjaldið og ofan í" Duncan
Púú á Steve ,,Stockton" Nash!

Efnisorð:

Allt brjálað - Þáttur BBC um Vísindakirkjuna

BBC Panorama - Scientology & Me

1. Partur
2. Partur
3. Partur

South Park þátturinn um Vísindakirkjuna (sería 9, þáttur 12 - Trapped in the closet)

Efnisorð:

Gangur hins daglega lífs

Formáli: Eftir smá yfirferð á þessu bloggi (sem hluti af eigin sálarkönnun - dramatík!) hef ég komist af því að það er mjög ópersónulegt, ég ætla að reyna að fjölga færslunum úr hinu daglega lífi sama hversu merkilegar þær kunna að vera. Mögulega mun það leiða til þess seinna meir að ég helli úr súrum koppi lífs míns, vonbrigðum æsku minnar, skilnaði foreldra minna, glötuðum ástum og tækifærum, eftirsjá eftir vinum, sárindum yfir brostnum knattspyrnu- og tónlistarferli og kræsilegum sögum af misnotkun minni á áfengi og fíkniefnum... nei ég segi nú bara svona!

Inngangur: Ég er alltaf jafn hamingjusamur á vorin og lífsglaður, það varir fram á haust og rétt þegar skammdegið er farið að hafa áhrif þá skella jólin á með Disney snjó, ljósum og yfirgengilegu sykuráti og heiladoða. Síðustu tvö árin hef ég treinað þessa gleði fram yfir miðjan janúar mánuð ásamt ástkonu minni með ferð til Kanaríeyja og þá er sálfræðilegum sigri náð - meirihluti janúar þegar liðinn, febrúar stuttur og þá sönglar maður þetta, óverdósar í hýði af bókalestri og sjónvarpsáhorfi (auk þess sem ég sýg lífsorkuna úr yndislegri samferðakonu minni) þar til allt verður fagur grænt.
Þessi tími er kominn, Manchester orðnir meistarar, fuglarnir byrjaðir að syngja og laufin farin að spretta - það dimmir ekki einu sinni á meðan ég er á næturvaktartörn. Það er samt alltaf smá söknuður að mæta ekki í bensínfnykinn klukkan 07:30 upp á B4 og skipa fólki að slá og moka í hrokapoka - og halda síðan af stað á æfingu klukkan 17:30 vel hvíldur eftir daginn.

Meginmál: Í dag fékk ég hins vegar símtal frá sálarbróður mínum og öðrum stofnhluta tvíeykisins BB FOOL K sjálfum Knútssyni sem hafði skipulagt knattspyrnuhitting ökklameiddra manna með lágan þyngdarpunkt. Ég gat auðvitað ekki skorast undan og mætti ásamt fríðu föruneyti þegar að sólin var að setjast bakvið blokkirnar við Framvöllinn í Safamýri. Það er ekkert punch line í þessu meginmáli ef að einhver er að bíða eftir því, bara svona saga úr hinu daglega lífi, þ.e. það sleit enginn krossbönd eða hékk í girðingu ælandi (eða ældi inn í ermina sína) - heldur aðeins frjálslega vaxnir karlmenn með fallegar hreyfingar að njóta þess að spila knattspyrnu í kvöldsólinni. Það bar helst til tíðinda að mitt lið beið afhroð, við vorum næstum Framsóknarflokkurinn... næstum því vegna þess að þrátt fyrir að hafa skitið á okkur þá vorum við ekki spilltar óheiðarlegar valdasjúkar mellur (útúrdúr endar) en auk þess höfðu andstæðingarnir klætt sig í West Ham treyjur sem gaf strax til kynna við hverju var að búast. Auk mín var liðið mitt skipað þeim Tómasi (sem á ennþá metið yfir flesta leiki á varamannabekk meistaraflokks ÍR í tæplega 100 ára sögu félagsins), Aðalsteinn ,,sænski" (sem að eiginn sögn skyggði á Eið Smára á uppvaxtar árum sínum hjá ÍR) og að lokum Kristján sem hafði vit á því að gefa engar yfirlýsingar um knattspyrnu getu sína - þrátt fyrir það mátti varla á milli sjá hvor var verri, Kristján sem á ekki að baki langan knattspyrnuferil eða ég dragandi rasskinnarnar eftir gervigrasinu... reyndar kom Tómas ekki langt á eftir okkur en hann kenndi um miklum meiðslum sem góður munntóbakstyggjandi maður hefði lýst sem ,,eymslum í heila".
Mótherjarnir voru hins vegar engir nýgræðingar, en auk þess spiluðu þeir allan tímann með vindi og við á móti sól. Þar fór fremstur faðir Baldur Knútsson og hlýtur hann nafnbótina MOM til tilbreytingar, næstur kom sennilega Markús sem var aldrei þessu vant ekki vel girtur þá Óli ,,Langur" sem var solid en vinnusamur og Pétur rak lestina þrátt fyrir að vera sennilega betri en allir mótherjar sínir (að Aðalsteini undanskyldum sem bar upp mitt lið.)

Niðurstaða: Á heildina var þetta fín hreyfing en völlurin hefði auk þess mátt vera betri, ég reyndar ryðgaður en góð skemmtun í góðra vina hóp - vonandi verður þetta vikulegt! Það hefði reyndar verið fínt að slútta þessu með grilli, enda innistæða fyrir því eftir hlaupin. Baldur var yfirburðamaður og ljóðskáldið og vinstri bakvörðurinn Daði Guðmundsson má fara að vara sig ef að Knútsson kemst í form - sjálfur mun ég halda mig nálægt grillinu.

Ástarkveðja til lífsins og Örnu, Sólskinsfíflið og Stiftamtmaðurinn ykkar Bjarni.

Efnisorð:

sunnudagur, maí 13, 2007

Kosningar - miklar væntingar með framhaldið, úrslitin mórölsk vonbrigði.

Í hnotskurn
Nú hefur rignt yfir mig fjöldann öllum af sms-um (sum sem ég veit reyndar ekki frá hverjum eru) og símtölum um að þessar kosningar hljóti að hafa verið gríðarleg vonbrigði fyrir mig. FYRIR MIG???
Einu vonbrigðin eru auðvitað sú að það var móralskt slæmt að ná ekki að fella þessa ömurlegu, spilltu, málefnasnauðu og lífvana ríkisstjórn - EN, kosningarnar hefðu hreinlega ekki getað farið betur fyrir mig sem talsmann Viðreisnarstjórnar.
Þannig að þessi niðurstaða grætir mig ekkert sérstaklega, mér finnst eins og flestum ólíklegt að Geir H. Haarde myndi svo tæpa stjórn sem D og B eru og hann fer ekki í þriggja flokka stjórn.
Þá á hann tvo kosti:

1. Að enda pólitískt líf Ingibjargar Sólrúnar og vinna með VG - sem þýðir Steingrímur J, Ögmundur og nokkrir rótttæklingar sem þeir vita ekki hvar þeir hafa eða hvort að sátt náist alveg yfir á hinn endann eða...

2. Hið skynsamlega, að mynda Viðreisnarstjórn með Samfylkingunni.
Stjórn borgaraflokkanna sem geta með miklum þingmeirhluta (og hæfu fólki, þökk sé nýliðun í Sjálfstæðisflokknum og innkomu Samfylkingarinnar) tekið til í félagsmálum, breytt sjávarútvegskerfinu, frelsað landbúnaðarkerfið og fórnað haftastefnunni (sem ríkir t.d. í landbúnaði), myndað hér utanríkisstefnu sem byggist á öðru en sendiherra skipunum, komið hér á stöðugleika í hagkerfinu og snúið frá frekari stóriðjuframkvæmdum - auk annarra brýnna starfa t.d. endurskoðun dómskerfisins og fjölda annarra þátta... jafnvel hafið hér einhverja alvöru umræðu um framtíð Evrópusamrunans á Íslandi (þori Sjálfstæðisflokkurinn í slíka umræðu) o.s.frv.

Geir H. Haarde hefur spilin og nú sjáum við hvers konar mann hann hefur að geyma. Hvort fer hann í vonlaust stjórnarsamstarf með VG til að tryggja völd flokksins með pólitískum dauðdaga Ingibjargar Sólrúnar eða kýs hann það sem er þjóðinni ÁVALLT fyrir bestu - Viðreisnarstjórn.

Lifi Viðreisn!

Meira tengt kosningum seinna - flestir eflaust búnir að fá nóg.

PS. Annars er ég mjög ánægður með nýliðunina, margar gamlar risaeðlur að fara af þingi og ferskt fólk inn.
Vonbrigðin eru að sjá Siv, Björn og Árni Johnsen á þingi og að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall komust ekki á þing.
Fylgist glöggt með: Árna Páli Árnasyni - hann er leiðtogaefni framtíðarinnar.

Efnisorð:

föstudagur, maí 11, 2007

Kosningar - einfalt

miðvikudagur, maí 09, 2007

Fyrir Örnu (og annað ástfangið fólk í vorblíðunni)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Big beat og Ninja tunes tímabilið

Hver hefur ekki gaman af því að rifja upp hið geymda en ekki gleymda Big beat/ Ninja tune tímabil sem kom á hápunkti danstónlistartímabilsins eftir miðjan 10.áratuginn. Party Zone sennan hafði toppað með House-inu og var á niðurleið, Robbi og rappsenan var á góðri leið með að toppa og fólk var farið að leita aftur í funkið og break dansinn vaknaði aftur upp til lífsins, auk þess sem gamla Old School hardcore klíkan var að koma sterk inn með Break beatið sem helst ber uppi merkið í dag... eftir vonbrigði Jungle tímabilsins.
Kíkjum á nokkra góða gullmola Big beat tímabilsins:

Bentley Rhythm Ace - Bentley's Gonna Sort You Out

Fatboy slim - Gangster Trippin (commercial ég veit það, hér ætti að vera lagið ,,Everybody needs a 303" fann bara enga almennilega útgáfu. Ef einhver finnur það í orginal útgáfu þá endilega smellið því í commentakerfið.)

Propellerheads - take California

Coldcut - More Beats And Pieces (spólið á 0:57 mín)

Ég treysti á Þórisson, Biggington, Ívar Tjörva, Fritzson og fleiri góða menn að finna sína gullmola og deila þeim með mér í commentakerfinu... t.d. Knútsson ef að hann rekst á þessa færslu, enda fórum við nú saman til Englands á tónlistarhátíð þar sem nákvæmlega þessir kappar hér að ofan stigu á svið.

Efnisorð: ,

mánudagur, maí 07, 2007

Meistarinn minnir á sig

Af hverju ég elska youtube

sunnudagur, maí 06, 2007

Meistarar á ný

Mourinho are you listening

Mourinho are you listening,
you'd better keep our trophy glistening,
coz we'll be back in May to take it away,
walking in a Fergie Wonderland


Stundin þegar að Manutd aðdáendurnir á Goodison frétta lokastöðuna í leik Chelsea vs Bolton

Youtube er yndislegt fyrirbæri

Efnisorð:

fimmtudagur, maí 03, 2007

Þetta er áhugavert

Foreign Policy: 21 Solutions to Save the World

Frekari upplýsingar um þessa ágætu menn og málefni þeirra hér

Reyndar nokkrir vafasamir ,,leiðandi hugsuðir" þarna... Björn Lomborg.

Íþróttafasistinn ég

Það er rétt að byrja þennan pistil um íþróttir með því að segja að ég sem áhugamaður um íþróttir hata ekki neitt lið heldur einungis leikstíl. Mér hefur löngum þótt það góður siður að horfa ekki á leiðinleg íþróttalið, nema að ég neyðist til þess (þ.e. þegar að leiðinlegu liðin mæta skemmtilegu liðunum).
Ég er aðdáandi sóknarleiks en hef ekki gaman af liðum sem komast áfram á baráttu, hörku og taktík.
Nú hugsa margir með sér, enn einn anti - Liverpool pistillinn. En nei, jafnvel þó að upptök pistilsins eigi rætur að rekja til óþolandi velgengni þeirra að undanförnu í Meistaradeildinni á nákvæmlega þessu þrennu (einhverjir myndu eflaust auk þess telja með óþolandi heppni). Markmið pistilsins einmitt hið þveröfuga, að benda á hvers vegna ég hata ekki Liverpool heldur er einungis illa við það sökum spilamennskunnar.
Nei, ég hata ekki Liverpool en það fer óstjórnlega í taugarar á mér að lið skuli komast áfram á leiðinlegum leik, en ég yrði fyrsti maðurinn til að fagna því ef að Liverpool færi að spila skemmtilega sóknarknattspyrnu. Þetta er ekki eitthvað sem ég er bara að segja, því að fordæmin tala sínu máli.

Mér þótti Arsenal alltaf ömurlega leiðinlegt lið, eitt af leiðinlegustu liðunum sem ég man eftir var Arsenal liðið sem vann tvöfalt 1998. Þá var Seaman í markinu, Winterburn, Dixson, Adams, Keown/Bould í vörninni og svo Petit og Viera sem afturliggjandi miðjumenn. Fyrir þá sem ekki muna eftir þessu tímabili né leikmönnum þá var þetta svona það versta af Chelsea og Liverpool í ár - geðveikur varnarmúr og háloftabolti - hins vegar átti lið Wengers eftir að þróast út í algjört töfralið nokkrum árum seinna með Henry og Viera í broddi fylkingar og á þessu tímabili hef ég horft á fleiri leiki með Arsenal en samanlagt með Chelsea og Liverpool (þrátt fyrir að Chelsea séu helstu keppinautarnir og margir vinir mínir og fjölskyldumeðlimir séu Liverpool menn).

Öfugt er farið með uppáhalds liðið mitt á Spáni, Real Madrid. Lið sem löngum hefur spilað skemmtilega sóknarknattspyrnu. Það er sennilega teljand á fingrum annarar handar leikirnir sem ég hef séð með þeim í vetur enda ótrúlega leiðinlegir á að horfa (og á undanförnum árum hef ég séð helmingi fleiri Barca leiki). Þar komum við inn á mann sem var ótrúlega mikilvægur fyrir Manutd ekki fyrir svo alls löngu, en sökum gríðarlegra hæfileika til að skora mörk snérist allur leikur liðsins um að koma boltanum á hann inn í teig til að hann gæti skorað - skemmtanagildi leiksins rýrnuðu hins vegar um tugi prósenta - maðurinn er að sjálfsögðu R.V. Nistelrooy. Það var enda oft þannig að ég sá fleiri leiki með Arsenal á þeim tíma en United, sérstaklega þegar Ferguson tók upp á því að spila 4-5-1 með tvo afturliggjandi miðjumenn, Scholes fyrir framan, Beckham (sem er ekki sókndjarfur) á hægri og Giggs á vinstri. Árangursríkt en ömurlega leiðinlegt.

Ég þekki því vel raunir Liverpool aðdáenda sem hafa nú bráðlega í áratug spilað drepleiðnlegan bolta... og það að mestu árangurslaust. Þetta segi ég til að leggja áherslu á það að, að baki skrifum mínum liggja ekki illar hvatir, öfund eða almenn leiðindi - ég bara gúdera ekki leiðinleg lið og hef aldrei getað. Vanti ennþá sannfæringu hefði ég vel getað unað Arsenal liðinu í fyrra hefði það unnið Barca, sem Lakers aðdáandi þá hélt ég með Bulls gegn pick&Roll fávitunum í Utah og mér fannst það jafnvel svolítið gaman að Lakers skyldi tapa gegn Detroit þegar að helvítis Póstmaðurinn Malone ætlaði að tryggja sér titilinn.

Ég get jafnvel viðurkennt það að hafa horft á þónokkra leiki með Chelsea þegar að Eiður, Robben og Duff voru upp á sitt besta í hröðum sóknum - en um leið og Chelsea fór að vinna alla þess frægu 1-0 sigra þar sem Lampard skaut í varnarmann og inn eða Terry skoraði með skalla úr hornspyrnu og síðan var læst í vörn, þá fékk ég eins og flestir ógeð.
Svipaða sögu má segja af íslenskum handbolta þar sem Framarinn ég var gríðarlega spenntur og ánægður þegar að Valsmenn lögðu KA ítrekað í kringum aldarmótin, en í liði KA voru eintómir sveitadurgar með Erling Kristjánsson fremstan í flokki - alveg óþolandi lið.

Ég get líka látið það flakka með að sem leikmaður hjá Meistarflokki Fram þá skrópaði ég á meirihlutann af þeim leikjum þegar ég var ekki í hóp - þ.e. þegar að liðið var að spila leiðinleg leikkerfi eða leiðinlegan fótbolta. Nú orðið eru leikir liðsins einungis orðin afsökun fyrir góðu spjalli við vini á vellinum.

Í NBA þá get ég ekki horft á ákveðin lið (nema þá að þau séu að keppa á móti Lakers). Þar á meðal eru San Antonio, Dallas og Utah (hef reyndar séð 3 Utah leiki í ár og þeir eru fínt lið en það eimir ennþá af leikstílnum) - ég sé hins vegar alltaf þónokkra leiki með Suns og Miami (einhverjir gætu sagt púúú á Miami en þar getur maður í það minnsta bókað tilþrif, ólíkt Duncan-spjaldið-ofan í eða Fucking rembinginn í Dirk) auk Lakers (eða ætti maður að segja Kobe).

Mér fannst ömurlegt í sumar þegar að ljóst var að annað hvort Ítalía eða Þýskland kæmust í úrslit HM enda fyrirlít ég bæði knattspyrnu afbrigðin sem þjóðirnar bjóða upp á og horfi mjög sjaldan á deildarkeppnir þessara landa. Á ekki einu sinni uppáhaldslið í þýska en á Ítalíu horfi ég á AC vs Inter en veit annars varla í hvaða sæti AC er almennt, enda hef ég ekki gaman af göngubolta.
Í því liði er hins vegar maður sem verður aldrei, en myndi verða loka púslið í oft á tíðum guðdómlegum sóknarleik United - að sjálfsögðu Kaka.
Ég held að það myndi jafnvel hjálpa mér í átt að heilbrigðu matarlíferni, ég myndi jafnvel vinna verkamannavinnu ef að ég fengi að sjá Kaka á hverjum laugardegi bera upp boltann fyrir United í hraðaupphlaupum með Giggs vinstra megin, Ronaldo hægra megin og Rooney og Saha fyrir framan sig.
Nei, sennilega á enginn maður svo gott skilið.

Að lokum vona ég að Liverpool verði ekki Evrópumeistari, bakvið þá von liggja ekki illar hvatir né öfund, heldur barnaleg von mín og óskhyggja um það að lið nái ekki árangi með leiðindum. Sjálfur mun ég manna fyrstur óska aðdáendum liðsins til hamingju á næsta tímabili, bæti þeir mannskap sinn og spili skemmtilega knattspyrnu og vinni þennan sama titil - en í ár fáið þið engar hamingjuóskir þó að titilinn hafist.

Áfram fótbolti!
Áfram sóknarfótbolti
Áfram Manutd!

Efnisorð: ,

miðvikudagur, maí 02, 2007

Fjarlægur draumur um þrennu úti

Andlega og líkamlega gjaldþrota lið Manchester United lauk keppni í Meistaradeildinni í kvöld með vafasömum hætti. Það er hægt að koma með endalausar afsakanir en þegar öllu er á botninn hvolft hafði liðið ekki nóga breidd til að vinna þrefalt, var vægast sagt óheppið með meiðsli nú í lok tímabils en auk þess vantar þetta frábæra sóknarlið varnarsinnaða miðjumenn á borð við Hargraeves til að klára útileiki á borð við leikinn í kvöld og ná þannig árangri í Meistaradeildinni eins leiðinlegt og það hljómar - enda þarf ekki að horfa langt aftur í tímann (Barca undantekning) til að sjá hvers konar lið hafa verið að vinna Meistaradeildina og komast langt í henni. Lið sem fær á sig fimm mörk gegn ,,eins manns sókn" Milan liðsins í undanúrslitum á ekki skilið að komast áfram. Auðvitað vantaði alla byrjunarliðs vörnina (Vidic fær andlega og líkamlega fjarvist fyrir þennan óskapnað) en varnarlína liðsins var þó ekki verr skipuð knattspyrnulega en vörn Liverpool sem hefði ekki fengið á sig eitt af þessum fimm mörkum - boltinn hefði í öllum tilvikum verið kominn upp í stúku og/eða einhver löngu búinn að tækla skotmanninn.
Það góða er að við erum í kjörstöðu í deildinni og mætum álíka andlega og líkamlega gjaldþrota liði í úrslitaleik bikarkeppninnar og hvernig sem þessar keppnir fara þá er árangurinn og spilamennskan langt framar þeim vonum sem maður hafði gert sér fyrir tímabilið - kannski var þetta tap líka betra en að taka áhættuna á því að tapa gegn Liverpool, veit það ekki?
Þessi úrslitaleikur er annars viðeigandi fyrir keppnina.
Það er í það minnsta viðeigandi að vitna í Dylan:


Broken lines, broken strings,
Broken threads, broken springs,
Broken idols, broken heads,
People sleeping in broken beds.
Ain't no use jiving
Ain't no use joking
Everything is broken.

Broken bottles, broken plates,
Broken switches, broken gates,
Broken dishes, broken parts,
Streets are filled with broken hearts.
Broken words never meant to be spoken,
Everything is broken.

Bridge: Seem like every time you stop and turn around
Something else just hit the ground

Broken cutters, broken saws,
Broken buckles, broken laws,
Broken bodies, broken bones,
Broken voices on broken phones.
Take a deep breath, feel like you're chokin',
Everything is broken.

Bridge: Every time you leave and go off someplace
Things fall to pieces in my face

Broken hands on broken ploughs,
Broken treaties, broken vows,
Broken pipes, broken tools,
People bending broken rules.
Hound dog howling, bull frog croaking,
Everything is broken

Efnisorð: , ,

Bob Dylan



Ég er alltaf að enduruppgötva eitthvað dásamlegt. Núna er það þessi rosalega lúmska Dylan plata Oh Mercy. Þetta er nú sennilega fyrir lengra komna Dylan aðdáendur en engu að síður eru þarna perlur sem væru aðalnúmer á safnplötum flestra tónlistarmanna og ekkert lag á disknum er slakt, eða ætti ekki að eiga heima á honum.

Nokkar perlur:

1. Shooting Star
2. Disease of conceit
3. Most of the time (biðst afsökunar á þessu myndbandi, en þetta var það eina sem ég fann með laginu)

Heyrið brot af öllum lögunum hér.

Efnisorð:

Rís upp slátturmaður

orfin slá á ný í orlofi

þey þey, heyr,
mér fannst ég sjá í jakob
rétt handan við næsta hól,
með hreindýrshornin

gullhúðaður með lárviðarsveig
nakinn rís af vetrardvala
morgundöggin leikur
um lækinn, líkamann

ó endurfundir!

sebrahestarnir munu
stökkva eftir sléttunum

og fuglar eins og ég
fljúga inn á varpland þitt, jakob

sannlega nú verður
í hnjám dofi, sog,
og flog í klofi

Efnisorð:

Dracula (klassík)

Dracula og kærastan´ans Ursula
alla daga voru að kela
já, Dracula og kærastan´ans Ursula
alla daga ást hvors annars að stela.

Dracula minn, komdu hér inn (e-he-hey)
Dra-cu-la, spec-ta-cu-lar
kysstu mig á kinn.

Dracula hann bjó á Kleppsvegi
já, hann Dracula,
hann var launþegi,
hann vann á gröfu
hélt framhjá með Svövu.
En hvað sagði Ursula þá,
þegar hún hann sá?
Hún sagði:

Dracula minn, komdu hér inn (eins og skot)
Dra-cu-la, spec-ta-cu-lar
kysstu mig á kinn (e-he-hey)
kysstu mig á kinn.
Ohh Dra-cu-la, spec-ta-cu-lar
kysstu mig á kinn.

Efnisorð: