Party Zone 20 ára (1990-1998)
Eins og flest ykkar vita þá heldur Party Zone uppá 20 ára afmæli sitt þann 4. september næstkomandi. Mér þótti því tilvalið að velja eitt lag frá hverju ári frá því að þátturinn fór í gang. Það væri auðvelt að velja einungis besta lag topplistans en ég ætla að byggja þetta á mínum smekk - þannig að þetta verður mestmegnis einskonar house yfirferð. Það er engin alvöru heimildavinna á bakvið þetta, mest byggt á mínum minningum og þess vegna vona ég að þið hafið fremur gaman af þessu í stað þess að líta á þetta sem einhverja alvöru heimild.
Primal Scream - Loaded (1990) Upphaf lagsins á einkar vel við um þetta fyrsta ár þáttarins.
The Prodigy - Charly (1991) Mörg lög sem koma til greina en þegar þessi smáskífa af Prodigy plötunni Experience fór að heyrast á Íslandi(sem var annað hvort seinni hluta ársins 1991 eða fyrri part 1992), þá var ekki aftur snúið. Reykvélarnar á fullu í miðrými Seljaskóla og nánast skipst á að skoppa í kringum Old skool lög á borð við Charly og að slamma við Smells Like a teen spirit (en söngvari þeirrar hljómsveitar framdi einmitt sjálfsmorð þegar hann sá fram á að tími rokksins væri liðinn).
Áríð 1992 var fínasta ár og ef að það væri ekki klisja að þá myndi maður henda hér fram Prodigy laginu Out of space (sem ég vil jafnframt kenna um öll ökkla og hnémeiðsl síðar meir) og svo Jam&Spoon mixinu af Age of love. Ég ætla hins vegar að velja íslenskt... Ajax Project - Ruffige
Árið 1993 er Old skoolið auðvitað ennþá í blússandi gír, en house stefnan aðeins farin að taka við sér. Í ljósu næstu ára á eftir þar sem Kenny Dope og Lil Louie Vega leiddu senuna (að mínu mati) fannst mér ekki annað hægt en að velja Björk og M.A.W. remixið af laginu Violently Happy (jafnvel þó að hressleikans vegna myndi ég gjarnan vilja segja Dajaé - U got me up)
Árið er 1994 og Party Zone er hægt og bítandi að rísa upp í þá sprengingu sem verður ári síðar (á þessu ári voru reyndar haldnir ruddalega sveittir Prodigy tónleikar þar sem svitanum rigndi úr loftinu). Á Party Zone listanum þetta árið eru mörg þekkt nöfn svosem Goldie, Chemical Brothers, Underworld og Paperclip people (Carl Craig). Á endanum verð ég hins vegar að velja annað M.A.W remix, nú af Jamiroquai laginu Emergency on Planet Earth, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem báðir aðilar hafa haft, fyrst á danssenuna og síðar mainstream tónlist.
SPRENGJA!!! Party Zone er í hæstu hæðum tónlistarlega séð og discohousið allsráðandi - það er ástæða fyrir því að klassísku kvöldin eru kölluð Party Zone 95 kvöld (tónlistarhátíðin Uxi ´95 haldin, sjá skemmtilega grein og The Bucketheads spila á afmælishátíð Party Zone... og busaballi Versló... ungum drengjum úr Breiðholtinu sem svindluðu sér þangað inn til mikillar gleði). Sé árið 1995 tekið útúr þessum 20 árum er að mínu mati hægt að halda því fram að á þessu ári væri hægt að týna til 20 betri klassíkera eða hittara en af hinum 19 árunum til samans. Títtnefndir Kenny Dope og Little Louie Vega eru þarna á útopnu með nokkrar hljómsveitir í gangi, svosem Kenlou, Bucketheads, M.AW og Nu Yorican Soul (og svo auðvitað puttaför Lil Louie í Black Magic laginu Freedom) og eiga þannig 4 af topp 5 lögunum á lista þessa árs.
Förum yfir nokkur lög af árslistanum:
Í 46. sæti heil EP plata með DJ Sneak - Moon Doggy EP (sem reyndar kom upprunalega út árið 1994, þarna eru lög eins og Was it all og Disco Erotica).
Í 40. sæti hið dásamlega lag Odyssey - 7th Movement,.
Í 32. sæti er Daft Punk risasmellurinn lagið Da Funk (já þið lásuð rétt, lagið var í 32. sæti).
Í 30. sæti Ruffneck - Everybody Be Somebody.
Í 27. sæti önnur stórkostleg EP plata með DJ Sneak - Polyester EP (með klassísku lögunum Show me the way og Expand Your Horizons en hið síðarnefnda er jafnframt lagið sem hljómar gjarnan undir í topplista upptalningu þáttarins enn þann dag í dag).
Í 21. sæti er illa nauðgaða lagið Sandman með Blue Boy (sem gaf svo út þessa plötu ári seinna sem einhver mætti gjarnan henda á youtube)
Í 20. sæti er Jamiroquai með annan risahittara Space Cowboy.
Númer 17 er lag sem ég kann vel við en er kannski ekki það þekktasta, Brooklyn Friends - Philadelphia.
Í 15. sæti var Glenn Underground með skemmtilega yfirbreiðslu á Donnu Summer laginu I feel love.
Í 14. sæti var hið eyrnarskemmandi en unaðslega lag Higher State of Conciousness með Josh Wink.
Í 12. sæti er lag sem myndi sóma sér vel í núinu (eins og mörg hér að ofan). Deep dish lagið Love song (Chocolate City) er útúr korti svalt lag og ástæðan fyrir því að ég vel það er að sennilega eru flestir búnir að heyra hin lögin áður.
Topp 10 listinn árið 1995 er svo hreinlega sturlaður
10. De´lacy - Hideaway (þekkja allir þetta lag í dag)
9. Everything but the girl - Missing (Todd terry mix) (sama hér)
8. Paperclip people - Climax (já, þvílíkt klæmax)
7. Green Velvet - Leave my body (held að margir hafi einmitt gert það þegar þeir heyrðu lagið, þ.e. yfirgefið líkama sinn)
6. Gusto - Disco´s revenge (bow, bow, bow, bobo bow, boborobow - endurútgafið fyrir ekki allslöngu)
5. Kenlou - The Bounce (Það þarf ekki að útskýra þetta!)
4. The Bucketheads - The Bomb (eina sýnilega ástæðan fyrir því að þetta lag var ekki í efsta sæti er sennilega almenn ofspilun, þvílíkur múgæsingur sem myndaðist þegar þetta lag var spilað á Tunglinu).
3. K-Scope - Planet K (eitt af einkennislögum í sögu þáttarins).
2. Kenlou - Moonshine (ó, hve yndisleg eru þessi sömpl?)
1. Black Magic - Freedom (ótrúlega M.A.W.-legt lag enda Little Louie Vega hér að verkum)
Á þessu besta ári í sögu Party Zone kom jafnframt út annar safndiskur í Party Zone röðinni, einfaldlega nefndur Party Zone ´95. Hann náði þeim merkilega áfanga að komast í toppsætið á íslenska breiðskífulistanum. Allir sem eiga þennan disk vita að hann er frábær, það er hins vegar merkilegt að 8 af 12 lögum á disknum komust ekki á topp 50 lista sama árs. Sömuleiðis náði ekkert lag af annarri breiðskífu Prodigy á listann, sem er ansi magnað í ljósi gæða og vinsælda þeirrar plötu á þeim tíma.
Eftir stærsta árið í sögu þáttarins hlaut að koma að niðursveiflu - það gerðist strax árið 1996.
Minni áhersla var lögð á discohouse og meira á harðari stefnur, óhörnuðum aðdáendum gleðinnar til mikils ama. Á sama tíma var rapp, funk, breakbeat og allskyns stefnur í fullri uppsveiflu og melódían heillaði. Party Zone hlustunin hélt þó áfram, þó að menn misstu kannski ekki svefn yfir nýjum plötum og efni. Eftir á að hyggja kom samt út gríðarlega mikið magn af góðri house tónlist á þessu ári. Nuyorican Soul platan kom út, Kenlou remixið af The Boss varð vinsælt og Todd Terry lagið Keep on Jumpin´ heyrðist í fjölmörgum útgáfum, Glenn Underground hélt afram í gömlum disco smellum og gaf út lagið I need GU, einnig má nefna Salsoul Orchestra - Magic Bird of Fire (Johnny Vicious bootleg) auk þess sem DJ Sneak hélt sömuleiðis sínu striki. Á endanum verð ég hins vegar að velja lag sem festist alltaf reglulega í höfðinu á mér og þá fæ ég gríðarlega þörf fyrir að hlusta á það... Norma Jean Bell - . I'm the Baddest Bitch
Árið 1997 varð aftur léttara yfir (allavegana í minningunni). Þó að aðrar ofangreindar tónlistarstefnur (rapp, funk...) hafi átt æ sterkari ítök í mann að þá var maður samt yfirleitt með þáttinn í eyrunum. Sumardiskurinn þetta árið var einstaklega huggulegur og fjarvera þekktari nafna var hressandi. Ástæðan fyrir að ég nefni þessa plötu sérstaklega er að á henni er lagið sem ég vill nefna (þó það hafi tæknilega komið út ári fyrr), en það lagið Samba Magic með hljómsveitinni Summer Daze (betur þekkt sem Basement Jaxx).
...jæja, meira síðar.
Er lífið ekki dásamlegt?
Primal Scream - Loaded (1990) Upphaf lagsins á einkar vel við um þetta fyrsta ár þáttarins.
The Prodigy - Charly (1991) Mörg lög sem koma til greina en þegar þessi smáskífa af Prodigy plötunni Experience fór að heyrast á Íslandi(sem var annað hvort seinni hluta ársins 1991 eða fyrri part 1992), þá var ekki aftur snúið. Reykvélarnar á fullu í miðrými Seljaskóla og nánast skipst á að skoppa í kringum Old skool lög á borð við Charly og að slamma við Smells Like a teen spirit (en söngvari þeirrar hljómsveitar framdi einmitt sjálfsmorð þegar hann sá fram á að tími rokksins væri liðinn).
Áríð 1992 var fínasta ár og ef að það væri ekki klisja að þá myndi maður henda hér fram Prodigy laginu Out of space (sem ég vil jafnframt kenna um öll ökkla og hnémeiðsl síðar meir) og svo Jam&Spoon mixinu af Age of love. Ég ætla hins vegar að velja íslenskt... Ajax Project - Ruffige
Árið 1993 er Old skoolið auðvitað ennþá í blússandi gír, en house stefnan aðeins farin að taka við sér. Í ljósu næstu ára á eftir þar sem Kenny Dope og Lil Louie Vega leiddu senuna (að mínu mati) fannst mér ekki annað hægt en að velja Björk og M.A.W. remixið af laginu Violently Happy (jafnvel þó að hressleikans vegna myndi ég gjarnan vilja segja Dajaé - U got me up)
Árið er 1994 og Party Zone er hægt og bítandi að rísa upp í þá sprengingu sem verður ári síðar (á þessu ári voru reyndar haldnir ruddalega sveittir Prodigy tónleikar þar sem svitanum rigndi úr loftinu). Á Party Zone listanum þetta árið eru mörg þekkt nöfn svosem Goldie, Chemical Brothers, Underworld og Paperclip people (Carl Craig). Á endanum verð ég hins vegar að velja annað M.A.W remix, nú af Jamiroquai laginu Emergency on Planet Earth, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem báðir aðilar hafa haft, fyrst á danssenuna og síðar mainstream tónlist.
SPRENGJA!!! Party Zone er í hæstu hæðum tónlistarlega séð og discohousið allsráðandi - það er ástæða fyrir því að klassísku kvöldin eru kölluð Party Zone 95 kvöld (tónlistarhátíðin Uxi ´95 haldin, sjá skemmtilega grein og The Bucketheads spila á afmælishátíð Party Zone... og busaballi Versló... ungum drengjum úr Breiðholtinu sem svindluðu sér þangað inn til mikillar gleði). Sé árið 1995 tekið útúr þessum 20 árum er að mínu mati hægt að halda því fram að á þessu ári væri hægt að týna til 20 betri klassíkera eða hittara en af hinum 19 árunum til samans. Títtnefndir Kenny Dope og Little Louie Vega eru þarna á útopnu með nokkrar hljómsveitir í gangi, svosem Kenlou, Bucketheads, M.AW og Nu Yorican Soul (og svo auðvitað puttaför Lil Louie í Black Magic laginu Freedom) og eiga þannig 4 af topp 5 lögunum á lista þessa árs.
Förum yfir nokkur lög af árslistanum:
Í 46. sæti heil EP plata með DJ Sneak - Moon Doggy EP (sem reyndar kom upprunalega út árið 1994, þarna eru lög eins og Was it all og Disco Erotica).
Í 40. sæti hið dásamlega lag Odyssey - 7th Movement,.
Í 32. sæti er Daft Punk risasmellurinn lagið Da Funk (já þið lásuð rétt, lagið var í 32. sæti).
Í 30. sæti Ruffneck - Everybody Be Somebody.
Í 27. sæti önnur stórkostleg EP plata með DJ Sneak - Polyester EP (með klassísku lögunum Show me the way og Expand Your Horizons en hið síðarnefnda er jafnframt lagið sem hljómar gjarnan undir í topplista upptalningu þáttarins enn þann dag í dag).
Í 21. sæti er illa nauðgaða lagið Sandman með Blue Boy (sem gaf svo út þessa plötu ári seinna sem einhver mætti gjarnan henda á youtube)
Í 20. sæti er Jamiroquai með annan risahittara Space Cowboy.
Númer 17 er lag sem ég kann vel við en er kannski ekki það þekktasta, Brooklyn Friends - Philadelphia.
Í 15. sæti var Glenn Underground með skemmtilega yfirbreiðslu á Donnu Summer laginu I feel love.
Í 14. sæti var hið eyrnarskemmandi en unaðslega lag Higher State of Conciousness með Josh Wink.
Í 12. sæti er lag sem myndi sóma sér vel í núinu (eins og mörg hér að ofan). Deep dish lagið Love song (Chocolate City) er útúr korti svalt lag og ástæðan fyrir því að ég vel það er að sennilega eru flestir búnir að heyra hin lögin áður.
Topp 10 listinn árið 1995 er svo hreinlega sturlaður
10. De´lacy - Hideaway (þekkja allir þetta lag í dag)
9. Everything but the girl - Missing (Todd terry mix) (sama hér)
8. Paperclip people - Climax (já, þvílíkt klæmax)
7. Green Velvet - Leave my body (held að margir hafi einmitt gert það þegar þeir heyrðu lagið, þ.e. yfirgefið líkama sinn)
6. Gusto - Disco´s revenge (bow, bow, bow, bobo bow, boborobow - endurútgafið fyrir ekki allslöngu)
5. Kenlou - The Bounce (Það þarf ekki að útskýra þetta!)
4. The Bucketheads - The Bomb (eina sýnilega ástæðan fyrir því að þetta lag var ekki í efsta sæti er sennilega almenn ofspilun, þvílíkur múgæsingur sem myndaðist þegar þetta lag var spilað á Tunglinu).
3. K-Scope - Planet K (eitt af einkennislögum í sögu þáttarins).
2. Kenlou - Moonshine (ó, hve yndisleg eru þessi sömpl?)
1. Black Magic - Freedom (ótrúlega M.A.W.-legt lag enda Little Louie Vega hér að verkum)
Á þessu besta ári í sögu Party Zone kom jafnframt út annar safndiskur í Party Zone röðinni, einfaldlega nefndur Party Zone ´95. Hann náði þeim merkilega áfanga að komast í toppsætið á íslenska breiðskífulistanum. Allir sem eiga þennan disk vita að hann er frábær, það er hins vegar merkilegt að 8 af 12 lögum á disknum komust ekki á topp 50 lista sama árs. Sömuleiðis náði ekkert lag af annarri breiðskífu Prodigy á listann, sem er ansi magnað í ljósi gæða og vinsælda þeirrar plötu á þeim tíma.
Eftir stærsta árið í sögu þáttarins hlaut að koma að niðursveiflu - það gerðist strax árið 1996.
Minni áhersla var lögð á discohouse og meira á harðari stefnur, óhörnuðum aðdáendum gleðinnar til mikils ama. Á sama tíma var rapp, funk, breakbeat og allskyns stefnur í fullri uppsveiflu og melódían heillaði. Party Zone hlustunin hélt þó áfram, þó að menn misstu kannski ekki svefn yfir nýjum plötum og efni. Eftir á að hyggja kom samt út gríðarlega mikið magn af góðri house tónlist á þessu ári. Nuyorican Soul platan kom út, Kenlou remixið af The Boss varð vinsælt og Todd Terry lagið Keep on Jumpin´ heyrðist í fjölmörgum útgáfum, Glenn Underground hélt afram í gömlum disco smellum og gaf út lagið I need GU, einnig má nefna Salsoul Orchestra - Magic Bird of Fire (Johnny Vicious bootleg) auk þess sem DJ Sneak hélt sömuleiðis sínu striki. Á endanum verð ég hins vegar að velja lag sem festist alltaf reglulega í höfðinu á mér og þá fæ ég gríðarlega þörf fyrir að hlusta á það... Norma Jean Bell - . I'm the Baddest Bitch
Árið 1997 varð aftur léttara yfir (allavegana í minningunni). Þó að aðrar ofangreindar tónlistarstefnur (rapp, funk...) hafi átt æ sterkari ítök í mann að þá var maður samt yfirleitt með þáttinn í eyrunum. Sumardiskurinn þetta árið var einstaklega huggulegur og fjarvera þekktari nafna var hressandi. Ástæðan fyrir að ég nefni þessa plötu sérstaklega er að á henni er lagið sem ég vill nefna (þó það hafi tæknilega komið út ári fyrr), en það lagið Samba Magic með hljómsveitinni Summer Daze (betur þekkt sem Basement Jaxx).
...jæja, meira síðar.
Er lífið ekki dásamlegt?