Tepruleg sýn á há(skóla)menningu
Formáli
Í vikunni fór fram afar áhugaverður fundur undir yfirskriftinni ,,Menning og klám í Háskóla Íslands” í Þjóðminjasafni Íslands. Undirritaður komst því miður ekki á þennan umræðufund en hefur verið andlitslaus yfir þeim smáborgaralega púrítanahætti sem þar virðist hafa magnast upp.
They fuck you up, your mum and dad.
They may not mean to, but they do.
They fill you with the faults they had
And add some extra, just for you.
Nánast undantekningalaust þegar undirritaður skrifar um menningu, þá situr hann í flauelsbuxum, skyrtu og hörjakka uppi á Háskólatorgi með vatnsgreitt hár, lætur rigna upp í nefið á sér og spyr menntaelítuna í kringum sig hvar við værum stödd án hámenningar Háskólans um leið og hann rennir yfir lyklaborðið með erótískum hætti. Að þessu sinni er ég hins vegar staddur í litlu bakherbergi á strippstað, með mottu sem klæjar undan, á hlýrabol og klæmist á lyklaborðið með groddaralegum hætti perrans á meðan Megas og Stormsker þenja raddböndin – svona til að syndlausir lesendur geti örugglega stimplað mig á þægilegan hátt.
Hvaða læti eru þetta?
Samkvæmt fréttum og almennri umfjöllun af umræðufundinum fór það fyrir brjóst, rassgöt og kynfæri áheyrenda hvers kyns svívirðilegur pervismi hefði viðgengist innan Háskólans síðustu ár – en hvað var það sem fór fyrir brjóstið á þeim?
Í fyrsta lagi heilsíðuauglýsing frá fyrirtæki, sem ennþá er löglegt, í útgefnu efni nemendafélaga vissra deilda innan Háskólans. Vissulega ekki besta valið en varla svo merkilegt að það sé gert að umfjöllunarefni í fyrirlestri um klám innan veggja Háskólans (og alveg örugglega ekki það heimskulegasta sem kom fram í þessu blaði).
Í öðru lagi barnaleg framkoma fullorðinna einstaklinga af báðum kynjum innan viðskiptafræðideildar (hinir ungu menn fóru á strippstað en dömurnar fengu heimsókn frá karlkyns strippara)... og hvað? Gerðist eitthvað þar sem Kolbrún Halldórsdóttir hefur ekki gert sjálf?
Í þriðja lagi klámvísur (á lokuðum vef) læknanema, vissulega grófar sem var kannski ástæðan fyrir því að þær voru inn á lokuðum vef, en ef að það er eitthvað sem segir íslensk menning í hnotskurn að þá eru það klámvísur – sú sem var birt var reyndar ekkert sérstaklega vel ort en það er aukaatriði.
Í fjórða lagi misheppnaður brandari lektors til fullorðina nemenda um að hann vilji taka upp kanadískan seðil vegna þess að á honum sé mynd af berbrjósta konu. Hér er vissulega á ferðinni óábyrgt tal en einungis útfrá efnahagslegu sjónarmiði. Það er ekki eins og maðurinn hafi verið að klæmast við börn um trú sína á ímynduðum guði, sem fáir virðast fetta fingur útí
Var þetta semsagt öll hin hræðilega klámvæðing?
Að þessu sögðu vil ég biðja fullorðna lesendur að játa eða neita í huga sér hvað af eftirfarandi þeir hafa gert:
1. Hefur þú horft á klámmynd?
2. Hefur þú farið á strippstað eða hefur einhver strippað fyrir þig/hefur þú strippað?
3. Hefur þú samið klámvísu?
4. Hefur þú sagt klámfenginn brandara eða komið með kynferðislega tilvitnun í ótengdu máli?
Sé raunin sú að þú hafir ekki gert a.m.k. tvö til þrjú ofangreind atriði þá má fremur segja að þú sért meira abnormal heldur en fólkið í kringum þig – ekkert að ofangreindu var á þessum tíma bannað með lögum.
Um uppeldi og fræðilega umfjöllun
But they were fucked up in their turn
By fools in old-style hats and coats,
Who half the time were soppy-stern
And half at one another's throats.
Ég er alinn upp á frjálslyndu heimili, þar sem menntakonur sem nú eru hluti af stofnanaelítum landsins hittust reglulega. Það eru 15-20 ár síðan og ég vona að enginn missi andlitið þegar ég segi að flestar þessara kvenna hafi verið mun grófari í talsmáta og framkomu (damn you feðraveldi!) en það sem hið unga fólk er nú gagnrýnt fyrir og ekki verður betur séð miðað við stöðu þessara kvenna en að þær geti sinnt sínum stöðum og tekið þátt í fræðasamfélaginu.
En hverjir eru þeir sem gagnrýna og hvað vilja þeir? Krafa fundargesta samkvæmt fréttum var að það þyrfti að endurmóta menningu okkar útfrá þeim siðferðilegu yfirburðum (frá hvers konar fólki heyrir maður slíkt) sem þeir greinilega hefðu yfir þessa skítugu perra í öðrum deildum og svo var það gamla góða tuggan um að svipta nemendafélög styrkjum og beita refsingum – hljómar allt mjög yfirvegað og fræðilegt. Samkvæmt þessum hugmyndafræðilegu prinsippum ætti þessi hópur jafnframt að spyrja þá sem þeir hyggjast sækja þjónustu hjá í framtíðinni hvort að þeir hafi einhvern tímann stigið álíka skref og ofangreind ungmenni og refsa þeim þá með því að sniðganga þá – gangi þeim þá vel ef að þau skyldu veikjast.
Það fyndna er að krafan um fræðilega umfjöllun og gagnrýna hugsun kemur einmitt frá þeim hluta Háskólans sem oft á tíðum gerir ekki greinarmun á milli fræðilegrar umfjöllunar og lífs- eða stjórnmálaskoðunar – þ.e. frá guðfræðideild og kynjafræðinni... en í báðum deildum má finna fjölmörg dæmi þar sem kennarar hafa gerst sekir um ófræðilega umfjöllun og hreinlega má efast um grundvöll þess að kalla stóran hluta námsins fræðigrein þar sem útgangspunktur allra hluta er sá sami (t.d. hvernig gvuð eða kyn hefur áhrif á verðurfar).
Það eina sem er fyndnara í hugum fólks en pólitísk ranghugsun er öfgakennd pólitísk rétthugsun. Í öfgakenndri pólitískri rétthugsun felst nefninlega að viðkomandi gerir sér enga grein fyrir húmor eða kaldhæðni, rétt eins og slíkt hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð. Jafnframt trúir viðkomandi því að í hans hugmyndafræði búi einhverskonar siðferðilegir yfirburðir sem rétt sé að þröngva upp á, í þessu tilviki háskólasamfélagið, sem muni svo leiða til þess að skrílinn beygji sig og hneigi eftir vilja elítunnar – lítill er skilningur þessara aðila á mannkynssögunni.
Man hands on misery to man.
It deepens like a coastal shelf.
Get out as early as you can,
And don't have any kids yourself
-Philip Larkin, This be the verse
Niðurstaða: Hættum þessari ógeðslega leiðinlegu forsjárhyggju yfir fullorðnu fólki!
Höf. er stjórnmálafræðingur með kennsluréttindi og er að klára MA- ritgerð í alþjóðasamskiptum og hefur samtals um 10 ára reynslu af tveimur íslenskum háskólum.
Höf. skammast sín ekki rassgat fyrir að geta sagt já við öllum fjórum ofangreindu spurningunum.
Er lífið ekki dásamlegt?
Í vikunni fór fram afar áhugaverður fundur undir yfirskriftinni ,,Menning og klám í Háskóla Íslands” í Þjóðminjasafni Íslands. Undirritaður komst því miður ekki á þennan umræðufund en hefur verið andlitslaus yfir þeim smáborgaralega púrítanahætti sem þar virðist hafa magnast upp.
They fuck you up, your mum and dad.
They may not mean to, but they do.
They fill you with the faults they had
And add some extra, just for you.
Nánast undantekningalaust þegar undirritaður skrifar um menningu, þá situr hann í flauelsbuxum, skyrtu og hörjakka uppi á Háskólatorgi með vatnsgreitt hár, lætur rigna upp í nefið á sér og spyr menntaelítuna í kringum sig hvar við værum stödd án hámenningar Háskólans um leið og hann rennir yfir lyklaborðið með erótískum hætti. Að þessu sinni er ég hins vegar staddur í litlu bakherbergi á strippstað, með mottu sem klæjar undan, á hlýrabol og klæmist á lyklaborðið með groddaralegum hætti perrans á meðan Megas og Stormsker þenja raddböndin – svona til að syndlausir lesendur geti örugglega stimplað mig á þægilegan hátt.
Hvaða læti eru þetta?
Samkvæmt fréttum og almennri umfjöllun af umræðufundinum fór það fyrir brjóst, rassgöt og kynfæri áheyrenda hvers kyns svívirðilegur pervismi hefði viðgengist innan Háskólans síðustu ár – en hvað var það sem fór fyrir brjóstið á þeim?
Í fyrsta lagi heilsíðuauglýsing frá fyrirtæki, sem ennþá er löglegt, í útgefnu efni nemendafélaga vissra deilda innan Háskólans. Vissulega ekki besta valið en varla svo merkilegt að það sé gert að umfjöllunarefni í fyrirlestri um klám innan veggja Háskólans (og alveg örugglega ekki það heimskulegasta sem kom fram í þessu blaði).
Í öðru lagi barnaleg framkoma fullorðinna einstaklinga af báðum kynjum innan viðskiptafræðideildar (hinir ungu menn fóru á strippstað en dömurnar fengu heimsókn frá karlkyns strippara)... og hvað? Gerðist eitthvað þar sem Kolbrún Halldórsdóttir hefur ekki gert sjálf?
Í þriðja lagi klámvísur (á lokuðum vef) læknanema, vissulega grófar sem var kannski ástæðan fyrir því að þær voru inn á lokuðum vef, en ef að það er eitthvað sem segir íslensk menning í hnotskurn að þá eru það klámvísur – sú sem var birt var reyndar ekkert sérstaklega vel ort en það er aukaatriði.
Í fjórða lagi misheppnaður brandari lektors til fullorðina nemenda um að hann vilji taka upp kanadískan seðil vegna þess að á honum sé mynd af berbrjósta konu. Hér er vissulega á ferðinni óábyrgt tal en einungis útfrá efnahagslegu sjónarmiði. Það er ekki eins og maðurinn hafi verið að klæmast við börn um trú sína á ímynduðum guði, sem fáir virðast fetta fingur útí
Var þetta semsagt öll hin hræðilega klámvæðing?
Að þessu sögðu vil ég biðja fullorðna lesendur að játa eða neita í huga sér hvað af eftirfarandi þeir hafa gert:
1. Hefur þú horft á klámmynd?
2. Hefur þú farið á strippstað eða hefur einhver strippað fyrir þig/hefur þú strippað?
3. Hefur þú samið klámvísu?
4. Hefur þú sagt klámfenginn brandara eða komið með kynferðislega tilvitnun í ótengdu máli?
Sé raunin sú að þú hafir ekki gert a.m.k. tvö til þrjú ofangreind atriði þá má fremur segja að þú sért meira abnormal heldur en fólkið í kringum þig – ekkert að ofangreindu var á þessum tíma bannað með lögum.
Um uppeldi og fræðilega umfjöllun
But they were fucked up in their turn
By fools in old-style hats and coats,
Who half the time were soppy-stern
And half at one another's throats.
Ég er alinn upp á frjálslyndu heimili, þar sem menntakonur sem nú eru hluti af stofnanaelítum landsins hittust reglulega. Það eru 15-20 ár síðan og ég vona að enginn missi andlitið þegar ég segi að flestar þessara kvenna hafi verið mun grófari í talsmáta og framkomu (damn you feðraveldi!) en það sem hið unga fólk er nú gagnrýnt fyrir og ekki verður betur séð miðað við stöðu þessara kvenna en að þær geti sinnt sínum stöðum og tekið þátt í fræðasamfélaginu.
En hverjir eru þeir sem gagnrýna og hvað vilja þeir? Krafa fundargesta samkvæmt fréttum var að það þyrfti að endurmóta menningu okkar útfrá þeim siðferðilegu yfirburðum (frá hvers konar fólki heyrir maður slíkt) sem þeir greinilega hefðu yfir þessa skítugu perra í öðrum deildum og svo var það gamla góða tuggan um að svipta nemendafélög styrkjum og beita refsingum – hljómar allt mjög yfirvegað og fræðilegt. Samkvæmt þessum hugmyndafræðilegu prinsippum ætti þessi hópur jafnframt að spyrja þá sem þeir hyggjast sækja þjónustu hjá í framtíðinni hvort að þeir hafi einhvern tímann stigið álíka skref og ofangreind ungmenni og refsa þeim þá með því að sniðganga þá – gangi þeim þá vel ef að þau skyldu veikjast.
Það fyndna er að krafan um fræðilega umfjöllun og gagnrýna hugsun kemur einmitt frá þeim hluta Háskólans sem oft á tíðum gerir ekki greinarmun á milli fræðilegrar umfjöllunar og lífs- eða stjórnmálaskoðunar – þ.e. frá guðfræðideild og kynjafræðinni... en í báðum deildum má finna fjölmörg dæmi þar sem kennarar hafa gerst sekir um ófræðilega umfjöllun og hreinlega má efast um grundvöll þess að kalla stóran hluta námsins fræðigrein þar sem útgangspunktur allra hluta er sá sami (t.d. hvernig gvuð eða kyn hefur áhrif á verðurfar).
Það eina sem er fyndnara í hugum fólks en pólitísk ranghugsun er öfgakennd pólitísk rétthugsun. Í öfgakenndri pólitískri rétthugsun felst nefninlega að viðkomandi gerir sér enga grein fyrir húmor eða kaldhæðni, rétt eins og slíkt hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð. Jafnframt trúir viðkomandi því að í hans hugmyndafræði búi einhverskonar siðferðilegir yfirburðir sem rétt sé að þröngva upp á, í þessu tilviki háskólasamfélagið, sem muni svo leiða til þess að skrílinn beygji sig og hneigi eftir vilja elítunnar – lítill er skilningur þessara aðila á mannkynssögunni.
Man hands on misery to man.
It deepens like a coastal shelf.
Get out as early as you can,
And don't have any kids yourself
-Philip Larkin, This be the verse
Niðurstaða: Hættum þessari ógeðslega leiðinlegu forsjárhyggju yfir fullorðnu fólki!
Höf. er stjórnmálafræðingur með kennsluréttindi og er að klára MA- ritgerð í alþjóðasamskiptum og hefur samtals um 10 ára reynslu af tveimur íslenskum háskólum.
Höf. skammast sín ekki rassgat fyrir að geta sagt já við öllum fjórum ofangreindu spurningunum.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál