miðvikudagur, júlí 29, 2009

Best of facebook

Er þessi síða að drepast?

Ég skal ekki segja, en hér koma nokkrir punktar.

Pylsupartý: Við Arna buðum færri í pylsupartý en við hefðum viljað og sennilega hefði verið best að halda það í þrennu lagi, en svona er þetta. 40 vinir og nánustu ættingjar mættu og höfðu ágætlega gaman af. Það vantaði eiginlega bara lakkrís breakpinna og malcom maclaren til að fullkomna flash-backið.

Tónlist: Óhætt er að mæla með nýju live Megasar&Senuþjófa plötunni sem er blanda af nýjum og gömlum ,,hit"-um. Þá er Egill Sæbjörnsson að gera góða hluti með sinni nýju plötu og ljóst að nýja útgáfufyrirtækið Borgin fer vel af stað.

Stjórnmál: Rétt er að benda áhugamönnum um samningagerð á pistil eftir samningasérfræðinginn Silju Báru. Annars er ég sjálfur að dunda mér í smá verkefni sem gæti kætt menn.

Knattspyrna: Enski fer að rúlla og menn ekki á eitt sáttir hverjir munu taka deildina. Liverpool eru líklegastir í augnablikinu en það kann að breystast með sölum á mönnum. Chelsea eru þéttir að vanda og City kaupa alla þá sem einhvern tímann hafa getað sparkað í bolta. Þetta verður erfitt hjá United og ekkert minna en rosalegt tímabil lykilmanna mun nægja til sigurs.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

sunnudagur, júlí 19, 2009

Woody Guthrie : Better World A-Comin'

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Jáááááááááááaáááááááááááááaááááaá

ALÞINGI SAMÞYKKTI RÉTT Í ÞESSU AÐILDARUMSÓKN AÐ EVRÓPUSAMBANDINU: 33 MEÐ, 28 Á MÓTI.

SmáBorgarahreyfingin skeit á sig og gáfu þannig skít í þær þúsundir manna sem kusu flokkinn en vildu aðildarviðræður... fyrsta skrefið í átt að dauða þessa ógeðisvindhanaflokks sem ráfar um stefnulaus! En þeir bera ekki einungis ábyrgð gagnvart þeim sem þeir sviku í kosningunum heldur eru að stíga stórt skref í átt að því að eyðileggja framtíðarmöguleika lítilla flokka til að komast á þing... já byltingin étur börnin sín!

Færri Sjálfstæðismenn voru með aðildarumsókn en Framsóknarmenn (ER ÞETTA HÆGT???) og fækkuðu þeir því kostum frjálslynds fólks í næstu kosningum um einn flokk - enda sannaði flokkurinn að hann var yfirtekinn af talibönum á síðasta flokksþingi.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, júlí 13, 2009

Sumarleti

Eftir að sumarskólanum lauk hefur letin verið allsráðandi - að því tilefni endurorðablandaði ég gamlan pistil sem einhverjir kunna að kannast við (enda á hann ennþá vel við) og birtist í dag á vefritinu

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, júlí 07, 2009

Bryan Ferry - 6. Positively 4th Street - Dylanesque DVD

sunnudagur, júlí 05, 2009

Samanburður á Tevez og Owen

Eins og menn hafa væntanlega tekið eftir þá er ég ekki manna hrifnastur af því að United hafi gert samning við Owen og einnig að hafa ekki samið við Tevez en hér er áhugaverð tölfræði.

Tevez - Manchester United 2008-2009

Spilaðar mínútur: 1858
Mörk skoruð: 5
Stoðsetningar: 3
Samtals þátttaka: 8 mörk
Hlutfallsleg þátttaka í mörkum: 8/68 = 11,7%

Líklegt kaupverð: 25,5 milljónir punda
Vikulaun: ca. 90-100 þúsund pund


Michael Owen - Newcastle 2008-2009

Spilaðar mínútur: 1898
Mörk skoruð: 8
Stoðsendingar: 0
Samtals þátttaka: 8 mörk
Hlutfallsleg þátttaka í mörkum: 8/40= 20%

Kaupverð: Kom frítt
Vikulaun: 20.000 pund

Sem sagt svipuð tölfræði hjá senter í meistaraliði og liði sem féll. Þ.e. EF að Owen helst heill þá er United að spara sér 25,5 milljónir punda + rúmlega 8 milljónir punda næstu tvö ár (mismunur á launamun 80.000 pund x 104 vikur) fyrir svipuð gæði... sama hversu óþolandi það verður að sjá Owen sem leikmann United þá má færa rök fyrir ákveðinni skynsemi fyrirfram.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, júlí 03, 2009

Íþróttasumar helvítis???

Það eru fleiri lið að kúka á sig en United því Lakers eru að drulla rækilega á sig með því að semja við Ron Artest og láta minn uppáhalds Lakers mann, sjálfan Ariza fara til Rockets. Skandall!!!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Fuck this shit!!!




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Til hamingju með fallið

Hvernig er hægt að vera stórlið í Evrópu og fara frá því að bjóða 38 milljónir punda í efnilegasta senterinn í heiminum í dag yfir í að (því virðist) semja við útbrunninn, meiddan hobbita sem kemur á frjálsri sölu? Michael Owen, Liverpool menn æla væntanlega af kátínu - þvílíkt FUCKING RUGL ef satt reynist.

Er lífið ekki dásamlegt?

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Benzema til Madrid

























Þá eru þeir búnir að ná í besta manninn úr enska, ítalska og franska boltanum, Ribery mögulega á leiðinni (sá besti í þýska), spurning hvort að þetta endi með óútfylltum tékka fyrir Messi?

Knattspyrna R.I.P.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

H 4 Hope




Yrði lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: