Best of facebook
Ég skal ekki segja, en hér koma nokkrir punktar.
Pylsupartý: Við Arna buðum færri í pylsupartý en við hefðum viljað og sennilega hefði verið best að halda það í þrennu lagi, en svona er þetta. 40 vinir og nánustu ættingjar mættu og höfðu ágætlega gaman af. Það vantaði eiginlega bara lakkrís breakpinna og malcom maclaren til að fullkomna flash-backið.
Tónlist: Óhætt er að mæla með nýju live Megasar&Senuþjófa plötunni sem er blanda af nýjum og gömlum ,,hit"-um. Þá er Egill Sæbjörnsson að gera góða hluti með sinni nýju plötu og ljóst að nýja útgáfufyrirtækið Borgin fer vel af stað.
Stjórnmál: Rétt er að benda áhugamönnum um samningagerð á pistil eftir samningasérfræðinginn Silju Báru. Annars er ég sjálfur að dunda mér í smá verkefni sem gæti kætt menn.
Knattspyrna: Enski fer að rúlla og menn ekki á eitt sáttir hverjir munu taka deildina. Liverpool eru líklegastir í augnablikinu en það kann að breystast með sölum á mönnum. Chelsea eru þéttir að vanda og City kaupa alla þá sem einhvern tímann hafa getað sparkað í bolta. Þetta verður erfitt hjá United og ekkert minna en rosalegt tímabil lykilmanna mun nægja til sigurs.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Stjórnmál, Tónlist