föstudagur, nóvember 27, 2009

TOM WAITS "Cold Cold Ground"

Crest fallen sidekick in an old cafe
Never slept with a dream before he had to go away
There's a bell in the tower
Uncle Ray bought a round
Don't worry about the army
In the cold cold ground
Now don't be a cry baby
When there's wood in the shed
There's a bird in the chimmney
And a stone in my bed
When the road's washed out
They pass the bottle around
And wait in the arms
Of the cold cold ground
Cold cold ground
There's a ribbon in the willow
And a tire swing rope
And a briar patch of berries
Takin over the slope
The cat'll sleep in the mailbox
And we'll never go to town
Til we bury every dream in
The cold cold ground
Cold cold ground
Gimme a Winchester rifle and a whole box of shells
Blow the roof off the goat barn
Let it roll down the hill
The piano is firewood
Times square is a dream
I find we'll lay down together in the cold cold ground
Cold cold ground
Cold cold ground
Call the cops on the Breedloves
Bring a bible and a rope
And a whole box of rebel
And a bar of soap
Make a pile of trunk tires
And burn 'em all down
Bring a dollar with you baby
In the cold cold ground
Cold cold ground
Take a weathervane rooster
Throw rocks at his head
Stop talking to the neighbors
Til we all go dead
Beware of my temper
And the dog that I've found
Break all the windows in the
Cold cold ground
Cold cold ground

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Næsta - Næsta kynslóð

Í pistlinum frá því fyrir nokkrum mínútum síðan rakti ég uppgang næstu kynslóðar hjá United sem er að koma sér fyrir í liðinu og var hann byggður á færslu sem ég skrifaði í ágúst 2008.
Niðurstaðan er sú að fjórir af átta eru komnir til að vera, tveir í viðbót eiga góðan séns, einn var seldur fyrir fínn pening en sá síðasti meiddist illa og á sennilega ekki mjög bjarta framtíð fyrir sér í knattspyrnu. Þá eru það næstu nöfn, sem er reyndar skrýtið að tala um þar sem sumir af þeim eru jafnaldrar og jafnvel eldri en strákarnir frá Ítalíu sem ég ræddi um fyrir ári síðan.

Fyrstur og sá sem sennilega kemur við sögu strax eftir áramót er Adem Ljajic fæddur árið 1991. United lánaði hann aftur til Partizan Belgrade þar sem hann hefur spilað undir leiðsögn frá United, bæði í deild og Evrópukeppni. Hann er sterklega byggður miðað við aldur og er almennt álitinn sóknarsinnaður miðjumaður en hefur einnig spilað báða kanta. Hann er með flottar hreyfingar, góðan leikskilning, góðar sendingar og getur skotið. Eina sem ég sé slæmt við hann er að hann hefur verið kallaður ,,Litli Kaka" en slík viðurnefni eru sjaldan líkleg til árangurs. Hér væri gaman að birta youtube myndbönd en þar sem Austur Evrópúbúar hafa ekki góðan tómlistarsmekk að þá sleppi ég því.

Paul Pogba er einungis 16 ára en ef að hann sleppur við meiðsli að þá get ég séð hann mættan á miðjuna hjá United eftir 3-4 ár. Hvet alla Arsenal aðdáendur til að horfa á þetta stutta myndbrot og um hvern þeir hugsa þegar þeir horfa á það (fáránlegt). Hann er 1,87 cm og þetta ungur, spilar sem (afturliggjandi) miðjumaður, líkamlega sterkur, teknískur miðað við hæð og með góða sendingargetu með báðum fótum.

Er Joshua King næsti kóngur á Old Trafford? 17 ára norskur senter sem gæti farið langt. Er þegar búinn að spila í deildarbikarnum með aðalliðinu og komst bæði nálægt því að skora auk þess að skilja varnarmann Wolves eftir á rassgatinu með lítilli hreyfingu. Er fljótur, sterkur, hefur tækni og getur skotið með báðum.

Reece Brown er að flestra mati nákvæm eftirmynd bróður síns Wes Brown. Sterkur, fljótur og spilar bæði miðvörð og hægri bakvörð.

Ravel Morrison er fæddur árið 1993, já við erum byrjaðir að tala um börn. Hann er einn umtalaðasti einstaklingurinn meðal United aðdáenda, sumir elska hann og aðrir vilja hann frá klúbbnum. Hefur hæfileika til að gera hvað sem er með tækni og hraða og leggur upp mörk og skorar eins og honum sýnist - vandamálið er að hann er líka upptekinn af því að vera í klíku í Manchester og hefur verið handtekinn í tengslum við hana.

Tek mögulega nokkra í viðbót síðar - en fyrir utan Ljajic þá held ég að við getum beðið í 1-3 ár með að sjá þessa gæja spila fyrir aðalliðið - mögulega í deildarbikar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Uppgjör

Í ágúst í fyrra henti ég inn pistli um ungviðið hjá United. Tók ég fyrir þrjá brasilíska, þrjá enska og tvo ítalska.
Niðurstaðan ári seinna er að tveir af hinum brasilísku eru komnir inn í aðalliðið (tvíburarnir) en sá þriðji meiddist illa og er í einhverju vonlausu láni í Portúgal. Af hinum ensku spilaði Evans lykilhlutverk á löngum kafla síðasta vetur (stóð að mestu vaktina með Vidic þegar liðið fékk ekki á sig mark í einhverja 12-14 leiki í röð), þá Campbell sem hafði val á milli nokkurra úrvalsdeildarliða og valdi Sunderland (fór á 3,5 milljónir sem gætu endað í 6) og svo Welbeck sem á í erfiðri samkeppni og óráðið að mínu mati hvort að verði framtíðarmaður eða fari á einhverjar milljónir.
Að lokum voru það tveir Ítalar sem ég sagði reyndar að örlítil bið væri í enda einungis 17 ára, í dag þekkja allir Macheda en Petrucci lenti í langtímameiðslum en er farinn að spila með varaliðinu. 4 af átta (tvíburarnir, Evans og Macheda) eru þegar orðnir nöfn, Welbeck gæti brugðið til beggja vona og í versta falli verið þá seldur fyrir fínan pening eins og Campbell. Þá eru eftir tveir sem báðir lentu í slæmum meiðslum, sá brasilíski á litla von að mínu mati en Petrucci er ennþá 17 ára og gæti því fetað í fótspor Macheda.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, nóvember 07, 2009

Stóra prófið

Það var alltaf fyrirséð í mínum augum þegar að leikmannaglugginn lokaði að United myndi lenda í erfiðleikum á þessu tímabili. 8 sigurleikir í 11 leikjum, plús eitt jafntefli er framar vonum að mínu mati enda ljóst að með sambærilegu formi út leiktíðina myndi liðið enda með 86 stig sem fer ansi nærri því að duga til sigurs í vor.
En það er langt því frá allt sem sýnist. Gallarnir eru þeir að United hefur ekki verið sannfærandi, aðeins spilað eins og meistaralið í einum hálfleik (gegn Wigan) í deildinni, en í öðrum leikjum hefur verið töluvert basl á liðinu, margir sigrar með einu marki og nokkrir þar sem allt hefur fallið með liðinu (Man City og Arsenal þar á meðal).
Á sama tíma er kosturinn sá að töluvert stór hluti hópsins hefur verið að detta í meiðsli og því ekki enn náð að smyrja sig saman. Van der Sar er að detta inn eftir að hafa misst af fyrstu átta leikjunum (sem kom vægast sagt fram í panik-áhrifum í vörninni), Vidic og Ferdinand eru búnir að vera í tómu tjóni enda komu þeir meiddir inn í nýtt tímabil (Ferdinand verður áfram meiddur, sem betur fer miðað við hans framlag á tímabilinu). Carrick sem akkeri á miðjunni hefur verið ólíkur sjálfum sér og spilað 5 leiki, besti miðjumaður liðsins síðasta tímabil (Fletcher) hefur sömuleiðis misst úr og ljóst að þegar aðalmarkvörðurinn, aðalmiðvarðarparið og sú samvinna sem best gekk upp á miðjunni í fyrra vantar (plús besta knattspyrnamann heims) að þá er ekki hægt að gera meiri kröfur til liðsins. Þá er sóknarleikur liðsins ekkert sérstakur, þó að Valencia og Berbatov séu að koma til og maður hlýtur eiginlega að spyrja ,,hvernig er United að vinna þessa leiki?" þ.e. með öðru en gömlum vana (kenndu liði að sigra deildina og það gleymir því aldrei).
Stóra prófið, sálrænt séð kemur á útivelli gegn Chelsea á sunnudaginn. United er í basli en Chelsea er í meistaraformi á góðri siglingu - með öðrum orðum, það er hætta á niðurlægingu. United er nýbúið að fá á sig þrjú mörk gegn ágætu liði frá Rússlandi en í því liði var enginn Drogba, Anelka eða Lampard auk þess sem United er ekki að fara að skora þrjú á Brúnni. Niðurlæging gæti því verið niðurstaðan, tap mjög líklega en allt umfram það er sigur (líka jafnteflið). Það að halda forystu Chelsea í innan við þremur stigum væri sterkur leikur á þessum tímapunkti, því að Chelsea liðið á þrátt fyrir massífa stöðu eftir að missa menn á Afríkumótið og einhverja af eldri mönnunum í meiðsli yfir langan og kaldan veturinn. Án þess að gera lítið úr öðrum liðum þá er þetta fyrsta stóra prófið á það hvar United stendur í komandi titilbaráttu. Niðurstaðan að mínu mati er sú að núverandi staða í deildinni gefi ranga mynd af spilamennsku liðsins hingað til sem hefur verið slök - hvort það reynist síðar jákvætt eða neikvætt verður að koma í ljós.

Samanburður á líklegum byrjunarliðum, betri maðurinn á þessu tímabili í ,,bold"

Cech - Vds

Cole - Evra (jafnir)
Terry - Vidic
Carvalho - Evans
Ivanovic - O´Shea (jafnir)

Essien - Carrick
Lampard - Fletcher
Ballack - Valencia
Malouda/Deco - Giggs

Drogba - Rooney
Anelka - Berbatov

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: