Reynslan frá Grindavík
Undanfarnar vikur hef ég tekið þátt í mjög skemmtilegu verkefni. Við Viðar Guðjónsson tókum að okkur að vera einskonar kosningastjórar Lista Grindvíkinga og ég get sagt fyrir mig (og í rauninni okkur báða) að þessi reynsla hefur verið mjög góð. Ekki einungis að kynnast starfinu sjálfu í raun, heldur Grindvíkingum sjálfum sem eru eðalfólk - í það minnsta þau sem við kynntumst best (í Lista Grindvíkinga).
Lista Grindvíkinga tókst í fyrstu tilraun að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og VG. Það verður að teljast mjög gott. Ég vona að Listi Grindvíkinga taki þátt í því að færa landsmönnum góðar fréttir frá Grindavík, því að miðað við tækifærin þá á Grindavík að geta orðið öðrum bæjarfélögum fyrirmynd.
Ég tók upp Borgarafundinn í Grindavík fyrir þá sem vilja kíkja á hann.
Gangi ykkur öllum vel mínir kæru félagar í Lista Grindvíkinga, ég gleymi þessum tíma aldrei.
Er lífið ekki dásamlegt?
Lista Grindvíkinga tókst í fyrstu tilraun að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og VG. Það verður að teljast mjög gott. Ég vona að Listi Grindvíkinga taki þátt í því að færa landsmönnum góðar fréttir frá Grindavík, því að miðað við tækifærin þá á Grindavík að geta orðið öðrum bæjarfélögum fyrirmynd.
Ég tók upp Borgarafundinn í Grindavík fyrir þá sem vilja kíkja á hann.
Gangi ykkur öllum vel mínir kæru félagar í Lista Grindvíkinga, ég gleymi þessum tíma aldrei.
Er lífið ekki dásamlegt?