mánudagur, febrúar 23, 2009

Fyrir Örnu, lífið og... já AFO

Fáir sem ná eins flottu hallæriskúli og Nick Cave.

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Það sem máli skiptir

Knattspyrna: Í kvöld var eins og hlutunum hafi verið spólað 10 ár aftur í tímann. Paul Scholes stóð í Leikhúsi draumanna og gaf ca. 1000 sinnum 40-50 metra bolta á táberg skotfótar viðtakandans - þvílíkur listamaður, þvílíkur stjórnandi, þvílík goðsögn... Ronaldo, Rooney, Tevez, Berbatov og allir hinir sem smápeð í skugganum.

Tónlist: Það þarf hvorki stjarneðlisfræðing né lærðan tónlistagagnrýnanda til að komast að þeirri niðurstöðu hvers vegna plata Sigur Rósar-innar okkar var valin plata ársins.

Stjórnmál: Nú væri gaman að heyra frá Knútssyni. Steingrímur vinur hans á leiðinni í hvalveiðar og farinn að sleikja upp alþjóðagjaldeyrissjóðinn - nú er bara að gefa eftir í umhverfismálum og svo að koma okkur inn í ESB... bíddu ESB hvað er það aftur?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Silfrið í dag

Magnús Björn í Silfrinu: ,,Sástu HARDtalk um Geir Haarde? Af hverju heldur þú að Geir Haarde hafi komið út úr þessu viðtali eins og hann væri þroskaheftur eða siðblindur? Það var vegna þess að það var verið að tala mannamál. Blaðamaðurinn tók ekki þátt í þessum skrípaleik með honum."

Sjá um miðbik Silfursins (Magnús í ullarpeysu).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, febrúar 14, 2009

PZ

Það er valentínus, því verður ekki neitað og þar sem ég veit að hávær minnihlutahópur lesenda fílar smooth-disco-house þá ákvað ég að henda einu heitu.

Cole Medina - Love you inside out (fann því miður ekki hið eina sanna remix, en þetta er nógu nærri - hver hefði trúað því að Bee Gees lag gæti orðið töff?)

...og svo eitt flashback BlueBoy - Sandman (man einhver eftir lögunum ,,Dance" og ,,It´s up to you" - ef einhver á það á vinyl þá má hann endilega henda þeim hingað inn fann þau hvergi).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Darwin 200 ára

Í dag eru 200 ár síðan að hinn bresk ættaði Darwin fæddist og í ár eru jafnframt 150 ár síðan að hann breytti gangi mannkynssögunnar með tímamótaverkinu ,,Uppruni tegundanna" - því ber öllum þenkjandi mönnum að fagna. Ég gæti haldið hér langa tölu en áhugaverðara er að benda á nokkra góða tengla, sá fyrsti er á Málþing í dag klukkan 16:30 um Darwin ég mæti og þeir sem hafa áhuga endilega verið í bandi, ef þið sjáið þetta á næstu klukkutímum.

Hjónaband Darwins og Marx (sjá Ritskrá>Órýndar greinar>,,Hjónaband Darwins og Marx")

Hér er linkasíða Háskóla Íslands um Darwin

Hér má lesa brot úr ævisögu Darwins um trúarviðhorf hans

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Showtime dagsins

Áfram heldur Lakers að skemmta.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Jæja...

Hvað segið þið gott lömbin mín? Allir orðnir þreyttir á þessari Benitez&Keane mynd? Eitthvað ferskt að tala um? Davíð Oddsson ehhh?

Hrósa dagsins: Þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega aðlaðandi knattspyrnu þá verður að hrósa Liverpool fyrir að halda spennu í ensku knattspyrnunni. Arsenal og Chelsea eru að kúka á sig, Aston Villa reyndar að koma gríðarlega skemmtilega á óvart en án Liverpool væri þessi deildarkeppni á Englandi búin og það má gefa Liverpool það hvernig sem fer að þeir eru að sýna hjarta meistarans með því að klára tvo leiki í röð á síðustu mínútunum þegar jafntefli og tap hefði farið langleiðina með það að klúðra deildinni.

Niðurskurður: Þá er það orðið ljóst að ég er fórnarlamb næsta niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, reyndar einhverjir möguleikar í stöðunni en ég bið hér með alla góða menn að hafa augun opin og hafa samband ef þeir búa yfir einhverjum góðum upplýsingum tengdum vinnumálum. Hver vill ekki ráða til sín frjálslyndan evrópusinnaðan jafnaðarmann?

Evrópufundur: Fór á Evrópufund í gær um fullveldismál, afar skemmtilegur fundur og án efa mun ég skrifa smá pistil um þetta efni við fyrsta tækifæri.

Skólinn: Í komandi atvinnuvandræðum og í árferði vondra frétta almennt er ágætt að það er drullu mikið að gera í skólanum þessa önnina. Þetta er eiginlega líka í fyrsta skiptið á mínum skólaferli sem ég er að taka námskeið þar sem ég þekki ekki nokkra manneskju og í einu kannast ég ekki einu sinni við nokkurn mann.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Mynd dagsins













Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Byltingin í boði Pepsi

Hvað næst? Megas og Páll Óskar að syngja ,,Spáðu í mig" í diskóútgáfu í boði Kaupþings - af því að bankanum þínum er ekki sama. Þetta er eiginlega of fyndið til að vera satt.

Visions of Johanna

Er nokkuð lag meira viðeigandi í dag? Hef fjallað áður um textann, en leyfi honum að birtast hér í heild sinni - enda eins sá flottasti sem til er.

Ain't it just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?
We sit here stranded, though we're all doin' our best to deny it
And Louise holds a handful of rain, temptin' you to defy it
Lights flicker from the opposite loft
In this room the heat pipes just cough
The country music station plays soft
But there's nothing, really nothing to turn off
Just Louise and her lover so entwined
And these visions of Johanna that conquer my mind

In the empty lot where the ladies play blindman's bluff with the key chain
And the all-night girls they whisper of escapades out on the "D" train
We can hear the night watchman click his flashlight
Ask himself if it's him or them that's really insane
Louise, she's all right, she's just near
She's delicate and seems like the mirror
But she just makes it all too concise and too clear
That Johanna's not here
The ghost of 'lectricity howls in the bones of her face
Where these visions of Johanna have now taken my place

Now, little boy lost, he takes himself so seriously
He brags of his misery, he likes to live dangerously
And when bringing her name up
He speaks of a farewell kiss to me
He's sure got a lotta gall to be so useless and all
Muttering small talk at the wall while I'm in the hall
How can I explain?
Oh, it's so hard to get on
And these visions of Johanna, they kept me up past the dawn

Inside the museums, Infinity goes up on trial
Voices echo this is what salvation must be like after a while
But Mona Lisa musta had the highway blues
You can tell by the way she smiles
See the primitive wallflower freeze
When the jelly-faced women all sneeze
Hear the one with the mustache say, "Jeeze
I can't find my knees"
Oh, jewels and binoculars hang from the head of the mule
But these visions of Johanna, they make it all seem so cruel

The peddler now speaks to the countess who's pretending to care for him
Sayin', "Name me someone that's not a parasite and I'll go out and say a prayer for him"
But like Louise always says
"Ya can't look at much, can ya man?"
As she, herself, prepares for him
And Madonna, she still has not showed
We see this empty cage now corrode
Where her cape of the stage once had flowed
The fiddler, he now steps to the road
He writes ev'rything's been returned which was owed
On the back of the fish truck that loads
While my conscience explodes
The harmonicas play the skeleton keys and the rain
And these visions of Johanna are now all that remain


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,