miðvikudagur, janúar 31, 2007

Tvífarar dagsins (fyrir Tjörva og Andra Fannar)





Tvífarar dagsins eru Heiner Brand þjálfari Þýskaland og Nietsche. Nasistar?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Gamansemi guðanna

Menn hugsa sér takmörk,
þeir telja sig jafnvel sjá það.
Þeir sækja í sig veðrið,
þeir setja allt sitt traust á það.
Þeir gína yfir áformum
en guðirnir þeir ráða.

Og áformin voru svo heillandi,
það var harla léttvægur prettur
sem gekk af þeim dauðum
en hann var guðlegur og nettur.
Já það sem brá fyrir þig
fæti voru örlagaglettur.

Þú ræðir svo margt,
þú ert reifur og mettur.
Þér finnst tilveran leikur,
þú ert laus við þessar fléttur.
En svo er fléttan þér um háls
og það er hlegið því þetta eru örlagaglettur.

Þú ert fórnarlamb guðlegrar gamansemi
en gráleit fyndnin hún sortnar óðfluga.
Þó veinar hástöfum látið mig lausan úr glettunni
og þú leitar í örvilnan en það finnst bara ekki nein góð smuga.

Þú spyrð karlinn í búðinni:
hvar er minn réttur?
Sá eini sem finnst
hann er yfir þér settur.
En allt er háð lögmáli
og lögmálið eru þessar örlagaglettur.

Því þú ert svo auðveld bráð hinna gamansömu guða,
þú ert gangandi fyndni á þeirra vegum.
Þér stoðar ekki mikið að steyta rýran hnefa,
stórmennskan fer þér síst svo hlægilega takmörkuðum og tregum.

Þú hreyktir þér á stall
sem þú hélst að væri klettur
en þú kunnir þér ekki hóf,
svo komu á þig dettur.
Þú varðst að athlægi í kviksyndinu
fyrir örlagaglettur.

Ég setti mér markmið,
ég sótti fram til dáða.
Ég teygði mig og skoðaði í fjarskanum
takmarkið mitt þráða.
Kóngur vill sigla
en byr mun reyndar ráða.

-Megas

Efnisorð: ,

Þýskur nasistadans

Þegar HM í handbolta fer fram á tveggja ára fresti spyrja menn sig oft að því hvers vegna handbolti sé ekki ein af vinsælustu íþróttagreinum í heiminum (er á eftir rottuhlaupi og hanaslag til að nefna dæmi). Hraðinn er mikill, það er tekist á og nóg af mörkum. Helsta ástæðan hlýtur að vera sú hvaða menn veljast í þau störf að vera dómarar. Það virðist vera að öll þau mannlegu úrhrök sem ekki ná prófi sem knattspyrnu- eða körfuknattleiksdómarar velji sér að verða handboltadómarar. Allir þeir sem ekki geta fylgt reglum, staðist álag eða notað heilbrigða skynsemi og dæmt sanngjarnt enda sem sagt í handboltanum. Það hlýtur að minnsta kosti að vera skýringinn á því að fólk nennir ekki að horfa á handbolta - því að íþróttin sem slík hefur upp á margt að bjóða. Þegar best lætur og dómararnir eiga að því nánast fullkominn dag þá má líkja því við það sem verst gerist í ítalskri knattspyrnu þegar dómurum þar er mútað.
Áðan fór t.d. fram leikur Þýsklands og Spáns í 8 liða úrslitum HM og það var sárgrætilegt að fylgjast með því hvernig nánast öll vafaatriði féllu með Þýskalandi (sem er á heimavelli) og síðustu mínúturnar hreinlega gáfu dómararnir Þýskalandi sigurinn með fáránlegri 2mín brottvísun þegar Þýsklandi hafði verið endalaust í sókn og gáfu þeim svo ennþá meiri tíma til að skora en dæmdu svo töf á Spánverja eftir 30 sek. Auk þess fengu Spánverjar þrisvar sinnum dæmdan á sig mjög vafasaman ruðning en á lokamínútunni þegar einn Þjóðverjinn ruddist yfir Spánverja úr horninu sem stóð grafkyrr utan teigs var dæmt víti. Þá eru ekki talinn öll þau víti og allar þær tvær mínútur sem Þjóðverjar áttu að fá fyrir að nánast nauðga línumanni Spánverja.
Dómararnir sem fyrir leik voru taldir þeir bestu í heiminum stóðust ekki álagið af blístri þýskra nasista og sýndu meiri uppgjöf en þegar Danir gáfust upp í seinni heimsstyrjöldinni.
Eftir leikinn braust auðvitað út tryllt gleði og leikmenn stigu þýskan nasistadans en ég efast ekki um að einhvers staðar í höfði þeirra hafi leynst hugsunin ,,nei þetta gengur ekki, það er ekki hægt að gefa okkur sigurinn svona". Mögulega er þetta ástæðan fyrir því að almenningur nennir ekki að fylgjast með handbolta!

sunnudagur, janúar 28, 2007

Ný plata

Norah Jones með nýja plötu, er að byrja á henni. Hversu miklir Tom Waits stælar eru í þessu - drullutöff. Gæti jafnvel verið eftir hann sjálfan!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Hvaða heimur er þetta sem við höfum byggt?

Horfði aftur á myndina The Corporation (hér má nálgast myndina) og fylltist eldmóð... þar til ég las svo þetta.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Tímaflakk Framsóknarflokksins

Nú þegar enn eitt kjánaprikið er á leið út úr pólitík fyrir Framsóknarflokkinn og að því virðist enginn Framsóknarmaður eftir til að fylla skarð hans í þriðja sæti, þ.e. sem ekki er nú þegar í framboði virðist líklegt að Framsóknarflokkurinn ætli í tímaflakk og ferðast á deitball á 9.áratugnum og pikka þar upp drukknustu og hallærislegustu dömuna eða því heldur Steingrímur Ólafsson Framari fram. Daman mun þó vera langt á undan þeim sauðskinsgörmum sem helstu forystumenn flokksins klæðast,(hvað þá forneskjulegri 19.aldar stefnuskránni )og á að hafa það hlutverk að hressa upp á ímynd flokksins út á við.

Saurmyndun í munni stjórnmálamanna

Ég áttaði mig á því þegar ég horfði á Silfur Egils í gær hvers vegna ég hef geymt það síðustu tvo mánuði. Þvílík leiðindi og vonbrigði. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingarmaður að tala gegn viðreisnarstjórn, en að vera hægri krati og tala gegn því er eins og standa og ætla að pissa en fatta síðan að maður er búinn að kúka á sig. Þar að auki vildi hann að Framsóknarflokkurinn myndi renna inn í Samfylkinguna, greinilega ekki búinn að heyra kenninguna af skemmdu eplunum. Þar kom líka fram að Guðmundur í Byrginu var á lista Frjálslynda flokksins fyrir síðustu kosningar - say no more. Ég vil hins vegar að þetta hvítasunnumál Byrgisins og Framsóknarflokksins verði skoðað. Það þarf að athuga hvort að það séu tengsl milli yfirmanna Byrgisins við Hvítasunnusöfnuðinn og peninganna sem þeir fengu frá Félagsmála- og Heilbrigðisráðuneytinu sem nú eru bæði Framsóknarráðuneyti, sérstaklega þar sem Árni Magnússon fyrrverandi félagsmálaráðherra er í söfnuðinum og fyrir síðustu kosningar var talað um að Framsókn hefði smalað fylgi þaðan og ef að það finnast tengsl þá á að fangelsa þá sem voru viðráðnir því það er ekki minni glæpur en glæpur Árna Johnsen. Í dag var síðan Magnús Þór Hafsteinsson og Margrét Sverrisdóttir í Kastljósinu, hef það alltaf á tilfinningunni að Magnús sé líka algjört fífl í einkalífinu en ekki bara á þinginu. Best væri ef að Margrét færi með sitt lið úr flokknum og hirti af þeim nafnið (hún er velkomin inn í Samfylkinguna) - getur leyft þessum sveittu miðaldra rasistafíflum að klúðra sínum eigin málum. Það virðist einhvern veginn rökrétt eftir kosningar að Frjálslyndir og Framsókn myndi saman einhvern flokk ,,Ógeðfelldra og úrkynjaðra skoðanna". Mjög fyndið að heyra að einhver hafi í alvöru komið með þá hugmynd að ef að þetta pakk missir nafnið sitt að þá ætti að endurskíra flokkinn ,,Frjálslyndi Jafnaðarmannaflokkurinn"... hvar er frjálslyndi og jöfnuður í stefnu flokksins? Trúi því ekki að Samfylkingin myndi stjórn með þessum hálfvitum, þá hefur hún misst mitt atkvæði.
Ágætt að hafa þetta með til marks um fáránleika málsins.

Dagpeningamál KSÍ

Jöfnun á dagpeningamálum KSÍ er einhver mesta hneisa sem ég veit um. Eggert Magnússon ákvað sem sagt að jafna dagpeninga kvenna og karlalandsliðsins til að tryggja Geir Þorsteinssyni sem eftirmann sinn og koma þar með í veg fyrir að trúðslegt framboð höllu gunnarsdóttur fengi fylgi. (Til að endurtaka ekki aftur alla bununa vil ég benda þeim sem skilja ekki afstöðu mína á pistilinn ,,Talsmaður feminista vangefin?" frá 1.nóv 2006. )
Með þessu er Eggert hins vegar að bakka og gefa feministum þau skilaboð að ömurlegar starfsaðferðir þeirra virki, Eggert ,,Maður semur ekki við hryðjuverkamenn".
Á bls 20 í Fréttablaði dagsins (23.janúar) skrifar Steinunn Stefánsdóttir einmitt um málið og auðvitað fer hún á flug með það að Eggert og co. hafi gefið eftir. Það sem Steinunn áttar sig hins vegar ekki á, er að á bakvið slagorðið ,,Sömu laun fyrir sömu vinnu" býr meira eins og ég nefni í pistlinum 1.nóv, þ.e. ekki aðeins sömu laun fyrir sömu vinnu heldur einnig að þar liggi á bakvið sömu hæfileikar. Ég tók dæmi af því að ef að ég og Bob Dylan settumst niður og eyddum sömu orku og tíma í að semja lag þá þýddi það ekki að ég ætti rétt á sömu launum! En nóg af því, punktinum er náð (fyrir þá sem vilja).
En Steinunn er ekki hætt og segir ,,Það er hlutverk þeirra sem á valdapóstum sitja og einnig okkar fjölmiðlafólks að hrista af okkur þetta gáleysi og taka höndum saman um að gera konur valdameiri og sýnilegri í samfélaginu" Nú nenni ég ekki að fletta því upp hvað konan er menntuð eða hvaða áfanga hún tók í fjölmiðlafræði en það er sannarlega ekki hlutverk fjölmiðla að gera konur frekar en ákveðin hagsamunasamtök eða stjórnmálaflokka valdameiri og sýnilegri í samfélaginu! Það er heldur ekki hlutverk þeirra sem á valdpóstum sitja!
Konur bera sjálfar höfuðábyrgð á eigin stöðu og vilji konur taka ábyrgð og vera metnar af verðleikum og kvennaleikmenn af hæfileikum eins og kemur fram í grein Steinunnar er réttast að aðgreina KSÍ og láta konurnar um að fjármagna það batterí sem nú er stærsti taprekstur KSÍ þar sem það er engin áhugi almennings og þar með fjölmiðla - hvað ætli dagpeningarnir verði miklir þá?



Jæja á léttari nótum.

Fullkomnun

Ég vil fullyrða að ekki sé hægt að gera betri útvarpsþætti en þá sem nú eru endurfluttir á Rás 2 á sunnudagskvöldum. Þar fer umsjónarmaður þáttarins Magnús Þór Jónsson yfir feril Bob Dylan.
Það eina sem ég get ímyndað mér að kæmist í hálfkvist við þetta er ef að hlutverkunum væru snúið við og að Dylan myndi fjalla um feril Meistarans. Geti einhver hoppað í hlutverk hetjunnar John Wesley Harding (eða Jónasar frá Hriflu eins og Megas setti fram á svo kaldhæðinn hátt) og reddað okkur aumu Dylan smælingjunum þessum þáttum á öðru og langlífara formati fengi sá hinn sami mikla þökk fyrir og jafnvel betra líf í paradís að þessu loknu (hver veit).
Því miður er þáttur nr.1 ekki til taks en þátt 2 og 3 má nálgast til hlustunnar hér að neðan - kætist meðan kostur er.

Þáttur 2

Þáttur 3

mánudagur, janúar 22, 2007

Fegurð

Ég verð alltaf jafn glaður þegar að ég heyri þetta.

Fyrir ári

Fyrir ári síðan sat ég á næturvakt og fylgdist með þessu í beinni útsendingu, og vakti menn með sms-um sællra minninga... og ætla að endurtaka það núna, fórnarlambið er Daði!

Klassík

Drambsama lambið

Og Náttúran spurði Jakob hvernig líf hún skyldi veita honum:


Hvort viltu frekar eigra um jörðina
og spá í veraldarflækjur heims
sem gengur þvert gegn skynseminni
eða leika saklaus á strengi skógarins
í allri þinni nekt og náttúru?



Jakob sagði við Náttúruna:

Það vildi ég,
að ég fengi
hvort tveggja


---

Upp frá því eigraði Jakob
nakinn og saklaus
þvert gegn skynseminni




Daði
1981-

laugardagur, janúar 20, 2007

Fyrir Tuma Thorlacius (Brandarinn sem varð aldrei þreyttur)

Langir dagar, dimmar nætur
festa rætur í draumum aumum
leka minningar í taumum – stríðum straumum
and-vaka, svefngöngufætur
festa sér rætur,
ef af líkum lætur...
Gimsteinar götunnar glitra
gangverk heilans, hefur að strita
og veröldina varfærnislega að lita.
Er þessi heimur andleg skita?
Er honum stjórnað með stjórnskyndbita?
Hjarta vanans virðist freðið – það þarf að hita
en það gerir streðið – líkamans slita... Úrslita?
En dregur til úrslita?
Er vitund mannsins um líf jarðar sokkin í djúpið?
Vinsamlegast hafið samband ef tilganginn afhjúpið
því lausn mannsins virðist vera í svo óra fjarlægð
og þegar maður lítur lengra - til stjarnanna biður maður aðeins um vægð.
Það væri ljúft að hafa fæðst grunnhygginn og vera upptekinn af frægð
Sitja sáttur í bátnum í stað þess að láta sig sökkva.
Og þeir staðhæfa það í sífellu, að nú sé aðeins að hrökkva eða stökkva
Að hika sé það sama og tapa – sjá ljósið
en aðeins þekking getur gert þig frjálsan.
Svo allt tal um þátttöku í leiknum og hvað þá úrsögn hlýtur að vera blekking.
Markmiðið hlýtur að tengjast því að reyna að skilja augnablikið áður en það er liðið...
Að þekkja stund hamingjunnar áður en hún er liðin...
Og skilja sköpun sína jafnvel áður en hún er framkvæmd...
Að vita hvort snjókornin sem ljósastaurarnir lýsa upp séu í frjálsu falli...
Hvort þau falli í óreiðu eða hvort þetta sé allt skipulagt.
Það má finna ljós í dimmustu augum mannsins, hamingju í andliti hinna dánu.
Þetta er allt svo undarlegt - yfirleitt svo sorglegt – en á nóttu sem þessari yndislegt.


Daði
1981-

Til minningar um Tuma Thorlacius. Sé þig seinna