miðvikudagur, október 29, 2008

Beðið um álit

Nú þegar ég er búinn að missa 10 kg og er farinn að taka aftur á mig mynd eðlilegrar mannveru eftir af hafa verið afmyndaður af spiki í töluvert langan tíma; hvað á þá að líða langur tími þangað til ég má öskra á eftir feitu fólki að það líti út eins og ógeðsleg svín?

Ætti ég kannski að ná af mér nokkrum kg í viðbót?









Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, október 28, 2008

Stuttmynd sem kætir

Wassup?

Er lífið ekki dásamlegt?

Hugleiðing

Margir af helstu og merkustu hugsuðum sögunnar hafa litið á hana sem baráttu stétta, s.s. Marx og upptalning hans á arðræningjum og öreigum í gegnum söguna. Hvort sem við samþykkjum slíkar söguskoðanir um átök milli hinna ríkjandi stétta og hinna skuldugu vinnandi handa að þá er staðreyndin sú hvort sem við viðurkennum það eða reynum að bæla það niður að við búum í þrepskiptum heimi augljósrar stéttaskiptingar - oft talað um glerþak undirstétta sem erfitt sé að komast í gegnum.
Nú er rúm vika í forsetakosningar í Bandaríkjunum og fagna því allir réttlátir menn ef fram fer sem horfir að blökkumenn stigi skrefið uppá við (í gegnum glerþakið) og standi jafnfætis hvítum kynbræðrum sínum. Á sama tíma tekur goggunarröðin eitt skref uppá við, þar sem þrep blökkumannsins hefur losnað. Ef mér skjátlast ekki hafa konur því rúma viku til að verða fyndnar og góðar í íþróttum - gangi ykkur vel.

Vote for Palin 2012!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, október 22, 2008

Framtíðin

Jón Kaldal skrifar góðan ritstjórnarpistil í Fréttablaði gærdagsins sem ber heitið Viðspyrnan og ég leyfi mér að birta í heild sinni hér:

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið
Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf.

Koma gjaldeyrissjóðsins gefur von um að nauðsynlegri viðspyrnu verði loks náð. Að frjálsu falli undanfarinna vikna ljúki og að uppbyggingarstarfið geti hafist. Um það starf á öll þjóðin að geta sameinast.

En viðspyrnan með komu gjaldeyrissjóðsins gefur líka kost á að fara í það geysilega mikilvæga uppgjör sem verður að fara fram.

Mótun nýs samfélags, með breyttri forgangsröðun og nýju vinnulagi, má ekki vera í höndum þeirra sem hafa stýrt þjóðinni undanfarin ár.

Óhjákvæmilegt er annað en að Sjálfstæðisflokknum, fremur en öðrum, verði hegnt fyrir þetta hrun. Og það verðskuldað eftir samfellda sautján ára valdasetu.

Hversu grimmileg refsing Sjálfstæðisflokksins verður er hins vegar að töluverðu leyti í hans eigin höndum. Það mun velta á uppgjörinu sem hlýtur að fara fram innan raða hans.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur haft sæmilega mótaða sýn og stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Byggir sú stefna bæði á efnahagslegum forsendum og hugsjónum um hvar Ísland á að velja sér stað í samfélagi þjóðanna.

Það þótti mörgum heldur klént þegar Samfylkingin lét Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að festa í stjórnarsáttmálann innihaldsrýran kafla um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Samfylkingin hefur að auki látið yfir sig ganga ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé tímabært að velta fyrir sér aðild. Í þeirri stöðu sem nú er uppi er rétt að skoða þann stóra hóp sjálfstæðismanna sem hefur aðra skoðun en opinberu flokkslínuna.

Mikill og vaxandi Evrópuáhugi hefur verið innan samtaka sem hafa sögulega verið í lykilhlutverki í baklandi Sjálfstæðisflokksins. Þetta á við um Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðnaðarins og síðast en ekki síst Samtök atvinnulífsins, sem hafa að auki verið einhver harðskeyttasti gagnrýnandi Seðlabankans undanfarin misseri.

Innan þessara samtaka eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því að íslenskt efnahagslíf var vaxið upp úr allt of litlum fötum krónunnar. Þessir menn sitja nú uppi með að hafa leyft þeim að ráða ferðinni sem lofsungu sveigjanleika sjálfstæðrar peningamálastefnu og mikilvægi krónunnar. Sú ferð hefur nú endað með stórkostlegum hörmungum fyrir íslenska þjóð.

Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, október 20, 2008

Kreppumatur - uppskriftin að ánægjulegri kreppu

Íslensk og bandarísk stjórnmál í pistli að neðan.

Það er ánægjulegt að Keðjan sé komin aftur til starfa og ég ákvað að því tilefni að fara lengra með nýjasta pistilinn hans sem ber nafnið ,,Ég tek slátur".
Í þessum pistli leitar Keðjan aftur til fortíðar í gamla ósýnilega skruddu að nafni Aðgerðaráætlun í kreppu og kemst að þeirri niðurstöðu að slátur sé málið.
Slátur vekur hjá mér hlátur (þá grátur) og því ákvað ég að tímabært væri að leggja höfuðið í bleyti um það hvernig breyta mætti þessari ferköntuðu ónýtu Aðgerðaráætlunarskruddu og finna upp matarkreppuhjólið á stafrænu formi fyrir yngri kynslóðir og nútímann. Hér eru frumdrög sem ekki eru endanleg og húsmæður landsins eru beðnar um ráð fyrir piparsveina:

Fyrst af öllu ber að baka sínar eigin pizzur sjálfur, hveiti/heilhveiti, ger og vatn eru ódýr hráefni og það sama má segja um margar grænmetisvörur s.s. lauk, tómat (sem jafnvel má nota í heimatilbúna sósu) og muna að spara ostinn. Þannig er kostnaðinum haldið í lágmarki og færir pizzugerðarmenn vita að heimabakað er betra en heimsent.

Í annan stað ber að nefna þjóðarrétti annarra þjóða t.d. í austur Evrópu, á meðal þeirra Pierogi algjör óþarfi að fara í þorraviðbjóð þó að það sé kreppa, verum áfram alþjóðleg og flott.
Hér má sjá aðra þjóðarrétti og þá er gott að halda sig við þriðja heiminn þar sem notuð eru ódýr hráefni.

Í þriðja lagi er hægt að nota matarafganga gærdagsins með núðlum sem eru afar ódýrar (fyrir þá sem eru of pjattaðir til að borða sama matinn tvo daga í röð) - þá eru ótaldar núðlusúpur, núðlur í tómatssósu og aðrir núðluréttir.

Í fjórða lagi má poppa upp íslenskan kreppumat, lifur í indverskri sósu og hrísgrjón - herramannsmatur fyrir nútímafólk.

Í fimmta lagi: Kjötbollur úr farsi, það er töff og alvöru kartöflumús enda kartöflur ódýrar - sósan líka ódýr (vatn, laukur, teningur og krydd).

Í sjötta lagi er komið að tíma súpunnar. Súpur eru hollar og uppistaðan er vatn. Þær þurfa ekki endilega að vera humar, kjúklinga eða gúllassúpur (að ótaldri hinni íslensku kjötsúpu) það er líka hægt að búa til grænmetissúpu eða ávaxtasúpu. Hér eru nokkrar uppskriftir sem hægt er að prenta út og fara með í Bónus til að sjá hvaða grænmeti og ávextir eru á tilboði til að sem hagstæðast verð fáist fyrir súpulíterinn. Annað sem er gott við súpu er að hana má éta í marga daga án þess að þurfa að elda nokkuð annað.

Í sjöunda lagi geta menn svo bruggað sitt vín og bjór sjálfir, ef þeir treysta sér ekki í að vera edrú í lengri tíma. En best af öllu er auðvitað að sleppa víninu og gosi og nota vatnið sem er ekki eingöngu ódýrt og hollt heldur hentar líka öllum mat og er svalandi.

Í áttunda lagi nú þegar að hægjast fer á fólki að þá má baka allan andskotann og þá er ég ekki að tala um kleinur, piparkökur eða jólaköku heldur fjölmenningarleg brauð og hummus með. Heimatilbúið pasta er líka ódýrt, skemmtilegt og reynir á listræna hæfileika, gott til að sameina fjölskylduna (og þá má ekki gleyma pastasósunni ).

Segjum þetta nóg í bili, verum fjölmenningarleg og töff, við fáum líka nóg af þessum þorraviðbjóði hjá foreldrum, ömmum og öfum okkar á næstunni. Aðrar spennandi og alþjóðlegar hugmyndir eru vel þegnar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, október 19, 2008

Stjórnmál

Egill Helgason bendir á stórskemmtilega og vel langa grein eftir rithöfundinn Einar Már Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Hann mætti svo í Silfrið í dag og hélt áfram á sömu nótum.

Einar segist vera í hlutverki barnsins í Nýju fötum keisarans en hann lætur sér nægja að benda á hið augljósa (sem er reyndar ekki að öllu leyti rétt) en gleymir að benda keisaranum að hann þarf að koma sér í föt eins og skot, niðurstaðan verður enn ein ,,I told you so" sagan en hlægilega lítið fer fyrir lausnum - Einar er því kannski of upptekinn af keisaranum til að sjá að hann er berrassaður sjálfur.

Orð hans um að frjálshyggjan hafi gleypt jafnaðarmenn hérlendis og erlendis (tekur Bretland sem dæmi) á síðan alls ekki við eða er í besta falli hæpin. Á Íslandi hafa jafnaðarmenn verið í stjórn í rúmlega ár (nema að Einar ætli sér að verða móðgandi og kalla Framsóknarmenn jafnaðarmenn), þar hefur Samfylkingin því miður ekki verið í forystu sérstaklega í efnahagsmálum en hefði verið á hana hlustað (Sjálfstæðisflokkur og kjósendur) að þá værum við ekki í þessari stöðu. Staðan væri slæm en innan Evrópusambandsins og væntanlega með umsókn að evru þá væri staðan allt önnur.
Í Bretlandi var Blair að lokum nánast baulaður frá völdum, en ekki vegna frjálshyggju heldur vegna Íraksstríðsins, það er engin eða í það minnsta mjög lítil gagnrýni í Bretlandi á það hvernig Blair notaði aukið frelsi og einkavæðingu til að stórefla velferðarkerfið. Vissulega fóru menn þar fram úr sér eins og hér, en ekki í eins miklum mæli, þar höfðu menn öruggan gjaldmiðill og sterka stöðu í ESB og þessi einkavæðing skilaði sér mun betur inn í velferðarkerfið.

Ég ætlaði að taka þennan pistil algjörlega fyrir og orð Einars í Silfrinu en sem betur fer mætti sjálfur kóngurinn á eftir honum og benti á lausnirnar. Mikið held ég að staðan væri öðruvísi ef að Jón Baldvin hefði tekið þátt í þessari ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar, bæði í upphafi og svo núna ef að krísan hefði verið álíka. Ég mæli með báðum þessum herramönnum í Silfrinu og ofangreindan pistil en þó sérstaklega með Jóni Baldvini - það er hægt að segja hvað sem er um hann persónulega en hugmyndafræðilega og stjórnmálafræðilega ber hann höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn hérlendis.

Bandaríkin: McCain grípur til þeirra örþrifaráða að kalla Obama sósíalista, Obama trompar með því að ýta Repúblikananum Colin Powell út á sviðið sem nú segist styðja Obama - þetta er farið að minna á þegar að Hillary ætlaði að beita brögðum en Obama henti Ted Kennedy í andlitið á henni. Það er ekkert hægt að gera nema að standa upp og klappa fyrir svona pólitík, þetta tekur 2-3 daga af McCain sem hafði nú ekki mikinn tíma fyrir. Ætlar McCain virkilega að eyða síðustu tveimur vikunum í það að kalla Obama sósíalista? Hvað eru margir dagar síðan hans herra ,,Já og amen" við öllu, sjálfur George Bush ríkisvæddi níu banka vegna þess hversu mikið efnahagslegt kjánaprik hann er?

Er lífið ekki dásamlegt?

föstudagur, október 17, 2008

Hiphop - Obama vs McCain Round 3 að neðan

Obama vs McCain - Round 3

Mér finnst einhvern veginn eins og ég sé skyldugur til að klára þessa yfirferð þrátt fyrir að þetta séu nú orðnar gamlar fréttir, en Obama mætti hinum aldna McCain í þriðja og síðasta skiptið í rökræðum í gær.
McCain mætti ferskur til leiks og var ákveðinn og betri fyrsta hálftímann, þegar hann svo sá að þessi ákveðni sín virtist ekki bíta á Obama sem var eitursvalur að þá missti McCain höfuðið og fór út í neikvæðni, fór að bendla Obama við hryðjuverkamann úr Weather Underground og tapaði sér í tali um Joe The Plumber og krassaði þá í áliti kjósenda á meðan Obama hélt sínu striki og eyddi þessum ásökunum gamla mannsins.
Að lokum var það mat kjósenda að Obama hefði staðið sig betur en 58% áhorfenda CNN töldu hann betri en aðeins 31% töldu McCain betri og að ,,venju" hafði Obama vinning í jákvæðum rökræðum (um efnahagsmál, skattamál og heilbrigðismál) á meðan McCain tók neikvæðu flokkana (hvor var neikvæðari í garð hins og hvor hegðaði sér eins og týpískur stjórnmálamaður).
Meira um helstu skoðanir kjósenda hér.
Ástandið fyrir þessar rökræður var þannig að margir vefmiðlar töldu að Obama hefði hina 270 fulltrúa sem þarf eins og staðan er í dag, en eftir þær hefur CNN hoppað á vagninn og munar nú rúmlega 100 kjörmönnum en sumir veðbankar eru nú þegar byrjaðir að greiða út til þeirra sem veðjuðu á Obama.
Öll von er þó ekki úti enn fyrir McCain en ástandið er sennilega orðið jafn slæmt fyrir hann og íslenskt efnahagslíf, margt getur þó gerst á 19 dögum en McCain þarf ekki aðeins að pikka upp alla 87 kjörmennina í þeim sex ríkjum sem enn eru óákveðin, heldur að stela 1-3 ríkjum sem hallast nú að Obama - líkurnar á því tel ég að séu ca. jafn miklar og að ég fari í verslunarferð til Danmerkur til að kaupa gjafir fyrir komandi jól.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, október 15, 2008

Hiphop

Hér er snilldarsíðan The Rub. Þarna má ,,stream-a" eðal hiphop þætti m.a. frá Brooklyn radio en jafnframt má finna þar árslista frá 1979-1999 í þessum sama svarta heimi og download-a þeim - sem sagt sannkallaður fjársjóður.

Ég þakka nafnlausa einstaklingnum í commentakerfinu innilega fyrir þessar upplýsingar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, október 14, 2008

Perlur fyrir haustið Vol.14

miðvikudagur, október 08, 2008

Skúrkar alþjóðahagkerfisins

Á meðan allt brennur og Ísland er í rjúkandi rúst er rétt að benda á þennan þátt um skúrka alþjóðahagkerfisins. Spurningin er hins vegar hvort það eru hinir siðblindu eða þeir sem ekki settu lög um leikreglur sem eru mestu skúrkarnir - sennilega eru einhverjir í báðum hópunum.
Við Seðlabankann er aðeins eitt að segja:

,,If you lose dollars for the firm by bad decisions, I will be understanding…
… if you lose reputation for the firm, I will be RUTHLESS“

Warren Buffett

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Obama vs McCain - Round 2

Á meðan Ísland brennur heldur heimurinn áfram að snúast. Í nótt fóru fram aðrar kappræður Obama vs McCain en sá fyrrnefndi hafði betur í fyrstu lotu, auk þess sem Biden var betri en Palin í kappræðum varaforsetaefnanna. Obama hefur auk þess haft 5-7% forskot á landsvísu og verið að komast yfir í ríkjum sem hafa verið eign Rep.
McCain þurfti því á sigri á halda í þessum kappræðum sem voru þær einu þar sem áhorfendur fengu að taka þátt. Í sem fæstum orðum þá tókst honum það ekki og í ansi mörgum mismunandi flokkum hafði McCain aðeins betur í einni spurningu eftir einvígið á CNN og það var hvor væri hæfari til að takast á við hryðjuverkamenn og þar var munurinn naumur, í öllum öðrum spurningum vann Obama samkvæmt almenningsáliti. Hvort sem það var hver hefði staðið sig betur í heildina þar sem munurinn var mikill eða hvor hefði betur varðandi efnahagsmál þar sem munurinn var 20% Obama í hag sem þótti einnig forsetalegri, meiri leiðtogi, líklegri til að ná árangri í Írak, hefði betra plan í heilbrigðismálum o.s.frv. Meira að segja rep. ráðgjafar á CNN viðurkenndu að Obama hefði verið betri.
Þá er merkilegt að sjá uppfærslu CNN á landsvísu miðað við núverandi stöðu og eftir kvöldið mun hún örugglega ekki versna. Þar er Obama talin vera með 264 en McCain 174 og það þarf 270 kjörmenn til að hljóta tilnefningu - Obama þyrfti því eitt ríki af sjö til að vinna ef það er ekki Nevada (en þá yrði jafnt ef McCain næði hinum sex).
Það er tæpur mánuður eftir sem er langur tími en Obama stendur mun betur, hann fær fá högg á sig en sendir mörg högg á McCain sem mun bráðlega lenda hálf meðvitundalaus í köðlunum ef einhverjar stórar breytingar eiga sér ekki stað - CNN gengið talaði jafnvel um hárígræðslu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, október 07, 2008

Nýr þjóðsöngur?



Unbreakable Union of freeborn Republics,
Great Russia has welded forever to stand.
Created in struggle by will of the people,
United and mighty, our Soviet land!

Sing to the Motherland, home of the free,
Bulwark of peoples in brotherhood strong.
O Party of Lenin, the strength of the people,
To Communism's triumph lead us on!

Through tempests the sunrays of freedom have cheered us,
Along the new path where great Lenin did lead.
To a righteous cause he raised up the peoples,
Inspired them to labour and valourous deed.

Sing to the Motherland, home of the free,
Bulwark of peoples in brotherhood strong.
O Party of Lenin, the strength of the people,
To Communism's triumph lead us on!

In the victory of Communism's immortal ideal,
We see the future of our dear land.
And to her fluttering scarlet banner,
Selflessly true we always shall stand!

Sing to the Motherland, home of the free,
Bulwark of peoples in brotherhood strong.
O Party of Lenin, the strength of the people,
To Communism's triumph lead us on!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, október 06, 2008

Jamm...

Þó dömurnar þínar loks komnar hverfi sem skjótast.
Hvað ætti það í rauninni að bögga þig.
Á sérhverjum ljósum - já og löggiltum bílastæðum,
þær leita á þig nýjar sem sitt vilja ljá þér og sig.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Vindarnir þó gnauði og gusti um þig illir
og groddalegar hryðjurnar herji þig á.
Sólin mun skína og skattböðlar týna fælnum
og skuldir þær fyrnast og miðlarinn fer enn á stjá.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Verðmæti þín þó vinki og hverfi út í bláinn
og það vitnist ekkert um ferðir þeirra meir.
Hafðu þá rænu aldrei að ætla þér rænu
ekki aðeins í Hveragerði baða menn sig uppúr leir.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Nóg er af tárum og takmarkalaust hve þeim rignir
svo tilgangs- og marklausum farvegum að streyma í.
Mundu að þau eru til þess eins að brúka í beitu
og til að bæta veðrið nei vanþörf er sjaldnast á því.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Og veröldin hún er flá það er ljóst fyrir löngu
og lífið það hatar þig bæði hátt og lágt.
Því er að vera fremstur í fláttskap og vélum
einatt flaggandi smælinu góða við fjandann í sátt.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Kannski þig muni í maðkagilið án tafar
ef manntötur lífið er þér slíkt offermi.
En líttu í kringum þig komdu auganu á það
þeir klára sig best sem sig halda undir meðallagi.

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig.
Ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Er lífið ekki dásamlegt?

föstudagur, október 03, 2008

Hiphop listi Rögnu

Sælir bræður og systur!

Þegar að kreppa er skollin á, íslenska krónan búin að taka sér stöðu með gjaldmiðli Simbabve og snjórinn kaffærir síðustu glóðina í skammdeginu að þá þarf eitthvað risavaxið til að kæta fólk og svei mér þá ef að ég hef ekki töframeðal undir hendinni sem mun snúa við efnahag þjóðarinnar.
Til að láta klisjur fljúga og láta viðkomandi líða kjánalega (sem er jú ávallt tilgangur þessarar kynningarinnar) að þá er það sjálf hiphop drottning Íslands sem á lista dagsins.
Já það er Ragna ,,Cell Seven" Kjartansdóttir sem á sínum tíma lét rímurnar fljúga í hljómsveitinni Subterranean sem býður upp á old school ruff rugged n´raw 90s cream of the crop hiphop, lög sem hljómuðu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í Chronic þættinum, sælla minninga.
Ef að ég mætti stilla ættingjum sínum upp í uppáhaldsröð þá myndi ég segja að Ragna væri uppáhalds frænka mín og það er ekki vera að hún sé fædd sama dag á sama ári og ég.
Ragna ólst upp í Vesturbænum áður en hún færði sig yfir í siðmenninguna, fyrst í Kópavog og svo í okkar ástkæra 109 Rvk, en er einhverra hluta vegna flutt aftur í Vesturbæinn og það nánast inn á KR-völl (come on) - það verður varla lengi.
Ragna hefur marga fjöruna sopið í heimi hiphop menningarinnar. Bæði hefur hún hitað upp með áðurnefndri hljómsveit (sem var stærsta rapphljómsveit landsins) fyrir sveitir á borð við The Fugees, De La Soul og The Gravediggaz til að nefna nokkrar (allt sveitir sem ættu að eiga lög á einhverjum listum á þessari síðu) og einnig hefur hún unnið með álíka primadonnum í upptökuveri sem hún starfaði við úti í New York (ef ég man rétt) auk þess að sinna sínum eigin ferli.
Ragna starfar nú sem tæknimaður á RÚV og ef þið verðið góð þá er aldrei að vita nema að stúlkan aflétti af lager sínum í formi geisladisks - við bíðum spennt. Þangað til getur hnýsið fólk googlað sig að öðrum lögum hiphop drottningar Íslands (en ofangreindu) til að njóta þess besta sem íslenskt hiphop hefur uppá að bjóða - en fyrst þessi yndislegi listi sem hlýtur a' ilja mönnum við hjartarætur:

BIG - Unbelievable

Black Moon - how many emcee's

Pete Rock & CL Smooth - TROY

Common - Invocation

/ The light

/ I used to love H.E.R.

DR Dre - Nuthin but a G-thang

Gangstarr - DWYCK

Group Home - Livin Proof

Jeru Da Damaja - Come Clean

/ ya playin Yaself

The Roots - What they do

Mobb Deep - Shook ones pt 2

Nas - it ain´t hard to tell

/ represent

Tribe - electric relaxation

KRS One - Mc´s act like they don´t know

Grandmaster Flash & The Furious Five - The message

Masta Ace - INC Ride

Craig Mack - Flava in ya ear

Mos Def - Travellin man

Gravediggaz - 1-800 Suicide

Keith Murray - The most beautifullest thing in this world

Smif-n-Wessun - Bucktown/ Wreckonize ( remix Vocal )

Raekwon - Ice cream

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Nokkrir stuttir

Pólitík: Það var ekki merkilegar ræður sem haldnar voru á Alþingi í gær... usss! Svona röðuðust frummælendur:

Steingrímur var bestur að venju og mér sýndist hann hreinlega á tímabili vera orðinn forsætisráðherra eftir arfa slaka frammistöðu Geir H. Haarde.

Jóhanna var næst best og benti á lausnir á vandamálum og hvað þegar hefur verið gert m.a. annars í hennar málaflokki. Samt sem áður var hún sennilega næst best vegna þess að aðrir voru svo slakir.

Geir H. Haarde var hrikalega líflaus og boðaði áframhaldandi stefnuleysi og má einungis þakka Guðna Ágústsyni og Guðjóni Arnari fyrir hræðilegri ræður.

Guðni Ágústsson lagði ekkert fram og gat varla nefnt nokkuð gott sem hans flokkur lagði fram á 12 árum á meðan hver einasti maður getur bent á 10 atriði fyrir því hvers vegna Framsókn ber stóra ábyrgð á núverandi ástandi. Ef að Lenin tæki völd á Íslandi (sem verður blessunarlega ekki) að þá væri Guðni í hópi fyrstu 10 einstaklinganna sem væri stillt upp við vegg og skotnir.

Guðjón Arnar sagði kannski eitthvað en allir voru löngu búnir að missa einbeitinguna, hvernig er hægt að vera alþingismaður og koma ekki frá sér orðum án þess að hökta 50 sinnum í hverri setningu.

Af öðrum held ég að flestir geti verið sammála um að Össur og Katrín Jakobs báru af, enda ættu flestir aðrir að snúa sér að einhverju öðru en að tala fyrir hönd þjóðarinnar, Ásta Möller WTF???

Efnahagsmál: Hvað er hægt að segja? Best bara að sleppa því. Geir H. Haarde heldur ræðu og það kemur blindbylur og frost yfir Reykjavík - er það ekki eins nálægt raunveruleikanum og hægt verður komist þegar allt er í klessu.

Stjórnmál BNA: Ég horfði á Biden vs Palin í nótt, mögulega voru þær rökræður skemmtilegri en Obama vs McCain. Palin stóð sig betur en menn þorðu a vona en það gerði Biden einnig. Á CNN töldu áhorfendur að Biden hefði verið betri og var munurinn um 15%. Þannig að sennilega hefur Biden haft meiri áhrif á óháða/óákveðna en Palin - nú er staðan þannig að McCain er hreinlega að falla á tíma og þarf einhver alvöru útspil ef ekki á að fjara undan þessu hjá honum endanlega enda um mánuður í kosningar og flest allt á móti honum í augnablikinu.

Hið jákvæða: Þó að menn séu farnir að búa til snörur úr Boss bindunum sínum í bankanum að þá verður alltaf einhver að halda í jákvæðnina. Andfótbolti er á sínum stað og ég lofa á næstu dögum færslu hér sem mun gleðja menn.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,