fimmtudagur, apríl 24, 2008

Dexter

Uppáhaldssjónvarpsþáttur + Hiphop... það er góð blanda.

DJ Number Six - The Dark Passenger (with "Dexter" Theme)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Önnur færsla - Dawkins og vísindi

Hér eru þrjú 15-20 mín löng brot þar sem farið er í algjör grunnatriði vísinda - það er ótrúlegt að það þurfi að gera slík myndbönd fyrir vesturlandabúa á 21.öldinni.

Break the science barrier Part 1

Break the science barrier Part 2

Break the science barrier Part 3

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Nýjar plötur...

Mér líst hrottalega vel á það að Norah Jones og Bob Dylan séu eða hafi verið að vinna í plötu með textum eftir ballöðu-kántrý söngvarann Hank Willams eins og sögusagnir hafa verið um. Bæði hafa þau áður sungið lög eftir hann (og svo gerði Megas einu sinni fjögurra þátta röð um hann fyrir Rás 2, en Megas kemur með plötu í júní sem rétt er að fagna) en Dylan hefur við mörg tækifæri sagt að Hank hafi verið fyrsta átrúnaðargoðið sitt. Auk þess hafa listamenn á borð við Kris Kristofferson, Leonard Cohen, Johnny Cash, Neil Young og Bright Eyes samið tribute lög um Hank.
Ég ákvað því að smella inn nokkrum yndislegum lögum eftir Hank Willams til að kæta ykkur aðeins.

Norah Jones - Cold Cold Heart

The Little Willies - Lovesick Blues

Bob Dylan - Lost Highway

Johnny Cash & Charley Pride (Hank Williams medley)

LOST HIGHWAY by Hank Williams

(I Heard That) Lonesome Whistle - Hank Williams

Hank Willams - I'm So Lonesome I Could Cry


I said to Hank Williams: how lonely does it get?
Hank Williams hasnt answered yet
But I hear him coughing all night long
A hundred floors above me
In the tower of song
-Leonard Cohen

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Spennandi dagur framundan

Það er vægast sagt spennandi dagur framundan, þ.e. þegar að ég vakna um kl.17 og þar til ég leggst til hvíldar klukkan 09:00 á miðvikudagsmorguninn. Þetta er þrískipt og allt gætu þetta orðið úrslitastundir:

Fyrst eigast Liverpool og Chelsea við í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fari illa fyrir Liverpool í kvöld má segja að tímabilið þeirra sé búið. Mín spá: 2-0 eða 3-1 sigur fyrir Liverpool, það er samt eitthvað í loftinu - ég fer samt varla að baka fyrir leik... ég er búinn að spá Liverpool í úrslit frá því fyrir Inter leikina.

Í öðru lagi er það annar leikurinn hjá Spurs vs Phoenix. Fyrsti leikurinn var einn svakalegasti leikur í úrslitakeppninni í lengri tíma. Komist Spurs í 2-0 þá held ég að þeir klári þetta í 5 leikjum, annars gæti þetta farið í 7 leiki. Mín spá: Spurs sigrar í kvöld í jöfnum leik og taka svo annan leikinn í Phoenix.
Ef að Phoenix dettur úr í fyrstu umferð þá spurning hvort að það verði ekki uppstokkun, Shaq er 36 ára, Nash 34 ára og Grant Hill 36 ára. Það sama má segja ef að Spurs detta út og það eru jafnvel meiri líkur ef að þeir vinna deildina... því miður er ekki pláss á þessari síðu til að telja upp alla þá sem eru á síðustu metrunum.
Mun einhver sakna þeirra? Maður mun sakna Horry en eins og segir um Spurs í auglýsingum á NBATV ,, Where glory over glamour happens"... segir allt sem segja þarf.

Í þriðja lagi er kosið í nótt í Bandaríkjunum. Staðurinn er Pennsylvania og Hillary þarf að vinna stórt til að eiga séns annars er þetta búið. Ef að hún vinnur með yfir 10% mun þá mun hún fá smá momentum, ef að það er undir 10% þá er staðan óbreytt, en ef svo ólíklega vill til að Obama vinni í kvöld að þá mun flokkurinn setja virkilega pressu á Hillary að hætta baráttunni. Mín spá: Ég spái því að hún vinni með um 5% mun, jafnvel minna og að fjölmiðlar telji þetta þá nokkurn veginn úr sögunni, þó að hún kunni að berjast áfram.

------------------------------------

PS. Ef að Lakers klárar af Denver (sem er auðvitað langt því frá búið) að þá mætir liðið mjög erfiðu og líkamlega sterku Utah liði. Við reyndar unnum innbyrðis viðureignir á tímabilinu 3-1, en Utah líta vel út á móti Rockets og munu væntanlega sópa þá. En nú er það bara að vinna annan leikinn gegn Denver.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

mánudagur, apríl 21, 2008

Glaumur og hallærisgleði

Rakst á eina hljómsveit sem ég var löngu búinn að gleyma, hljómsveit sem ber heitið Moog Cookbook og er hún jafn skemmtileg og nafnið gefur til kynna og á alls ekki að taka alvarlega. Gleðin og frelsið er allsráðandi hjá þessari hallæris-elektró-stuð- lyftutónlistarbandi, endilega dustið rykið af plötunum eða nælið ykkur í þær ,,The Moog Cookbook" frá 1995 og ,,Ye Older Space Band: Plays Classic Rock Hits" frá 1997 og svo gáfu þeir út plötuna ,,Barell" árið 2006 sem ég get ekki ábyrgst (Air Remixið þeirra er af þeirri plötu). Bandið er auðvitað fyrst og fremst þekkt fyrir að gjörsamlega drepa gamalar perlur og linkarnir því viðeigandi.

Air - Kelly Watch The Stars (Moog Cookbook remix)

Moog Cookbook - Black Hole Sun

Hér getið þið hlustað á brot af fyrri plötunni.

Moog Cookbook Hotel California (and popcorn)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Dawkins og trúmál

The four horsemen part 1

The four horsemen part 2

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, apríl 19, 2008

Góð og skemmtileg lesning

Ég vil benda á tvær fínar greinar sem skrifaðar hafa verið frá sitthvoru sjónarhorninu um framtíð Íslands að undanförnu. Önnur er eftir Eirík Bergmann og heitir ,,Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur" en hin er eftir Liverpool bloggarann Einar Örn sem tekur fyrir hina hlið málsins og ber heitið ,,Hvar ætlar þú að búa?"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, apríl 18, 2008

Ég mæli með...

Ég gæti skrifað hér roaslega smekklega langloku um komandi NBA úrslitakeppni en mæli fremur með því að menn skoði video um öll einvígin sett saman af mönnum með áratuga reynslu (ef að þú ert ekki að skoða þetta í dag föstudaginn 18.apríl þá gætirðu þurft að fara í ,,Video Search" og skrifa ,,Playoff Preview").

Mín spá á þessa umferð:


Vestudeildin:

Lakers sigrar Denver (með naumindum)

Spútnik lið Hornets tapar illa gegn Dallas

Utah sýna seiglu gegn Rockets og fara áfram á heimavallarrétti (sigra með naumindum)

San Antonio tekur Suns á reynslunni (naumt, Horry klárar þetta)


Austurdeildin

Boston sigrar Hawks (ekki eins örugglega og menn búast við)

Pistons lenda í vandræðum með 76ers, en fara áfram

Orlando klárar Raptors

Lebron klikkar á móti Arenas og félögum - Wizards áfram á kostnað Cavs (óskhyggja)


Vonandi sýnir Sýn (Stöð 2 Sport) sem flesta leiki og vonandi verður Svali Björgvins lýsir í þeim öllum... ,,Bingó í sal!"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Nokkur atriði

NBA: Það er rétt að taka það fram að Lakers er sigurvegari Vesturdeildarinnar nú þegar að venjulegt tímabil er afstaðið. Liðið mætir Nuggets sem þeir hafa sigrað í öllum þremur innbyrðis viðureignum liðanna, það er samt eitthvað sem segir mér að Lakers skíti á sig mjög fljótlega. Svona raðast þetta upp.

Stjórnmál: Ég fékk illt í magannn þegar að ég sá þetta.

Videopistill: Ég er orðinn ákafur aðdáandi pistla Einars Más í Mannamáli. Hér lúskrar hann á Ingibjörgu Sólrúnu Utanríkisráðherra.

Kvikmyndir og lög: Ég fór að ráðum AFO og horfði á ,,The Darjeeling Limited". Ágætis mynd sem gerði þó fátt annað en að kveikja enn frekar undir ferðaþrá mína og að rifja upp þetta frábæra lag með Peter Sarstedt (Where Do You Go To My Lovely) sem AFO hafði varað mig við að menn gætu fengið á heilann... gott lag til að fá á heilann að mínu mati og spila ég það stundum þegar að ömurlega heiladeyðandi Síma auglýsingin ,,Meira frelsi" birtist. Einhvern tímann átti ég þetta lag á vinyl plötu, þeir sem kannast við að hafa fengið hana að láni (fyrir ca. 10 árum) mega endilega skila henni ef að þeir hafa hana ennþá hjá sér.
Hitt lagið sem hefur setið fast í höfði mér kemur úr Hannibal sem ég sá aftur um daginn og lagið að sjálfsögðu Vide Cor Meum.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

sunnudagur, apríl 13, 2008

Hiphop minningar

Ég varð að henda inn þemafærslu eftir að ég sá Kjarta Breik setja Heavy D inn á sinn topplista.
Í dag verður ekki lögð áhersla á gæði, frekar minningar, gleði, 1 hit wonder og eitthvað fyndið - endilega bætið við þennan lista í commentum. Það er svo von á fleiri listum innan skamms og hver veit kannski eðlilegum færslum líka.

Tone Loc - Funky Cold Medina

Geto Boys-My Mind Playing Tricks On Me

Funkdoobiest-Bow Wow Wow

TAG TEAM - WHoomp!..

The Pharcyde - Oh Shit

Rob Base - It Takes Two

ONYX - Slam


Craig Mack - Flava In Ya Ear

Vanilla Ice - Ninja Rap

Mc Hammer can't touch this

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Spara, spara, spara - borga, borga, borga

Að spara, hætta að eyða og greiða niður skuldir í staðinn eru fyrirmæli dagsins frá ráðamönnum. Hér eru nokkur atriði sem þurrka mætti út af fjárlögunum árið 2008 og til frambúðar og lækka sem því nemur skatta á einstaklinga í staðinn:

(Blaðsíðutal hér að neðan tekur mið af pdf. skjalinu ekki blaðsíðum fjárlagafrumvarpsins. Þ.e. bls 1-431 að neðan en ekki af númerum í horni hverrar blaðsíðu. Hér er eingöngu notast við nokkur atriði á fyrstu 171 blaðsíðunum og ekki farið út í einstaka óþarfa framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng. Hér er einnig ótalinn allur gróði almennings af frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur og ótal fleira sem tengist óbeint.)

Þjóðkirkjan 5,2 milljarðar (sjá bls 90-91)

Ríkisútvarpið 2,6 milljarðar (bls 49)

Íslenski dansflokkurinn, Þjóðleikhúsið og Sinfo 1,3 milljarður (bls 49-50)

Listasjóðir og Kvikmyndasjóður 1 milljarður (bls 51)

Sendiráð Íslands 1,9 milljarður (bls 58)

Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu 5 milljarðar ( bls 66)

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu 3,6 milljarðar (bls 66)

Bændasamtökin og aðrir tengdir sjóðir 1,5 milljarðar (bls 67-69)

Jöfnunarsjóður Sveitafélaga 12 milljarðar (mætti lækka kostnað á nokkrum sviðum) (bls 98)

Fæðingarorlof 8,3 milljarðar (bls 101)

Barnabætur 8,8 milljarðar (bls 146)

Vaxtabætur 5,8 milljarðar (bls 146)

Framlag til stjórnmálasamtaka 0,3 milljarðar (bls 149)

Niðurgreiðslur á húshitun 1,1 milljarðar (bls 159)

Háskólinn í Reykjavík 1,8 milljarðar ( bls 29) - vafaatriði

Jöfnun kostnaðar vegna dreifingu raforku 0,2 milljarðar (bls 159)

Jöfnun kostnaðar vegna vöruflutninga til Vestfjarða 0,2 milljarðar (bls 162)

Samtals: Um 50 milljarðar (eftir því hversu mikið má skera af Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga. Miðað við 4 milljarða í sparnað gera þetta 52,6 milljarða).

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði í janúar að það þyrfti 40 milljarða árlega til að hækka skattleysismörkin úr 90.000 kr í 140.000 kr á mánuði (sjá bls 5), svo sennilega færu 50 milljarðar með þá tölu upp í kringum 150.000 kr.

Hækkun örorkubóta úr 25.000 kr í 70.000 kr á mánuði kostar aðeins minna en það að halda uppi því batterýi raunveruleikabrenglaðra manna sem klæða sig í kufla á sunnudögum og halda fordómafulla kreddufundi á kostnað skattborgara undir yfirskini ríkistrúar (sjá bls 5) - en sennilega finnst lesendum þessarar síðu eðlilegra að halda uppi Þjóðkirkjunni en þeim sem minna mega sín.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

Dylan fær Pulitzer verðlaun á afmælisdegi Megasar

Dylan fékk í gærkvöldi afhent Pulitzer verðlaun og það á afmælisdegi Megas-ar - einkar vel til fundið. Nóbellinn hlýtur að fara að detta inn, hvað er málið með það að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaun? Á meðan er verið að verðlaun ár eftir ár einhverja hálfvita fyrir sína fyrstu bækur um menn sem borða flugur eða einhverja álíka drepleiðinlegan Nóa Albinóa viðbjóð.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, apríl 07, 2008

Smá breik frá hiphop-inu

Það er enn og aftur 7.apríl

Afmælisbarn þessa dags verður ávallt þessi maður. Í stað þess að koma með fagrar lýsingar ætla ég að smella inn hér nokkrum lögum sem afmælisbarnið kann eflaust ennþá vel að meta.

Woody Guthrie - I ain´t got no home

Bob Dylan - John Wesley Harding

Bob Dylan - Day of the Locusts

Hank Willams - I'll Never Get Out Of This World Alive

Elvis Presley - That's All Right (Mama)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Samplaður

Þetta er fyrir Óla Þóris sem setti lag Rakim ,,Guess Who's Back" á topplistann sinn. Hér er upprunalega lagið með Bob James ,,Shamboozie".



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, apríl 04, 2008

Funkaður

Nokkur þekkt lög í funk búningi:

Hey Jude by The Overton Berry Trio (ef að þér er illa við Bítlana, hlustaðu samt!)

Shirley Bassey - Light My Fire

Wally Richardson - Monday, Monday

Lady Madonna - Cal Tjader

Walk on By - Rashaan Roland Kirk

...endilega bætið við

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Video í bland við blogg

Hip hop í síðustu færslu, komið að stjórnmálum:

Ég missti af ,,Mannamáli" 30.mars en þar var Jón Baldvin meðal gesta. Þegar Meistarinn talar þá er rétt að hlusta vel. Maðurinn sem þorði að fara í EES samninginn sem er stærsta framfaraskref í sögu lýðveldisins, jafnvel í sögu þjóðarinnar, skorar á Geir H. Haarde að þora að taka næsta skref og hætta þessu kjaftæði - já hvernig væri að hætta þessari Framsóknarmennsku?

Einar Már fer langleiðina með að draga menn til ábyrgðar með því að stilla þeim upp við vegg að hætti Lenin og skjóta þá - væri það ekki gaman svona einu sinni á tímum algjörs ábyrgðarleysis stjórnmálamanna og viðskiptamanna? Draga kannski uppá það; t.d. einn fyrrum ráðherra úr ríkisstjórn D og B, einn bankastjóra og eins og einn forstjóra olíufyritækis - kannski að það myndi auka traust á íslensku efnahagslífi?

Í Kiljunni í gær var innslag um bókina Íslamistar og naívistar sem er ágætt, hins vegar virtist Þórdís Backman blaðamaður gjörsamlega misskilja alla umræðu með sínu commenti (sjá um miðjan þátt) þegar hún sagði að jákvæður boðskapur bókarinnar væri ,,það er of seint fyrir Danmörku, en kannski ekki of seint fyrir okkur. Boðskapurinn er haldið fast í ykkar gildi... ekki byrja að lúffa fyrir sérkröfum og alls ekki byrja að lúffa fyrirfram eins og Menntamálaráðherra gerði núna um daginn með því að taka út hugtakið kristilegt siðgæði úr námsskrá fyrir skóla".
Þetta er rosalegur misskilningur, það var ekki gert fyrir múslima, heldur fyrir mannréttindi barna; hins vegar er krafan um kristið siðgæði svo sannarlega krafa um að farið sé að sérkröfum ákveðins trúarhóps. Réttast væri auðvitað að ganga mun lengra og skilja að ríki og kirkju algjörlega og að trúmál væru einkamál og þeir sem kjósa að rotta sig saman um þau mál beri allan kostnað af því - sem er gríðarlegur eða um 5,2 milljarðar fyrir árið 2008 sem fara til ,,Þjóðkirkjunnar", sem mætti nota til að losa almenning í landinu við allskyns kúgun í formi skatta t.d. á bensíni. (Að lokum: Eftir þetta upphafscomment þá var svo afar erfitt að hlusta á Þórdísi án þess að hugsa ,,þú ert hálfviti". )

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Masters At Work - Get up

Hver man ekki eftir því þegar að disco house var að ná hátindi sínum árið 1995 og hiphop var að koma aftur sterkt inn. Masters At Work voru konungar þess fyrrnefnda og Funkmaster Flex kom með sitt fyrsta Mix Tape sem gerði allt saman vitlaust. Flex smellti remixi á þá plötu með þeim félögum og DJ Margeir setti seinna, upprunalega lagið á diskóplötuna sína. Hér er hins vegar lagið eins og það hljómar með Masters At Work, orðið 15 ára, hefur elst vel og er tilvalið til hlustunar nú þegar að sólin hækkar frá degi til dags. Get up - Masters At Work. Minni á hiphop lista Kjartans hér að neðan

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Kjarti Breik - hiphop listi dagsins

,,...það eru hórur hér, það eru hórur niðr´á hlemm
ég geng með gullkeðju um hálsinn og GSM
ég geng alltaf með byssu og passa að hún sé ekki tóm

ég geng í víðum buxum og í shell toe skóm"

Kjartan Már einnig þekktur sem ,,Kjarti Breik" og ,,Kjartan galdrakarl" á hiphop lista dagsins og hann er í eldri kantinum og skemmtunin í fyrirrúmi.
Kjartan er að sjálfsögðu einn af strákunum úr hverfinu, einn af plötusnúðum Seljaskóla og þegar maður fer yfir þennan lista að þá vantar hreinlega bara reykvélina og ljósin og þá er maður mættur í miðrými gagnfræðideildarinnar og/eða í hvíta húsið - þvílík stemmning.
En Kjartan var ekki eingöngu einn af plötusnúðunum því sennilega má titla hann fyrirliða brettagengisins og eins var hann meðlimur í hinni virtu under-underground hljómsveit BB FOOL K sem síðar átti eftir að gleðja gesti Vegamóta mörgum árum seinna með krimmarapplaginu ,,Beint út úr Breiðholti" sem vitnað er í hér að ofan.
Kjartan fylgdi mörgum öðrum úr Ghettóinu yfir í FB og er einn af stofnendum Klúbbs Stiftsyfirvalda, þá hafði hann reyndar breyst úr því að vera hjólabrettahrísla með kjaft yfir í það að vera skyrétandi vöðvafjall með kjaft, hér gætu eflaust fylgt með endalausar sögur af Kjarra, en hver vill ekki hafa krimmarappara góða?
Kjarri er að því ég best veit kominn langleiðina með að klára Bókmenntafræði í HÍ og mun vonandi láta á sér bera í íslensku menningarlífi áður en langt um líður. En látum okkur nú renna niður minningarbrautina með gamla rapparanum og plötusnúðnum Kjarta Breik:

Company Flow - 8 steps to perfection (DJ Premier remix)

colors - ice t (með betri hljóm en ekki video)

Easy E Gimme Dat Nut

machine gun funk - Biggie

Public Enemy - Fight The Power: Long Version, Uncensored

Woo Ha - busta rhymes

pop that pussy 2 live crew

Eric B. & Rakim - Paid In Full

Grandmaster Flash - The message

Heavy D & The Boyz - Now That We Found Love (af hverju ekki að byrja á viðlagi?)

,,...því að ég er svartur, ég er svartari en svart
ég brýt lögin því að lífið er hart
ég stunda innbrot og allskyns vændi
það var ég sem að Landsbankann rændi
ef þú ekki vissir þá er þetta mitt stræti
ef þú vilt deyja, komdu hingað með læti"

Er krimmarapp ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,