Að spara, hætta að eyða og greiða niður skuldir í staðinn eru fyrirmæli dagsins frá ráðamönnum. Hér eru nokkur atriði sem þurrka mætti út af fjárlögunum árið 2008 og til frambúðar og lækka sem því nemur skatta á einstaklinga í staðinn:
(Blaðsíðutal hér að neðan tekur mið af pdf. skjalinu ekki blaðsíðum fjárlagafrumvarpsins. Þ.e. bls 1-431 að neðan en ekki af númerum í horni hverrar blaðsíðu. Hér er eingöngu notast við nokkur atriði á fyrstu 171 blaðsíðunum og ekki farið út í einstaka óþarfa framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng. Hér er einnig ótalinn allur gróði almennings af frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur og ótal fleira sem tengist óbeint.)
Þjóðkirkjan 5,2 milljarðar (
sjá bls 90-91)
Ríkisútvarpið 2,6 milljarðar (
bls 49)
Íslenski dansflokkurinn, Þjóðleikhúsið og Sinfo 1,3 milljarður (
bls 49-50)
Listasjóðir og Kvikmyndasjóður 1 milljarður (
bls 51)
Sendiráð Íslands 1,9 milljarður (
bls 58)
Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu 5 milljarðar (
bls 66)
Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu 3,6 milljarðar (
bls 66)
Bændasamtökin og aðrir tengdir sjóðir 1,5 milljarðar (
bls 67-69)
Jöfnunarsjóður Sveitafélaga 12 milljarðar (mætti lækka kostnað á nokkrum sviðum) (
bls 98)
Fæðingarorlof 8,3 milljarðar (
bls 101)
Barnabætur 8,8 milljarðar (
bls 146)
Vaxtabætur 5,8 milljarðar (
bls 146)
Framlag til stjórnmálasamtaka 0,3 milljarðar (
bls 149)
Niðurgreiðslur á húshitun 1,1 milljarðar (
bls 159)
Háskólinn í Reykjavík 1,8 milljarðar (
bls 29) - vafaatriði
Jöfnun kostnaðar vegna dreifingu raforku 0,2 milljarðar (
bls 159)
Jöfnun kostnaðar vegna vöruflutninga til Vestfjarða 0,2 milljarðar (
bls 162)
Samtals: Um 50 milljarðar (eftir því hversu mikið má skera af Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga. Miðað við 4 milljarða í sparnað gera þetta 52,6 milljarða).
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði í janúar að það þyrfti 40 milljarða árlega til að hækka skattleysismörkin úr 90.000 kr í 140.000 kr á mánuði (
sjá bls 5), svo sennilega færu 50 milljarðar með þá tölu upp í kringum 150.000 kr.
Hækkun örorkubóta úr 25.000 kr í 70.000 kr á mánuði kostar aðeins minna en það að halda uppi því batterýi raunveruleikabrenglaðra manna sem klæða sig í kufla á sunnudögum og halda fordómafulla kreddufundi á kostnað skattborgara undir yfirskini ríkistrúar (
sjá bls 5) -
en sennilega finnst lesendum þessarar síðu eðlilegra að halda uppi Þjóðkirkjunni en þeim sem minna mega sín.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið, Stjórnmál, Trú