Ég vil-hjálm en ég fæ lúsuga húfu
Ég vildi mjálm en fékk skitna dúfu
Ég vildi gangverk, fékk lausa skrúfu
Ég vildi hjálm en ég fékk skítuga húfu
Ég vil-hjálm en ég fæ götóttan hatt
Ég vildi löng kynmök en fékk það hratt
Ég vil framsóknarleysi, ég segi það satt
ég kaus vil-hjálm en fékk ónýtan hatt
Ég vil-hjálm en fæ gömul eyrnaskjól
Ég fékk haglél er ég vildi sól
Drauma jakkafötin þau urðu að kjól
Ég vil hjálm en fékk notuð eyrnaskjól
Þú sagðir ,,ég vil hjálm” en þú færð sokk
útmigna skálm og Framsóknarflokk
þú vilt barn en þeir færðu þér smokk
ég Vil-hjálm en ég fékk táfýlu sokk
Ég vildi Dag og Silvíu Nótt
Fékk næturóróa og dags hitasótt
Vildi eitthvað fagurt en fékk eitthvað ljótt
Vildi Dag en fékk Framsóknarsótt
Ég vildi Svan-dísi en fékk ógeðfellt hræ
Vildi hitabylgju en fékk kaldan maí
Vildi töfrabaunir en fékk arfafræ
Ég vildi Vinstri Græna en fékk stóriðjuhræ
Ég vildi Frjálslynda en fékk framapot
Ég vildi ávaxtasafa en fékk tréspíraskot
Ég vildi vera þurr en ég varð vot
Ég vildi Frjálslynda en fékk Framsóknarpot
Við 94% vildum hann ekki en fengum hann þó
Við vildum hann aflífa en ekki hann dó
Við vildum alla aðra í borgarstjórnarskó
Við vildum ekki Björn Inga en fengum hann þó.
Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur
Hinsta hálm-stráið það ekki gengur
Hann er móðgun þessi falski áttundi strengur
Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur
-----------------------------------
Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað
Verður ráðhúsið alltaf illa mannað?
Er lýðræði ekki fyrir borgina hannað?
Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað!
Daði 1981
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Daði, Jarðaberjasjeik, Ljóð