sunnudagur, október 28, 2007

Púú á háskólanetið!!!

Hvað er málið með þetta andskotans háskólanet alltaf hreint. Það er aldrei í lagi þegar það er verkefnatörn á báðum önnum. Óþolandi!



Er háskólanetið dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, október 24, 2007

Geymt en ekki gleymt

Bob Dylan-Blood In My Eyes

Er Dylan ekki dásamlegur?

Efnisorð:

þriðjudagur, október 23, 2007

Hvað er málið - hvað er verið að ræða?

Hin stórmerka síða andfotbolti.net er að farin af stað. Þar verður lögð áhersla á sóknarknattspyrnu og leiðinlegri varnarsinnaðri knattspyrna (knattspyrna frá hevíti) gefið lang nef. Enginn er óhultur.
Nú þegar hefur náðst samkomulag við Hauk Snæ Hauksson sem hefur hafið störf, en auk þess hefur náðst munnlegt samkomulag við þekkta unnendur sóknarknattspyrnu um skrif.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, október 22, 2007

Konur - ekki alslæmar

Hún Arna mín var svo yndisleg að senda mér þetta.
Ég sendi random á einhverja - þið getið haldið því áfram, eftir að hafa skoðað þetta.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Af hálfvitum - er nóg.

Það koma af og til dagar, þar sem einhvern veginn öll umræða virðist vera eintómt bull. Silfur Egils í gær endaði sem einn slíkur þáttur.
Þátturinn hófst eins og ávallt á liðnum ,,Vettvangi dagsins" þar sem REI málið óendanlega leiðinlega var til umræðu. Þar fór Þorbjörg Helga á kostum, henni reyndar til varnar þá var hún að ,,verja" sennilega einn glataðasta málstað sem til er.
Þegar það mál hafði verið rætt tók Steinunn Jóhannesdóttir við hennar sæti og gjörsamlega gubbaði upp úr sér þvælunni. Þar hélt hún því fram að breyting á húskaparlögum ( sem er í basic: í stað karl og konu, mun standa einstaklingur) mundi verða til þess að kynin gleymdu kynhlutverkum sínum. What??? Aðrir sem sátu í settinu misstu hreinlega andlitið og Katrín Jakobsdóttir (ein af þeim sem lagði fram þetta sjálfsagða frumvarp) leit út eins og hún væri að velta því fyrir sér hvort að þetta væri atriði úr þættinum ,,Tekinn" og kom varla upp orði af hneykslun. Gunnar Smári og Reynir Traustason (sem segir margt um þáttinn) voru líka kjaftstopp (kannski blessunarlega).
Þegar þessi vitleysa hafði runnið sitt skeið, kom sjálfum Meistari fíflagangsins - sjálfur Gunnar í Krossinum. Þar var hann mættur (mjög særður) til að ræða nýju Biblíuþýðinguna, sem að hans mati er mjög vond. Ef eitthvað er eins skemmtilegt og að hlusta á rökræður milli heilbrigðra og skynsamra manna við veruleikafirrta menn þá er það þegar að tveir jafn firrtir einstaklingar takast á um algjört bull - eitthvað sem hlýtur að gerast á næstu dögum. Ástæða þess er sú að Gunnar hraunaði yfir fína grænsápu þjóðkirkjuliðið og sagði að það væri ekki á valdi manna að breyta orði gvuðs þannig að það yrði jákvætt og feminískt. Það er ósk mín að Gunnar í Krossinum og Sóley Tómasdóttir mætist helst í tveggja tíma þætti og ræði málin - það væru sterkustu rök fyrir tilvist gvuðs.
Að loknu þessu Ophru-lega viðtali, var Egill orðinn hálf vankaður og tók alveg glatað viðtal við nýkjörinn borgarstjóra, sem lét auðvitað ekki sauma að sér. Í því viðtali kom nákvæmlega ekkert fram, enda eyddi Egill nánast öllum tímanum í að reyna að fá Dag til að fara út í sandkassaleik um REI málið - sem hann gerði ekki.
Það hefði verið gaman að fá spurningar um það hvað þessi meirihluti ætlar yfir höfuð að gera - en nei þær spurningar fá að bíða.

Að Silfrinu loknu var fátt meira viðeigandi en að kíkja á Liverpool bloggið og svei mér þá ef að þeir sem þar skrifa hafi ekki náð að toppa ofangreinda vitleysu. Ungir sjálfstæðismenn, trúarnöttarar, feminstar og Liverpool aðdáendur - maður verður að elska þetta lið.

Þrátt fyrir mörg ansi góð comment á Liverpool blogginu þá er comment helgarinnar:
,,Enginn flokkur er svo merkilegur að ómerkilegasta manneskjan í honum sé ekki merkilegri en flokkurinn."


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

sunnudagur, október 21, 2007

Er þetta met?

United hlýtur að hafa sett einhvers konar met í gær þegar að liðið spilaði við Aston Villa - allavegana félagsmet. Nú er ég ekki með þyngd miðjumanna og sentera liðsins á hreinu, en þeir voru ekki hávaxnir leikmennirnir sem byrjuðu í þeim stöðum:

Scholes 1,68cm
Tevez 168cm
Nani 1,75cm
Anderson 1,76cm (efast reyndar mjög að hann nái þeirri hæð)
Rooney 1,78cm
Giggs 1,80cm

United voru annars að spila vel í gær og hefðu sennilega átt að setja 10 mörk. Það er gaman að halda með liði sem fer á útivelli og dominerar eins og þeir séu að spila á heimavelli - það er hins vegar óafsakanlegt að vera 1-3 yfir á útivelli og tveimur mönnum fleiri þegar að 20 mín eru eftir og skipta senter útaf fyrir miðjumann. Jafnvel þó að það sé Meistaradeildarleikur á þriðjudaginn og að enginn senter hafi verið á bekknum. Jafnvel þó að United hafi í kjölfarið bætt við marki og skapað sér nokkur góð færi - þá fóru síðustu 20 mín aðallega í það að halda boltanum innan liðsins, í stað þess að valta yfir Villa. Svo fer liðið vænatnlega til Moskvu og spilar 4-5-1 sem er alveg glatað. Það verður þó ekki sagt um þennan leik að United hafi verið varnarsinnaðir enda getur enginn af þessum sex ofangreindu miðju- og sóknarmönnum varist, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa spilað senter.
Það er gott að vinna Villa 1-4 á útivelli (sterkur heimavöllur) sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það vantaði Neville og Vidic í vörnina, Hargreaves og/eða Carrick á miðjuna, Ronaldo var hvíldur (kom inn sem varamaður þegar korter var eftir og leikurinn búinn) og auk þess var téð meiðslahrúga Saha fjarverandi.
Sérstakt hrós fyrir góðan leik fá svo Pique, Nani og Anderson.
Ef fram fer sem horfir þarf ég að éta hatt minn varðandi Anderson. Hann var þvílíkt góður eins og í síðasta leik og ef hann heldur sínu striki þá er hann verðugur arftaki Scholes. Hann virðist vera búinn að átta sig á því að menn þurfa að berjast gríðarlega í hverjum leik, en allar staðsetningar, hreyfingar og sendingar eru eins og spegilmynd af Scholes. Þar að auki sá ég viðtal við Ferguson eftir leikinn þar sem hann sagði að þrátt fyrir góðan leik ætti Anderson töluvert í land með að ná fyrri styrk í löppinni eftir fótbrot í fyrra og þess vegna vanti einnig upp á formið og fyrri hraða.
Pique hefur þroskast gríðarlega mikið á aðeins einu ári, bæði líkamlega, en ekki síður knattspyrnulega og andlega, hef séð nokkur viðtöl við hann og hann virðist vera með hausinn í lagi og átta sig á stöðu sinni þó að hann ætli sér án efa að velta Vidic eða Ferdinand út úr liðinu.
Nani hefur byrjað leiktíðina vel miðað við hversu lítið hann hefur spilað (þó meira en búist var við) - skorað 1 og lagt upp 5 mörk, hann er á jaðri þess að teljast vera í þeim hópi sem ég nefni næst.
Varðandi aðra leikmenn þá er það í rauninni ósanngjarnt hvernig aðdáendur liðsins (þar á meðal ég) horfum á þetta. Við ætlumst hreinlega til þess Rooney (að verða 22 ára), Tevez (23 ára) og Ronaldo (22 ára) spili alltaf vel og það gerðu þeir tveir fyrrnefndu sem byrjuðu leikinn. Annað markið eitt og sér er þess virði að við kaupum Tevez á 20 milljónir punda - þvílíkur leikskilningur, þvílík nákvæmni.
Aðrir voru í kringum sitt par, Scholes og Giggs fóru í gegnum leikinn að gömlum vana og það reyndi lítið á varnarmenn og markvörð mestan hluta leiksins.


Er sóknarknattspyrna ekki dásamleg?

Efnisorð:

laugardagur, október 20, 2007

Konur, konur, konur...

Það hefur farið mikið fyrir konum að undanförnu í fjölmiðlum og því hljóta feministar að fagna. Hafa þrjú góð dæmi sannað það hvers vegna konum sé ekki frekar treystandi fyrir völdum en körlum:

1. Hefði þetta einhvern tímann gerst í karla boltanum.

2.Hver sendi sms-ið ,, Til í allt - án Villa"

3. Heiðrún Lind Marteinsd. (kosningarstjóri Gísla Marteins) um borgarstjóra: ,,Hvort er betra... að hann sagði ósatt eða er betra að hann kynni sér ekki gögn í veigamiklum málum"
Já, maður spyr sig - hvort er betra.

Konur eru konum verstar!




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

3 stig til sölu

Ég hef farið ófáar ferðirnar til Akureyrar, Keflavíkur, út í Eyjar og upp á Skaga - en hef sennilega aldrei orðið vitni af annarri eins dómgæslu og í leik Everton og Liverpool!!!
Dómarinn ákvað upp á sitt eins dæmi að gefa Liverpool 3 stig í dag með eftirfarandi hætti:

1. Hvernig gat hann ekki rekið Dirk Kuyt útaf fyrir einhverja þá asnalegustu tæklingu sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni?

2. Hvernig datt honum í hug að dæma fyrri vítaspyrnuna þegar brotið átti sér stað langt úti fyrir teig og hvers vegna í andskotanum tók hann svo upp gula spjaldið en ákvað svo að taka upp rautt eftir að Steven Gerrard hafði tuðað í honum?

3. Hvers vegna í ósköpunum dæmdi hann ekki hendi á Dirk Kuyt (sem átti auðvitað að vera kominn útaf) í aðdraganda seinni vítaspyrnunnar?

4. Hvernig gat hann sleppt tveimur vítum sem Everton átti að fá og sérstaklega lang mesta víti leiksins þegar að Carragher reyndi hreinlega að misnota Lescott kynferðislega?

Fyrst að Rob Styles var gert að taka út ,,bann" vegna vítaspyrnunnar í leik Liverpool og Chelsea - þá hlýtur enska knattspyrnusambandið að setja Mark Clattenburg í þriggja mánaða einangrun, öll vafaatriði féllu með Liverpool. Það verður gaman að sjá hvort að slíkt verði einnig raunin í heimaleiknum gegn Arsenal.

Ef að Liverpool hefði tap í dag, sem hefði verið réttlát miðað við eðlilegar aðstæður - þá ætti liðið fyrir höndum erfiðan útileik í Tyrklandi og svo heimaleik gegn Arsenal. Hefðu þessir tveir leikir ekki sigrast, er ég vissum Rafa hefði verið gert að taka pokann sinn. En við sitjum nú hins vegar áfram, tímabundið uppi með leiðinlegasta Liverpool lið í sögu þess félags.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

miðvikudagur, október 17, 2007

Colbert for President?

It´s on!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

Fjölgar í linkasafninu

Það var löngu tímabært að bæta nokkrum linkum við - endilega verið óhrædd(ir) að benda á það sem betur mætti fara í þeim efnum.
Hér við hliðina á hægra megin má nú sjá nöfn Bigga, Ólafs og Gumma Jóh... og að sjálfsögðu fotbolta.net og hina nýju og væntanlega glæsilegu síðu andfotbolti.net

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, október 16, 2007

Atjúúú úúúúííí a ii ií

Væri ég trúaður myndi ég biðja Guð að blessa Gumma Jóh fyrir þessa færslu.
Vísindin veri með þér Gummi og verndi þig.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, október 15, 2007

Megas - Hold er Mold

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stórkostlega tónleika Meistarans í höllinni. Þvílíkt yfirburða tónskáld, þvílíkur yfirburða textasmiður - þvílík frammistaða. Jafnvel harður sjálfstæðismaður var á því að með þessum viðburði hefði hann jafnað sig á að hafa misst borgina.

En að kjarna þessarar bloggfærslu - nýja Megasar disknum.
Eftir að hafa nú hlustað á diskinn í heild sinni nokkrum sinnum og rætt við minn helsta Megasar bandamann er ég á því að þetta sé fínn diskur. Hann er mjög ólíkur Frágangi, ekki eins poppaður, minna um ,,hits" og á margan hátt hrárri. Textarnir eru persónulegri og beittari.
Sem sagt, meira fyrir hardcore aðdáendur, frekar en byrjendur.
Að mínu mati standa eftirfarandi lög upp úr: Flærðarsenna, Hvörsu fánýt að fordildin sé (Hold er mold), Tímamót (í nýrri útgáfu), Ferðalög. Reyndar er ég mjög ósáttur með útgáfuna af laginu ,,Hvörsu fánýt að fordildin sé" - Megasukk hefur flutt þetta lag í góðri rokkútgáfu og auk þess hefur lagið verið flutt ásamt barnakór á Passíusálmatónleikum... það vantar allan kraft í lagið á plötunni.
Það er viðeigandi eftir þessa viðburðaríku viku að slútta henni með textanum við lagið ,,Flærðarsenna":

Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira

slíkt eru hyggindi haldin
höfðingssapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur

oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka

heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni

heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, október 12, 2007

Stundum verður maður að stela






Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

fimmtudagur, október 11, 2007

Ég er furðuverk

Ég ætla ekki að finna upp hjólið varðandi fréttir dagsins og vísa því á aðra.

Egill Helgason - Hverjum verður kennt um

Friðjón og bláu appelsínurnar - Hvað gengur Birni Inga til

Stefán Pálsson - Margrét er ekki í Frjálslyndaflokknum

Björgvin Valur - Hverjir stálu senunni (Greinilegt að fleiri en ég heyrðist Vilhjámur gefa Gísla Marteini orðið og kallað hann formann Framsóknarlokks Sjálfstæðisflokksins :)

Eitt sem ég hef ekki rekist á, er hvaða langtímaáhrif þetta mun hafa. Ef að Björn Ingi Hrafnsson endar sem formaður Framsóknarflokksins og sá flokkur deyr ekki út, þá er Sjálfstæðisflokkurinn í miklum vanda í landsstjórnmálunum. Hann mun væntanlega ekki fyrirgefa Birni Inga það að slíta borgarstjórn eftir 17 mánuði, eftir að R-listinn hafði verið við völd í 12 ár - það sýnir sagan og viðbrögð Geirs H. Haarde endurspegla það. Frjálslyndiflokkurinn verðu aldrei nema 5-9% flokkur og þá verður Sjálfstæðisflokkurinn að mynda meirihluta með Samfylkingunni eða VG. Auk þess virðist helsta áróðursvopn Sjálfstæðismanna, svokölluð glundroðakenning hafa skollast með þeim burt í dag, sérstaklega ef að það er satt sem Bogi Ágústsson fullyrti, að þetta væri í fyrsta skiptið sem meirihluti fellur með þessum hætti í borginni.

Er ég ánægður með þessa borgarstjórn?

Nei, en ánægður þó með að Vil-hjálmur er ekki lengur borgarstjóri - en hvernig í ósköpunum tókst Gísla Marteini að klúðra þessum leik? Af hverju samdi hann ekki við Ssamfylkinguna eða VG?

Bob Dylan - Everything is broken




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Gleymt kosningarljóð (viðeigandi, takk Daði)

Ég vil-hjálm en ég fæ lúsuga húfu
Ég vildi mjálm en fékk skitna dúfu
Ég vildi gangverk, fékk lausa skrúfu
Ég vildi hjálm en ég fékk skítuga húfu

Ég vil-hjálm en ég fæ götóttan hatt
Ég vildi löng kynmök en fékk það hratt
Ég vil framsóknarleysi, ég segi það satt
ég kaus vil-hjálm en fékk ónýtan hatt

Ég vil-hjálm en fæ gömul eyrnaskjól
Ég fékk haglél er ég vildi sól
Drauma jakkafötin þau urðu að kjól
Ég vil hjálm en fékk notuð eyrnaskjól

Þú sagðir ,,ég vil hjálm” en þú færð sokk
útmigna skálm og Framsóknarflokk
þú vilt barn en þeir færðu þér smokk
ég Vil-hjálm en ég fékk táfýlu sokk

Ég vildi Dag og Silvíu Nótt
Fékk næturóróa og dags hitasótt
Vildi eitthvað fagurt en fékk eitthvað ljótt
Vildi Dag en fékk Framsóknarsótt

Ég vildi Svan-dísi en fékk ógeðfellt hræ
Vildi hitabylgju en fékk kaldan maí
Vildi töfrabaunir en fékk arfafræ
Ég vildi Vinstri Græna en fékk stóriðjuhræ

Ég vildi Frjálslynda en fékk framapot
Ég vildi ávaxtasafa en fékk tréspíraskot
Ég vildi vera þurr en ég varð vot
Ég vildi Frjálslynda en fékk Framsóknarpot

Við 94% vildum hann ekki en fengum hann þó
Við vildum hann aflífa en ekki hann dó
Við vildum alla aðra í borgarstjórnarskó
Við vildum ekki Björn Inga en fengum hann þó.

Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur
Hinsta hálm-stráið það ekki gengur
Hann er móðgun þessi falski áttundi strengur
Ég vildi Vilhjálm en vil ekki lengur

-----------------------------------

Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað
Verður ráðhúsið alltaf illa mannað?
Er lýðræði ekki fyrir borgina hannað?
Ég vil ekki hjálm né nokkuð annað!


Daði 1981

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

mánudagur, október 08, 2007

Af hverju er Dylan besti tónlistarmaður sögunnar?

Eins og allir vita var verið að gefa út safndiskinn DYLAN sem spannar feril upp á 5.áratugi. Það er bæði boðið upp á disk með 18 lögum (sem er hlægilegt) og svo annan sem er 50 lög (sem er einnig hlægilegt). Eins og gengur og gerist er maður ekki alltaf sammála þeim lögum sem eiga eða eiga ekki að vera á disknum en lítum nú aðeins á brot af þeim lögum sem vantar og þá hvers vegna Dylan er besti tónlistarmaður, textahöfundur og í raun listamaður sögunnar... hvaða annar tónlistarmaður hefði getað sleppt einhverju af eftirfarandi lögum á sínum 50 laga safndiski (hér er átt við 3 diska settið):

Girl of the North Country
Corrina, Corrina
With God on our side
Boots of Spanish leather
One to many mornings
When the ships comes in
Only a pawn in their game
Chimes of freedom
Love minus zero/No limits
It´s alright ma (I´m only bleeding)
She belongs to me
Gates of Eden
Desolation Row
Ballad of a thin man
It Takes a Lot to Laugh, It Takes a Train to Cry
Just Like Tom Thumb's Blues
Highway 61 Revisited
Tombstone Blues
Sad-Eyed Lady of the Lowlands
4th Time Around
I Want You
Visions of Johanna
One of Us Must Know (Sooner or Later)
Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again
I'll Be Your Baby Tonight
John Wesley Harding
I Threw It All Away
To Be Alone with You
The Man in Me
Sign on the Window
New Morning
You´re a big girl now
Idiot wind
Buckets of rain
Shelter from the storm
Meet me in the morning
You're Gonna Make Me Lonesome When You Go
Tears of rage
One More Cup of Coffee (Valley Below) (sem hann var að syngja með Jack White)
I Believe in You
I'll Keep It with Mine
Lay Down Your Weary Tune
Every grain of sand
Can You Please Crawl Out Your Window?
Baby, I'm in the Mood for You
Shooting Star
Disease of Conceit
Most of the time
What Was It You Wanted?
What good am I?
Man in the Long Black Coat
Let Me Die in My Footsteps
Walkin' Down the Line
Talkin' John Birch Paranoid Blues
Last Thoughts on Woody Guthrie (texti)
Suze
Mama, You Been on My Mind
Farewell Angelina
If You Gotta Go, Go Now
She's Your Lover Now
Santa Fe


(Úff 61 klassík í viðbót og ég er kominn að árinu 1990 - ég gefst upp)


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

sunnudagur, október 07, 2007

Hold er mold - hverju sem það klæðist.
























Ég lét undan freistingunni og slæmri fjárhagsstöðu og fjárfesti í miðum á Megas í Höllinni. Þangað mun ég fara ásamt spússu minni og væntanlega í slagtogi við annað gott fólk.
Ragnar Kjartansson á heiðurinn að alveg hreint yndislegu coveri á nýju Megasarplötunni sem ber heitið ,,Hold er mold" (þið getið séð það í sunnudags Fréttablaðinu á bls 30) þar sem þrjú módel í bikiníi sitja við og á ,,gröf" Jónasar Hallgrímssonar - en heiti plötunnar vísar einmitt í samnefndan texta Jónasar Hallgrímssonar sem Megas hefur flutt í mjög töff útgáfu nokkrum sinnum á undanförnum árum (verður líklega, vonandi á þessari plötu og Ljóðskáldið Daði hefur einmitt fyrir löngu stælað textann og breytt honum í... ,,Frygð er dyggð (en þú ert viðurstygð)" )

Er Megas ekki dásamlegur?

Efnisorð:

laugardagur, október 06, 2007

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er senn á enda runninn. Ég hef tekið þátt í honum með tvennum hætti. Annars vegar sit ég hér á vakt og hins vegar hef ég tekið mér pásu frá ritgerðarlestri/smíðum í áfanganum Kenningar í Alþjóðasamskiptum. Þegar þeirri ritgerð er lokið mun ég berjast fyrir því að lestur á bókum námskeiðisins verði bannaður í janúar og febrúar svo að nemendur hópi sér ekki saman og framkvæmi fjöldasjálfsmorð.

,,He was so depressed, he tried to commit suicide by inhaling next to an Armenian."
- Woody Allen

Er lífið ekki dásamlegt?

Maðurinn sem Höddi Magg kallaði tannstöngul

Ég gat ekki annað en póstað þessu eftir að hafa séð þetta á manutd.is. Þar er því haldið fram (sá ekki leikinn vegna vinnu) að Höddi Magg (hvers vegna fær hann að lýsa United leikjum) hafi kallað Nani tannstöngul og er það þá annar leikurinn í röð sem slíkt gerist (gerðist líka gegn Roma).

Dæmi nú hver fyrir sig:




























Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Hvað er málið?

Eftir leik dagsins eru eftirtaldir leikmenn United meiddir:

Markverðir: Van der Saar og Ben Foster

Varnarmenn: Vidic, Brown, Neville, Silvestre, O´Shea og Evans

Miðjumenn: Carrick, Hargreaves, Fletcher, Park.

Senter: Saha

Aðrir sem hafa misst af leik(jum) vegna meiðst á tímabilinu: Solskjær (hættur vegna meiðsla), Evra, Pique, Scholes, Nani, Giggs, Rooney, Anderson

Niðurstaða: 21 leikmenn hafa meiðst eða verið meiddir fyrstu tvo mánuði tímabilsins.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, október 05, 2007

Innantóm óskhyggja

Margir láta sig dreyma um hæð á Ægisíðunni. Skoða reglulega 50+ milljón króna eignir á fasteignavef Morgunblaðsins og taka bíltúr um götuna á fallegum sumardögum með stoppi í ísbúðinni á Hagamel. Færri fara hins vegar í ísbíltúr á þeim tíma þegar að haust er við það að umturnast í vetur og einhverja fylgni má eflaust finna við það að þa keyri færri bílar um Ægissíðuna.
Við hins vegar sem keyrum þennan veg daglega vitum hvernig ástandið er þar meginpart ársins. Þar hafa í þónokkurn tíma legið ónýtar lagnir, þannig að á þessum tíma þegar laufblöð stífla allt myndast stórir pollar á götunni og ef keyrt er hratt í gegnum þá má sjá brúnleitt vatn og viðeigandi holræsalykt yfirgnæfir öll önnur skynfæri - sönnun þess að stífar dragtklæddar yfirstéttakonur skíta líka vondri lykt.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Hitler í dulargervi

Það er gamall brandari sem fjallar um það að konur máli sig og gangi í háhælum skóm vegna þess að þær séu litlar og ljótar. Fáir gera hins vegar athugasemd við gervineglur, gerviaugnhár og púða í brjóstahöldurum. Tilraun minni til að ná jafnréttisstöðu var ekki vel tekið. Nánir ættingjar létu skammirnar dynja á mér þegar að ég mæti með gervi yfirvaraskegg og gervilim í hendinni í jólaboð til ömmu og afa.

- Ég hef óverdósað á Jóa Jökul

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, október 04, 2007

We living in a political world

Fyrir nokkrum árum sat ég í desemberfrosti inn í bílnum hans Krissa og ásamt Ívar Tjörva hertum við okkur upp fyrir eitthvað próf með rapplagi sem hefst á orðunum ,,Everything is political". Nú sjö árum seinna sit ég hér í mollu hita í Vesturbænum við tölvuna og verða að taka undir þessi orð... eða hvað á maður að segja um þessar barnabækur?


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, október 03, 2007

I was wrong

Í síðustu færslu minntist ég á það að sennilega hafi ég ekkert þroskast andlega síðustu 10 árin. Ein sterk rök gegn því eru hins vegar þau að ég verð að viðurkenna að ég get haft rangt fyrir mér...
... rangt fyrir mér þegar kemur að manninum sem Ívar Tjörvi, Andri Fannar og nú síðast Arna hafa mært svo mjög en ég hef ávallt bölvað - maðurinn er Woody Allen.
Já, menn taka oft tarnir verða uppteknir af ákveðnu viðfangsefni en láta það svo frá sér í ákveðinn tíma, Hitler t.d. var málari áður en hann ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og nú er ég að koma úr (reglulegu) Megasar tímabili og sit fastur í Woody Allen - ,,það var hann Hitler á hálli braut sem hirti ekki um frekar en þú að vanda sporin sín/ en dauðinn tók hann þennan djöfulóða manna niður í djúpin með sér þangað sem sólin ekki skín".
Ég er semsagt búinn að horfa á Annie Hall, Manhattan, Play it again Sam, Bananas, Love and Death, Husbands and Wives, Deconstructing Harry, Scoop, Melinda&Melinda, Match Point, Small time Crooks og er að glugga í ,,The complete Prose" alveg hrottalega fyndin bók.

En allavegana þá hef ég komið þessum skilaboðum á framfæri - ég hafði rangt fyrir mér og þið hin rétt, sérstaklega Arna sem ,,neyddi" mig til að horfa á myndirnar... kannski er það kaffi næst og ekki láta ykkur bregða þó að ég sjáist með sígarettu í hendi (eins og hin heilaga þrenning fyrirlitningarinnar hljómaði - Woody Allen, kaffi og sígarettur)


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, október 02, 2007

Hvenær skein síðast sól?

Ofangreind spurning býður upp á ansi marga 5 aura brandara um hljómsveit Helga Björnssonar, en svona í alvöru - hvenær gerðist það síðast? Ég fór ósjálfrátt að huga að því að fara í ljós og það minnti mig á annan fimmaura brandara sem varð til í auglýsingarsálfræði, þar sem við áttum að búa til auglýsingarherferð fyrir ímyndað fyrirtæki, útkoman úr því varð:

,,Sólbaðsstofa Göbbels - sólbaðstofa fyrir hvítt fólk"

Mér finnst þetta enn þann dag í dag fyndið, enda kannski ekki þroskast mikið síðustu 10 árin andlega.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: