fimmtudagur, júní 26, 2008

Opið hús

Sæl öllsömul!

Það verður opið hús hjá okkur á Laugarásvegi fyrir tónleikana góðu á Laugardaginn.
Lesendum er velkomið að mæta um kl. 17:30 og þeir sem hafa áhuga á að grilla koma með eitthvað á grillið fyrir sig (tónleikarnir hefjast svo klukkan 19:00).
Þetta verður allt fremur frjálslegt, ekki búast við því að ég fari að taka hér sérstaklega til þar sem ég verð á golfmóti fram eftir degi og Arna verður sofandi fram eftir líka (sökum næturvaktar). Þeir sem mæta ofurölvaðir* fyrir þann tíma munu koma að tómum kofa. Sé ykkur öll hress á laugardaginn, hvet ykkur til að ganga eða hjóla, en þið hin endilega leggið bílnum niðri í götunni í stað þess að fylla allar innkeyrslur. Attjúúúú....

Victory Rose kveðja Bjarni Þór.

*ofurölvun = ástand sem við mælum ekki með í þessu semi-fjölskylduvæna opna húsi.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, júní 22, 2008

The one and only!!!

Party með hiphop þema... betri hugmynd en þegar Liverpool réð Souness sem þjálfara og í rauninni besta hugmynd síðan Lakers voru færðir til Los Angeles! Takk öll fyrir gærkvöldið!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, júní 19, 2008

Aðalatriði og aukaatriði

Út um allan bæ eru Chicago Bulls aðdáendur að gráta úr sér augun af gleði, því loksins er það ,,sannað" sem þeir hafa alltaf haldið fram , þ.e. Kobe verður aldrei jafn góður og Jordan. Fyrir mér er það reyndar ekki fullreynt (til þess þarf hann reyndar að vinna 4-5 titla í viðbót), þó að það sé satt að Kobe hafi valdið virkilegum vonbrigðum í þessu einvígi við Celtics og þó helst í fjórða leiknum - sem var ófyrirgefanlegt og Jordan hefði aldrei leyft að gerast.

Þetta er hins vegar algjört aukaatriði, aðalatriðið er að það eru stórkostlega góðar líkur á því að Lakers liðið taki titilinn á næstu þremur árum ef að allir haldast heilir og væru sennilega að taka titil núna ef að Bynum væri heill. Leikmenn koma og fara en enginn þeirra er stærri en klúbburinn ef að það er almennilegur klúbbur og það er aðalatriði.
Á meðan Chicago Bulls verður áfram í skugga Jordan og heldur áfram að vera ,,one hit wonder" klúbbur þar sem stærstu fréttir ársins eru númer hvað þeir fá að velja í nýliðavalinu á meðan þeir rembast við að komast í úrslitakeppnina að þá mun Kobe líkt og Shaq, Magic,Worthy, Jabbar, Chamberlain, West, Baylor, George Mikan o.s.frv. leiða liðið til titils/titla og verða svo hluti af sögu félags sem heldur áfram að vinna titla og ekki bara lið sem vinnur titla heldur lið sem er ,,Always showtime", lið sem framtíðarstjörnunum dreymir um að leika fyrir, í þessari eftirsóttu borg þar sem menn meika það umkringdir stærstu Hollywood stjörnum samtímans.

Þannig mun Lakers halda áfram að vera eitt af yfirburðar íþróttaliðum Bandaríkjanna á meðan Bulls bíður það hlutskipti að berjast við samborgara sína í Blackhawks um að vera ekki skömm Chicago borgar. Bulls aðdáendur geta því haldið áfram sinni Þórðargleði en hún verður skammvinn, þeir vita að Lakers eru að fara að taka titil/titla á næstu árum og verður til frambúðar stórveldi á meðan þeirra lið er ekki að fara að gera nokkurn skapaðan hlut.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Jólin, jólin allsstaðar

Já, hvað er betra í miðjum júní en að rifja upp uppruna jólanna í þætti frá The History Channel (sem er ekki róttæk trúleysisstöð). Hér er um að ræða þætti sem ætlaðir eru barna- og miðskólum í Bandaríkjunum og alls ekki tæmandi; en engu að síður hressandi yfirlit yfir Jólin og Kristmessu og allt umstangið í kringum þessar hátíðir og endurspegla örugglega ágætlega hvers vegna þessi hátíð hefur aldrei verið heilt yfir sérstaklega kristin, heldur fremur kapítalísk svallhátíð. Burt séð frá sagnfræðinni að þá er urmull af skemmtilegum fróðleik og myndbútum sem ættu að kæta lítil jólabörn.

Christmas unWrapped- The History of Christmas [1/5]

Christmas unWrapped- The History of Christmas [2/5]

Christmas unWrapped- The History of Christmas [3/5]

Christmas unWrapped- The History of Christmas [4/5]

Christmas unWrapped- The History of Christmas [5/5]

Þeir sem efast um heimildina (sem væri fáránlegt), hafa ekki kjark eða nennu í það að horfa er bent á hnitmiðaðan (en ekki eins skemmtilegan) pistil frá sagnfræðingnum Sverri Jakobssyni um jólin þar sem komið er inná nokkur atriði.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, júní 18, 2008

Megas - Flærðarsenna




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Lakers niðurlægðir í lokaleiknum

Þetta er búið að vera skrítið úrslitaeinvígi. Boston lið var búið að lenda í vandræðum í úrslitakeppninni á móti slökum liðum á meðan Lakers liðið flaug í gegnum mun sterkari lið. Fyrir úrslitaeinvígið voru menn á því að Lakers myndi hafa það en mikið rosalegu höfðu meirihluti spekinga vestanhafs rangt fyrir sér - sjálfur spáði ég 4-2 fyrir Boston, sem einmitt er niðurstaðan.
Þetta byrjaði auðvitað allt á tveimur dómarasigrum í Boston áður en Lakers yfirspiluðu Boston í LA, en tókst á undraverðan hátt að klúðra hinum margumtalaða unna fjórða leik (hvar var heimadómgæslan þar?).
Þessi leikur í kvöld var svo einungis formsatriði, maður sá það strax í andlitum leikmanna Lakers að þeir höfðu ekki nokkra trú á því að þeir myndu vinna og voru þess vegna rassskelltir illilega.
Getulega er Boston liðið ekki betra en Lakers liðið, jafnvel þegar Bynum vantar. Það sem liðið hefur framyfir Lakers liðið heilt yfir er hins vegar reynsla, grimmd, baráttu, varnarleik og spilamennsku liðsheildar. Boston liðið vildi þetta einfaldlega miklu meira og uppskáru eftir því.
Heilt yfir í þessu úrslitaeinvígi má segja að á meðan sóknarleikur Boston gekk nánast alltaf út á þríeykið og varaskeifurnar börðust í vörn og hittu opnum skotum að þá var varnarleikur Lakers liðsins slakur og sóknarleikurinn tilviljanakenndur og alltof oft voru aukaleikarar að bera uppi sóknarleik sem á alltaf að fara í gegnum Kobe (en auk þess klikkuðu Gasol og Odom verulega heilt yfir).
Þrátt fyrir allt þetta, þ.e. að nánast allt gekk upp hjá Boston bæði hjá aðalmönnum, bekknum og varðandi dómgæslu en mjög fátt hjá Lakers liðinu,Odom og Gasol slakir, bekkurinn slakur og liðið ekki að nýta Kobe nægilega vel að þá er það einungis eiginn klaufaskapur sem kemur í veg fyrir að við erum ekki að fara að horfa á sjöunda leikinn.
Ég hlakka því til næsta tímabils og vonandi komast mínir menn allir heilir inn í úrslitakeppnina og þá erum við að fara að rusla þessu Boston liði upp á sama tíma að ári - spáin mín rættist núna varðandi lið í úrslitum og hvernig það færi og ég spái því að Lakers liðið mæti aftur í úrslitin að ári og sigri þá 4-1, sama hverjir mótherjarnir eru, það er gott að þeir voru niðurlægðir með 39 stiga mun í síðasta leik í úrslitaeinvíginu því þá hafa menn heilt sumar til að hugsa um það og ef að menn ekki mæta grimmir til leiks í haust að þá er hægt að afskrifa þá... en þangað til það gerist, alvöru hetjur til að hressa menn við.
Áfram Lakers!
Áfram körfubolti!
Púú á dómarana!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, júní 17, 2008

Lyktin af nýju tímabili...

Í gær var tilkynnt hvernig tímabilið í enska boltanum mun líta út. Andfótbolti er að sjálfsögðu með á nótunum og sjálfur er ég farinn að finna lyktina í gegnum þessa EM keppni og John Lee Hooker hljómar undir í höfði mér...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

Hvað er fallegra en hörundssárir prestar

Óóó litlu hörundssáru prestunum mislíkaði þessi yndislegi Svarthöfða gjörningur og viðbrögðin nákvæmlega þau sem óskast var eftir, þ.e. að þau yrðu hlægilegri en atburðurinn sjálfur. Flest vitum við hve röksemdarfærsla presta er slæm þegar þeir eru í jafnvægi (enda nóg að skoða örlítið það sem þeir boða til að komast að þeirri niðurstöðu að þar fari ekki menn með gagnrýna hugsun) en þegar þessir sömu menn eru svo í ójafnvægi að þá fyrst er ,,fjandinn laus". Hér má lesa Svarthöfðapredikun Þórhalls Heimissonar og svo gagnviðbrögð formanns Vantrúar þar sem predikunin er krufin þannig að presturinn stendur nakinn eftir og útataður í sínum eigin raðlygum og loddaraskap.

Lífið er dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, júní 16, 2008

Punktar

Karfa: Lakers minnkuðu muninn í nótt; það mun duga skammt því miður. Meira um leikinn í nótt í síðustu færslu.

Knattspyrna: Eftir dapra byrjun hefur EM heldur betur farið á flug og í annarri umferð og byrjun hinnar þriðju hefur nánast ekki verið hægt að finna leiðinlegan leik. Ég vona innilega að eitthvað af skemmtilegu liðunum vinni keppnina (lesist Holland, Portúgal eða Spánn) en eru ekki góðar líkur á því að þau kúki á sig þegar líður á og að eitthvað leiðinlegt lið sem er ekki búið að spila sérstaklega vel vinni keppnina (lesist, Þýskaland, Frakkland/Ítalía).
Mikið gladdi það mig ofboðslega að Tyrkland skyldi vinna Tékka, djöfull er leiðinlegt að horfa á lið sem byggir allt sitt spil á því að sparka háum bolta fram á hávaxinn mann eins og Jan Köller (sem svo lætur síendurtekið eins og algjör kelling).

Persónulega: Eftir meint tábrot sem ég hef ekki ennþá látið kíkja á, þá hef ég hagað mér eins og algjör lúði. Sitið heima og horft á EM einn og farið svo á næturvakt (og verið þar einn). Allt saman gífurlega hressandi - sérstaklega þessi helgi, þar sem ég var að vinna frá 20-08 og Arna tók svo við af mér og vann frá 08-20 tvo daga í röð og á föstudaginn var hún á kvöldvakt og ég fór í beinu framhaldi á næturvakt - ef að einhverjum þykir gaman að vaska upp er hinum sama velkomið að mæta aðra hvora viku þegar ég er á vaktartörn og klára það af.

Spurning: Hefur einhver séð skemmtilega kvikmynd nýverið?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Lakers minnkar muninn í 3-2

Eftir þennan leik í nótt er grátlegt að Lakers skyldi hafa leyft Celtics að stela þessum hræðilega fjórða leik þar sem þeir voru 24 stigum yfir og ef að ekki væri fyrir þann bjánaskap væri Lakers í góðum séns á að klára annan leikinn í Boston (þ.e.a.s. ef mögulegt er að fá eðlilega dómgæslu þar) og ef að dómgæslan þar hefði verið eðlileg í fyrstu tveimur leikjunum að þá væru Lakers menn líklega að fagna núna.

Í nótt gerðist það hins vegar aftur að Boston liðið kom til baka úr stöðu sem ekki á að vera hægt að éta niður á móti þokkalegu liði. Fyrst 19 stiga forystu í fyrri hálfleik og svo 12 stiga forystu í byrjun seinni hálfleiks. Mér finnst það hins vegar óskiljanlegt í ljósi þess að Pierce er slæmur í hnéinu og að hann skoraði 38 stig í nótt að enginn skyldi láta reyna á hnéið og keyra hann almennilega niður í eitt af þessum endalausu skiptum sem hann keyrði í gegnum alla vörnina og lagði boltann ofan í; því án hans er þetta lið ekki merkilegur pappír. Jú, vissulega setur Garnett niður skot og tekur fráköst og margir í liðinu geta tekið þriggja stiga skot, en án gegnumbrota Pierce er þetta ekki meistaralið - ætlar einhver að segja mér það að þetta ruddalið Boston myndi ekki gera nákvæmlega það sama ef að Kobe væri tæpur?

En ef maður er raunsær að þá er Lakers liðið alls ekki að fara að vinna í Boston úr þessu, en einhver og jafnvel margir mættu hrista upp í þeim Gasol og Odom og biðja þá um að verða harðir frá og með næsta hausti. Fáir jafn hávaxnir, sterkir og hæfileikaríkir leikmenn eins og þeir tveir sem hegða sér eins og stelpur (með fullri virðingu fyrir stelpum).
En þetta er rétt að byrja og svo að maður noti Liverpool bjartsýni að þá er næsta ár okkar ár. Gasol, Bynum og Odom munu þá mynda sterkasta framherjaþríeykið í NBA deildinni, Fisher og Kobe munu mynda álitlegt bakvarðarpar (með Vujacic og Farmar sem gott backup) og Radmanovic mun leysa af Odom. Í þessu einvígi gegn Boston finnst mér hins vegar hafa vantað stóran og sterkan varnar- og frákastadurg sem væri þá backup fyrir Gasol og Bynum og vonandi er hægt að ná í einn slíkan sem er á síðustu metrunum en vantar hring og er tilbúinn til að berja menn niður fyrir einn slíkan; eftirfarandi leikmenn gætu farið í skiptum Luke Walton, Chris Mihm, Coby Karl, Mbenga, Ariza og (jafnvel minn ástkæri) Turiaf... einhverjir af þeim eru þó á síðasta ári að mig minnir.

Framtíðin er Lakers!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

sunnudagur, júní 15, 2008

Megas - Vertu mér samferða inní blómalandið amma




Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Sigur Rós - Ára Bátur

Þetta er alveg ótrúlegt lag...


Lífið er dásamlegt?

Efnisorð:

Lyklar að regninu NO.2 (laufléttur ófræðilegur inngangur að hlustun á meistaraverki)

,,Ain't it just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?
We sit here stranded, though we're all doin' our best to deny it..."

Árið er 1966, platan er Blonde on Blonde og lagið er Visions of Johanna. Bob Dylan hafði árinu áður fært sig frá þjóðlagatónlist með pólitískum textum yfir í lengri súrrealíska og óræða(ri) texta (ef það var hægt) og var farinn út í rafmagnsrokk (mörgum aðdáendum sínum til mikilla vonbrigða - enda er acoustic þjóðlaga útgáfan af þessu lagi jafnvel flottari).
Textinn er því að minnsta kosti 42 ára gamall og er enn þann dag í dag gjörsamlega út úr korti flottur; saminn á þeim tíma þegar æskan var ennþá að sjúga í sig og melta pólitísku texta Dylans á meðan aðrir listamenn voru að syngja um kettlinga, sykurhúðað ,,Good day sunshine" eða hallærislega einföld ástarlög; en hér er sagt frá hinum skítuga grimma veruleika í bland við hið óraunverulega. Í þessu sjö og hálfrar mínútu langa súrrealíska meistaraverki er sögumaður fastur milli tveggja heima, hins raunverulega þar sem hann er innilokaður af löngun til hinnar tælandi Louise á meðan hugur hans reikar til hinnar ó- eða illtemjanlegu Jóhönnu í gegnum hina ýmsu staði Manhattan. Smám saman missir hann allt skyn við raunveruleikann þar til það eina sem er eftir er ,,visions of Johanna (are all that remain)".

,,Inside the museums, Infinity goes up on trial
Voices echo this is what salvation must be like after a while
But Mona Lisa musta had the highway blues
You can tell by the way she smiles"

Lagið er að sjálfsögðu hátt skrifað meðal harðra Dylan aðdáenda og þá sérstaklega vegna þess hve uppbygging textans og sífelld skipti milli raunveruleikans og hugsana (martraða, ímyndana og hins ógeðfellda) er flott og hversu sjónrænn textinn verður, lagið er einfalt og grípandi og munnharpan vælir sem aldrei fyrr milli textaversanna. Eins og með marga aðra texta Dylans að þá eru smáatriðin endalaus, margar línur brillant og erfitt að ráða í sögupersónur.
Ein kenningin er sú að Dylan sé að syngja um sjálfan sig og sú staðreynd að lagið var samið nokkrum mánuðum eftir ,,skilnað" hans og Joan Baez (sem auðvitað reynir að klína þessu lagi á sig eins og svo mörgu öðru) og í kringum það leyti sem hann giftist Söru hefur gefið mönnum ástæðu til að ætla að þar séu kvennpersónurnar tvær og einhverjir vilja bæta því við hversu tengd nöfnin Joan (Baez) og Johanna séu og eins að Dylan virðist oft bera nafnið fram ,,Gehenna" (sem er hebreskt orð sem þýðir helvíti, fangelsi eða píningar) við þetta bætist setningin ,,Now, little boy lost, he takes himself so seriously/ He brags of his misery, he likes to live dangerously" (sem á einkar vel við Dylan sjálfan á þessum tíma).
Aðrir vilja bera saman þessar tvær lykilpersónur lagsins við þríhyrninginn í laginu ,,Fourth Time Around" af þessari sömu plötu. Enn aðrir halda því fram að lagið sé um Johanna Gezina van Gogh mágkonu hollenska málarans sem bar stóra ábyrgð eftir dauða hans að hann varð frægur og svo er það auðvitað bölvuð biblían sem menn vilja leita í - allt saman skemmtilegar pælingar sem eru reyndar flestar í senn vafasamar og helst til of einfaldar fyrir Dylan (en hvað veit maður). Þó má ætla að textinn sé að minnsta kosti vísun í eitt uppáhalds skáld Dylans, sjálfan Jack Kerouac sem skrifaði bókina Visions of Cody.
Þegar uppi er staðið er einkennilegt að vera nánast engu nær með jafn stórkostlegt lag og texta sem grípur mann einhverju óútskýranlegu heljartaki við hverja hlustun uns maður endurtekur í sífellu...

,,How can I explain?
Oh, it's so hard to get on
And these visions of Johanna, they kept me up past the dawn."

Við því er einungis eitt að gera, að hlusta aftur og velta textanum vel fyrir sér!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Bob Dylan - Ballad of a thin man (Live í Reykjavík 26. maí 2008)


Ekki fullkomin hljómgæði, en engu að síður góð og stórkostleg söguleg heimild.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, júní 14, 2008

Íþróttasumarið búið?

Sumarið rétt byrjað og það lítur út fyrir að ég verði lítið með í körfu og fótbolta. Ég lenti nefninlega í ,,freak accident" í vinnunni í gærnótt. Missteig mig í stiga og dúndraði vinstri fætinum í eina tröppuna og beyglaði í framhaldinu tærnar einhvern veginn undir fótinn þegar ég lenti, með þeim afleiðingum að líklega er ég tábrotinn á miðju tánni og haltra hér um (læt kíkja á þetta eftir helgi)... hressandi!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, júní 13, 2008

Megas - Er ástin andartaksdraumur?


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Ótrúlegur aumingjaskapur hjá Lakers

Nú í nótt varð ég vitni að einhverjum mesta aumingjaskap í sögu íþróttanna þegar að Lakers sem gat jafnað úrslitaeinvígið 2-2 tókst að tapa með sex stigum fyrir Celtics eftir að hafa leitt með 24 stigum og eru því búnir að klúðra þessu fyrir sér enda 3-1 undir og verða að vinna alla leikina sem eftir eru - þar af tvo í Boston. Það er eitt að hitta ekki skotum í smá tíma en allt annað að hreinlega bara hitta nánast ekkert í seinni hálfleik og taka á sama tíma þá lélegu ákvörðun að hætta að spila vörn.

Djöfulsins pirringur, ég var farinn að sjá fram á það þegar Lakers var að valta yfir Celtics í fyrri hálfleik að við myndum fara með stöðuna 3-2 til Boston og þurfa þá aðeins að ræna öðrum leiknum. Á hvaða lífsdeyðandi lyfjum er Kobe á? Lætur mann sem er að spila á öðrum fætinum pakka sér saman í vörn og sókn - ekki furða þó að Bulls menn hlæji að samanburðinum á honum og Jordan, allir þrír aðalleikendur Boston liðsins hafa spilað betur en Kobe og að hann skuli ekki hafa getað leitt liðið til sigurs í þessum leik er sorglegt, algjört anti-MVP moment.

Jæja, þetta var gaman á meðan á þessu stóð. Næsta vetur er það skylda að þetta Lakers lið + Bynum taki titil, flóknara er það ekki. Ef að það bregst hjá Kobe þá er hann ekki einn af þeim bestu í sögunni.

Er lífið ekki dásamlegt?

fimmtudagur, júní 12, 2008

Hiphop

Það eru ennþá einhverjir sem vilja vera með á nótunum þegar kemur að hiphop-i og því minni ég á þessa líka yndislegu síðu þar sem finna má margskonar góðgæti. Frá Íslandi til Ameríku, frá gamla skólanum til dagsins í dag.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, júní 11, 2008

Fagnaðarefni - Scolari til Chelsea

Skemmtilegum liðum í ensku deildinni fjölgar um eitt í haust og við gætum séð nöfn á borð við Deco, Kaka, Ronaldinho og Quaresma aftan á bláum Chelsea búning þegar að tímabilið hefst; ég fagna þessu og vona að Scolari takist sem allra fyrst að gera Chelsea liðið að samba liði... en láti Brasilíumennina og Portúgalana hjá United í friði. Sjá meira hér.
Þá er bara eitt stórlið sem spilar ekki sóknarknattspyrnu í ensku - hvað segja Liverpool menn við því?
Er sóknarknattspyrna ekki dásamleg?

Efnisorð:

Það sem gleður...

mánudagur, júní 09, 2008

*****Með suð í eyrum við spilum endalaust *****

STÓRKOSTLEG PLATA!!! (sjá streymið að neðan, þar sem hlusta má á alla plötuna).
Skemmtilegt hversu coverið endurspeglar þessa hreinu, berrössuðu og að mörgu leyti barnalega einlægu Sigur Rósar plötu. Nýr hljómur á margan hátt, sungið að mestu á íslensku, smá á ,,vonlensku" og lokalagið á ensku. Hörðustu aðdáendur hljómsveitarinnar þurfa ekki að kvíða því að hér sé ferðinni eins mikil poppplata og ýmsir hafa viljað meina - á þessari plötu er að minnsta kosti eitt ,,tár og gæsahúð a la Viðrar vel til loftárása moment" sem ég þegi um til að spilla því ekki. Platan skiptist í rauninni upp í þrennt, fyrst svokallaðan popphluta - þá út í meiri klassíska Sigur Rósar plötu og endar að lokum í undursamlegum og fallegum hluta.

Platan byrjar reyndar á tveimur hressum lögum annars vegar Gobbledigook og svo inní mér syngur vitleysingur (sem er nokkuð ,,Hopp í polla"-legt og verður sennilega vinsælasta lag plötunnar), þriðja lagið er Góðan daginn (lag sem sennilega passar best við plötuna ,,Ágætis Byrjun"), fjórða lagið heitir eftir síðari hluta plötunnar eða Við spilum endalaust (sem er framhald af fyrstu tveimur lögum plötunnar í hressleika).

Að þessum fjórum lögum loknum verða kaflaskil með fimmta laginu hinni fallegu langloku Festival (þessa uppbyggingu þekkjum við, Jónsi að syngja undir fljótandi tónum sem svo byggist upp í ,,Popplags" stemmningu en þó með poppaðri hætti). Þar á eftir er stemmningunni náð niður með laginu Suð í eyrunum sem ber sama heiti og fyrri hluti plötunnar (falleg píanóballaða með hefðbundnum Sigur Rósar takti, þetta lag fellur sennilega mitt á milli ,,Ágætis Byrjun" og síðari helmings ( )... svigaplötunnar).

Lög sjö til ellefu mætti svo kalla rólega og fallega hluta plötunnar. Sjöunda lagið er Ára Bátur (að mínu mati er hér á ferðinni algjört meistaraverk, tæplega 9 mínútur af píanóspili, fögrum söng Jónsa, undursamlegri uppbyggingu en í stað Sigur Rósar hljómsins er það magnaður sinfóníu, kór og brass hljómur sem gerir lagið að lokum að klassík). Áttunda lagið ber nafnið Illgresi (það kom mér og mun væntanlega koma mörgum á óvart því... bíðið eftir því... bíðið.... eitthvað við það er mjög Paul Simon-legt... jafnvel of, einungis Jónsi að syngja undir hægu gítarpikki).
Níunda lagið er Fljótavík ( gítarinn er lagður til hliðar og píanóspilið frá sjöunda laginu er tekið fram aftur og aftur er stórsveitin dregin fram í undirspil sem minnir mig svolítið á risaútsetningar Þorvalds Bjarna á Bang Gang plötunni ,,Something Wrong"), tíunda lagið kemur svo í beinu framhaldi sem fljótandi og dreymandi niðurlag með viðeigandi nafni...Straumnes (við þetta niðurlag væri gott að sofna eftir góða hlustun ef ekki væri fyrir þá einföldun staðreynd að eitt lag er þá enn eftir). All alright rekur svo lestina, er eina lagið sem sungið er á ensku (kannski að það sé það sem koma skal? Vonandi að Orri taki þá ekki að sér sönginn - hér er á ferðinni mjög hægt, fallegt og áheyrilegt Sigur Rósar lag sem einhverjir munu eflaust sofna við aftur eftir að hafa sofnað við tíunda lagið).

Niðurstaða: Fimm stjörnu plata, ekki spurning - svei mér þá ef að ég verð ekki að fremja einhvers konar tónlistarlöst og segja að þessi plata sé betri en Ágætis Byrjun ussss...

Fyrsti hlutinn hefði auðvitað komið öllum í opna skjöldu ef að ekki hefði verið fyrir það að aðdáendur voru varaðir við og fengu sýnishornið Gobbledigook - þessi hluti ætti að sannfæra þá sem ekki hafa viljað viðurkenna tónlistarlega yfirburði Sigur Rósar um að þeir hafi haft rangt fyrir sér.
Annan hlutann ættu íhaldssamir aðdáendur sem elska Ágætis Byrjun og Svigaplötuna að vera mjög hamingjusamir með.
Þriðji hlutinn er svo að mínu mati toppurinn, sá sem elskar ekki þann hluta er annað hvort heyrnalaus eða ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að hlusta á tónlist.

Það má reyndar segja, sérstaklega um síðasta hlutann að það er eins og George og Orri hafi týnst, Jónsi hafi týnt fiðluboganum sínum og Kjartan orgelinu en til að bæta það upp hafi sinfónía, brasssveit og kór verið fengin til að hjálpa þeim Jónsa og Kjartani að fylla eitthvað tóm sem annars væri bara einfalt fallegt píanó og/eða gítar undirspil - þið skiljið hvað ég meina þegar þið heyrið þetta undursamlega meistaraverk. Verði ykkur að góðu - þið eigið svo mikið inni.

Lífið er sannarlega dásamlegt!

Efnisorð:

...vond eru þeirra fyrstu skref

Það er nú kannski ekki komin almennileg reysla á þetta en mér finnst þessi EM-keppni lykta í upphafi af Meistaradeildinni. Vonandi að það reynist rangt.
Ef að Spánn og/eða Portúgal klára ekki þessa keppni að þá finnst mér að þau eigi að gefa skít í hana og spila æfingamót við frændur sína frá Brasilíu og Argentínu á fjögurra ára fresti í stað þess að púkka upp á leiki við lið á borð við Tyrkland, Sviss, Grikkland og aðra álíka ,,Íslendinga-leg" landslið - áhorfið yrði örugglega meira á slíkt æfingamót.

Er lífið ekki dásamlegt?

SKANDALL!!!

Dómaratríóið skuldar Lakers 2x48 mínútna langa heimadómgæslu áður en þetta einvígi getur haldið áfram. Erum við stödd í einhverjum unglingaflokki úti á landi þar sem dómararnir eru feður leikmanna, djöfulsins drulla!!!
Hef ekki orðið vitni af svona rugli í nokkurri íþrótt (að frátöldum handbolta, sem er nú á jaðri þess að vera íþrótt) hvað var að gerast í höfðinu á þessum þremmenningum, sérstaklega í fyrri hálfleik?

Niðurstaðan: Boston komið í 2-0 með 6 stiga sigri og það í leik þar sem dómararnir lögðu grunninn að sigrinum og Lakers liðið mætti ekki til leiks fyrr en 6 mín voru eftir af honum. Ef að Kobe á ekki þrjá 40 stiga leiki og ef Lakers liðið vinnur ekki þessa þrjá heimaleiki, þá flýg ég út og elti hann daglega til að minna hann á allt helvítis vælið í honum síðustu 3 ár.

Að lokum: Menn eru mættir í úrslitin og í hinu liðinu er einn af þremur bestu mönnunum mjög tæpur í hnéi og þú ert að tapa 2-0 - hvað þarf að gera? Vilja menn vinna þennan titil hvað sem það kostar eða á að væla allt sumarið yfir meiðslum í sínu eigin liði og heimadómgæslu. Hvernig væri að sýna smá hreðjar til tilbreytingar - bestu körfuboltalið sögunnar og í raun bestu lið íþróttasögunnar* hafa flest haft þá eiginleika að vinna ljót stríð ef að það er það sem tímarnir hafa krafist. Kareem kýldi Bird og Lakers liðið mætti hörkunni frá Celtics, Magic barði niður stórvin sinn Thomas, Jordan og Pippen slógust í gegnum Pistons og Knicks mörg blóðugtímabil í röð og Shaq lifði af Shaq attack og Horry olbogaði Nash út af vellinum til að vinna titilinn í fyrra - nú þarf Lakers liðið að ákveða sig snögglega (enda með bakið upp við vegg), ætlar liðið að treysta á að dómgæslan batni eða á að mæta karlmannlega og helst dirty til að vinna þennan titil. Fyrir mér er þetta einfalt, fórna einum leikmanni í sturtu til að stökkva á hnéið á Pierce þegar hann setur upp þriggja stiga hindrunina sína fyrir Allen í fyrsta skiptið og þá vinnur Lakers þetta einvígi 4-2, annars er hætt við því að Boston taki þetta 4-2 eða 4-3 eins og ég spáði.


*Ef að við færum okkur t.d. yfir í ensku knattspyrnuna og horfum á þrennu lið United, hið ósigraða Arsenal lið, Chelsea með sitt stigamet og United núna með tvennuna að þá hafa þau öll haft þessa eiginleika. Sama má segja um Evrópu og Heimsmeistara landsliða, oft dirty og harðar þjóðir á borð við Ítali og Þjóðverja á meðan Portúgal, Spánn og önnur skemmtileg lið eru lamin niður (eftir frábæra riðlakeppni).

Efnisorð: ,

laugardagur, júní 07, 2008

Hillary viðurkennir ósigur

Ég má ekki vera að þessu en hér má finna öll video um atburð dagsins (þ.e. að Hillary viðurkenndi ósigur) og afleiðingar þess og framhald. En þá aftur að EM, Portúgal og Ronaldo. Góðar stundir.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, júní 06, 2008

Megasukk - Golden moment

Ég held að ekki nokkur maður sem var staðsettur á Grandrokk þetta kvöld muni gleyma þessu atviki. Fyrir þá sem ekki nenna að bíða bið ég að fara strax á mín 2:53 - en fyrir hina þolinmóðu er uppbyggingin líka skemmtileg. Þvílíkt rugl - hef sjaldan verið eins orðlaus. Eitt fyndnasta atriði sem ég hef nokkurn tímann orðið vitni að, gjörið þið svo vel:



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Fall á fyrsta prófi

Lakers féllu á fyrsta prófinu þegar liðið tapaði 98-88 fyrir Celtics í fyrsta leik liðanna í Boston núna í nótt ( munur sem endurspeglaði ekki leikinn sem var jafn mest allan tímann). Lakers leiddi í hálfleik með 5 stigum og einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni að Lakers væri að fara að rúlla yfir Celtics án teljandi vandræða en svo hreinlega hætti sóknarleikur Lakers að ganga, menn hættu að hitta og baráttan var við frostmark. Segja má að munurinn á liðunum hafi verið sá að Kobe var að hitta illa og að Celtic menn höfðu betur í fráköstunum (og svo féllu allir vafadómar og stundum ekki einu sinni vafadómar með Celtics, sem máttu spila handboltavörn á meðan Lakers menn fengu villur á andskotann ekki neitt). Held að menn séu ekki að átta sig á því hvað Bynum hefði skipt miklu máli í þessu einvígi.
Stóra spurningin er svo sú hvernig hnéið á Pierce verður á morgunn. Ef að hann er off þá geta Boston menn gleymdu þessu þrátt fyrir baráttu og ruddaskap undir körfunni. Verði Pierce hins vegar með þurfa þeir bræður Odom og Gasol að fara að taka karlmannlega á því og hætta að láta stóru menn Celtics (sem flestir eru hæfileikalausir ruddar) hrinda sér og taka af sér fráköstin. Að sama skapi verður Kobe að vakna (hann vældi í þrjú ár yfir að vera með of slakt lið og nú skal hann gjöra svo vel að stíga upp og leiða liðið til sigurs) að sama skapi væri fínt að fá sanngjarna dómgæslu það sem eftir er seríunnar.
Ég held mig samt sem áður við fyrri spá um 4-2 eða 4-3 sigur Celtics, en EF Pierce spilar ekki og EF Lakers jafna 1-1 að þá vænkast hagur Lakers liðsins allverulega - en það eru tvö stór ,,Ef".
En það er skandall að Lakers liðið hafi klúðrað því að vinna þennan fyrsta leik, sem þeir höfðu alla möguleika á.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, júní 04, 2008

Þá er það ákveðið



Er lífið ekki dásamlegt?

Hver gæti líka kosið annað eftir að hafa hlustað á þetta lag.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, júní 03, 2008

Fyrir Indiana Jones fara!!!

Fínt væri ef að menn ræddu það hér hvar menn vilja sjá þessa yndislegu mynd klukkan 20 í kvöld og þá verður það ljóst þegar að ég vakna um klukkan 16. Eins væri fínt ef að þið (Ívar og Haukur) hefðuð samband við þessa menn sem ekki nenna að lesa þetta blogg (Baldur Knúts, Bigga, Tómas, BF os.frv.) Hlakka til að sjá svör og ykkur í kvöld. Kveðja Bjarni Þór.

Er lífið ekki dásamlegt?

Þrír litlir en þó stórir fótboltamolar, sökum fráhvarfseinkenna

Knattspyrna: The Independent tekur upp úr viðtali Sky sjónvarpsstöðvarinnar við Sir Alex Ferguson að knattspyrnustjórinn ætli að hætta sem þjálfari United eftir tvö tímabil.

Knattspyrna: Annar þjálfari ekki síður umdeildur, hinn tungulipri Mourinho var að taka við liði Inter. Það verður gaman að sjá hvaða leikmenn fara til hans frá Chelsea. Blöðin telja að hans fyrsti kostur sé Essien en eins er ljóst að bæði Drogba og Lampard verða nefndir til sögunnar (sá síðarnefndi gæti sökum aldurs og hversu stutt hann á eftir af samningi sínum, farið á innan við 10 milljónir punda).

Að lokum: Endurgerð nr.900.000. Kannski er þetta barnalegt en mér finnst þetta alltaf jafn fyndið.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, júní 02, 2008

Sumarið 2008

Ég hef steingleymt að fjalla um tvö lög af væntanlegum plötum tveggja frábærra flytjenda; annars vegar lagið ,,Hagavagninn" í flutningi Megasar og hins vegar lagið Gobbledigook af væntanlegri plötu með Sigur Rós - stórgóð lög bæði tvö og sérstaklega kemur lagið Gobbledigook skemmtilega á óvart.
Menn vilja oft spá eitthvað út í bláinn, án þess að hafa nokkra eða litla hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Ég er í góðu skapi í dag og ætla aðeins að sleppa fram af mér beislinu og spá því hér með að cover plata Megasar og ,,öðruvísi" platan frá hljómsveitinni Sigur Rós muni sannfæra þá fáu sem hafa eitthvað á móti þessum listamönnum að þeir hafi haft gjörsamlega rangt fyrir sér.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

sunnudagur, júní 01, 2008

Ekki spurning hvort heldur hvenær?

Hópferð á Indiana Jones... hvenær?

Er lífið ekki dásamlegt?

Zyprexasjeik sálgreinandans (The Trúmann show)

Í Morgunblað sunnudagsins skrifar geðlæknirinn og hópsálgreinandinn (góð blanda) Einar Guðmundsson kjánahrollsgrein um trú og trúleysi undir fullyrðingunni ,,Trúleysi er ekki hlutleysi" sem ein og sér er nóg til þess að ekki er hægt að taka restina alvarlega en lætur mann um leið hugsa með bros á vör ,,nei,nei,nei - þetta verð ég að lesa". Að sjálfsögðu getur falist hlutleysi í trúleysi ólíkt trú, þetta ætti höfundur að vita ef tekið er mark á því hversu annt honum virðist vera um börn (sem einmitt eru trúlaus þar til ítroðslan hefst, en geta ef þau eru heppin verið hlutlaust trúlaus eins og náttúrulegt ástand þeirra er það sem eftir er - að sama skapi og barn getur verið hlutlaust í pólitík ef að það ákveður að taka aldrei afstöðu).
Greinin byrjar svo sem ekki illa, eins og oft vill verða hjá mönnum sem hafa einhverja menntun á bak við sig en svo er stutt í Hr.Velvakanda.
Í fyrsta lagi fellur Einar í þá gryfju að setja á sama stall trúlausa með sín vísindi og hins vegar þá sem trúa með sitt... (mig langar að segja kjaftæði); í beinu framhaldi segir hann að trúmenn treysti blint á sína trúarleiðtoga (sem er ekki alrétt, því að þau trúa blint á sína trú) en bætir svo við að hinir trúlausu trúi blint á svör vísindamanna sem er alrangt og gerir meðal annars lítið úr honum sjálfum sem vísindamanni með gagnrýna hugsun (nema að Einar sé einn af þeim starfsleiðu geðlæknum sem skrifa uppá hvað sem er án hugsunar).
Í öðru lagi dettur Einar úr Velvakanda gírnum og ofan í grunnskólagírinn þegar hann ber saman alla þá sem murkað hafa lífið úr öðrum í nafni trúartúlkunar sinnar (sem ekki er hægt að neita) við illmennin Stalín, Maó og Hitler (sem reyndar er mjög vafasamt að segja að hafi verið trúlaus) en munurinn er auðvitað sá að þessi illmenni þrátt fyrir trúleysi sitt murkuðu ekki lífið úr fólki vegna trúleysis síns heldur vegna hugmyndafræði nasismans og kommunismans, að halda því fram að það hafi verið gert í nafni trúleysis er eins og að segja að þeir hafi gert það í nafni þess að þeir voru dökkhærðir (vegna þess að þeir voru það allir).
Í þriðja lagi kemur Einar að ,,blessuðu" börnunum okkar. Reyndar hefst sú uppbygging á því að börnin eigi að læra um alla trú og kunna mun á hefðbundnum og öfgastefnum trúarbragðana, því þekking sé eina vopnið gegn fordómum (sem ég er alveg sammála) en þá byrjar þvælan, sem í besta falli er á stigi hundsins og endar með svakalegum hvelli. Hann vill að börnunum verði kenndar bænir allra trúarbragðanna svo að þau geti fordómalaust tekið þátt í siðum annarra þjóða ef þau kæra sig um og hvaða kenningar börnin svo loks tileinka sér er að lokum barnanna að ákveða en ekki foreldra (sem ég er reyndar sammála í grunninn) sem í rauninni gæti ekki verið meira trúboð. En hvers vegna ekki að kenna þeim bara um trúarbrögð líkt og við kennum börnum um sögu stjórnmála án þess að heilaþvo þau? Hvers vegna ekki að bíða með innrætinguna og bænirnar þangað til að börnin hafa náð þeim þroska að ákveða sig sjálf... sem er ekki snemma á grunnskólaaldrinum? Punch-line-ið kemur svo í lokin þegar að Einar segir að kennsla um Djöfulinn og Helvíti ætti að vera bönnuð innan 18 ára vegna skaðlegra áhrifa á barnasálina.
En hvernig ætlast þá Einar til að kenna börnum um trúarbrögð á borð við kristni þar sem Djöfullinn og Helvíti eru órjúfanlegur þáttur af trúnni? Hvaða kristnu bæn vill Einar kenna? Faðir vorið? Hvernig ætlar hann að útskýra fyrir börnunum setninguna ,,eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu"? Hvað er þetta illa? Hvernig ætlar Einar að komast frá einni lykilsögu Biblíunnar þegar að Jesús er 40 daga í eyðimörkinni og Satan reynir á mátt hans sem er ástæða Páskaföstu kristinna manna? Hvað verður um þá sem ekki trúa á Jesú samkvæmt Biblíunni? Hvað gerist fyrir þá sem eru vondir þegar þeir deyja samkvæmt trúnni? Hvernig á að útskýra það hvers vegna fólk var brennt á báli hér á Íslandi? Hvernig á að útskýra orð Biblíunnar sem eignuð eru Jesú um helvíti? Hvernig á að fylla upp í heimsmynd kristninnar án helvítis og djöfulsins?
Auðvitað er það eina rétta að upplýsa börnin og fræða þau um trúnna, hvað sé líklegast og hvað ekki þegar kemur að spámönnum eins og Jesú og draga ekkert undan þeim áhrifum sem trúarbrögðin hafa haft hér á Íslandi sem og erlendis bæði jákvæðu og öllu hinu neikvæða.
,,Vísindamaðurinn" kórónar svo þessa grein sína með því að tala um holl áhrif bænarinnar og segir meðal annars: ,,Flestir vanda sig þegar þeir biðja bænir og varast að biðja um það sem þeir eru ekki vissum að þeir vilji að rætist, því gvuð gæti tekið upp á því að bænheyra þá og þá er of seint að skipta um skoðun... Flestir eyða of miklum tíma í að skoða hvað þeir vilja raunverulega í lífinu, láta reka af reiðanum og enda margir á rangri hillu. Fyrir þá sem ekki trúa á gvuð, eða eru í vafa, getur bænin gert gagn sem leið til sjálfskoðunar..."
og kjaftæðið heldur áfram um stund.
Í fyrsta lagi þá sýna engar rannsóknir né skynsamleg rök fram á það að bænir virki, hvorki að barnslegar óskir þeirra uppfyllist eða að ástand manneskjunnar batni á nokkurn hátt. Í öðru lagi er sjálfskoðun án trúarbragða og bæna mun betri leið til að ná árangri en með þeim (og þess vegna skil ég ekki að hann sé að blanda bænum í það, plús það að ég hélt að þeir sem sérhæfðu sig í sálgreiningu væru ekki að bera á borð ímyndaðar skammtíma töfralausnir). Framþróun mannsins sýnir það hreinlega að um leið og sá trúaði hættir óskhyggjunni með bænum um betra líf, að þá fyrst fara hlutirnir að gerast. Þannig að Einar snýr þessu gjörsamlega á hvolf - sem er skrítið miðað við það að hann er geðlæknir sem hefur hópsálgreiningu sem sérsvið. Í þriðja lagi er staðreyndin hreinlega sú að í gegnum aldirnar hafa trúaðir (t.d. kristnir menn) einmitt alls ekki varið nokkrum tíma í það að spá í hvað þeir vilja raunverulega í þessu lífinu, heldur því sem þeir trúa samkvæmt trúnni að sé næsta líf ,,sælir eru fátækir, því þeirra er...trúin og eymdin?".
Hvaða Zyprexasjeik gleymdi þessi Geðlæknir/Sálgreinandi/Trúmaður að drekka áður en hann skrifaði þessa grein?

Já, gvuð býr í geðveikinni amma?

Efnisorð: