fimmtudagur, mars 29, 2007

Óraunverulegt augnablik

Áðan gerði ég mér ferð upp í Mál&Menningu á Laugarveginum þar sem ég ætlaði að næla mér í bók eftir Zizek... sem er ekki til frásagnar færandi nema þar var hann mættur sjálfur á 1.hæðina og í því sama þrönga rými sjálfur Bobby Fischer - ég spurði sjálfan mig: ,,Er ég staddur í smásögu eftir Woody Allen?"
... svo margar sniðugar sniðugar setningar runnu í gegnum huga mér t.d. að öskra:
,,I´m the biggest capitalist in the world - God bless America"
Ætli það hefði ekki orðið forsíðufrétt í Morgunblaðinu? - ,,Maður myrtur af heimsþekktum heimspekingi og skákmeistara"

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, mars 28, 2007

Falinn demantur

Þeir leynast víða demantarnir...
Flestir Dylan aðdáendur þekkja perluna Disease Of Conceit - ekki beint lag sem maður samt leitar uppi. Ég hreinlega klökknaði þegar ég heyrði þessa útgáfu ...ef eitthvað er guðdómlegt, yfirnáttúrulegt á 20.öldinni fyrir trúlausa jafnt sem trúaða þá er það Bob Dylan!

Efnisorð:

Heimspeki hvirfilbylur á leið til landsins

Það er nánast skylda mín sem vinur, (þó að flestum sé það löngu ljóst) að upplýsa hér að Zizek er á leið til landsins og mun halda tvo fyrirlestra (svo vitað sé til). Fara þeir báðir fram 30.mars næstkomandi (sem er afar viðeigandi ef að menn gúgla 30.mars 1949 á Íslandi - en þá áttu sér stað einhver heimskulegustu átök í sögu bananalýðveldisins). Sá fyrri kl.11 en líklega fáir sem munu leggja leið sína alla leið upp á Bifröst (ég reyndi ítrekað að hringja þangað en engin gat gefið mér upplýsingar um það hvort að fyrirlesturinn væri opinn eða lokaður) en yfirskriftin er ,,Tolerance as Ideology". Seinni fundurinn verður kl.16:30 upp í Öskju en er ekki eins heillandi að mínu mati ,,Can art still be Subversive" (enda fluttur inn af Listaháskólanum).
Læt hér fylgja með tvo fyrirlestra (flest ykkar kunnið á youtube, þeir eru í nokkrum hlutum þessir fyrirlestrar og framhaldið á þeim má finna í ,,related" hægra megin niðri.)

1. Slavoj Zizek: The Other Between Us [1/6]

2. Slavoj Zizek: Why Only an Atheist Can Believe [1/12]

Er ekki viðeigandi að segja ,,NJÓTIÐ"?

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, mars 27, 2007

Flashback

Mér líður eins og það hafi verið í fyrradag sem ég lagði appelsínugulu gallabuxunum, rauðu Fila skónum og Lakers stuttermabolinum sem ég klæddist yfir einlitan síðerma bol - nýkominn heim löðrandi sveittur úr reykfylltri ljósageðveikinni í Seljaskóla, með súperdós í hendinni - ásamt fyrstu kynslóðinni sem dansaði yfir skífuskönkun DJ KGB.
Ég trúi því ekki að það séu liðin 15 ár síðan að lagið Trip to the moon var gefið út.

Efnisorð:

Stafsetningavillur

Það þarf ekki að gera neina sænska rannsókn á þeirri staðreynd að konur skemmta sér mun meira yfir mismælum og stafsetningavillum en karlmenn.
Stundum breyta stafsetningavillurnar textunum þó svo að þær höfða til barnalegs húmors okkar karlmannanna.
Á íþróttasíðum Morgunblaðsins er að finna eina góða (bls 3 í íþróttablaði). Þar er tekið viðtal við Friðrik Ragnarsson þjálfara Grindavíkur sem jöfnuðu metin í 1-1 gegn Njarðvík:
,,Það hefði verið rosalega sárt ef við hefðum tapað lessu eftir alla vinnuna sem við lögðum í fyrri hálfleikinn"
- Það er spurning hvort að þetta sé eitthvað sálrænt hjá fréttaritara eða hvort að Friðrik sagði þetta í raun og veru... ,,og hvað segir svo Freud um það?"

Efnisorð:

mánudagur, mars 26, 2007

Pakkað saman... enn og aftur

(ATH! Þriðja bloggið í dag)
Erla Ósk formaður Heimdallar verður seint talinn góður talsmaður félagsins né Sjálfstæðisflokksins. Áður hef ég bent á viðtal þar sem Guðmundur Steingrímsson pakkaði henni saman og í gær var hún gjörsamlega bökuð (jafnvel brennd) í Silfrinu og hafði engin svör við öllum þeim skotum sem á hana var skotið - gat ekki einu sinni varið skoðun sína á lögleiðingu vændis sem börnum er kennd í barnaskóla Nessa Giss, vona að hún sé ekki að taka stórar ákvarðanir fyrir Landsbankann. (Af hverju er kvennafylgið að leita til vinstri... kannski vegna þess að ungar konur sjá engan góðan talsmann til hægri?)

,,Punch line" Erlu í þættinum:

Egill: Ert þú spennt fyrir ríkisstjórn með vinstri grænum?
Erla: Já, alveg eins.

Hvað segja frjálshyggjumeðlimirnir í Heimdalli við því?

Efnisorð: , ,

Ísland og framtíðin

Fyrir Örnu

föstudagur, mars 23, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins að þessu sinni fær HR (Háskólinn í Reykjavík) fyrir fínasta Evrópu linkasafn sem ég fann á heimasvæði skólans og prýðir nú linkasafnið undir fréttamiðlar.
Hér gæti einhver spurt: En hvers vegna ekki undir Pólitískt linkasafn?
Svar: Mistök sem ég nenni ekki að leiðrétta

Efnisorð: ,

fimmtudagur, mars 22, 2007

Spurning

Ætli einhver kennari við Háskóla Íslands hafi slegið nemanda sinn í miðjum tíma fyrir slæma ritgerð?
Í dag skilaði ég einni þeirri verstu ritgerð sem ég hef látið frá mér, ef þið sjáið mig með handarfar á kinninni þá þurfið þið ekki að spyrja.

Efnisorð:

miðvikudagur, mars 21, 2007

Hver man ekki eftir þessu?

Blackalicious' Alphabet Aerobics

Gestaþrautin er svo að syngja með, hér hafið þið textann ( svona nokkurn veginn)

Artificial amateurs, aren't at all amazing
Analytically, I assault, animate things
Broken barriers bounded by the bomb beat
Buildings are broken, basically I'm bombarding
Casually create catastrophes, casualties
Cancelling cats got their canopies collapsing
Detonate a dime of dank daily doin dough
Demonstrations, Don Dada on the down low
Eatin other editors with each and every energetic
Epileptic episode, elevated etiquette
Furious fat fabulous fantastic
Flurries of funk felt feeding the fanatics
Gift got great global goods gone glorious
Gettin godly in his game with the goriest
Hit em high, hella height, historical
Hey holocaust hints hear 'em holler at your homeboy
Imitators idolize, I intimidate
In a instant, I'll rise in a irate state
Juiced on my jams like jheri curls jockin joints
Justly, it's just me, writin my journals
Kindly I'm kindling all kinds of ink on
Karate kick type brits in my kingdom
Let me live a long life, lyrically lessons is
Learned lame louses just lose to my livery
My mind makes marvelous moves, masses
Marvel and move, many mock what I've mastered
Niggas nap knowin I'm nice naturally
Knack, never lack, make noise nationally
Operation, opposition, off, not optional
Out of sight, out of mind, wide beaming opticals
Perfected poem, powerful punchlines
Pummelling petty powder puffs in my prime
Quite quaint quotes keep quiet it's Quannum
Quarrelers ain't got a quarter of what we got uh
Really raw raps, risin up rapidly
Riding the rushing radioactivity
Super scientifical sound search sought
Silencing super fire saps that are soft
Tales ten times talented, too tough
Take that, challengers, get a tune up
Universal, unique untouched
Unadulterated, the raw uncut
Verb vice lord victorious valid
Violate vibes that are vain make em vanished
? well would a wise wordsmith just
Weaving up words weeded up, I'm a workshift
Xerox, my X-ray-diation holes extra large
X-height letters, and xylophone tones
Yellow back, yak mouth, young ones yaws
Yesterday's lawn yards sell our (yawn?)
Zig zag zombies, zoomin to the zenith
Zero in zen thoughts, overzealous rhyme ZEA-LOTS!....

(good....can you say it faster?)

Efnisorð: , ,

mánudagur, mars 19, 2007

Vísindi og trú

Þetta er merkilegur andskoti!
Það er ótrúlegt hvernig þekkingarþorsti getur komið manni í algjörar ógöngur.
Eins og ég hef áður nefnt er ég búinn að vera veikur og því ekki getað sinnt nokkrum sköpuðum hlut.

Nú er ég hins vegar mættur á næturvakt, hálfslappur og ætti að vera að skrifa ritgerð um forsetaþingræði og áhrif Sveins og Ásgeirs á utanríkismál í forsetatíð sinni, en einhverra hluta vegna ranka ég nú við mér rúmum þremur tímum seinna og er búinn að vera að lesa um Hugræna trúarbragðafræði og hef ekki hugmynd um hvar ég tók ranga beygju inn á þann veg!!! Hins vegar er vert að benda á bloggsíðu sem ég mun fylgjast gaumgæfilega með í náinni framtíð sem maður að nafni Steindór J. Erlingsson heldur úti, en hann þekkja menn væntanlega sem lesið hafa vantru.net, fylgst með genaumræðunni eða hreinlega lesið einhverja af fjölmiðlum landsins. . En þar sem ég á að skila ritgerð á miðvikudaginn hef ég ekki tíma til að commenta en býst fastlega við því að verðandi sálfræðingurinn Bjarni Fritzson leggi hér eitthvað að mörkum í commentakerfið sem og væntanlegur sálgreiningarnemi AFO - þ.e. séu þeir ekki of uppteknir í bleyjuskiptum!

Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í þeirri umræðu, sérstaklega skal nefna feminískt sjónarhorn Örnu, kapítalískt sjónarhorn Viðars, kaþólskt sjónarhorn semi-Spánverjans Ívars Tjörva, sjónarhorn tölvuheimspekingsins Baldurs Knútssonar, jarðaberjabragði Daða er vænst, rebublicana sjónarhorn Biggingtons, hagrænt sjónarhorn þeirra Hauks og Ólafs, ekki væri vitlaust ef að Biskupinn Tómas Oddur tjáði miðaldarskoðanir sínar hér um hugræna trúarbragðafræði og að endingu ef að Garcia leynist þarna úti þá má hann gjarnan kasta ljósi sálrænar ljóðlistar en einnig lífsspeki skugga sínum á greinina.

Annars vil ég benda lesendum færslu frá 13.mars á áðurnefndri síðu Steindórs (sjá könnunina). Ríma þær vel við aðrar sambærilegar kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, hafa þær m.a. sýnt að Bandaríkjamenn væru líklegri til að kjósa sér forseta sem væri múslimi en að kjósa trúlausan forseta!

Myndin hér að neðan er ,,stolin" af síðu Steindórs. (Svo verða allir að kynna sér sáttmála framtíðarlandsins)




Efnisorð: , , ,

Mér ljáðist að nefna...

Í öllum hamaganginum og veikindunum ljáðist mér að geta þess að Bryan Ferry hefði gefið út plötu. Hann hefur greinlega frétt af góðu gengi plötu Möggu Stínu þar sem hún flytur lög Megasar því að sjálfur ákvað hann að gefa út lög eftir Dylan er hann kallar Dylanesque.
Sitt sýnist auðvitað hverjum, en ég gef þessu þumal upp þrátt fyrir að enginn syngi Dylan eins og Dylan. Það eina sem ég er hræddur um, er að útgáfa hans af lögum eins og positively 4th street endi í framhaldsklisjumynd á borð við Bridget Jones III eða Notthing Hill II.

Efnisorð:

laugardagur, mars 17, 2007

Vafasamir tilburðir

Það eru ekki allir leikmenn Manutd að gera góða hluti þessa dagana. ,,Framtíðarmarkvörður" Manutd hinn ungi Ben Foster var t.d. að gera

Efnisorð:

Nánast eintóm leiðindi

Ég er veikur núna í þriðja skiptið á tæpum mánuði. Þetta byrjaði allt með slæmri bolludagsbollu sem skilaði sér í gubbupest, þá fékk ég gubbupest aftur á síðustu vaktartörn fyrir hálfum mánuði síðan og nú er ég með hita, hálsbólgu, höfuðverk og nefrennsli - þetta er orðin algjör steypa!
Ég get því lítið annað gert en að liggja undir sæng og hanga á netinu og sem dæmi um leiðindin þá hef ég fylgst með nánast öllum Manutd vs Bolton á soccernet.com enda löngu búinn með allar aðrar vefsíður í heiminum.
Verst að ég er alveg ónýtur í að gera nokkurn skapaðan hlut í náminu mínu, á m.a. að skila ritgerð á miðvikudaginn sem ég er ekki byrjaður á og svo eru óþarflega mörg verkefni og ritgerðir sem bíða.
Bið að heilsa!

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, mars 15, 2007

Félag íslenskra Daða

Ég verð hreinlega að ýta undir snilldina sem Keðjan hefur áður benti á. Spyrja sig nú kannski margir hvort að ég standi á bakvið þetta grín og get ég staðfest að svo er ekki. Rauninni hef ég aðeins einu sinni gert síðu um Daða og sú lifði aðeins í nokkra klukkutíma uns henni við Garcia lokuðum henni, en það var minningarsíða um Daða Guðmundsson sem þótti siðferðilega röng.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, mars 13, 2007

Enduruppgötvun

Enduruppgötvanir eru ávallt skemmtilegar. Undanfarna daga hef ég legið samhliða ritgerðar- og verkefnasmíðum yfir hinum ,,vel geymda"Dylan demanti New Morning. Diskurinn er algjör popp-ballöðu-kántrý sprengja. Ástæða þessarar enduruppgötvunar er kannski bjánleg, heyrði hið fallega lag ,,Sign on the window" í cover útgáfu útundan mér í einhverjum bandarískum sykurþætti og var þá hreinlega búinn að gleyma því að Dylan hefði samið það.
En allavegana, verðið ykkur út um þessa plötu þið ykkar sem eruð nógu þroskuð fyrir Dylan.

Efnisorð:

mánudagur, mars 12, 2007

Felldur á eigin bragði

Tekinn, tekinn, tekinn... myndu menn segja ef að við værum stödd seint á 10.áratugnum en svona er þetta.
Það er þá rétt að skvetta skítnum þegar maður er útataður í honum sjálfur:


,,hnefann í rassinn, hnefann í rassinn"
öskraði hann slefandi,
dvergvaxni kynskiptingurinn
þegar hann gekk inn á mig og móður sína...

Daði1981-
djöfull brá mér!

Efnisorð: ,

sunnudagur, mars 11, 2007

Hversdaglegt blogg

Ég tók léttan Viðar í ræktinni í dag. Var orðinn of seinn horfa á Chelsea vs Tottenham svo að ég dreif mig að klæða mig og læsa skápnum. Þegar æfingin var búin hafði ég hins vegar læst röngum skáp - sem var blessunarlega tómur. Mínar eignir voru sömuleiðis á sínum stað.
Eftir það heyrði ég svo í Viðari sjálfum sem benti mér á bókamarkaðinn í Perlunni - ég fór og fjárfesti þar í fjórum hnausþykkum (nei, Daði ekki jarðaberjasjeikum) bókum. ,,Að elska er að lifa" viðræðubók við Gunnar Dal, ,,Í eldlínu kaldastríðsins" eftir Val Ingimundarson, ,,Ástarspekt" eftir Stefán Snævarr og ,, Í hlutverki leiðtogans" eftir Ásdísi Höllu Braqgadóttur - fyrir þær allar borgaði ég skitnar 4166kr. Væri ég ekki námsmaður hefði ég sennilega gengið út með einhverjar 30 bækur, nokkuð margar sagnfræðibækur og ævisögur sem ég myndi glaður kaupa ef ég ætti pening.

Efnisorð:

laugardagur, mars 10, 2007

Heimsókn (kvenlægt blogg)

Fór í dag ásamt Örnu að heimsækja nýfædda Andradóttur uppá Skaga. Akranes er reyndar staður sem ég hef litlar mætur á en Sjúkrahúsið var mjög hugglegt. Þegar við mættum var fullt hús, foreldrar Lindu, systir og vinkona - bráðlega bættust foreldrar Andra í hópinn, allir mjög lukkulegir með litlu prinsessuna enda fyrsta barnabarnið stórglæsilegt. Við færðum að sjálfsögðu foreldrunum smá gjöf, enda eiga börn (sérstaklega stúlkubörn) erfitt með að opna gjafir og var foreldrunum sem og öðrum viðstöddum skemmt. Það er skemmst frá því annars að segja að stúlkan er nauðalík föður sínum og gráturinn ekki ósvipaður því þegar faðir hennar lét sig detta inn í teig forðum daga.
Fékk annars símatal í gær frá Keðjunni sem tjáði mér að einhverjir MS-ingar hefðu flutt ,,Boogie Boogie" í Gettu Betur, auðvitað klassík og þeir fengu víst leyfi fyrir þessu. Það rifjaðist upp fyrir okkur í dag á spítalanum að lagið var búið til 1999-2000... djöfull erum við öll að verða gömul!

Efnisorð: ,

föstudagur, mars 09, 2007

Ég, um mig...

Óska eftir fjárframlögum til að komast til Englands í apríl og sjá Manutd vs Roma 10.apríl, Chelsea vs Manutd 15.apríl og það sama kvöld Bob Dylan á Wembley.
Hvar er stuðningur frá bönkunum núna?

Efnisorð:

Brot úr vordegi við Austurvöll (Óður til vorsins)

Það er heiðskýr himinn og halla tekur degi
við Austurvöll og Megas verður á mínum vegi
sem getur ekki boðað annað en ,,gott kvöld”
það er ef að andinn hefur ennþá hér nokkur völd.

Og þarna má sjá Bjarna biðja fólk misvinsamlega að kaupa ljóð
og Dómskirkjuklukkurnar hringja fyrir grasins fegurstu og léttklæddustu fljóð
til að minna þau á að brátt fer að skyggja á þau og Jón
og til að gleðja eldra fólk með sínum allra fegursta tón
og þau suða saman flugurnar og sóparnir sem taka upp sandinn
og vestfirskur þingmaður spyr róna ,,Hvernig bragðast landinn?”.

Það er ekki annað hægt en að elska þessa fögru veröld á meðan hún varir
og meira segja Meistarinn tekur ,,Spáðu í mig” og fólkið á hann hissa starir
þar sem hann stendur á svölum Alþingishúsins einn með gítarinn alsgáður
og það má greina hvert orð og í laginu er heill þráður
og undir taka ungir sem aldnir - jafnvel einn erlendur fáráður.

Gleðin hún saklaus leikur og það losnar um hömlur vanafastra manna
og margar hrakfallaspár um mannkynið með því þeir sjálfir afsanna
og brátt liggur jafnvel Björgólfur teinóttur með unga fólkinu í döggvotu grasinu
og virðist gefa skít í það þó að hann þurfi líkt og aðrir að drekka úr sama glasinu
það leikur léttur vorvindur um hár viðstaddra og gítarinn er látinn ganga í hringi
og Geir H. Haarde tekur ,,With God on our side” og slítur svo vorþingi.

En þrátt fyrir allt situr Gunnar Dal,
Kóngurinn á Cafe París ennþá inni með tár á hvarmi,
brosir og segir ,,og nú ert þú komið, nýja vor
og ljósið í augum þínum mun leiða okkur áfram"
og ég bæti við: ,,...þangað sem raddir morgunsins hljóma”

-Daði

Efnisorð: ,

Þrífarar dagsins (hópmyndir)


Ég geri þetta ekki vegna þess að ég sé svo illgjarn, heldur til að benda á það að ef að Arsenal hefði drullast til að vinna PSV þá hefðu þeir verið á leiðinni að flengja Liverpool í enn eitt skiptið á þessari leiktíð.






Litlar smástelpur
















Olympíulið USA í dýfingum
















Titlalaust Arsenal lið 2006/2007

Efnisorð:

fimmtudagur, mars 08, 2007

Feminism hits a new low in Iceland

Í fréttablaði dagsins (fimmtudagur 8.mars) bls 50 er einhver sú fyndnasta (en um leið alvarlegasta) frétt sem ég hef séð í lengri tíma. Guðbjörg Hildur Kolbeins (sem á víst að vera doktor í fjölmiðlafræði) og maðurinn hennar hafa sent umboðsmanni barna erindi vegna ,,kláms" framan á Smáralinda bæklingi. Endilega lesið bæði fréttina og sjáið þar myndina og svo þessa fáránlegu bloggfærslu - þetta er algjörlega nýr öldudalur sem feministar hafa náð hér... kannski að markmiðið sé það sama í klámumræðunni hjá feministum og hjá Bósa ljósálfi forðum: ,, Út fyrir endimörk alheimsins"

- góð byrjun á alþjóðabaráttudegi kvenna!

Efnisorð: , , , , ,

Gífuryrði fjölmiðla

Í gær slógu Liverpool út hið bæklaða (sumir myndu segja lamaða) lið Barcelona úr Meistaradeildinni, en Barca eru núverandi Evrópumeistarar. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í það hvað þessi leikur var leiðinlegur og raunar báðir heldur að benda á blaðagrein sem skrifuð var í kjölfarið. Í greininni kemst greinarhöfundr á flug með þá firru sem margir virðast grípa á lofti um að Carrgaher (miðvörður í Liverpool) sé besti breski varnarmaðurinn.
Tekið er til hversu miklu mun betur honum hafi gengið með Ronaldinho nú en John Terry hafi gengið í fyrra.
Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður:
Í fyrsta lagi var Barcelona liðið að spila, ég veit ekki hvað mörgum sinnum betri bolta í fyrra og þar fór fremstur títtnefndur Ronaldinho, með honum þá tveir af betri sóknarbakvörðum heims sem ekki voru með í leikjunum tveimur, í öðru lagi eru töframennirnir Messi og Eto´o báðir nýskriðnir upp úr meiðslum og langt frá því að vera leikhæfir sem veikti sókarspilið rosalega. Í þriðja lagi spilaði Liverpool 4-4-1-1 og liðið lág aftarlega - mjög aftarlega með Sissoko og Alonso sem varnarmiðjumenn á meðan að Chelsea reyndi í það minnsta að sækja - hér eru nokkur grundavallaratriði fyrir því að Carragher sem var hrikalegur fyrri hluta tímabilsins var að spila vel, með lítið pláss fyrir aftan sig og gat skutlað sér í vandræðum.
Ástæðan fyrir því að Carragher er ekki valin í landsliðið fram yfir Terry og Ferdinand er einmitt sú að enska landsliðið spilar mjög sjaldan slíka (nauð)vörn, bæði Terry og sérstaklega Ferdinand eru miklu meiri fótboltamenn en Carragher. Ein ástæðan fyrir því að Liverpool hefur ekki gengið vel í deildinni er einmitt sú að þeir eiga engan miðvörð til að rjúka upp með boltann þegar færi gefst eða að spila honum í gegnum miðjuna þegar það er pressað - miðverðirnir sparka löngum bolta fram þegar þeir ættu að vera að byggja upp spil og boltinn fer upp í stúku þegar andstæðingurinn pressar. Auk þess hefur Terry það framyfir Carragher að hann skorar mörk upp úr föstum leikatriðum (og þá á ég ekki við sjálfsmörk eins og Carragher hefur nokkrum sinnum með mýkt og knattspyrnuhæfileikum sínum skorað).
Niðurstaðan er því sú að Carragher er fínn varnarmaður (ekki knattspyrnumaður) sem enska landsliðið á að skipta inná í nauðvörnum á stórmótum þegar England þarf að halda forystu síðustu 10mín - allt annað eru gífuryrði fjölmiðla.

...btw þá komst Manutd áfram á mjög slakri spilamennsku gegn Lille - nú hrynja leikmenn Manutd hver á fætur öðrum í meiðsli, spurning hvort að þeir hafi deildina af... veit það ekki?

Efnisorð: , , ,

miðvikudagur, mars 07, 2007

Hamingjuóskir (kvenlægt blogg)

Það er rétt að óska nýbökuðum foreldrunum Andra og Lindu til hamingju með frumburðinn. Í gær kom sem sagt í heiminn lítil stúlka sem vóg 13 merkur og teygði sig í fulla 49cm. Var það talið móðurinni líkt að koma á réttum tíma, þó ekki sé ég vissum að Linda hafi verið svo hávaxin við fermingu... ég meina fæðingu (nei þetta er ljótt grín, en ég veit að hún fyrirgefur).
Af komu sem slíkri fara oft af stað hugmyndir um barnanöfn, sérstaklega þegar foreldrarnir hafa ekki fengið að vita kynið fyrirfram - ég gef fólki því lausan taumin en hef sjálfur mínar kenningar, sem hafa oft jaðrað við geðveiki (sbr. færsla þriðjudagur, nóvember 16, 2004 hjá Lindu).
Það er auðvitað vitað að oft vill fólk skíra eftir nákomnum ættingjum, þrátt fyrir glæsilegar tillögur frá vinum sbr. Kristín María (Hauks&Hörpu dóttir) sem lengst af var nefnd Sigurrós Hafsól. Varðandi nöfn þá hef ég trú á að Andri hafi sterk ítök og ef ekki þá getur hann beitt bragði föður míns sem skírði bróður minn Björn Steinar þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi við móður mína að skíra hann Hlyn.

Hefst þá leitin: Nafn eins og Soffía kemur sterkt inn enda Andri í Heimspeki (þ.e. Philo-sophia eða ást á Soffíu).
Kvennmannsnöfn tengd textum Megasar eins og Rósa (ég kyssi kóralvarir þínar), Þóra (Ungfrú Þóra), Marta (Marta smarta), Tinna (mín skærasta rós), Eva (Ave Eva) og fleiri hljóta einnig að koma til greina.
Fá kvennmannsnöfn úr textum Dylan má hins vegar snúa upp á íslensku helst þá Jóhanna (Visions of Johanna).
Jæja, segi þetta gott í bili áður en aðrar brjálaðar kenningar fæðast - læt ykkur konurnar um þetta - ég vil biðja menn eins og Viðar að halda sig innan skynsemismarka ef þeir vilja koma með tillögur.

Efnisorð: ,

Frelsi, til hvers?

Það fór eins og ég hafði sagt þann 3.mars síðastliðinn. Skrif Egils Helgasonar um trúleysi voru krufin til mergjar. Merkilegt annars sem kemur fram í umræðum (fyrir neðan greinina sjálfa á vantru.is) að Egill Helgason hafi látið fjarlægja athugasemdir þeirra vantrúarmanna á sinni síðu, sem voru einungis málefnanlegar af því sem þeir hafa sýnt. Mikið var frelsi einstaklingsins meira virði þegar dönsku blöðin birtu óþarfa myndir af Spámanninum Múhammeð - kannski að Egill sé sjálfdýrkandi öfga bókstafstrúarmaður, hver veit?

Efnisorð: ,

mánudagur, mars 05, 2007

Ný gögn um ævi Hitlers


Hitler var víst mjög hrifinn
af jarðaberjasjeik.
Hér má sjá mynd af honum
fýldum, enda varð hann að sætta
sig við kúluís undir lokin þegar bandamenn
voru búnir að taka rafmagnið af Berlín.
Skemmtilegt annars hvernig skoðanasystir hans skeit á sig í Silfri Egils í gær þegar umræðan barst að klámi. Það virðist henni ekki ljóst að það er ekki nóg að lesa heilu regnskógana af sænskum rannsóknum og tala við öll heimsins Stígamótasamtök til að losna við vandamálið. Það sem Sóley er ekki að átta sig á er eins og ég, Guðmundur í Silfri gærdagsins og Hannes Hólmsteinn fyrir einhverjum árum síðan höfum bent á að til að losna við barnaklám, mansal og hina nauðugu leikara er að taka beint á þeim málum í samfélaginu og bjóða betri aðstoð við fórnalömb kynferðisofbeldis en láta þá sem virkilega vilja vera í bransanum og þá sem vilja horfa á (löglegt) klám (ekki barnaklám, dýraklám eða öðru þröngvuðu) í friði. Með öðrum orðum, að baki þessu stendur ekki aðeins hugmyndafræðilegur ágreiningur heldur er þetta hreinlega mun líklegra til árangurs því að klám verður aldrei upprætt.

Efnisorð:

sunnudagur, mars 04, 2007

Trúarbragðasjeik

Ég vil endilega starta smá umræðu hér um trúarbrögð - það er trúuðum bæði og vantrúuðum hollt að velta fyrir sér þessum þremur myndbrotum þar sem trúleysinginn (skynsemishyggjumaðurinn) Richard Dawkins situr fyrir svörum. Hef þetta ekki lengra í bili - þið kíkið á þetta og tjáið ykkur endilega... það væri samt gaman ef að sú umræða færi ekki út í neysluþjóðfélagið og kapítalisma (nema þörf sé á).

Dawkins situr undir svörum á BBC

Dawkins situr fyrir svörum í þættinum The late show

Dawkins maður á mann

Efnisorð: ,

laugardagur, mars 03, 2007

Golden moment














I saw my mate,
the other day
Said to me have you seen the white Pele?
So I asked,
who is he?
He goes by the name of John O´Shea
John O´Shea, John O´Shea
He goes by the name of John O´Shea

When Johnny goes marching down the wing, O'Shea, O'Shea
When Johnny goes marching down the wing, O'Shea, O'Shea
When Johnny goes marching down the wing,
the Stretford End will f****ng sing
'Cause we all know that Johnny's going to score...

Efnisorð:

Trú, hrós dagsins og umhverfisvernd

Það er ótrúlegt að sjá Egil Helgason sem að jafnaði er frekar vel inn í málum tala um trúmál eins og hann gerir hér - hreinlega barnalegt. Ég sé mig ekki knúinn til að svara enda getur fólk lesið viðbrögðin við greininni vilji það gagnrýni og ég efa ekki að vantru.is muni hamra á honum.


Hrós dagsins: Það er sjaldan sem konur fá hrós dagsins hér á þessari síðu. Þær eru tvær í dag: Annars vegar Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður og hins vegar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur. Hrósið fá þær fyrir blaðagreinina á bls 34&35 í Fréttablaði dagsins (Laugardagur 3.mars)
Einnig má benda á grein Atla Fannars bls 40 í Blaði dagsins þar sem hann bendir á staðfestingu á því sem aðrir hafa viljað talað um sem mýtuna um hamingjusömu ,,hóruna". Þar er mætt engin önnur en Asia Carrera, sem hefur hlýjað mörgum manninum um hjartarætur gegnum árin.


Ég býð annars spenntur eftir síðari hluta eftirfarandi greinar. Það verður gaman að sjá þá félaga reyna að verja Björn Lomborg, sem fræðimenn í umhverfisvernd taka jafn mikið mark á og Mikka Mús. Það er í sjálfu sér í fínu lagi að ritstjórn Háskólablaðsins hafi sett sér þá stefnu að flytja einunigs jákvæðar fréttir (enda nóg eftirspurn eftir gagnrýnislausum ,,já mönnum" úti í atvinnulífinu) en spurning um að þeir geri allavegana sitt í því að fylgjast með almennri umræðu hvað sem öðru líður. Vonandi hafa þessir menn rétt fyrir sér sem gagnýna skýrslu Stern en ég ákvað að lesa hana ekki þegar ég komst að því að nokkrir af þeim fræðimönnum sem hana tóku saman eru á bandi ríkisstjórna Ástralíu og Bandaríkjanna, en voga sér samt að segja ,,Skýrslan byggir nánast einvörðu á niðurstöðum manna og stofnana sem hafa í gegnum tíðina hafa gefið út hlutdrægar skýrslur um hlýnun jarðar." - frjálsa fræðimannasamfélagið hefur sjálft getað bakkað upp flestar af þessum skýrslum og því sem spáð hefur verið hefur oftar en ekki ræst... þó að til séu menn á launum frá ríkjum sem styðja ekki Kyoto sem trúa engu fyrr en endanlegar sannanir eru fyrir hendi - þ.e. þegar við stefnum beinlínis í heimsenda og ekki verður aftur snúið.
Nú er auðvitað ekki hægt að gagnrýna þessa grein vegna þess að það vantar síðari helminginn á hana, en það mun koma mér verulega á óvart ef að þar verður haldið uppi haldbærri vörn fyrir Lomberg - en sjáum til.
Ég á líka ákaflega bágt með að taka mark á fræðimönnum á vegum ríkisstjórna sem gagnrýna skýrslu fræðimanns sem hefur enga hagsmuni af því að vera með bölsýnistal - þó að ég voni vissulega að Stern hafi rangt fyrir sér.
Þegar hins vegar Morgunblaðið gerir merki Sjálfstæðisflokksins grænt á sínum síðum og Björn Bjarnason er farinn að huga að umhverfismálum er hugsanlega rétt fyrir ritstjórn Háskólablaðsins að koma niður úr valíumútópíunni og taka þátt í raunverulegri umræðu eða að sleppa því og einbeita sér að fallegum barnabókmenntum þar sem ávallt er sól, ilmur af blómum og fiðrildum sem flögra - þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir og hylla Mikka Mús.

Það er rétt að minna fólk á að það getur farið frítt í bíó á sunnudaginn í Háskólabíó kl.14 á myndina An Inconvenient Truth (á meðan húsrúm leyfir), gott framtak hjá Samfylkingunni (en púúú á þeirra feminisma!) Þeir sem eru tölvufróðir ættu að geta horft á hana hér (það fer víst eitthvað eftir tölvum - er ekki nógu tölvufróður til að upplýsa það hérna, en kannski að einhver commenti á það).

Annars er þetta pottþétt fyndnasta og bjánalegasta frétt dagsins, greinilega maður sem hefur ekkert fylgst með vinnubrögðum síns eigins flokks síðustu... tja 50 árin eða svo.

Efnisorð: , ,