fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Leitað að atvinnumanni í handknattleik?

Nú þegar björgunarsveitin hefur hætt leit að þýsku ferðamönnunum, legg ég til að björgunarsveitin hefji leit að handknattleiksmanninum Bjarna Fritzsyni - en ekkert hefur frést af honum né fjölskyldunni síðan að þau yfirgáfu land þann 20.júlí og héldu á frönsku rivíeruna.
Ekki eru vinir hans sammála um hver ástæðan sé, sumir telja að hann sé orðinn of góður fyrir vini sína, aðrir telja að hann muni ekki hafa samband fyrr en hann er orðinn jafn brúnn og Jackson Richardson en fámennur hópur vill meina að hann sé ekki ennþá kominn í netsamband.
Vonandi gengur allt vel og ég mun segja frekari fréttir af þessu undarlega hvarfi þegar að einhverjar fregnir berast.


Er lífið annars ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Sjálfstæð Utanríkisstefna


Ingibjörg Sólrún steig í gær (miðvikudag) stórt og þarft skref sem Utanríkisráðherra þegar hún lagði hornstein að nýrri íslenskri öryggis- og varnarmálastefnu og tók þar með fyrsta skrefið framávið í átt að sjálfstæðri utanríkisstefnu.
Ræðan er stutt og hnitmiðuð og þar skín í gegn skynsemin, vönduð vinnubrögð og þekking Ingibjargar á stöðu mála - það er vonandi að orðum fylgi aðgerðir af sama toga. Þá geta önnur lönd mögulega litið á okkur þeim augum að hér búi framsækin og alþjóðleg þjóð en ekki þriðja heims sjálfmiðað hrútasamfélag eins og hingað til hefur einkennt ákvarðanir Íslands á alþjóðavísu.
Ég held að allir þeir sem efuðust um hæfni Ingibjargar Sólrúnar muni hrista höfuðið yfir þeirri skoðun sinni seinna meir, þegar hún verður borin saman við Utanríkisráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson - góð eru í það minnsta þessi skref hennar.



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Áfram heimildamyndir!

Hér er hressandi síða - eiginlega gagnagrunnur fyrir heimildarmyndir (auk annarra mynda) frá heimi múslima. Síðan bíður upp á þann skemmtilega möguleika að ef skrollað er niður þá er hægt að leita að myndum frá ákveðnum löndum (t.d. Tyrklandi, Íran, Írak o.s.frv.). Þarna eru líka myndir frá Bandaríkjunum og Kanada sem fjalla um málefni svæðisins.


Hér eru nokkrar sem ég ætla að sjá við tækifæri (eða hef nýlokið við að sjá)


Iraq in Fragments (Video)

Good Kurds - Bad Kurds (Umfjöllun)

Arabs and Terrorism (Umfjöllun)

About Baghdad (Umfjöllun)


On Orientalism-Edward Said (partur 1 af 4) (Video)

Edward Said: The Myth of 'The Clash of Civilizations' (Video)

Women of Islam: Veiling and Seclusion (Umfjöllun)

Brothers and others (Umfjöllun)

Endilega setið inn link ef þið mælið með einhverju eða hreinlega tjáið ykkur af hjartans einlægni.

Allir út á leigu... er það ekki?

Efnisorð: , , , ,

There´s a better world that´s a -comin´

Gott er að geta leitað í klassíska speki Anthony Giddens (hér hafið þið 5 klassíska fyrirlestra sem þið getið lesið eða hlustað á).

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 27, 2007

You are my Solskjaer

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Úff...

Alla leiki hingað til hefur United átt skilið að sigra, en fyrsti sigurinn í dag gegn Tottenham áttu þeir ekki skilið að vinna þrátt fyrir þónokkra yfirburði - hreinlega heppnir samt að tapa ekki.
Nani kláraði þetta í dag með fallegu marki, sem hinn vægast sagt ömurlegi markvörður enska landsliðsins átti samt að verja.

Ég verð að segja það að mér er meinilla við þetta 4-4-1-1/ 4-3-3 kerfi sem United er að spila. Tevez er vonlaus í því hlutverki að vera einn frammi og þarf að geta skapað - Ferguson hlýtur að kaupa (ótrúlegt en satt) senter ef að Saha fer ekki að verða heill. Það er ekki hægt að lið geti bakkað á vítateig og þá sé liðið hreinlega í vandræðum með að skora. Svo get ég ekki skilið það hversu aftarlega bæði Carrick og Hargreaves spiluðu gegn Tottenham í stað þess að hafa aðeins einn varnarsinnaðan miðjumann þar sem Tottenham 90% af leiknum aðeins löngum boltum.

Það er greinlegt að liðið er ekki í toppformi núna, það sést á líkamsástandi Vidic, Ferdinand, Carrick, Scholes og Giggs (til að nefna dæmi) miðað við t.d. líkamsform Chelsea og Liverpool manna - veit ekki hvernig á að túlka það.

Næsti leikur er gegn Sunderland, sem er möst sigur og svo má gera ráð fyrir því að Ronaldo komi úr leikbanni, Saha og Neville verði komnir á fullt, Anderson til taks og miðað við leik Nani og Hargreaves í dag þá verða þeir endanlega komnir inn í þetta. Þökk sé (annars yfirleitt leiðinlegu landsleikjafríi) þá eru ekki margir leikir í viðbót sem United verða án Rooney.

Koma svo...

Efnisorð:

laugardagur, ágúst 25, 2007

Tónleikarnir í kvöld

Magnús Þór Jónsson - hvað getur maður sagt, sem ekki hljómar eins og smeðjulegt og klisjukennt bergmál?

Efnisorð:

Knattspyrna - nema hvað

(Þeir sem héldu að ég væri hættur að tala um knattspyrnu vegna gengis Manutd í fyrstu þremur leikjum sínum, ættu ekki að örvænta.)

Stuðningsmenn Liverpool fara hamförum í þjóðfélaginu í dag, enda þekkja þeir manna best enska orðatiltækið ,,Sing When/while you´re winning". Stefnan er sett á titilinn og óspart er gert grín að byrjun Meistaranna sem sitja í einu af fallsætunum.
Eftir leiki dagsins var því haldið fram (sem eflaust er rétt) að Liverpool hafi ekki byrjað jafnvel síðan árið 2002 og að með réttu ætti liðið að hafa fengið 9 stig (eftir dómaraskandalinn gegn Chelsea). En lítum aðeins nánar á þetta:
Vissulega lítur Liverpool liðið betur út en í fyrra og hefði sennilega átt að vinna Chelsea heima, hinir leikirnir hafa unnist 1-2 þar sem að Gerrard skoraði sigurmarkið úr vægast sagt vafasamri aukaspyrnu þar sem liðið var ósannfærandi og í dag sigraði liðið Sunderland 0-2 (þar sem menn höfðu áhyggjur af því að Sunderland myndi jafna) - bæði þessi lið eru lið sem stuðningsmenn liðsins telja algjöra skyldu að sigra bæði heima og úti. Liverpool er sem sagt búið að leika 3 leiki og titilinn nánast í höfn... er það ekki? Hvert skyldi þessi margumtalaða byrjun Liverpool árið 2002 hafa skilað liðinu í enda Maí árið 2003? Jú liðið lenti þá í 5.sæti með 64 stig.
Það má vel vera að Liverpool eigi betri leiktíð heldur en í fyrra, tel það reyndar mjög líklegt - en ég á eftir að sjá það gerist að liðið lendi ofar en bæði Chelsea og Manutd. Ferguson sagði fyrir helgi að Liverpool væri til alls líklegt og eftir leik dagsins sagði Keane að liðið gæti orðið meistari, nú fær Liverpool kannski að bragða á því hvernig það er fyrir Chelsea og United að spila við minni lið... með 11 menn fyrir aftan bolta og menn tilbúnir að deyja fyrir 1 stig hvort sem er á heimavelli eða útivelli.

Áfram knattspyrna!

Efnisorð:

Jon Stewart show

Rússneski björninn

Skemmtilegt viðtal við Kasparov í Miðjuviðtali Morgunblaðsins í dag þar sem hann úthúðar rússneskum stjórnvöldum (hvað er málið með þessa skákmenn og gagnrýni á stjórnvöld?). Meðal þess sem kemur fram er að hann fullyrðir að ef að fjölmiðlar væru gerðir frjálsir myndi stjórnin ekki vera lengi að falla, hann bölvar Vesturlöndum fyrir að standa ekki upp í hárinu á Pútín sem hann telur vera vegna þess gróða sem löndin hafa fengið í gegnum sín fyrirtæki með peningarþvætti frá Rússlandi (við auðvitað þekkjum ekkert slíkt, er það nokkuð?). Greinin endar svo á því að Kasparov er farinn að spá um fyrir dauða þjóðarinnar og ríkisins ef að hlutirinir breytst ekki!
Já, en það eru fleiri en Kasparov og við Íslendingar sem höfum áhyggjur af Rússlandi. Í Washington hafa menn svokallaða ,,þráhyggju áhyggju" en nú hefur ESB gengið einnig eitthvað til málanna að leggja. Eru menn að skjóta sig í fótinn?

Árið 2008 verður allavegana spennandi kosningarár!

Efnisorð: , ,

föstudagur, ágúst 24, 2007

Child Slavery

Þriðja heimildarmyndin sem ég talaði um eftir hinn stórgóða heimildarmyndamann Rageh Omaar fann ég rétt áðan - er að byrja á henni, hún virkar eins og hinar mjög áhugaverð.
Child Slavery

Efnisorð:

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Heimildarmyndir

Horfði á ansi góða heimildarmynd á næturvaktinni í nótt: An Islamic history of Europe (BBC) og hér er II Partur. Myndina gerði Rageh Omaar sem var m.a. fréttaritari BBC á erlendri grundu og er talinn af mörgum ein ,,efnilegasta stjarna" heimildarmynda og blaðamennsku á sínu sviði.
Fyrir ykkur sem hafið engan sérstakan áhuga á pólitík þá get ég sagt að ef að þið hafið gaman að arkitektur, sagnfræði, ferðalögum, trúarbrögðum eða mann- og/eða menningarfræði (og auðvitað smá pólitík) þá ætti þessi mynd að höfða til ykkar.

Sjá einnig
Rageh Inside Iran (Mjög sniðug og öðruvísi mynd um Íran og sýnir töluvert aðra mynd en við fáum gjarnan í gegnum fjölmiðla, þarna er Rageh Omaar mættur aftur til að sýna okkur aðra hlið á Íran, þarna er ýtt við hlið kvennréttindabaráttunnar (t.d. eru 60% nemenda konur og í theran eru gerðar fleiri lýtaaðgerðir árlega en í Los Angeles) og hvernig líf hins venjulega borgara gengur fyrir sig, hvað hann gerir og hvernig hann lifir lífinu. ... veit einhver hvað varð um þessa heimildarmyndina sem að einhverjir íslenskir fréttamenn voru að gera um Tehran?)
...og ef að allt fer á besta veg ættuð þið að geta séð þessa mynd bráðlega. Önnur fersk færsla neðar

Efnisorð: , ,

Hvað er heitt?

Stundum gerist það að menn líta augnablik af netsíðunni fotbolti.net og spyrja sig hvort að eiga sé að gerast... segjum í Tyrklandi. Þar er margt að gerast - ótrúlegar breytingar eins og ég hef áður sagt, bæði í þátíð, nútíð og náinni framtíð. Einhverjir æsifréttafræðimenn kalla landið ,,brú á milli menningarheima" og þó að ég sé ekki sammála því þá hlýtur Tyrkland að teljast ákveðin fyrirmynd lýðræðis fyrir lönd múslima. Walter Posch skrifar Crisis in Turkey: Just another bump on the road to Europe?
Ef forvitni einhvers á Tyrklandi er ekki svalað með þessu, skal ég henda inn fleiri linkum.

Efnisorð: , ,

Konungur haustballöðunnar

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Heinze farinn... blessunarlega!

,,Fuck off - you fucking fuck" væri sennilega viðeigandi orðatiltæki og einhverjir myndu eflaust nota það. Maðurinn sem var dýrkaður og dáður meðal forráðamanna og stuðningsmanna United frá fyrsta degi, félagið stóð með honum þrátt fyrir margar fáranlegar gjörðir eins og að spila með Argentínu á einhverju prumpmóti um leið og hann var keyptur, félagið stóð með honum þegar hann meiddist illa og fyrirgaf honum þegar hann gegn læknisráði bæði United teymisins og hins argentínska tók sénsinn á HM (skiljanlega kannski) og var lengi að ná sér eftir það og þegar hann svo loksins spilaði var hann ömurlegur en endaði samt tímabilið á því að vera fyrirliði (í fjarveru nokkurra manna)... en um leið og það kom smá mótlæti og hann var ekki vissum fast byrjunarliðssæti hjá United á nýju tímabili - þá var hann tilbúinn að selja sig eins og ódýr vansköpuð hóra án sjálfsvirðingar til liðs sem hann vissi að mundi særa alla hjá félaginu. ,,Drullaði þér því til Spánar og vonandi slítur þú krossband, helvítis viðbjóðurinn þinn" - væru orð sem einhverjir kynnu að nota.
Verst að nú getur maður ekki haldið með Madrid, því að auk aumkunarverðu nöðrunar fékk félagið ógeðisbarnið Robben til liðs við sig.
Heinze má samt eiga það að heill var hann frábær varnarmaður og bjó yfir þeim eiginleikum að geta spilað bæði miðvörð og bakvörð. Hið eina skemmtilega við þetta er að samkv. þeim fréttum sem ég hef lesið er hann að fara til Madrid fyrir 8 milljónir en kom á undir 7 milljónum.

Rafa er eitthvað að væla - hvað stjórn Úrvalsdeildarinnar sé ósanngjörn við Liverpool. Talar um að það sé ósanngjarnt hversu marga útileiki Liverpool fær til að byrja með miðað við hin toppliðin - á meðan að stuðningsmenn liðsins hafa lýst ánægju sinni með það hversu auðvelda leiki liðið á í byrjun móts. Svo kvartar hann yfir því hversu auðvelt United hafi átt með að fá Tevez miðað við þegar Liverpool fékk Mascherano - það var vegna þess að þessir samningar voru nánast copy-paste og stjórn Úrvalsdeildarinnar vissi hvernig samningurinn yrði ef að West ham samþykkti... en bíddu við? Hvað með það að stjórnin beygði lög svo að Liverpool gæti fengið Mascherano? Og hvað með það þegar þeir beygðu lögin svo að Liverpool kæmist í Meistaradeildina?... Það sér það hver maður hvað þetta er ósanngjarnt. Svo vælir hann yfir þessu Heinze máli, þar sem United gaf honum skilmála með félagsskiptin eins og öll önnur lið hefðu gert... og hverjir voru það þá sem töluðu ólöglega við Heinze?

Efnisorð:

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Spakmæli

Það sem við verðum að gera

Við viljum standa á okkar eigin fótum og líta heiminn
opnum augum – góðar staðreyndir hans, slæmar staðreyndir
hans, ljótleika hans; sjá heiminn eins og hann er og vera óhrædd
við hann. Sigrast á heiminum með skynsemi okkar fremur en að
vera beygð undir þann þrælsótta sem hún getur skapað. Öll
hugsunin um Guð er hugsun sem sprottin er úr austrænum
gerræðissamfélögum fornaldar. Þetta er hugsun sem er fyrir
neðan virðingu frjálsra manna. Þegar þú heyrir fólk í kirkjum
lítillækka sig og segjast vera aumkunarverðir syndarar og allt
sem því fylgir, virðist það fyrirlitlegt og ekki hafa sjálfsvirðingu
sem manneskjum sæmir. Við ættum að standa upp og horfast
hreinskilningslega í augu við heiminn. Við ættum að gera
heiminn eins góðan og við getum og ef hann er ekki eins góður
og við viljum, þegar allt kemur til alls verður hann betri en hinir
hafa gert hann í gegnum aldirnar. Góður heimur þarfnast
þekkingar, vingjarnleika og hugrekkis. Hann þarfnast ekki
tregafullrar þrár eftir fortíðinni eða að frjáls hugsun sé hlekkjuð
í orðum, sem fávísir menn létu falla endur fyrir löngu. Hann
þarfnast óttalausrar sýnar og frjálsrar hugsunar. Hann þarfnast
framtíðarvonar en ekki að litið sé stöðugt til baka til dauðrar
fortíðar sem mun víkja fyrir þeirri framtíð sem skynsemi okkar
mun skapa.


Bertrand Russell - brot úr bókinni ,,Af hverju ég er ekki kristinn" frá árinu 1927 (Hér má nálgast hana í íslenskri þýðingu í heild sinni)

Efnisorð: ,

mánudagur, ágúst 20, 2007

This is America

Við erum að tala um The CNN/YouTube Debates hjá Demókrata flokknum og þessi spurning kemur.
Það er ekki að ástæðulausu sem menn tala um tvær þjóðir í Bandaríkjunum.


Það sem er annars helst að gera sig er: Jon Stewart

(Þrjú góð myndbönd ,,Is America ready? - Black president" - , ,,Even Dick don´t know Dick" og ,,Going, going, Gun")



Íhaldshaukurinn Colbert missir andlitið.

Efnisorð:

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Nokkur atriði

1. Kiddi Bje/Ísbjörninn/Hr.Siðblindur...Begginn hefur fengið link á sig hér til hliðar - aðallega vegna þess að svona menn vill maður hafa með sér í liði í lífinu en ekki á móti sér! Nei, nei að sjálfsögðu fær maðurinn link vegna snilldar skrifa og er ekki þekktur fyrir að skafa af hlutunum - þetta svipar kannski til þess að sitja tíma hjá Hannesi Hólmsteini (sorry gat ekki staðist að bera þig saman við homma Kiddi!), maður er kannski ekki alltaf sammála skoðunum hans - en þær eru aldrei leiðinlegar, reyndar algjör snilld.

2. Var á næturvakt í nótt og sá því ekki derby slaginn í Manchester - sem betur fer kannski. Heyrði samt í mönnum, las um leikinn, sá helstu atriðin og tölfræðina... þetta hlýtur að vera grín! Við verðum að vinna Tottenham í næsta leik og svo Sunderland til að halda í við Chelsea og væntanlega Liverpool og Arsenal.
Þá förum við að fá þessa menn til baka. Ronaldo kemur úr banni, Hargraeves (sem spilaði í dag) verður 100%, Neville kemur í bakvörðinn, Saha kemur inn og þökk sé landsleikjahléi þá eru þetta ekki margir leikir til viðbótar sem við verðum án Rooney.

3. Sá seinni hálfleikinn af Liverpool - Chelsea leiknum. Algjör skandall þetta víti auðvitað. Liverpool kom mér samt á óvart eru mun frískari en þeir voru á undirbúningstímabilinu og síðustu ár. Pennant var að gera fína hluti og markið hjá Torres var flott, en það er spurning hvort að Liverpool aðdáendur ættu ekki að slaka núna aðeins á í að kalla Ronaldo dýfara - þar sem Torres sýndi nokkuð marga tilburði úr spænska leiklistarskólanum og ég sá ekki betur en að þetta hafi haft áhrif á Carragher sem sýndi líka 3-4 dýfur. Babel lofar líka góðu upp á framtíðina ef hann heldur svona áfram - en hann var algjör hörmung á undirbúningstímabilinu.
Chelsea er hins vegar óþolandi. Maður er farinn að finna þessa meistaralykt af þeim aftur - geta kannski ekki neitt, en þeir tapa ekki leikjum sem þeir eiga skilið að tapa og vinna leiki sem þeir eiga ekki skilið að vinna.
Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda þegar að Carvalho og Terry verða komnir á fullt, Alves í hægri bakvörð og Essien á miðjuna... úff!!!

4. Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það hve Megas var svalur á menningarnótt (sjá seinni part upptöku)

5. Bob Dylan - My back pages

6. Er að reyna að byrja á bókinni ,,Like a Rolling Stone" eftir Greil Marcus sem Arna var svo elskuleg að gefa mér fyrir nokkru síðan. Bókin fjallar að sjálfsögðu um Dylan og lagið sem iðulega er valið besta og áhrifamesta lag rokksögunnar og þið megið taka villta ágiskun á hvaða lag það er. Lagið komst aldrei á topp Billboard listans, náði hæst 4.sæti og er skýringin sú að upptakan af laginu var 6 mín og 6 sek í fullri lengd - en þá þótti líkt og nú ekki gott markaðslega að hafa lög lengri en 2 mín (og eins og nú að þessar 2 mín væru í raun eingöngu endurtekning á viðlaginu - það þarf því ekki að koma á óvart að lagið ,,Help" með Bítlunum hafi trónað í efsta sætinu). Hefst þá lestur...

Efnisorð: ,

Well, I don't need no money, I just need a day that's sunny

Dásamlegur dagur í dag!

Byrjaði reyndar ekki vel þar sem að ,,Glitnis"-Maraþonið hélt fyrir mér vöku eftir langa næturvakt. Þegar ég hins vegar vaknaði tók við hið árlega Clint golfmót.
Veðrið var yndislegt og félagsskapurinn góður - minn meðspilari var Gilsi og dróg hann vagninn allt að leiðarenda - held að ég hafi átt svona 4 högg sem voru tekin. Með okkur í ferðalaginu voru þeir Elvar og Keðjan. Við tókum 8 af 9 holum og enduðum í 3-4.sæti heilt yfir, en fengum ekki verðlaun vegna fáránlegra dóma, þar sem dómararnir voru báðir Liverpool menn og við Gilsi báðir United menn. Gilsi hins vegar fékk tvö verðlaun þegar dregið var úr skorkortum og Markús var annar þeirra sem lenti í 3.sæti (og hann gaf mér golfkylfur) þannig að við kvörtuðum ekki. Ég átti auk þess eitt af höggum mótsins þegar ég setti pútt af 15 metrum á síðustu holunni (verða sennilega orðnir 25-30 metrar á næsta ári) - svo snýst þetta líka um að vera sáttur við sig en ekki einhver verðlaun.

Hér er sniðugur stuttur fyrirlestur: Do schools today kill creativity? (Ken Robinson, TEDTalks)

Orð dagsins: ,,Ef þær verða þreyttar og jafnvel þó þær deyi, þá skiptir það ekki máli. Það er í lagi þó þær deyi við barnsburð því það er tilgangur þeirra."
-Marteinn Lúter (Um konur)

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, ágúst 18, 2007

Menn eru misjafnlega heilbrigðir...

Ég stel þessu frá http://blog.sigurjon.com/ - þetta er hreinlega of sniðut til að sleppa því...
Dick Cheney um Írak árið 1994


Þetta er ekki síður sniðugt


Mido fær líka plús fyrir þessi ummæli


Kristnu orð dagsins: "Ég er með skít í buxunum, og þú mátt vefja þær utan um háls þinn og þvo munn þinn með þeim."
- Marteinn Lúther (í samtali við djöfulinn)


Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju

Efnisorð:

föstudagur, ágúst 17, 2007

Út úr einum helli og inn í annan

Fór í dag í próf upp í Háskóla sem er alveg fáranlegt því að ég hafði ekki farið í próf síðan á síðustu önn í B.A.-náminu - enda er það eiginlega hálf vandræðalegt að þurfa að taka próf eins og einhver krakki (þó að sennilega henti það mínum þroska). En burt séð frá því hvað mér finnst próf ömurlegt form í Masters námi að þá gekk það bara vel - allt undir 8,5 fyrir prófið er skandall!
Nú er ég hins vegar (af því að ,,hins vegar" er uppáhalds byrjun mín á setningu) mættur á næturvaktartörn og allt útlit fyrir að ég missi af tónleikum Megasar á menningarnótt (Fucking - fuck!!!).
Næ reyndar Clint golfmótinu - sem minnir mig á það: Getur einhver lánað mér pútter og dræver?
Svo skemmtilega vill til að það eru þær kylfur sem ég nota nær eingöngu og það eru líka nánast einu kylfurnar sem ég á ekki.


Kristnu orð dagsins: ,,Það væru mistök að myrða þá [gyðingana] ekki." - Marteinn Lúter (andlegur leiðtogi Hitlers)

Efnisorð: , ,

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Staðhæfing: Manchester United búnir að missa titilinn frá sér!

15. ágúst - tvær umferðir búnar og Manchester United hefur klúðrað möguleikanum á því að halda Englandsmeistaratitlinum!!!

1-1 gegn Portsmouth og Ronaldo með rautt (sem ég sá ekki) sem er minnst 3 leikja bann.


Niðurstaða: 2 leikir, 2 stig, 46 marktilraunir, 21 á mark... 1 mark skorað

Efnisorð:

Fyrir Viðar

Alvitur eða óviti - kannski mitt á milli?

Ég verð að viðurkenna að ég var einn af þeim sem hló þegar að Liverpool fékk til sín hinn lítt þekkta Voronin - eins og reyndar fleiri. En hann virðist ætla að gera meira en þeir sem voru fyrir. ,,Kaup" ársins?
Allavegana flott mark í dag.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta né seinasta skiptið sem ég hef rangt fyrir mér, bölvaði bæði Evra og Vidic hrikalega fyrst þegar að þeir komu - kannski að Liverpool verði bara meistarar og spili skemmtilegan fótbolta?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Menn spyrja sig?

Er United án Rooney nógu sterkt til að taka aftur titilinn í einvígi við Chelsea með Alves?
Það held ég því miður ekki.
Þá er bara að njóta þess að horfa á United spila fallega knattspyrnu - sem er gleðiefni í sjálfu sér.

Efnisorð:

Black is the new bla...

Sá það á heimasíðu NBA að Magic Johnson mun halda fjáröflun fyrir Hillary Clinton og Oprah mun gera slíkt hið sama fyrir Barack Obama. Demókrötum hefur gengið betur að safna fyrir kosningarnar 2008 en Republikönum og varla versnar staða þessara tveggja frambjóðenda.
Nú spyr ég: 1. Hvernig svarar John Edwards þessu?
2. Getið þið nefnt fleiri en tvo sem eru í framboði fyrir Republikana?

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 13, 2007

Viðburðarík helgi

Það er eitthvað við það þegar að maður á að fara í próf að þá er alltaf eitthvað að gerast og veðrið undantekingarlaust gott, jafnvel í jólaprófunum.

Á föstudaginn fór ég í þrítugs afmæli til Kára (til hamingju aftur ef að þú lest þetta). Þar tróð meðal annars upp Mr. Tonk of the lawn - Egill Sæbjörnsson og vakti lukku.
Annars heyrði ég lag sem fékk hárin á bringunni, bakinu og á öðrum vel völdum stöðum til að rísa - enda vakti það mikla hrifningu viðstaddra.
Sovétmenn voru kannski ekki alveg með stjórnmálin á kristaltæru - en ég fullyrði að það á engin þjóð jafn magnaðan þjóðsöng (spilist mjög hátt), það kemur vel til greina að þetta lag verði spilað í minni útför seinna meir.

Á laugardaginn fór ég svo í partý til Guju vinkonu hennar Örnu og hitti þar meðal annars Meistara Atla Ísleifs - það var fínasta kvöldstund.

Ekki síðri Meistari var sóttur ,,heim" á sunnudaginn en þá hélt Breki Bladursson upp á 1.árs afmæli með miklum glæsibrag og það er leitin að meiri herramanni á heimsvísu. Það skyggði þó vissulega á daginn að Manutd klúðruðu því að sigra Reading á heimavelli og ekki var betra að Rooney meiddist og verður frá í tvo mánuði.
Um kvöldið heimsóttum við Arna svo háaldraða móður mína upp í sumarbústað og vörðum með henni góðri kvöldstund og deildum dásamlegum grillmat.

Nú sit ég heins vegar að lesa undir próf hjá Úlfari Haukssyni og gengur þokkalega, þó að sennilega fari kalda stríðs hrollur um nágrannana þegar ég botna þjóðsöng Sovétríkjanna. Lagið á þó einkar vel við, því meginstef námskeiðisins eru hugtökin lýðræði og fullveldi.

Lifið heil og steytið hnefann og syngið með.

Kveðja félagi Bjarni.

Efnisorð: , ,

laugardagur, ágúst 11, 2007

Fyrsti leikurinn búinn...


Strákarnir hans Roy Keane hefja tímabilið með sigri á Tottenham 1-0. Sigurmarkið á 90 mín. Sá ekki leikinn - er að læra, en endilega setjið inn comment þið sem sáuð hann. Tölfræðilega virðist leikurinn hafa verið ansi jafn.
Glæsileg byrjun hjá Keane sem framkvæmdarstjóri í Úrvalsdeildinni, því ekki er liðið hans beinlínis stjörnum prýtt og Tottenham er lið sem á að vera að berjast um Meistaradeildarsæti.

Efnisorð:

föstudagur, ágúst 10, 2007

Föstudagur til...


Game over.

Efnisorð:

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Nokkrir misgóðir punktar

Er mættur aftur til vinnu eftir tæplega 6 vikna frí, en tek aðeins þessa einu vakt og slaka svo á í viku til að undirbúa mig enn frekar...

Sá mig knúinn til að þakka Hr. eoe.is fyrir sitt framlag í Kastljósi gærkvöldsins, þegar ég hitti hann í World Class í dag. Alltaf vandræðalegt að þakka fólki sem maður þekkir ekki (en nauðsynlegt þó) og svo hef ég líka ágætlega gaman að vandræðalegum augnablikum - það var þó bót í máli að á sama tíma var annar United maður að þakka honum fyrir það sama...

Fram, Fram, Fram... Úff!!! Ef að þetta lið er ekki dæmt til að falla þá verða KR-ingar að vera arfaslakir út leiktíðina. Töpuðu í kvöld fyrir slöku kjúklingaliði Skagans 2-4 eftir að hafa komist í 2-0. Það segir ansi margt þegar þú spilar ágætlega og kemst í fína stöðu en færð svo á þig 4 mörk á 25 mín lokakafla. Það lítur allt út fyrir að við höldum upp á 100 ára afmælið með leik á Valbjarnarvelli gegn einhverju skítaliði í 1.deild...

Það er alltaf jafn heimskuleg ákvörðun (sama hversu mikið er að gera á vorin), að taka sumarpróf. Ég er gjörsamlega búinn að draga lappirnar frá miðjum júlí og er að skríða af stað og tæp vika í próf.

Styttist í fyrstu umferð ensku deildarinnar... commentakerfið er opið!...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Knattspyrna - nema hvað?

Manutd spilaði tvo æfingaleiki í kvöld og unnu 3-0 og 4-0.
Nani skoraði huggulegt mark, að ég held þriðja í fjórum síðustu leikjum hans (frekar en 5) - ég verð illa svikinn ef að hann verður ekki orðinn stjarna á næsta tímabili.

Annað: Það er ekki oft sem maður er sammála þremur færslum í röð á Liverpool blogginu, efast reyndar um að það hafi gerst áður, en hér eru sönnunargögnin I, II & III - reyndar allt sama málið, en það er aukaatriði. Hvað voru þeir hjá 365 að spá?

Efnisorð:

Söngur til Jakobs

Ég stend hérna snauður og fjarlægist fjöll
Víðsfjarri heimahögum, sú saga er öll
Sé annarlegar verur, er eitt sinn þú sást
Það er margt að upplifa og að svo mörgu að dást.

Hey, Hey kæri Jakob, ég samdi til heiðurs þér lag
Því þú ert ein fegursta perla frá Osaka að Prag
Sannur Postulínspostuli, prýðir himnanna höll
Þú ert eilífðin, en við hin erum trúðsleg nátttröll.

En heyrðu mig herra Jakob, áður en sólin rís
Syngdu mér lífsgilda ljóð þín, áður en ég frýs (Æi plís)
því ég syng þinn söng, þó ei syngi ég hátt
Og megi sem flestir heyr´ann, svo deyja megi ég í sátt.

Þetta er fyrir almættið og ógeðisbarnið líka
En ég hef ekki fundið á lífsleið minni aðra slíka
Þetta er fyrir ykkur hin, sem hafið þurft að þjást
Ef þið skiljið ekki Jakob, munuð þið heldur aldrei skilja ást.

Ég gæti horfið á morgun – ég gæti horfið við sólarupprás
Orðið hluti af náttúrunni og endurskapað mína lífsrás
Og setið eins og postulinn forðum og sagt mörg orð
Eða sagt ekki orð, en lífstilganginn borið á borð.


Daði

Efnisorð:

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Heilinn settur af stað

Jæja, þá er rétt að fara að setja heilann aftur í gang eftir ágætis sumarfrí.
Ég vildi benda á grein Vísindasagnfræðingsins Steindórs J. Erlingssonar sem birtist í Fréttablaði dagsins og jafnvel fá viðbrögð við henni.

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 06, 2007

Sniðugt

P.Neville í ,,Frúin í Hamborg. Hið sorglega er auðvitað það að þessi maður hefur unnið alla stærstu titla félagsliða, hefur spilað fjölda landsleikja, er fyrirliði síns liðs og hefur og mun líklega þéna meira en nokkur af þeim sem horfir á þetta video af þessari síðu. (tekið af manutd.is).

Fullyrðing dagsins: Ef að einhver leikmaður Manutd hefði slegið andstæðing sinn eins og Gerrard gerði í gær, væri sá sami á leiðinni í að minnsta kosti 3 leikja bann í deildinni. (Þakka þér Tjörvi).

Efnisorð:

laugardagur, ágúst 04, 2007

Í hnotskurn

1. Sá Anderson spila sinn fyrsta leik fyrir Manutd gegn Doncaster í gær. Hann var alltof þungur, hægur og hreinlega lélegur - en ég gef honum þetta ár í aðlögun.
Pique og Johnny Evans komu hins vegar ótrúlega vel út sem miðvarðapar og ég held að Ferguson sé að gera mistök með því að kalla þá strax aftur heim, því að þeir eru ekki að fara að spila mikið.
Johnny Evans hefði t.d. verið fastamaður í Sunderland vörninni og það hefði verið góð reynsla að ströggla í ár með nýliðunum til að sjá úr hverju hann er gerður. Pique hefur styrkst mikið við það að spila á Spáni í heilt ár og það hefði verið tilvalið að lána hann hreinlega með Evans til Sunderland. Besti maður United liðsins var svo Darron Gibson sem ég er nokkuð vissum að við munum heyra meira af á næstu árum.

2. Mér hefur aldrei þótt Björk vera skemmtilegur listamaður, en hún bjargaði gærdeginum með því að hjóla meðfram Ægisíðunni í þröngum skær appelsínugulum og svörtum galla - minnti á góðvin okkar Tuma tígur (Tigger).

3. Tevez málið að klárast - ykkur er frjálst að tjá ykkur um mál sem hafa verið jafn langdregin og leiðinleg.

4. Stefán Snævarr svarar Hannesi í Lesbók dagsins - fín lesning og væntanlega munu þeirra rökræður halda áfram fram að jólum.

5. Liverpool menn kætast gríðarlega yfir fyrsta marki Torres-ar. Ég er tilbúinn til að skrifa undir það að Torres mun ekki fá mörg álíka auðveld hlaup og færi í Úrvalsdeildinni.

6. Mér finnst athyglisvert hversu marga æfingaleiki Manutd ætla að spila fyrir seasonið. Spiluðu við Doncaster í gær, Peterborough í dag, Chelsea á morgunn og svo tvo æfingaleiki á miðvikudaginn - það er ljóst að hópurinn er mjög stór.

7. Sáttur að vera laus við Smith en mjög ósáttur með söluna á Rossi. Hefðum átt að halda honum auk þess sem kaupverðið er algjört grín.

8. Hefur einhver farið að sjá Simpson myndina? Mig langar að fara, en er hræddur um vonbrigði.

9. Fljúgandi diskar á markað í framtíðinni. Getur svifið í þriggja metra hæð og náð 160 km hraða. Djöfull verður gaman þegar allir ökufantar landsins verða farnir að fljúga um fullir um helgar - fljúgandi inn um svefnherbergisglugga hjá fólki.

10. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að Dylan hefði gefið leyfi fyrir því að endurhljóðblanda lagið ,,Most likely you´ll go your way (and I´ll go mine)" og gera úr því hiphop lag. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd, en persónulega ef einhver hefði miðað byssu að mér og beðið mig um það þá hefði ég tekið líklega gert það sama og The Roots ,,Masters of War eða dubbað upp Just Like Tom Thumb's Blues, Girl From The North Country , I Threw It All Away , Most of the time, Hurricane, Corrina, Corrina , Love Minus Zero/No Limits, vona fyrir utan augljósa risaslagara - þegar maður hugsar út í það þá eru ótrúlega mörg hiphopvæn Dylan lög.
Þessi útgáfa Bryan Ferry af laginu Gates of Eden hefði t.d. getað endað sem hiphop lag... vona samt að ég sé ekki að gefa einhverjum ósvífnum óhörðnuðum tónlistarperrum slæma hugmynd.

11. Dong skoraði áðan fyrir ,,varalið" Manutd gegn Peterborough... það væri gaman að sjá sölutölur frá Asíu eftir komu hans eftir áramót. En svona í fullri alvöru þá er þessi maður algjört djók og skömm af því að Manutd sé að nota hann á þennan hátt

Def Jam poetry

Að mínu mati er fátt flottara en lifandi ljóð. Jafnvel þeir sem telja sig hafna yfir hiphop ættu að verja nokkrum mínútum í eftirfarandi flytjendur:

Talib Kweli "Lonely People"

Lauryn Hill - Motives and Thoughts

Common "God Is Freedom"

Erykah Badu

Talib Kweli - Hell

Saul Williams (Coded Language)

föstudagur, ágúst 03, 2007

Leiðindi dagsins

Ef að Arsenal verður meistari á komandi tímabili þá hafa þeir unnið jafn marga deildarmeistaratitla á síðustu 60 árum og Ryan Giggs.

Ef að Giggs vinnur deildina í 10 skiptið næsta vor þá hefur hann unnið jafn marga deildartitla og Liverpool frá því að hann fæddist árið 1973.

Efnisorð:

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Meira sumar - meira hiphop

Pharoahe Monch Desire Comeback??? - það ætlar enginn að segja mér að þeir hafi ekki fengið innblástur frá...

... Jay-Z - (h.o.v.a)

...Jay-Z - Girls, Girls, Girls

---------------------------

Fyrir Fritzson... hvar sem þú ert??? Mc Solaar - Obsolete

---------------------------

Common - I Used To Love H.E.R.

Camp Lo - Black Connection

... lumar einhver á demanti?

Er lífið ekki dásamlegt?