föstudagur, febrúar 29, 2008

Ábending

Það er möst fyrir Lakers aðdáendur að horfa á highlights úr leik liðsins gegn Miami í nótt og sjá hraðaupphlaupið eftir rúmlega mínútu. Niðurstaðan: 10 sigurleikir í röð.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Uppruni hinna ýmsu hiphop gimsteina

Við sem ekki erum alin upp af eldklerkum eða fólki lömuðu af guðsótta höfum flest í krafti sjálfstæðrar hugsunar orðið sammála Darwin um að við séum komin af öpum og vorum ekki búin til af ímynduðum guði á sex daga töfraflippi.
Í dag held ég áfram með nokkur lög sem kalla má apa eða forfeður margra frægustu hiphop gimsteina sögunnar og legg það í ykkar hendur að leggja saman 2+2 og koma auga á sömplin og hvaða perlur hafa orðið til út frá þeim.

Þetta er því senn skemmtun, fræðsla og getraun:

Sylvia Striplin - You Can't Turn Me Away (hvaða B.I.G. lag?)

Delfonics - Ready Or Not Here I Come (Humm?...)

Willie Mitchell - Groovin' (hvaða GZA lag?)

"Foodstamps" - 24 Carat Black (hvaða Digable Planets lag?)

Bob James "Nautilus" (hvaða Ghostface Killah lag?)

Gladys Knight & The Pips - The Way We Were - (hvaða Wu-Tang lag?)

Before the Night is Over - Joe Simon (of augljóst?)

Blondie - Rapture (KRS - One?)

Four Tops - (hvaða Jay-Z lag?)

Joe Simon Drowning In The Sea Of Love (hvaða Gang Starr lag?)

Joe Sample - In All My Wildest Dreams (hvaða 2Pac lag?)

Bernard Wright - Haboglabotribin (hvaða Snoop lag?)

Curtis Mayfield - Tripping Out (hvaða Camp Lo lag?)

Lou Donaldson - Who's Making Love (þetta þekkja allir í endalaust mörgum útgáfum)


Bonus tracks:

Dominoes - Donald Byrd

Ronnie Foster - Mystic Brew

Les McCann & Eddie Harris - Go On And Cry


Er lífið ekki dásamlega samplað?

Efnisorð: ,

Stjórnmál - Trúmál og Lakers

Stjórnmál: Það þarf væntanlega ekki að fara mörgum orðum um það að ástandið í bandarískum stjórnmálum er orðið verulega skrautlegt og kjósendur farnir að ráðast á hvorn annan. Þessi bylgja hófst sennilega með því að fávitarnir á Fox byrjuðu að moka flór í átt að Demókrötum með þeim ábendingum til Hillary Clinton að hræðsluáróður í garð Obama væri það eina sem virkaði. Hillary í örvæntingu virðist hafa gripið þetta ráð á lofti, fyrst með því að hæðast að Obama í ræðu og svo með ,,hann er múslimi" myndinni. Repúblikanar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og sakað Obama um skort á ættjarðarást. Kannanir sýna hins vegar að Obama er að síga fram úr Hillary í Texas og þetta er því eins og áður sagði algjör örvænting hjá Hillary (og fremur vanhugsað ef að það virkar því þá er hún búin að splúndra flokknum) og Demókratar eru á landsvísu að komast á þá skoðun að Obama ætti að verða þeirra forsetaframbjóðandi enda sýna kannanir enn og aftur að Obama myndi sigra McCain en Hillary mælist með jafnmikið fylgi og McCain og það sem meira er að það er hið mikilvæga fylgi óháðra sem gerir það aðallega að verkum - sem er mjög mikilvægt ef að Ralph Nader fær álíka kosningu og árið 2000, sem þarf auðvitað ekki að vera. Síðasta útspil Hillary að líkja Obama við Bush þar sem hann sé jafn reynslulítill og hann hafi verið í utanríkismálum er hlægileg, hvor þeirra studdi Íraks stríðið? Ekki kom reynslan sér vel þá.

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir annars ágætur penni ,,Bakþanka" Fréttaablaðsins skrifaði einmitt pistil á sunnudaginn í þeim dálki þar sem fremur lítið var gert úr Obama; ,,tiltölulega óþekktur og óreyndur maður að keppa við frambjóðanda sem hefur allt með sér, reynslu, rökfestu, getu og pólitískt bakland til að ná fram stefnumálum. Það þarf nefnilega að fylgja líka. Hillary er sterkari í utanríkismálum, heilbrigðismálum og menntamálum en keppinauturinn Obama" og seinna ,,Reyndar held ég að þáttur Bush sé mun sterkari varðandi það hvað Obama vegnar vel, en það hvernig andstæðingur Hillary er." og að lokum ,,Til þess að greina það hversu mikið kynferði hefur að segja í þessu sambandi er ágætt að gera sér í hugarlund hverjir möguleikar svartrar konu væru, sem væri fremur óþekkt og áberandi reynsluminni en keppinautur hennar, en hefði það helst að vopni að flytja hjartnæmar ræður með boðskapnum: "Yes, we can."
Það sem er rangt við þetta er að Hillary hefur hvorki getu né rökfestu fram yfir Obama og reynslan hefur ekki hjálpað Hillary í ákvarðanatöku, sérstaklega þegar kemur að utanríkismálum þar sem hún er langt því frá sterkari. Á heilbrigðismálunum er svo einfaldlega afskaplega lítill og í raun aðeins útfærslu munur. Obama er ekki einungis að vinna vegna þess að hann er andstæða Bush, fólk hefur meiri trú á honum en Hillary og það hefur ekkert með kynferði fremur en litarhaft að gera og ef ekki væri fyrir pólitískt bakland Hillary inni í kjarna Demókrataflokksins þá væri staða hennar ennþá veikari og ef að hún væri ekki kona Bill Clintons þá væri hún úti og John Edwards inni.

Trú: Imam Arafat var í viðtali í Kastljósinu í kvöld og heldur fyrirlestur í Aðalbyggingu HÍ á morgunn. Margt gott má segja um fjölmenningu og koma þessa manns mun mögulega hafa einhver jákvæð áhrif. Það sem er hins vegar ekki jákvætt og hjálpar ekki vestrænum samfélögum í átt að lausn á því vandamáli og árekstrum sem spretta upp vegna gjár milli menningarheima þegar að hingað koma menn sem vilja auka trúarfræðslu, styrkja hófsamari trúar öfl og að auka fjölbreytni innan trúarlegra stofnanna til að brúa bilið - maður sem auk þess vill ,,McDonalds væða" trúarbrögð er ekki í takt við raunveruleikann og flestar trúarlegar stofnanir eru svo íhaldssamar að það er engin leið að brúa það ginnungargap sem til staðar er.
Þegar að menn koma fram í sjónvarpi og segja að átakanlegt sé að horfa upp á allan þann pening sem eytt er í stríðsrekstur og að aðeins brotabrot af því fari til trúarlegra stofnanna þá eru þeir ekki að átta sig á því hver er upphaflega rót vandans.
Við komum ekki í veg fyrir fáfræði, þröngsýni og hræðslu með því að styrkja hófsamari trúarleg öfl. Aukin skilningur næst fram með veraldlegri menntun, minni áherslu á trúarbrögð og meiri áherslu á fræðslu til múslima (eða hvaða trúar sem þeir eru) um hvað vestræn þjóðfélög snúast um. Ólíkt trúarlegum fjölmenningarsinnum sem telja að það sé einungis um réttindi þá eru líka skyldur. Það er hins vegar rétt að sína tillitssemi og leyfa fólki að aðlagast en að ætla að styrkja hófsamari trúar öfl er eins og að félag hassáhugamanna færu fram á útgjöld frá ríkinu til að stuðla að útbreiðslu þess efnis fremur en að fólk neytti heróíns. ,, Hvað meinar þú Bjarni? Hvað vilt þú eiginlega gera?" - gætu einhverjir spurt.
Það sem ég vil gera er að hætta þessu kjaftæði um að trúarbrögðin byggi skilningsbrýr því trú er á undanhaldi í mörgum Evrópulöndum. Ég vil að við tökum upp díalók um bókstafstrúar lýðræði þar sem fólk býr ekki við sérréttindi eða hafi rétt til að verða sérstaklega hneykslað ef að einhver ræðst á trú þess - ekki látum við þannig þegar að einhver gagnrýnir pólitíska skoðun okkar. Ef að fólk hefur ekki áhuga á að búa í lýðræðisríki og eiga á hættu að hæðst sé að trú þeirra eða hún sé gagnrýnt, þá geta þeir bara verið þar sem slíkt er ekki fyrir hendi - aftur á móti er óþarfi að nýta sér réttinn til ósmekklegs gríns á borð við það sem gerst hefur í Danmörku. Ekki misskilja mig, ég fagna fjölbreytileika og mismunandi menningu - ef að hún misbýður ekki skynsamri hugsun.

Pat Condell er með viðeigandi kaldhæðið og beinskeytt uppistands videoblogg um ástandið í Englandi.

Karfa: Besta lið Vesturstrandarinnar tók á móti fersku lið frá Portland. Biggi var að tala um þetta efnilega Portland lið og eftir leikinn sem ég horfði á í nótt er rétt að taka undir það. Framherjarnir voru sérstaklega huggulegir, Aldridge með fallega sveiflu og mjúkt skot og Outlaw var mjög fínn (fékk reyndar það mjög erfiða verkefni að spila gegn besta leikmanni deildarinnar) - þannig að á næsta ári þegar að Oden byrjar að spila að þá verður þetta hörkulið og mjög ungt.
Lakers vann hins vegar sinn níunda leik í röð, en voru ekkert sérstaklega sannfærandi og lentu undir 27-12 snemma leiks og náðu ekki að halda forystu fyrr en um miðjan þriðja leikhluta - sóknin var lala og vörnin mjög slök. En þökk sé Kobe þá sigruðu Lakers því að Odom og Fisher voru slakir og Gasol að gera fremur lítið en svo var Farmar að gera góða hluti með 21 stig (8-10 í skotum og 4-5 úr þriggja).
Það bara annars helst til tíðinda að það hefði þurft Bigga Sverris, Terry Porter og Drexler til að dómgæslan hefði getað verið hliðhollari Portland.

Niðurstaðan: Áfram Obama. Púú á trúarbrögð og 96-83 sigur Lakers.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Hiphop hlið Gumma Jóh

Guðmund Jóhannsson eða Gumma Jóh þekkja allir. Hann er með ástsælustu bloggurum þessa lands, hefur verið valinn einn af kynþokkafyllstu mönnum þessa sama lands og skal engan undra, hann hefur farið fyrir hinum magnaða drengjakór Breiðholts og er einn af þeim sem ber ábyrgð á hinni mögnuðu auglýsingu Jóns Gnarr fyrir Símann og svona mætti lengi telja - þannig að við erum að tala um hæfileikaríkan mann sem er meira en bara útlitið.
En Gummi Jóh á sér líka dekkri hliðar. Sir Alex Ferguson sagði eitt sinn að Dennis Wise gæti stofnað til slagsmála í tómu húsi og ég er vissum að Gumma Jóh tækist að láta Dalai Lama slá barn eða sparka í dýr - ekki að Gummi hefði áhuga á slíku enda barngóður maður, pointið er að hann hefur einstakt lag á því að espa fólk upp sem einmitt sannaðist ótrúlega oft ,,back in the days" í matsal FB þar sem hiphop gengið var oft á mörkum þess að beita ofbeldi og hefði eflaust gert ef að Gummi hefði ekki verið vel varinn af helstu handboltatröllum samtímans. Ég man líka eftir Hiphop kvöldi FB þar sem lág við meiriháttar slagsmálum og við þurftum að bíða inni í einhverju herbergi uns skrílinn fyrir utan gafst upp.
Þó að Gummi sé smekksmaður á tónlist átti ég því frekar von á því að fá lista þar sem vegið væri að hiphop-i með hræðilegum lögum en þó að nokkur hafi verið nefnd af slíku tagi að þá er lagalistinn ótrúlega þroskaður miðað við mann sem flýtur um á sykurhúðuðum skýjum Belle&Sebastian daginn út og inn og hefur ekki haft hátt um þekkingu sína á þessu sviði. Þessi listi varð meira að segja til þess að ég fór aðeins að grúska, sem ætti að koma lesendum vel síðar.
En gjörið þið svo vel, stuttur, bragðgóður og hnitmiðaður hiphop listi frá Gumma Jóh:

Biz Markie - Just a friend

Mc Solaar - Nouveau Western

GZA - Liquid Swords

Arrested Development - People Everyday

DJ Kool - Let Me Clear My Throat

...sakna þess samt að sjá ekki Real Flavaz á þessum lista!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, febrúar 25, 2008

Að finna lyktina af velgengni

Lakers eru í þvílíku formi eftir einhver allra bestu viðskipti seinni ára þegar að Gasol kom til Lakers. Lakers hafa unnið 11 og tapað einum eftir komu Gasol og lið sem eitt sinn var einungis Kobe er núna orðið eins og vel smurð vél. Gasol er að smellpassa inn í liðið eins og ég hef áður sagt og Odom er nánast eins og nýr leikmaður og þegar að Bynum snýr í vörnina þá verður þetta lið rosalegt. En liðið er ekki einungis þessir fjórir menn því að Lakers á líka þrjá leikmenn á topp 20 með bestu þriggja stiga nýtinguna, þá Vujacic, Fisher og Radmanovic.
Vujacic er einmitt einn þessara leikmanna sem hefur grætt á auknum styrk Lakers inni í teig og hefur hann nú skorað oftar yfir 10 stig frá komu Gasol en á rúmlega þremur og hálfu ári án hans.
Menn eru þegar farnir að finna lyktina af verulegri velgengni sem er framundan og farnir að bera saman tölfræði þessa liðs við fyrri meistaralið Jacksons undir stjórn Lakers og Bulls og það er ljóst að með besta leikmann NBA deildarinnar, einhverja albestu framherjasveit deildarinnar og þá staðreynd að ekkert lið á jafn margar þriggja stiga skyttur á áðurnefndum topp 20 lista að þá er Lakers líklegt til stórræða í ár en þó sérstaklega á næstu árum - vá þetta hljómar eins og hjá stuðningsmanni Liverpool.

Þegar maður horfir á Lakers liðið og veltir stöðu þess fyrir sér miðað við önnur stórlið er fljótlega eitt sem maður sér strax - aldur leikmanna. Kobe verður 30 ára í haust, Gasol 28 ára, Odom 29 ára í sumar og Bynum 21 árs í haust.
Meðalaldur þríeykisins hjá Boston er 32 ár, hjá Detroit er Wallace að verða 34 ára og Billups og Hamilton búnir að ná þrítugs aldri. Hjá meisturunum í Spurs eru Horry, Bowen, Finley, Thomas og Stoudamire á síðustu dropunum, Duncan 32 ár og Ginobili 31 árs. Hjá Pheonix er Nash orðinn 34 ára, Shaq á mánuð í að verða 35 ára (og er að liðast í sundur) og Grant Hill verður 36 ára í haust. Hjá Dallas verður Kidd 35 ára í næsta mánuði, Stackhouse 34 ára í maí, Eddie Jones 37 ára í haust, Howard er ný orðinn 35 ára, Dampier verður 33 ára í sumar og þeir Dirk, og Terry eru orðnir eða að verða 30 ára. Hjá Denver eru Camby og Atkins orðnir eða að verða 34 ára og Iverson er að verða 33 ára.Þá eru auðvitað eftir lið eins og Utah, New Orleans, Orlando og Cleveland (og þó, hjá Cleveland er Ilgauskas að verða 33 ára, Ben Wallace 34 ára, Eric Snow 35 ára, Joe Smith 33 ára, Damon Jones 32 ára, Szczerbiak 31 árs - lið sem hefur Lebron og Daniel Gibson er samt alltaf líklegt til að finna sér einn mann og spila um titil).

En það er í það minnsta ljóst að án einhverja verulegra áfalla að þá er Lakers að fara að vinna titla á næstu árum. Það er möguleiki í ár, enn betri líkur á næsta ári og þar næsta ári og ef að Lakers verður ekki búið að vinna deildina á þeim tímapunkti þá er það skandall. Eigum við ekki að segja þrír titlar á næstu 6 árum áður en Lebron kemur til LA og tekur við af Bryant og myndar nýtt meistaralið. Þá verður Lebron 30 ára, Bynum 27 ára, Farmar 28 ára, Vujacic 30 ára og Ariza 29 ára... Gasol (þá í stuðningshlutverki eins og Vlade Divac) og Odom (orðinn Horry týpa).

Kannski er rétt að taka eitt skref í einu?

Um að gera að hlusta á hiphop í færslunum að neðan.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Fleiri hiphop perlur

Mánuður svarta mannsins heldur áfram með tilheyrandi hiphop perlum. Í tilefni af því að DJ Premier er á leiðinni til landsins (skyldumæting) en hann er sennilega áhrifamesti taktsmiður síðasta áratugs er ekki úr vegi að hafa smá þema og birta hér nokkrar af þeim perlum sem hann hefur komið nálægt en margar af þeim hafa einmitt birst hér.

Das EFX - Real Hip Hop

Jay-z - A Million and One Questions

Common - The 6th Sense

Jeru The Damaja - Come Clean

Gangstarr - Take it Personal

The Notorious B.I.G. Unbelievable

Rakim - It's Been A Long Time

Gang Starr - Mass Appeal

Nas - N.Y. State of Mind

Big Daddy Kane - Show n Prove

ROYCE DA 5'9 - BOOM

Kanye West, Rakim, Nas & KRS-One - Classic

Verbal Threat - REALITY CHECK

Snoop - The one and only

GangStarr - Skillz

...og svona mætti halda endalaust áfram.

Er hiphop ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

laugardagur, febrúar 23, 2008

Hiphop listi Ólafs Þórissonar

Körfuboltamaðurinn, verkfræðingurinn og Landsbankagúrúinn Ólafur Þórisson á ,,All time hiphop topplista dagsins". Hann er uppalinn í Seljahverfinu og á eins og margir aðrir sér fleiri en tvo persónuleika. Á daginn klæðist Ólafur jakkafötum og setur upp grímu hins hnitmiðaða verkfræðings í starfi sínu hjá Landsbankanum en að loknum vinnudegi klæðir Þórisson sig upp í svartra manna múnderíngu að hætti körfuknattleiksmanna og hlustar á hiphop. Hann hefur átt í löngu ástarsambandi við hiphop lífsstílinn og hver getur gleymt því þegar hann skankaði skífum sem síðar var sett á geisladisk sem gefinn var út af MR. Ég á auk þess í fórum mínum tónlist sem Ólafur hefur samið, sem ég mun síðar þegar hann er orðinn ríkur maður nota til að kúga út úr honum fé til að birta ekki fyrir augu og eyru almennings.
Seljahverfið má vera stolt af því að hafa alið upp jafn sérdeilis prýðilegan mann og raun ber vitni en Ólafur var reglulegur gestur á mínu heimili uppi í Fífuseli. Það leið ekki að löngu uns hann var farinn að pakka eldri mönnum saman í körfu og komst fljótlega inn í B4 elítuna sem var stökkpallur til hærri metorða. Ólafur hefur þó aldrei sem sannur heimamaður gleymt rótum sínum og leyfir okkur hér með að skyggnast inn í sínar endurminningar og hvaða hiphop lög það eru sem endurspegla hans persónuleika. Mér er tjáð að hann rappi þetta þegar að vel gengur í eignastýringunni:

,,Aiyyo I'm gonna be on ti-dop, that's all my eyes can see
Victory is mine, yeah surprisingly
I've been laying, waiting for your next mistake
I put in work, and watch my status escalate


Now I'ma start collectin props, connectin plots
networkin like a conference, cause the nonsense is yet to stop
..."

Gang Starr - Moment Of Truth

Beastie Boys - Root Down *Remix*

Rakim - Guess Who's Back

Common - The 6th Sense

Gang Starr - You Know My Steez

Nas - Nas is like

Gang Starr - Work

De la soul - Me,myself and I

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, febrúar 22, 2008

Rökræður Demókrata í nótt

Obama og Hillary áttust við í rökræðum í nótt (hér eru máefnin klippt í styttri video). Bill Clinton steig fram og gaf það í skyn að tapi Hillary annaðhvort Ohio eða Texas þann 4. mars þá muni hún pakka saman. Samkvæmt skoðanakönnunum eru þau hnífjöfn í Texas (og hingað til hefur það þýtt að Obama fer fram úr á lokametrunum) og í Ohio er Obama að saxa á forskotið og það er komið niður í 7% mun.
Obama hafði því yfirhöndina enda búinn að vinna síðustu 11 og búist var við að Hillary myndi reyna allt hvað hún gæti, en stjórnmálaskýrendur CNN voru sammála um að þetta hefði í besta falli verið jafntefli. Það var til að mynda einu sinni púað á Hillary fyrir óþarfa skot á Obama en hún reddaði stigi til baka í restina með því að henda út ,,grátur/samúðartrompinu" (þar sem hún var gráti næst yfir hermönnum sem höfðu misst útlimi, sem þyrftu daglega að búa við mun meiri raunir en hún... já hermenn sem hún sjálf sendi í stríðið) - Hillary var því í senn rög, köld og svo í endann ofurvæmin. Sumir voru á því að væmnin hefði bjargað henni en aðrir sögðu að þetta væri einungis upphafið að endinum, enda er það alveg ljóst að ef hún fer áfram á væmni og tárum að þá munu Repúblikanar hakka hana í sig, því að Bandaríkjamenn vilja ákveðinn og öruggann forseta en ekki forseta sem brestur í grát við minnsta tilefni. Hillary sem fram að þessu hafði yfirleitt og sérstaklega í fyrstu rökræðunum haft yfirhöndina á Obama í rökræðunum náði ekki að skína og náði heldur ekki að koma skotum eða hiki á Obama.
Allir voru sammála um það að Obama hefði verið mun ,,forsetalegri" í nótt, hann var ákveðinn, yfirvegaður, svaraði spurningunum hreint út og fékk áhorfendur meira að segja til að hlæja og fór aldrei út í skítkast og stoppaði Hillary af um leið og hún ætlaði út fyrir ramma siðmenntaðs fólks. Hann lét Hillary ekki slá sig út af laginu og setti jafnvel upp í hana á mörgum sviðum. Hann pakkaði henni upp í rökræðum um Írak og hvor væri hæfari til að stjórna landinu og hann hefur auðvitað höggið endalausa sem er að hann sé frambjóðandinn sem getur breytt hinni spilltu Washington ólíkt Hillary og þar kom hann sterkur inn varðandi heilbrigðiskerfið þar sem lítill munur var á þeim þrátt fyrir að Hillary vildi gera mikið mál úr því og eins í efnahagsmálum. Hann kom einnig betur út þegar að rætt var um framhaldið handan þessa uppgjörs og baráttuna við McCain.
Á heildina litið var lítill alvöru málefnanlegur ágreiningur milli frambjóðandanna og ef að kjósendur hafa val á milli persónu Hillary og Obama þá held ég að það sé ekki spurning. Nóttin gerði lítið meira en að sameina enn frekar Demókrata og í heilt yfir má helst bera þetta saman við leik tveggja ítalskra liða í útsláttarkeppni, litlaust og fremur leiðinlegt - sjáum hvað gerist 4.mars.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Krafa á Kobe

Ég verð að fá að segja það sem enginn Lakers maður hefur sagt hingað til eða hefur ekki þorað að segja. Ég veit að það er langt því frá sjálfgefið en ég set hér með kröfu á Kobe Bryant að skila titli í hús í ár og í allra síðasta lagi á næsta ári.
Þetta fer svolítið eftir því hvenær Byynum snýr til baka úr meiðslum og hversu vel það gengur, en Kobe veit að hann getur ekki kvartað yfir neinu. Ef að Byynum verður heill þá hefur hann sterkan varnar senter, en auk þess hefur hann Gasol sem er að smellpassa inn í liðið og er að hafa virkilega góð áhrif á Odom. Þá hefur Bryant þá Fisher, Vujacic, Radmanovic og Farmar til að standa fyrir utan þriggja stiga línuna, þannig að hópurinn er verulega sterkur.
Ef að Kobe vill láta bera sig saman við Jordan og aðra af bestu leikmönnum NBA sögunnar þá er þetta tíminn til að stíga upp og sanna það að hann geti borið liðið til sigurs - í allra síðasta lagi næsta vor.

Ný gullöld?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

mánudagur, febrúar 18, 2008

All time hiphop topp - Ívar Tjörvi

Það voru tveir menn á biðlista með það að koma frá sér hiphop listanum sínum. Annar er Arsenal maður en hinn er United - eftir helgina var það aldrei spurning Þórisson þú verður að bíða í nokkra daga. Ívar Tjörvi á lista dagsins:
Við Ívar Tjörvi erum bræður í glæpum ef að við snúum bandarísku saying upp á móðurmálið. Ólumst upp í ghettóinu í Seljahverfi, hann varð fyrsti maðurinn úr hverfinu sem náði að lifa fram að tvítugu og ég varð fyrsti maðurinn úr hverfinu til að útskrifast úr menntaskóla. Við fórum báðir í FB og klárðum báðir stjórnmálafræðina á viðeigandi hátt - með fíflagangi þeim sem einkennt hefur að mörguleyti okkar 15 ára vináttu. Við unnum saman hjá Castro, við spiluðum körfubolta nánast daglega mörg sumur á Íkornavellinum og gerðum ýmislegt vafasamt í slagtogi við aðra menn sem fer blessunarlega aldrei á CV-ið okkar.
Við vorum þrátt fyrir mikla vináttu ekki sérstaklega sammála þegar að kom að rappi, enda kemur þessi listi hans mér töluvert á óvart. Á meðan ég talaði fyrir Digable Planets, De La Soul, Public Enemy, Run DMC, Funkmaster Flex og fleirum hljómsveitum sem hafa staðist tímans tönn, þá státaði hann af rappsafni sem innihélt diska með röppurunum Shaquille O´neal og Boys II Men sem voru illa séðir, þangað til löngu seinna þegar að Shaq gekk í raðir Lakers.
En án gríns þá vita það allir sem Tjörva þekkja að hann er yndislegur maður og það er nokkuð stórkostleg útkoma á manni sem er alinn upp í ghettóinu, hefur átt hörmulega nágranna, verið úthúðað á ósanngjarnan hátt m.a. af kennara og er eini vinur minn sem ég hef kýlt (sorry!). En eins og við sögðum og segjum enn í Breiðholtinu, það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari og það er svo sannarlega satt í tilfelli Tjörva, sem hefur lært að lifa af og vinnur nú við að hjálpa öðrum í gegnum starf sitt hjá Tryggingastofnun - sannarlega gott eintak af svörtum manni.

ice cube- to day was a good day

Ghost Face Killah-Daytona 500

Notorious B.I.G. - Juicy

Public Enemy- Fight The Power

NWA- Straight Outta Compton

Wu-tang - c.r.e.a.m.

Jay-Z - 99 problems

Redman, medhodm. featToni Braxton - I get so high

Touch The Sky - KanyeWest

Holidae Inn- Ching,Ludacris & Snoop dog


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, febrúar 15, 2008

Meiri stemmningu

Ég tók bandaríska kosningaprófið sem Egill Helgason benti á, hvet ykkur til að gera slíkt hið sama og gefa upp niðurstöður í commentakerfið hjá mér (ef að þið eruð ekki þeim mun feimnari)... kemur kannski ekki á óvart að ég hafi verið næst Obama og fjærst Huckabee.

Myndum meiri stemmningu í kringum kosningarnar vestanhafs!

Meira hiphop innan skamms!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Tónlist og frambjóðendur

Allir eru fyrir löngu búnir að sjá Obama lagið sem Will.I.am, Common, Jabbar og fleiri sungu nú hefur hins vegar verið gert eins lag fyrir McCain!

Er lífið ekki dásamlegt?

Gluggar Brimnes

Fræðimaðurinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Bill Holm var einn af viðmælendum Egils Helgasonar í Kiljunni (sjá um miðjan þátt, fremur jólasveinalegan mann) ótrúlega skemmtilegur maður. Hann býr á Hofsósi hluta úr ári (sem hann telur fallegasta stað á jörðinni) en starfar sem háskólakennari í Minnesota á veturna og hefur nú gefið út bókina The Windows of Brimnes sem víðast hvar fær mjög góða dóma bæði frá bókmenntaelítunni en eins frá lúsugum almúganum. Þar lítur hann yfir farinn veg síðustu 40 ára í Bandaríkjunum frá glugganum í Brimnesi sem er hans skjól og bókin í raun ástaróður til þessa friðarsæla staðar

Svo skemmtilega vill til að Brimnes var hús langömmu minnar og gott ef fjölskyldan seldi honum ekki Brimnes á sínum tíma, þar er magnaðasta útsýni sem fyrirfinnst á klósetti - yfir allan fjörðinn og ekki slæmt að vera með harðlífi á heiðskíri stundu. Aðrir gluggar standa líka fyrir sínu og skáldagyðjan er aldrei langt undan.

The first night he and his wife slept at Brimnes, they opened the window and heard "the swish of fjord and roar of river." Happily, he reports, "There is no such sleep, no such music to calm the interior frenzy, to lullaby your demons into drooling irrelevance."

Úr ritdómi LA Times

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Þökk sé Ólafi

Það er engin spurning um það hver Ólafur dagins er, hann er Svarthöfðason en betur þekktur sem körfuknattleiksmaðurinn góði Ólafur Þórisson (það styttist í hiphop listann hans) - hann á heiðurinn að myndinni hér að neðan sem sýnir hvernig skuldir Bandaríkjanna hafa vaxið og farið upp úr öllu valdi í stjórnartíð Reagans, Bush eldri og Bush yngri með virkilegri lækkun í stjórnartíð Bill Clintons - þetta er auðvitað þvert á það sem áróðursmaskína Repúblikana heldur fram um að Demókratar séu eyðsluklær (smellið á myndina til að stækka):


Efnisorð:

Önnur sópun hjá Obama

Það er mánuður svarta mannsins í Bandaríkjunum og á þessari síðu er hiphopþema, úrslit næturinnar eru því viðeigandi og þessi síða er sérstaklega skemmtileg. Hér getið þið líka séð Hiphopforobama þemað.

Obama tók fylkin þrjú þar sem kosið var í í nótt mjög örugglega. Ekki eru öll atkvæði talin þegar þetta er ritað en hann vann með um og yfir 60% atkvæða í Virginia og Maryland en hlaut 75% atkvæða í District of Columbia. Hann er nú þegar með 25 fulltrúa umfram Hillary og það mun aukast þegar að líður á nóttina (sennilega upp í u.þ.b 30-40). Ég sá allar ræðurnar frá Hillary, Obama og McCain og þau voru meira og minna öll í endurtekningum á undanförnum ræðum - Obama auðvitað mörgum mílum á undan og gat skotið inn í bröndurum og svarað köllum úr sal á mjög eðlilegan máta.
McCain hins vegar leit út fyrir að vera að deyja á sviðinu svo líflaus var hann og áhorfendur í takt við það og það er kannski til marks um muninn að McCain talaði úr litlum sal þar sem heyra mátti í mönnum á sviðinu á meðan áhorfendur klöppuðu á meðan Obama var í íþróttahöll og CNN þurfti að lækka hljóðið í hvert skipti sem að áhorfendur fögnuðu... Hillary var í besta falli ósannfærandi og minnti helst á einhvern sem er að taka þátt í leikriti en kann ekki að leika.
Já, Obama heldur áfram á ótrúlegu skriði og þegar að kjósendur voru greindir niður í hópa þá vann hann nánast alla flokka út nóttina þar á meðal, meðal hvítra og kvenna - hann náði einnig mun betur en aðrir frambjóðendur beggja flokka til óháðra og jafnvel Repúblikanar mættu og studdu hann.
En það er ekki bara að Obama sé í stuði, það er allt í tómu bulli þessa dagana hjá Hillary - hún er búin að skipta um kosningastjóra og er að margra mati farin að minna á Guiliani varðandi það að gefa eftir ríki, þá batnar heldur ekki ástandið þegar að Hillary er orðinn óskaframbjóðandi Repúblikana og hefur ekki unnið könnun með marktækum mun þegar kannað er hvort kjósendur myndu fremur velja hana eða McCain, það hefur Obama hins vegar alltaf gert í samskonar könnunum.

Þessi meðbyr hefur farið ótrúlega í suma og talað eru um Obama cult og því smurt við cultið í kringum Bush (sem auðvitað er allra versti forseti Bandaríkjanna). En við skulum ekki gleyma því heldur hvernig hlutirnir voru í kringum JFK, Reagan og jafnvel Bill Clinton ef að við ætlum að vera sanngjörn í samanburði og auðvitað er mun líklegra að sem forseti yrði hann líkari forverum sínum í Demókrataflokknum en pabbastráknum sem nú er við völd.

Þetta hér að neðan lúkkar vel, einungis spurning hvaða hiphop perlu við getum spilað undir þegar hann tekur við - tillögur eru vel þegnar.















Í hvíta húsinu - hvar er hann Jón Kennedy?

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

All time hiphop - Baldur Knútsson

Hiphop veislan heldur áfram að þessu sinni er það meistari Baldur Knútsson!
Hann er sálarbróðir minn nr.1 - maðurinn sem fór með mér á hiphop og danstónlistarhátíð úti í Bretlandi á miðju knattspyrnutímabili og saman sáum við James Brown og margar af frambærilegustu hljómsveitir þess tíma og það er ógleymanlegt augnablik þegar við héldum Flavor Flav í gullstól í 7-11 og vorum útigangsmenn í eina nótt. Saman stofnuðum við hina geysivinsælu hljómsveit BB FOOL K sem lifir enn og heyrist við og við á skemmtistöðum borgarinnar. Margt hefur breyst frá þessum tíma en við eigum það sameiginlegt með öllum þeim sem hér munu mynda lista - hvað sem tímanum, fjölskyldum, menntastigi og öðrum lífsbreytingum líður þá er ekki hægt að taka blökkumanninn frá okkur, hann er samgróinn okkur blessunarlega.
Hér koma nokkrir gullmolar frá Baldri sem hefðu getað orðið miklu mun fleiri og minna mann á gamlan og góðan tíma:

Pharcyde - Runnin'

Common - Retrospect for life

Snoop - Gin & Juice

The Roots - You Got Me

Outkast - 13th floor / Growing Old

Snoop & Dre - Nuthin' but a G-Thang

Cypress Hill - Insane in the Membrane

Kool Keith - Plastic World

Mobb Deep - Survival Of The Fittest

B.I.G. - Big Poppa


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Lystarstol

Mér ljáðist í allri þessari fjölmiðlaóreiðu sem verið hefur hérlendis og erlendis síðustu vikurnar að óska Rögnu ,,Rex" Ingólfsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur en þar með komst hún á lista með ekki ómerkari manni en æskuhetju Viðars ,,Keðjufífls" Guðjónssonar sem er auðvitað Pétur Ormslev en það eru einmitt 20 ár á milli þeirra. En Ragna fyrirgefur mér þetta enda hefði hún ekki séð þetta á þeim tíma... sennilega á einhverju keppnisferðalagi í Íran að spila við konu klædda í Burqa.

Ég vona að Ragna hafi það alla leið á Ólympíuleikanna og að þetta verði hennar ár, svo að við ,,spænskumælandi" menn sem þekkjum hana getum lýst yfir An0-,,Rex"-ia (eða árið hennar Rögnu).

Var þetta langsóttur brandari? Kannski...
...en er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Obama sópaði í nótt

Obama sópaði Hillary í nótt með því að vinna í öllum fylkjunum sem í boði voru ( Washington, Nebraska, Louisiana og Virgin Islands). Hann lét ekki þar við sitja heldur flutti svo magnaða ræðu í Virginia (sem er einn af þeim stöðum þar sem kosið verður þriðjudaginn 12.jan) að jafnvel Hillary sjálf hefði verið líkleg til að skipta um skoðun ef að hún hefði kosningarétt þar, vonum að sem flestir hafi séð eða hlustað.
Fyrir kvöldið munaði rúmlega 100 fulltrúum en eftir nóttina mun munurinn verða einungis rúmlega 60.






















Yes we can!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 08, 2008

All time hiphop topp 5 - BF

Það er komið að næsta manni að láta ljós sitt skína og leyfa okkur að njóta nokkurra hiphop gullmola, hann hatar það ekki. Þetta er maður með svarta sál, sem elskar Showtime Lakers og hefur rappað á sviði Laugardalshallar.


Þau okkar sem þekkjum Bjarna Fritzson vitum vel að þegar hann er beðinn um eitthvað gerir hann það af heilum hug og jafnvel meira en beðið er um - sem er kannski ástæðan fyrir því að hann er atvinnumaður úti í Frakklandi en ég og fleiri sitjum heima í sófa í kringum 90 kg og vælum.

Þegar að ég bað Bjarna um að feta í fótspor Birgis Sverrissonar og velja sín uppáhalds hiphop lög þá stóð ekki á viðbrögðum, hann braut þó allar reglur og valdi mun fleiri lög og ég ætla að gera þá undantekningu að leyfa þeim öllum að fljóta með - að mínu mati er hér um að ræða sannkallaðan bræðing sem samanstendur af perlum og ógleymanlegum æskuminningum, njótið vel:

all that i got is u - ghostface killah

jay-z - can´t knock the hustle

outkast - slump

ice cube - today was good day

warren g - regulate

the roots - u got me

notorious big - juicy

common - the light

talib kweli - get by

2 pac - dear mama

how about some hardcore - M.O.P

shook ones - mobb deep

A Tribe Called Quest ft. Busta

summertime - jazzy jeff and the fresh prince

naughty - hiphophooray

Digable planets - cool like dat

kriss kross - jump

method man - release yourself

big pun - glamour life

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Uppistand

Það er þemavika á Vantru.net og umræðuefnið er Islam - nýjasta færslan eru tvö myndbönd þar sem rithöfundurinn og grínistinn Pat Condell hakkar trúarbrögðin í sig. Hér má finna önnur myndbönd þar sem hamast er á rassgati hinna ýmsu trúarbragða - þeim sem blöskrar slíkt tal og eru hörundasárir þegar kemur að trú, vinsamlegast haldið ykkur fjarri og gerið eitthvað ,,uppbyggilegt" eins og t.d. að biðja fyrir Pat.
Ég mæli með ,,Why does faith deserve respect?" ,,God the Psycho", ,, Miracles and morals" ,,Partying with baby Jesus" og ,,Was Jesus gay?" í þessum gagnagrunni; en auðvitað eru þau öll góð. Ef þú ert hins vegar einn af hinum hörundsáru kristnu mönnum sem hefur samt gaman af því að níða skóinn af öðrum trúarbrögðum... segjum af Islam, þá getur þú einnig fundið slíka pistla.

Hello angry Christians

Já og Romney hættur... humm yes!


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Punktar

Jæja hvað segið þið?
Hvað er málið með þennan snjó... er þetta ekki komið gott?

Knattspyrna: Dreymdi í gær að Liverpool vann Inter í Meistaradeildinni og það hefur gerst áður. Man að minnsta kosti að mig dreymdi að Liverpool myndi vinna Barcelona - fyrst var hlegið og svo var grátið.

Hvað er annars málið með þessa portúgölsku nýlendu hjá United? Auðvitað fagnar maður komu sterkra manna hvaðan af að úr heiminum en hvernig ætla þeir að spila öllum þessum leikmönnum utan Evrópu? Nýjasti liðsmaðurinn er ungur Brassi að nafni Rodrigo Possebon sem verður 19 ára í febrúar, er samkv. lýsingum stæðilegur varnarsinnaður miðjumaður og samkv. sumum fréttum með tvöfalt ríkisfang sem miyndi henta mjög vel. Hann er strax kominn með fast númer hjá aðalliðinu og einhverjar líkur eru á að menn geti séð hann í kvöld í leik með varaliðinu. Hann hittir fyrir Brasilíumennina okkar Anderson og bræðurna ungu Fabio og Rafael - að auki geta þeir talað mál sitt við Nani, Ronaldo og aðstoðarþjálfarann Queiroz og svo mun Angólamaðurinn Manucho sem er í eigu United væntanlega koma í sumar og er þá óupptalinn hinn argentínski Tevez. Hvernig United mun dreifa álaginu á þessa menn á næstu árum er stórt spurningarmerki enda Manucho elstur af þeim 24 ára og Brasilíumennirnir allir undir tvítugt.

Karfa: Blekið af félagsskiptapappírum Gasol var rétt þornað þegar að gömul hetja kemur aftur yfir á Vesturströndina. Shaq í Suns - hvað segja menn við því? Það hefði nú verið viðeigandi að fá tröllkallinn aftur heim í eins og einn titil en jörðin sennilega of sviðin til að slíkt gæti gerst.

Sjónvarp: Horfði á síðasta þáttinn af Pressu í gær og verð að viðurkenna að ég hafði bara ágætlega gaman að þessu. Heimilisfrúin var reyndar ekkert yfir sig hrifin af leikrænum hæfileikum sumra... sem er ansi hart komandi frá aðdáanda Nágranna.

Stjórnmál: Menn eru ekki á eitt sáttir varðandi framhaldið hjá Demókrötum sem sýnir sig kannski best í þessum tveimur færslum á freedomfries og hjá Frðjóni og bláu appelsínunum.
Spennan helst áfram og maður fær þá einhverjar vökunætur í viðbót - vonandi endar þetta í faðmlögum og að sá sem lendir undir taki að sér að verða varaforsetaefnið.

Tónlist: Sögusagnirnar magnast um komu Dylans, ég reyni að halda mig á jörðinni. En hversu magnað væri það?
Sá ,,Dylan" myndina I´m not there. Mæli ekki með henni nema fyrir þá sem vita eitthvað um Dylan og eru hrifnir af artífartí - ágætir kaflar þó og leikararnir mjög fínir. En ég veit það ekki, Dylan eru jú alltaf bestur sem hann sjálfur og enginn syngur hann heldur betur. Leikstjórinn á víst að vera trylltur Dylan aðdáandi - spurning hvort hann hefði ekki átt að láta 1000 persónuleika Dylans vera og einbeita sér fremur að textunum og skýrskotunum þeirra í söguna en það hefði auðvitað orðið allt önnur mynd, mun meiri heimildarmynd en leikin ævisaga... er einhver einhverju nær? Sennilega ekki, er það ekki viðeigandi?

Jæja komið gott í bili...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

6.feb 1958

Úrslit í forsetakosningum í Bandaríkjunum frá 1988 - 2004

Áður en þessi færsla er lesin er rétt að lesandi lesi færsluna hér að neðan að nafni ,,Nóttin" eða hafi farið yfir úrslit næturinnar í bandarískum stjórnmálum, en allavegana:

Einhverjir eiga erfitt með að ná bandarískum stjórnmálum, enda eru þau flókin - hér má þó sjá myndskýringar um hvað þarf að gerast til að annar hvor flokkurinn vinni og er það útskýrt með meðfylgjandi myndum
Hér má sjá svart á hvítu kosningaúrslitin frá 1988-2004. NB! Það er slæmt að litirnir rokka á milli Demókrata og Repúblikana svo að ég læt það fylgja með hverju sinni:

1988 - Repúblikanar bláir og Demókratar rauðir - Bush eldri sigrar aðal Demókratann Dukakis mjög örugglega eins og hér má sjá:














1992 Demókratar bláir og Repúblikanar rauðir - Clinton sigrar Bush og sýnir okkur hvar Demókratar þurfa að vinna næsta haust ef að þeir ætla að eignast forseta úr sínum röðum.













1996 Demókratar rauðir og Repúblikar bláir - Clinton sigrar Dole og sýnir aftur hvernig Demókratar þurfa að kljúfa Miðríkin og Suðurríkin.













2000 Repúblikar bláir og Demókratar rauðir - Bush ,,sigrar" Gore með því að mynda ,,L" frá N-Dakota að ofan niður að Texas og þaðan beina línu að austurströndinni að Flórída, S-Carolina o.s.frv. Það er lykillinn að sigri Repúblikana því þeir taka örugglega hvorki Vesturströndina né Norð - Austur ströndina (New York) nema að það gerist að frambjóðandi Demókrata sé skelfilega slappur.













2004 Repúblikanar rauðir og Demókratar bláir - Bush sigrar Kerry og nær aftur þessu ,,L-i" sem samaneinar Miðríkin og Suðurríkin frá N-Dakóta að Texas og þaðan út á austurströndina. Berið saman myndirnar 2000 og 2004 og þá er ljóst að flokkarnir vinna aðeins yfir sitthvort fylkið milli kosninga - Repúblikanar taka New Mexico en Demókratar taka NH á Austurströndinni.
















Nú ættu allir að vera örlítið nær um hvað þarf að gerast ef að Demókratar eiga að vinna kosningarnar næsta haust. Þeir þurfa að skera á Miðríkin og Suðurríkin. Þess vegna væri ekki vitlaust hvor þeirra sem vinnur að ,,taparinn" bakki sigurvegarann upp sem varaforsetaefni. Clinton hjónin ættu að vinna Arkansas (heimafylki Bill Clinton) og Obama ætti að geta tryggt S-Carolina og Alabama (þar sem helmingur kjósenda eru svartir) að lokum ættu þau að geta náð aftur New Mexico og þá eru fá fylki í viðbót sem þau þyrftu að ná + þau sem þau ættu að halda til að geta náð völdum og gert flesta Evrópubúa og íbúa heimsins glaða.
Það má þó ekki gleyma því að Al Gore hefði einungis þurft hið umdeilda Flórída eða Tennesse í viðbót til að verða forseti árið 2000.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Nóttin...

Klukkan 02:00 á íslenskum tíma. Það er stund milli stríða og nóttin sem lítur út fyrir að verða maraþonnótt er rétt að byrja. Það virðist ætla að verða meiri spenna en menn áttu von á hjá Repúblikönum og Huckabee er að koma á óvart þó að hann eigi varla raunhæfa möguleika til lengri tíma og þá á kostnað Romney. Hjá Demókrötum virðist allt ætla að verða í járnum og hafa Hillary og Obama skipt á milli sín fylkjum og mörg eru of jöfn til að hægt sé að spá fyrir um þau.

Obama hefur unnið: Georgia, Illonois.

Clinton hefur unnið: Tennessee, Oklohoma, Arkansas, NY

Önnur ríki eru ennþá of jöfn, ekki nógu mikið talið eða hreinlega að kjörstaðir séu ekki lokaðir enn


Klukkan 02:10: Obama spáð sigri í Delaware. Kem hingað á klukkutímafresti, óþarfi að hlaupa hér á milli hæða 5 mín fresti.


Klukkan 03:10: Obama er kominn með Alabama og N-Dakota og Hillary með New Jersey og Massachusetts. Hjá Repúblikönum heldur baráttan líka áfram og þó að McCain sé í bílstjórasætinu þá eru Romney og Huckabee líka að taka fylki.


Klukkan 04:10: Obama búinn að bæta við sig Connecticut, Minnesota og Kansas.


Klukkan 05:45: Allt búið að vera brjálað. Hillary tók Californiu sem er risaskref og Arizona líka. Á meðan tók Obama Alaska, Utah, Colorado og Idaho. Við þurfum því að sjá hversu stór sigur Hillary verður í Californiu til að sjá hversu mikið forskot hún hefur eftir nóttina (það þarf ekki að vera mikið - sennilegasta niðurstaða kvöldsins meðal demókrata er hálfgert jafntefli)... en þvílík ræða sem Obama flutti!
McCain er hægt og sígandi að vinna kapphlaupið en að því er virðist helst á kostnað þess að Huckabee er að koma á óvart og Romney hefur átt slakt kvöld og er eiginlega ,,tapari" kvöldsins.
Það sem kemur á óvart og þó ekki er að McCain er að vinna töluvert af ríkjum sem Demókratar ,,eiga" á meðan að Huckabee með sína geðveiki er að taka flest Suðurríkin sem eru mikilvæg fyrir Repúblikana til að sigra kosningarnar - erum við að fara að horfa uppá varaforseta með brjálaðar hugmyndir sem trúir ekki á þróunarkenninguna (og einhver sagði að hann trúði ekki á þyngdarlögmálið) ... kemur á óvart að þessi maður fái þvílíkt fylgi meðal evangelista.

Hér er heildarstaðan eins og hún er klukkan 06:00:

Obama: Georgia, Illonois, Delaware, Alabama N-Dakota, Connecticut, Minnesota, Kansas, Alaska, Utah, Colorado og Idaho

Clinton: Tennessee, Oklohoma, Arkansas, NY, New Jersey, Massachusetts, California og Arizona

Clinton hefur 371 fulltrúa og Obama 306 en þau þurfa 2025 fulltrúa til að vinna. Ólíkt Eyjunni sem segir að Hillary hafi unnið Missouri þá er ég ekki tilbúinn til þess... og akkúrat í þeim töluðu orðum þá er Obama gefinn sigur í Missouri (sem er sálrænn sigur því hann vann 49% gegn 48% sem gefa af sér mjög svipað marga fulltrúa.

Klukkan 06:30:


Hillary hefur nú 534 fulltrúa en Obama 425. Úr herbúðum Obama fyrr í nótt var viðmiðunin sú að Hillary færi ekki mikið meira en 100 fulltrúum framúr til að staðin væri jöfn, þar sem Obama á digra sjóði sem hann getur notað í þau fylki sem eftir eru.

Nýjar tölur. Hillary 591, Obama 476

Nýjar tölur Hillary með 625 fulltrúa og Obama með 531.

Klukkan 07:00: CNN eru með grófa útreikninga um það að það geti munað einungis 50 fulltrúum þegar ,,nóttin" er á enda (eftir því hvernig kjörmenn raðast í Californiu). Þannig að þau væru bæði með á bilinu 1025 til 1075 fulltrúa (allt eru þetta grófar áætlanir, sem gætu breyst). Á ,,landsvísu" hefur Hillary aðeins haft 1% forskot á Obama í öllum þeim fylkjum samanlögðum sem kosið var í í nótt.

Ef að við gefum okkur það að Hillary verði á endanum fyrir valinu er ljóst að hún gæti gengið ansi langt á eftir Obama til að verða varaforsetaefnið sitt þar sem hann vann Georgia, Alabama og S-Carolina örugglega (sem eru meðal ríkja sem Demókratar verða að ná til að næsti forseti komi úr þeirra röðum) og í bæði Alabama og S-Carolina er hlutfall blökkumanna mjög hátt og þeir styðja mjög við bakið á Obama.


Framhald bráðlega...


Er lífið ekki dásamlegt

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Á suðupunkti

Þó að Repúblikanar séu líklegir til að gera það góðverk að gera ellilífeyrisþega að sínum fulltrúa í komandi forsetakosningum þá er allt á suðupunkti Demókratameginn og jafnvel líkur á því að úrslit verði ekki ráðin í fyrramálið. ,,Ísland í dag" var með ágæta umfjöllun áðan og um að gera að fylgjast með vefsíðu CNN fram á nótt - ekki spillir heldur að ef að úrslitin ráðast snemma eða eru þér ekki í hag að þá má skipta yfir á NBA TV þar sem Gasol spilar sinn fyrsta leik með Lakers.

Varðandi orð Karls Th. Birgissonar í ,,Íslandi í dag" áðan þar sem hann talaði um að California og Suðurríkin yrðu lykilfylki fyrir slaginn Hillary vs Obama þá segir CNN að allt sé í járnum í Californiu og vegna þess að það lítur út fyrir metaðsókn og notaðir eru pappírskjörseðlar en ekki rafræn gögn þá mun það dragast mjög langt fram á nótt og jafnvel fram undir hádegi, í Suðurríkjunum segja fróðir menn að Obama hafi forskot í ,,the deep south" en Hillary hafi betri stöðu ofar.

Ég reyni að skrifa eitthvað í nótt og svo er það Freedomfries - hef ekki hugmynd um það hverjir aðrir gera þessu skil í nótt. Eyjubloggarar verða örugglega á vaktinni og ef að Hillary á góða nótt þá mun væntanlega allt verða bilað í feministaheimi og ef ekki, þá verður örugglega allt bilað líka.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 01, 2008

Danstónlist

Ég man ekki hvort að ég setti einhvern tímann inn færslu um þessa síðu en ég endurtek það þá bara hér með ,,Dancetracks Digital". Hér geta menn leitað að öllum þeim góðu hljómsveitum og plötusnúðum sem voru tíðir gestir í Party Zone á sínum tíma, hlustað á mínútu af hverju lagi og keypt fyrir lítinn pening sín uppáhaldslög. Masters at Work/KenLou/Nuyorikan Soul/The Bucketheads, Glenn Underground, DJ Sneak og alla hina (eins og ég hef sagt áður þá er gott að nota top 100 all time Party Zone listann til að hjálpa sér).


Hver man ekki eftir:

Moonshine - KenLou

Show me the way - DJ Sneak

Öll Platan Bongo Rock - The Incredible Bongo band

Jumpin Thumpin - Todd Terry (remix)

Beautiful people - Barbara Tucker (original club mix)

Expand your horizon - DJ Sneak

o.s.frv.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: