föstudagur, janúar 30, 2009

Vertu til þegar vorið kallar

Aldrei hefur verið eins mikil þörf á því að hlýða á þetta lag. Vorið getur ekki komið nógu snemma, við verðum að fá að gera upp við fortíðina og hefja uppbygginguna.

You can never hold back spring
You can be sure, I will never stop believing
The blushing rose that will climb
Spring ahead, or fall behind
Winter dreams the same dream, every time
Baby, you can never hold back spring

And even though, you've lost your way
The world is dreaming, dreaming of spring
So close your eyes, open your heart
to the one who's dreaming of you
And, you can never hold back spring
Remember everything that spring can bring
Baby, you can never hold back spring
Baby, you can never hold back spring

-Tom Waits

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Of mikið að gerast, of margt í fréttum.

Stjórnmál: Síðasta vika í hnotskurn: PR fjöldasjálfsmorð aðalgerenda.

Það er ekki orðum eyðandi í eftirmála stjórnarslita, hver þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þónokkrir innan Samfylkingarinnar hafa komið fram með yfirlýsingar sem jafnvel Rafa Benitez myndi skammast sín fyrir - þvílíkt rugl.
Á sama tíma hefur Steingrímur J. aukið blóðþrýsting landsmanna með bjánalegum orðum um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Frjálslyndir eru ekki marktækir en nýr formaður Framsóknar er öruggur sigurvegari ástandsins hingað til pólitískt - ekki það að nokkur maður muni treysta þeim flokki þegar inn í kjörklefann er komið.
Forsetinn gat ekki látið sitt eftir liggja og minnti landsmenn á það hvers vegna við ættum að leggja niður embættið og láta okkur sjálfum um beint lýðræði í stað milligöngu hans.

Ef að fréttamenn hafa rétt fyrir sér varðandi átta manna ríkisstjórn Samfylkingar og VG þar sem þar sem Lúðvík, Ögmundur, Kolbrún Halldórs, Össur og veik Ingibjörg Sólrún sitja (ásamt Jóhönnu, Steingrími og Katrínu) þá hlýtur það að vera einhver slappasta stjórn sem maður hefur séð og hvers vegna skyldi það vera?
Ástæðan fyrir því er að þessir flokkar ætla báðir að virða kynjakvóta og landsbyggðardreifingu. Eina sem væri rétt í stöðunni er að allir stjórnmálaflokkar landsins kæmu sér saman um utanþingsstjórn og að almennileg hreinsun færi fram í VG, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki (en það mun auðvitað ekki gerast). Hvers vegna velur VG ekki sinn hæfasta mann Atla Gíslason til að gegna stöðu dómsmálaráðherra - það væri réttlæti.

Á sama tíma bólar lítið á nýjum framboðum og myndun nýs Kvennalista er álíka frumlegt og að loka á allan innflutning á mat og bjóða fólki upp á bjúgu og fiskibollur í dós sem framtíðarsýn.
Fari svo nú um helgina sem fréttir herma að ákveðið verði að Alþingiskosningar fari fram í mars eða apríl er ljóst að ný framboð hafa nánast engan tíma til að ná til almennings og þá er aðeins ein leið eftir til að bylta núverandi valdakerfi - þ.e. að rústa gömlu flokkunum innan frá, en það er nákvæmlega það sem almenningur ætti að gera hvort sem ný framboð koma fram eða ekki. Allir að skrá sig í alla flokka og svo sameinumst við um að kjósa nýtt fólk í prófkjörunum þeirra.

ESB: Þessi drulla síðustu daga er auðvitað til þess gerð að ég og aðrir frjálslyndir menn spyrjum okkur að því, hvað í andskotanum við erum að gera á þessu landi? Það er engin framtíðarsýn sjáanleg. Samfylkingin er væntanlega búin að reka Sjálfstæðisflokkinn inn í kreddufullt þjóðernis hýði sitt með stjórnarslitum (sem voru óumflýjanleg reyndar) - hafi eitthvað verið að marka orð þeirra um umgjör á ESB þá mun það ekki gerist á komandi landsfundi.
Það er sorglegt þegar að niðurstaðan virðist sú að Samfylkingin telji samstarf við VG færa þá nær ESB. Hvað í andskotanum?!? OK, VG eru kannski tilbúnir í einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu en þar mun sá flokkur segja nei, Sjálfstæðisflokkurinn mun útaf eiginhagsmunum segja nei, Frjálslyndir segja nei og hluti Framsóknar segja nei... hvernig stendur svo á því, þegar að landsmenn átta sig á í hvers konar blekkingarheimi þeir hafa lifað í að þá eru 60% þeirra allt í einu á móti inngöngu?
HVAÐ Í ANDSKOTANUM MEINIÐ ÞIÐ??? Er almenningur búinn að loka augunum og eyrunum, setja í brýrnar og ákveða að ekkert skuli gert og að öllum lausnum og öllum spurningum skuli svarað með þveru NEI? Hvað halda menn að gerist hérna án ákvarðanatöku? Hvernig ætla menn að borga lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og koma hlutum hér á hreint? Hvernig vilja þessi 60% að hlutunum verði stjórnað? Ætlar fólk að lifa við höft það sem eftir og neita að horfast í augu við þá staðreynd að þau lán sem við notum núna sem varasjóð til að halda öllu á floti hafa vexti sem tikka? Með hverri sekundunni sem líður færist maður nær því að flytja endanlega af þessu landi. Þeir sem eru lausir í hádeginu ættu að skella sér á fund.

Kreppan: Súkkat er sennilega heimsins besta kreppuband. Hér eru þrír myndbútar úr þættinum Söngvaskáld:
Súkkat 1
Súkkat 2
Súkkat 3

Knattspyrna: Fyrir 20 dögum síðan var Rafa Benitez í hugum Liverpool aðdáenda snjallasti maður veraldarsögunnar síðan sá sem fyrstur manna náði tökum á eldinum, eftir blaðamannafund sem var einhver stærsta steypa í heiminum - í gærkvöldi var stór hluti aðdáenda liðsins kominn á þá skoðun að það yrði að reka manninn.
Eftir umræddan blaðamannfund hölluðust þeir flestir að því að loksins svaraði einhver Ferguson og menn fóru að bera Benitez saman við Mourinho sem einhvers konar sálfræðimeistara sem gæti haft betur í þeim fræðum gegn gamla Skotanum - síðan þá hefur Liverpool ekki unnið leik í deildinni og fara í raun í gegnum janúar án þess að vinna leik þar.
Eftir að deildin hafði nánast verið formsatriði í augum sumra um jólin og að kapphlaupið hafi einungis verið milli tveggja liða (United og Liverpool) fyrir aðeins 10 dögum síðan er Liverpool komið í þriðja sætið og fari svo að liðið tapi stigum gegn Chelsea um næstu helgi og United vinni heimaleik gegn Everton að þá geta Liverpool aðdáendur farið að tala um næsta tímabil í deildinni, því 4 stiga forskot + leikur til góða + heimaleikur gegn Liverpool + auðveldara prógramm eftir jól hjá meisturnum + betra markahlutfall (sem er í raun nánast aukastig) er of góð hönd fyrir United sem hafa leikið illa en eru hægt og bítandi að smella saman (bæði varðandi meiðsli og spilamennsku). En vissulega eru þetta tvö stór ,,EF"!
Á sama tíma er Liverpool í ruglinu enn eitt árið: Tal um eigendaskipti, Rafa í stríði við Parry, Rafa farinn að leggja leikmenn í einelti og verða vís að fáránlegum skiptingum, liðið að spila illa, hætt að vinna leiki á lokamínútum og byrjaðir að tapa stigum á lokamínútum, Gerrard í bullinu með málaferli á bakinu og Torres að koma til baka úr meiðslum og ekki tilbúinn...
af öllum toppliðunum hefur Liverpool þó verið heppnast með meiðsli - kannski að það verði næsta vandamál, svona rétt eftir að leikmannaglugginn lokar. En aðdáendur Liverpool geta ef allt fer á versta veg næstu helgi sætt sig við það að sennilega fer liðið langt að venju í Meistaradeildinni.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

mánudagur, janúar 26, 2009

Hvar ætti að skera niður?

Eftirfarandi grein birtist í dag á Vefritinu.

Þegar ég íhugaði efni í þennan pistil ákvað ég að kíkja á greinar á Vefritinu eftir flokkum á viðfangsefni. Það kom mér mjög á óvart þegar niðurstaðan var sú að enginn greinarflokkur var til um trú eða trúarbrögð, en fáeinar greinar fann ég undir ,,Menningu”, ,,Fjölmenningu” og greinarflokknum um ,,Jólin” (eins undarlegt og það kann að hljóma að sú hátíð fái sérstakan greinarflokk um sig – en t.d. ekki Evrópusambandið) - lengra fór ég ekki í þessari könnun minni.

Ég er trúlaus jafnaðarmaður og í minni fjölskyldu og vinahópi er fullt af góðum kristnum einstaklingum sem stunda trú sína í einrúmi og fara ekki fram á annað. Nokkra af þeim hef ég þó sannfært um að ganga úr ,,þjóð”kirkjunni enda samþykkja þeir rökin um að Háskóli Íslands þurfi fremur á peningunum að halda en boðberar ævintýramennsku á ofurlaunum í hálftómum musterum - þetta er trúað fólk en lætur sér nægja óminn af jólamessunni og nýtir venjulega sunnudaga í annað; heldur trúnni fyrir sig. Meirihlutinn af álíka einstaklingum er þó ennþá í ,,þjóð”kirkjunni, þó þeim fari fækkandi.

Valkvíði?

Nú kreppir að hjá þjóðinni og nýtt fjárlagafrumvarp ræðst á grunnstoðir þess velferðarkerfis sem landsmenn (flest allir) vilja standa vörð um – t.a.m. ef tillögur Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra verða að veruleika. Á sama tíma munu framlög til ,,þjóð”kirkjunnar standa í stað eða lækka lítillega og munu væntanlega á endanum nema á milli 5-6 milljörðum (þá eru undanskilin ofurlaun presta og skattfríðindi sem kirkjan fær). Ekkert virðist bóla á þeirri heilbrigðu umræðu hvort og þá hvenær eigi að aðskilja ríki og kirkju. En hvernig má það vera?

Umræða hlýtur nú að spretta upp á sama tíma og við sjáum fram á að skerða verði þjónustu við aldraða, öryrkja og jafnvel alvarlega veika eða dauðvona ættingja. Hér er því kjörið tækifæri fyrir unga jafnaðarmenn að benda á lið sem hreinlega mætti þurrka út úr fjárlögum enda í samræmi við ályktun þeirra á landsþingi árið 2007. (Ekki er verra að mynda mætti breiðfylkingu ásamt ungu frjálshyggjufólki og ungum vinstri grænum til að þrýsta á þetta sjálfsagða mál).

Auðvitað munu spunameistarar ríkiskirkjunnar andmæla og benda á að tæplega 80% (sumir ennþá fastir í 90%) þjóðarinnar séu kristnir, en sú staðreynd segir ekki neitt um trúna eða ásókn í kirkjur, þar sem þau ótrúlegu lög eru ennþá við lýði að ómálga barn er skráð í trúfélag móður sinnar (en samkvæmt trúarlífskönnun frá árinu 2004 segjast í raun 69% telja sig trúaða). Mun nærtækara væri að kanna kirkjusókn landsmanna en um hana segir biskup Íslands að um 12% þjóðarinnar mæti nokkuð reglulega (og ekki eru þær tölur vanreiknaðar) – en samkvæmt trúarlífskönnuninni góðu frá 2004 fer 43% aldrei í kirkju og samtals 33,3% fara einu sinni til þrisvar á ári.

Samkvæmt Gallup könnun frá fyrri hluta ársins 2004 telur aðeins 8,1% þjóðarinnar að eftir dauðann rísi maðurinn upp til samfélags við guð (sem er grundvallaratriði í kristinni trú og punch-line-ið í hinni ólíklegu sögu Jesú) og minnihluti Íslendinga er kristinn samkvæmt skilgreiningu biskupsins (og ekki lýgur hann… humm?).

Er boðlegt að ríkið eyði 5-6 milljörðum á ári (plús ofurlaun presta og skattfríðindi) þegar að brot af þjóðinni nýtir sér þjónustuna þegar þessar tölur eru skoðaðar blákalt? Eða er kannski kominn tími á aðskilnað; þar sem kirkjugestir halda uppi sinni eigin kirkju og milljarðarnir fara í velferðarkerfið eða hreinlega í tóma vasa almennings? Ætli tæp 80% þjóðarinnar myndi halda sig í ,,þjóð”kirkjunni ef valið stæði milli hennar og beinharðra peninga í vasann? Varla!

Þegar við lítum í kringum okkur, á þjóðir sem við viljum bera okkur saman við blasir við aðskilnaður ríkis og kirkju. Hvort sem það er vestur í Bandaríkjunum eða í Evrópu þar sem þrjú af hverjum fjórum ríkjum hafa aðskilnað – ef við lítum á heiminn sem heild, á hið sama við. Meira að segja í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Júgóslavíu og í nokkrum ríkjum á vesturströnd Afríku þar sem múslimar eru í meirihluta ríkir aðskilnaður milli ríkis og trúarbragðanna. Ekki að það hafi nokkuð með minni trú að gera, þvert á móti má líta á Bandaríkin (kristni) og Tyrkland (múslimar) sem dæmi þar sem trú spilar stórt hlutverk í lífi stórs hluta þegnanna (ekki það heldur að aðskilnaður leiði til trúarofstækis eins og svo oft er haldið fram, það sanna fjölmörg önnur ríki Evrópu þar sem ríki og kirkja eru aðskilin).

Að taka mark á lýðræði?

Að lokum er rétt að vitna enn og aftur í trúarlífskönnunina frá árinu 2004 en þar kemur fram að sá hluti sem vill aðskilnað ríkis og kirkju er stærri en sá sem er andvígur henni – gaman væri að sjá hvað ný könnun vegna yfirvofandi niðurskurðar myndi segja um þetta eða hreinlega þjóðaratkvæðagreiðsla.
Góðærinu er lokið, niðurskurðurinn er hafinn, þar verður að vanda til verks og forgangsraða – hefur þjóðin enga rödd í því hvar skuli skera niður?

Þangað til getur þú sjálf(ur) stigið skrefið og skráð þig úr ,,þjóð”kirkjunni teljir þú skattpeningnum þínum sé betur varið í Háskóla Íslands (og ekki láta nokkurn mann ljúga þeirri mýtu að þér að peningarnir fari beint í guðfræðideildina).

Er ekki annars tími til kominn í þeirri uppbyggingu sem nú mun eiga sér stað, að hlustað sé á óskir landsmanna?

Með baráttukveðju til allra Íslendinga, jafnt trúaðra sem trúlausra, ykkar Bjarni Þór.

Heimildir

http://www.politik.is/ungir-jafnadarmenn/itarefni/stjornmalaalyktun-landsthings-ungra-jafnadarmanna-2007-seinni-hluti/ Sjá lið 8.10.

http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf Sjá bls 26.

http://www.nat.is/Kirkjur/thjodkirkjan.htm

http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf Sjá bls 56.

http://www.kirkjugardar.is/gallup/Gallup_truarlif.pdf Sjá bls 11.

http://www.vantru.is/2008/11/14/10.00/

http://kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf Sjá bls 44.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

Mestu vonbrigði íslenskrar stjórnmálasögu

Um þá ríkisstjórn sem nú fer frá má margt segja. Heilt yfir er hún mestu vonbrigði í sögu íslenskrar stjórnmálasögu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, janúar 25, 2009

Bráðum kemur betri tíð

föstudagur, janúar 23, 2009

Sjúkt þjóðfélag?

Í ljósi nýjustu tíðinda af veikindum Geirs Haarde sem fer frá sem formaður (með kosningum 9.maí) er ekki vitlaust að birta hér pistil sem gleymdist í byrjun árs.

Á sama tíma og ráðist verður á velferðarkerfi Íslendinga í komandi niðurskurði vegna kreppunnar, er nýliðið sennilega það eftirminnilegasta ár þar sem krankleiki aðalgerenda hefur spilað veigamikið hlutverk.
Í að flestra mati góðu skaupi var sennilega eftirminnilegasta atriðið þegar Ólafur F. Magnússon birtist í ýktu ástandi, þar sem allt lék í lyndi hjá Tjarnarkvartettinum – ekki hló ég minna en aðrir. Hefði ég hlegið jafn mikið ef að umfjöllun um kreppuna hefði sýnt Ingibjörgu Sólrúnu með risastórt heilaæxli? Ef ekki, var hlátur minn tilkominn vegna ólíkra skoðanna minna á þessum tveimur stjórnmálamönnum, vegna pólitískra skoðana minna, vegna fordóma eða stigsmunar á því hvernig ég lít á þessi tvö mismunandi birtingarform veikinda eða er hreinlega annað fyndið og hitt ekki? Það er umhugsunarefni fyrir mig og aðra í sömu sporum, en skaupið gefur sennilega rétta mynd af þessum tveimur atburðarrásum sem mikið fór fyrir á síðasta ári – rifjum upp mismunandi viðbrögð við þeim.

Þegar Ólafur F. kom til baka úr veikindafríi sínu þar sem hann hafði þjáðst tímabundið af þunglyndi hömuðust fjölmiðlar, almenningur og ákveðnir flokkar á því hvort Ólafur F. væri hæfur sökum veikinda sinna til að sinna sínu starfi og gengu jafnvel svo langt að heimta að hann kæmi með vottorð um að hann væri heilbrigður og ekki fékk það mikla umfjöllun að þessir sömu aðilar óskuðu Ólafi velfarnaðar í starfi og með sína heilsu.
Allt annað hefur verið upp á teningnum með Ingibjörgu Sólrúnu. Hún var reyndar frá vegna aðgerðar í New York á meðan það versta gekk yfir hérlendis en eftir að hún kom til baka hellti hún sér að krafti í hringiðuna og fór ekki hátt sú umræða hvort hún væri hæf til að gegna sínu starfi vegna veikindanna, sem í ljós hefur komið að eru ekki á enda og Ingibjörg á leið til Stokkhólms í geislameðferð. Frá fyrsta degi hafa allir óskað henni góðs bata, réttilega en mér er spurn hvort hún hefði átt að sinna sjálfri sér betur og taka sér frí frá störfum meðan að hún var að ganga í gegnum sína erfiðleika.

En hver er ástæða þess að við höfum komið fram á ólíkan hátt við þessa tvo stjórnmálamenn? Lítum við ennþá á geðsjúkdóma með fordómafullum augum? Að geðsjúkdómar séu fremur bundnir persónunni en aðrir sjúkdómar s.s. æxli?
Að fólk veikist ekki af geðsjúkdómi heldur sé geðveikt á meðan að aðrir séu t.d. heilbrigðir en fái svo heilaæxli? Hvers vegna réðumst við á Ólaf F. og vantreystum vegna sjúkdómsgreiningar meðan við tiplum á tánum í kringum Ingibjörgu Sólrúnu? Er það kannski fremur bundið við persónur eða pólitískar skoðanir og ef svo er réttlætir það eitthvað? Með öðrum orðum, teljum við það réttlætanlegt að ráðast á einstakling sem hefur átt við andleg veikindi að stríða en ekki á þann sem hefur átt við líkamleg veikindi að stríða?

Af því að dæma að samfélagið meira eða minna linnti ekki látum fyrr en Ólafur F. fór frá má spyrja sig hvers vegna sú þögn ríkir varðandi Ingibjörgu Sólrúnu, sérstaklega í samfélagi sem þarf að byggja upp úr rústum og þar sem almenn krafa er um kosningar. Staðsetning Reykjarvíkurflugvallar eða nokkrir kofar á Laugavegi eru tittlingaskítur miðað við það sem við þurfum nú að takast á við og því ætti spurningin um það hvort að ráðamenn séu fullfærir til ákvarðanatöku að vera mun háværari en samt ríkir nú þögnin ein. En kannski eru þessar tvær raunverulegu dæmisögur einmitt til marks um það hversu sjúkt samfélag við höfum verið.

Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu, Ólafi F. Magnússyni og landsmönnum öllum góðrar heilsu, við munum sannarlega öll þurfa á góðri heilsu að halda í þeim hremmingum sem framundan eru. Á sama tíma og sjaldan (jafnvel aldrei) hefur verið eins mikilvægt að við tryggjum gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónusutu fyrir þá sem þurfa á þessum erfiðu tímum, er rétt að minna okkur sjálf á að hlúa vel að þeim sem að okkur standa. Við getum nefninlega öll lent í því að fá geðræna kvilla einkum á umbrotatímum eins og þessum.

PS. Bónusspurning til hugleiðingar: Hver var nálgun samfélagsins á Davíð Oddsson undir lok hans pólitíska ferils þegar sögusagnir voru uppi um að hann væri andlega veikur og hvernig breyttist hún þegar í ljós kom að veikindin voru líkamleg?

Ástarkveðja Bjarni Þór Pétursson.

Efnisorð: ,

AAAAAAAHHHHHHH!

HVAÐ ER AÐ GERAST!!!

INGIBJÖRG VEIK, GEIR VEIKUR OG HÆTTUR.

KOSNINGAR 9.MAÍ

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Nú skal rætt um kreppuna

Mikið hefur verið rætt um þörfina á því að ræða kreppuna og lausnir á henni fremur en ESB... sem er auðvitað kjaftæði.

Ég vil benda á fyrirlestraröðina ,,Mannlíf og kreppur" sem nú má horfa á á vefsvæði Háskóla Íslands en þar ræddu sex fræðimenn og læknar um nákvæmlega það.

------------------------------

Hversu sturlaður þarf maður að vera til að reka Sigmund og frú (og þar með drepa endanlega fréttir Stöðvar 2 og Mannamál) plús Kompás gengið? Sem sagt meirihluti alls vitræns efnis á stöðinni.

Það er samt gott að við fáum áfram að fylgjast með því hvort að ráðamenn á borð við Bjarna Ben séu duglegir að vaska upp í ,,Ísland í dag" á meðan Ísland brennur og söguleg valdaskipti eiga sér stað í Washington... svolítið eins og að sleppa því að sýna úrslitaleik í Meistaradeildinni útaf hraðskákmóti grunnskóla Austurlands.

Er lífið kannski bara viðbjóður?

Efnisorð:

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Stjórnmál

Þetta eru ansi magnaðir tímar sem við lifum á. Í gær fór ég að hlusta á lausnir á fundi um Auðlindir sem þjóðareign innan ESB þar sem Michael Köhler hélt tölu. Það var merkilegt miðað við mikilvægi þessa fundar bæði varðandi mögulega inngöngu Íslands í ESB og að sjávarútvegsmál verða sennilega aðal deiluefnið ef að verður, að þá mátti varla sjá ungt fólk á fundinum, held við höfum verið þrír og að minnsta kosti annar hinna var blaðamaður. Meðalaldurinn var ca. 70 ár og sennilega voru heyrnartæki í salnum fleiri en manneskjurnar - varla kona í salnum og sjaldan hafa hlutfallslega jafn margir vatnsgreiddir karlmenn komið saman.

En byltingin lætur ekki bíða eftir sér og ég fyrirgef Ungum jafnaðarmönnum ef þeir voru eins og heimildir herma að skipuleggja hana í gær - enda löngu tímabært.

Nú er talið í mínútum...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Tæknilegt rothögg

Ríkisstjórnin er tæknilega dauð eftir þessa ályktun.

Meira síðar...

Er lífið ekki dásamlegt?

The ,,Rafa”lution, will not be televised – Taka þrjú

Það er tómur misskilningur að ætla sem svo að almenningur hafi fjölmennt í bæinn til að mótmæla kröftuglega vegna þess að Alþingismenn voru að koma aftur ,,til vinnu” feitir og pattaralegir eftir jólafríið góða í gær á meðan Ísland hefur verið að brenna. Hvað þá að innblásinn ræða Obama hafi haft svo tilfinningaþrunginn áhrif á fólk að það hugsaði með sér ,,Nei! Nú er nóg komið – nú fer ég niður á Austurvöll með pott, sleif og mjólkurvörur - sletti skyri á lögreglumenn, lem þá með sleifum, brýt rúður, kveiki í trjám, rusli og bekkjum og linni ekki látum fyrr en einhver spreyjar mig í andlitið svo að ég geti farið í viðtal á RÚV eða verið handtekinn og látinn sitja í klofi annarrar stelpu í bílageymslu a la Guantanamo (sjaldan hefur ein byltingin verið eins sjónvarpsstýrð) svo að spekingarnir á Vefritinu getið tekist á um það hvort kalla megi skríl skríl fyrr en þeir kveikja í bíl - eða ekki ” Eða hvenær má annars byrja að kalla almenning skríl í ögunarsamfélagi Foucault? (Spyr fíflið ég í hæðnistón og með lúmsku Megasarglotti! Ætla ekki að blanda mér í þá ritdeilu.)
Nei ástæðan fyrir kröftugum mótmælum er allt önnur!

Mynd: Þjóðargjaldþroti á Íslandi mótmælt
Ástæðan fyrir tryllingi gærdagsins er sú að þetta var fyrsti dagur fyrir aðdáendur Liverpool til að beina reiði sinni í réttan farveg eftir að liðið þeirra klúðraði enn eina ferðina möguleikanum á því að verða Englandsmeistari – þ.e. í hugum þeirra sjálfra (ekki skoðun höfundar). Ég meina hver vill ekki grýta Alþingi og lögregluna þegar manni sjálfum er það ljóst? Hver ber ábyrgð á þessu annar en Kuyt?
Liverpool aðdáendur eru búnir að bíða lengur en andstæðingar frjálshyggjunnar á Íslandi að þeirra tími kæmi aftur og þeir héldu með alvöru liði á þeim tíma, ólíkt hugmyndafræði and-frjálshyggjumanna sem þá þurfti að klæða í frakka og kalla að lokum VG (eða eitthvað þaðan af verra) – sumir virðast reyndar hafa verið ofan í geymslu í þau tæpu 20 ár sem liðin eru síðan og hafa ekki getað sagt orð sem byrjar á ,,komm-” - fyrr en núna.

Mynd: Liverpool menn að fagna sigri
Ein helsta ástæðan fyrir því að mótmælin hafa verið á jafn siðsamlegum og penum nótum og þau hafa þó verið hingað til eru þau grundvallar PR - mistök mótmælenda og byltingarsinna að boða til laugardagsmótmæla klukkan 15:00 – á sama tíma og heil umferð fer yfirleitt fram í ensku knattspyrnunni. Færu þau fram klukkan 17:30 kæmu helmingi fleiri og stemmningin margfalt meiri; jákvæð eða neikvæð allt eftir gengi helstu stórliðanna. Bullurnar yrðu ekki lengi að mæta á pöbbinn niðri í bæ um hádegisleytið, drekka sig fullar af Carlsberg, horfa á leikinn og arka svo í bæinn til að öskra, syngja og beita löglegu ofbeldi vegna skorts á lýðræðislegu umboði stjórnvalda – draumadagur ekki satt?

Vilji mótmælendur raunverulega koma ríkisstjórninni frá væri ráð fyrir þá að hætta að skera á snúrur Stöðvar 2 og einbeita sér að sportstöðvunum tveim í eigu sama fyrirtækis. Þá væru mótmælendur reyndar á sinni eigin ábyrgð þegar knattspyrnubullur landsins mættu ölvaðar í ham til að mótmæla því að enski boltinn sé ekki lengur í boði. Þá fyrst yrðu rúður brotnar, söngvar sungnir, flautað í dómaraflautur, lögreglan tækluð – vörn þeirra brotin á bak aftur, spjöldum og flöggum veifað og alvöru knattspyrna spiluð í Landsbankanum – en þá mun líka byltingin strax éta sjónvarpsbörnin.

Mynd: Stuðningsmenn Rangers rústuðu miðborg Manchester
síðasta vor eftir að hafa tapað úrslitaleik þar í borg

Geti einhver lofað Liverpool aðdáendum enska meistaratitlinum í vor er sá sami með mannlega kjarnorkusprengju í fararteskinu! Kannski að Björgólfur gamli kaupi Liverpool? Að kaupa sér frelsi, er það ekki ennþá inn?
En hver veit kannski gerist allt saman loksins í vor. VG fá hreinan meirihluta og Liverpool vinnur þrefalt.

Jú nefer volk alón!

Með saklausri laufléttri ástarkveðju til samborgara minna, ykkar Bjarni Þór.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Í tilefni dagsins


Hlýtur að virka líka á Íslandi!


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, janúar 18, 2009

Knattspyrna og stjórnmál

Stjórnmál: Gat landsfundur Framsóknarflokksins endað á hræðilegri hátt fyrir flokkinn? Að klúðra þessu formannskjöri gerir sennilega hann enn vafasamari í huga fólks.

Knattspyrna: Ég er einn þeirra manna sem gagnrýnt hef Fletcher hvað mest undanfarin ár. Í ár hefur hann samt verið einn af skástu mönnum liðsins (segir auðvitað ýmislegt um það hvernig aðrir hafa staðið sig). Í það minnsta er ekki hægt að kvarta yfir Fletcher. Tölfræðin er líka ótrúleg. Fletcher hefur byrjað 15 leiki - af þeim hefur United unnið 11 og gert 4 jafntefli og aðeins fengið á sig þrjú mörk eða jafn mörg mörk og Fletcher hefur skorað.


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

föstudagur, janúar 16, 2009

ESB og Mannréttindi

Morgunblaðið lokaði umfjöllun sinni um Evrópusambandið með umfjöllun um Mannréttindi.

Í kvöld eru svo líkur á því að Framsóknarflokkueinn verði orðinn evrópusinnaður (ekki að það skipti máli nema tánrænt) og svo munu fréttir fara að berast næstu daga hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að taka.

Uppfært: Framsókn ályktar að Ísland skuli fara í aðildarviðræður við ESB. Það er sálrænt skref í átt frá einangrun evrópusinna, en í sjálfum sér er Framsókn enginn lykilflokkur. Það er auk þess umhugsunarefni, þar sem flokkurinn hefur nú ekki tekið margar góðar ákvarðanir... hvorki síðustu 15 árið né frá stofnun hans árið 1916.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, janúar 15, 2009

ESB og Umsóknarferlið

Ósannfærandi United

Á meðan andfótbolti er í öndunarvélinni sökum efnahagsástandsins þá ætla ég að rita hér smá um United leik gærkvöldsins, þó ekki væri nema til að hleypa út minni eigin gremju.

United fékk Wigan í heimsókn og væntingarnar töluverðar eftir stórsigur gegn Chelsea. Leikurinn var innan við mínútu gamall þegar að Ronaldo tók skærin upp að endamörkum og gaf fyrir markið á Rooney sem setti boltann í tómt markið og staðan 1-0. Rooney fór hins vegar meiddur útaf og meiðsli liðsins á þessu tímabili ætla engan endi að taka. Það sem eftir lifði af leiknum, versnaði hann og versnaði eins mikið og mögulegt var knattspyrnulega án þess að United fengi á sig mark - Nani einn átti örugglega 10 sendingar í röð í fyrri hálfleik þar sem hann hitti ekki á samherja (ef að Sissoko horfði á þennan leik þá hefur hann örugglega hlegið að Nani). Síðari hálfleikur var oft svo vondur að háloftaspyrnur og slakt spil varð til þess að Berbatov, Tevez og Ronaldo komust varla í mynd, en engu að síður tókst Wigan mönnum aldrei að komast sérstaklega nálægt því að skora - það gerirst hins vegar ekki oft að andstæðingar United eiga fleiri skot og fleiri hornspyrnur í leik... sérstaklega á Old Trafford.
Þá voru aðgerðir dómarans á svipuðu leveli og leikur United manna og á tíma hefði mátt halda að United væri að spila á útivelli gegn Juventus á spillingartímabilinu á Ítalíu og enn og aftur fengu United menn ekki augljósa vítaspyrnu (nú eru varnarmenn farnir að verja með báðum höndum án þess að víti sé dæmt og beðið er eftir því hvort að tveir eða fleiri varnarmenn geti ekki myndað hávörn í blaki áður en víti verður dæmt) . Þar fyrir utan hefði United átt að klára þennan leik í fyrri hálfleik en Tevez klúðraði því hrikalega.
Það fáránlega er samt, miðað við allt saman, alla þessa hræðilegu knattspyrnu, miklu meiðsli, rugl leikbönn, almennan bjánagang og þá staðreynd að allir lykilmenn United sóknarlega hafa floppað hingað til að þá getur liðið komist í toppsætið á laugardaginn (verða reyndar að spila töluvert betur en í kvöld). Það er líka magnað að á sama tíma og einhver besti vinstri bakvörður í heiminum, einhver besti miðvörður í heiminum og aðal hægri bakvörður liðsins eru fjarverandi vegna banns og/eða meiðsla að þá hefur United haldið hreinu í 852 mín - fari svo að liðið haldi hreinu gegn Bolton og WBA að þá slá þeir met Chelsea og það með 18 ára hægri bakvörð, 21 árs gamlann miðvörð og John O´(fucking)Shea í vörninni.

Þá er þessum reiðilestri lokið, góðar stundir.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Viva Ronaldo

00:22???

Vinnumenn vinna - stjórnendur stjórna

Er ekki morgunljóst að Jón Baldvin hefði getað stjórnað betur einn en öll ríkisstjórnin og allt Alþingi til samans? Kannski að AFO hafi rétt fyrir sér með elítustjórn Platons eftir allt saman - nú er allt til endurskoðunnar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

ESB og Utanríkismál

Morgunblaðið hélt áfram með Evrópusambandsumfjöllun sína og á þriðjudegi var það ESB og Utanríkismál.

Niðurstaðan eins og svo oft áður er sú að þar sem aðildarríkin ná saman, þar eru þau með ,,Meiri áhrif með sameiginlegri stefnu" en ein og sér.
Í greinni ,,Hnífurinn gengur sjaldan á milli" kemur fram að sameiginleg stefna útiloki ekki sjálfstæða utanríkisstefnu (sem reyndar lítið hefur farið fyrir hingað til í sögu lýðveldisins) og að utanríkisstefna ESB byggir á sömu gildum og sú sem við höfum formlega markað okkur - s.s. ekkert hér til fyrirstöðu varðandi aðild.
Ég mæli með spurt og svarað greininni til gamans þar er farið yfir algengar spurningar um utanríkismál ESB.
Greinin ,,Bitur reynsla rennir stoðum undir stefnuna" fer yfir það hver er sameiginlegur tilgangur utanríkis- og öryggismálastefnunnar.
Valur Ingimundarson sérfræðingur í varnarmálum telur að stefna ESB í utanríkis- og öryggismálum ,,Samrýmast verkefnum Íslendinga". Þá mæli ég með því að borgarar þessa lands lesi grein Vals sem ber heitið Eftir „bandarísku öldina“: Samstarf Íslands við aðrar Evrópuþjóðir í öryggismálum sem nálgast má í bókinni góðu ,,Ný staða Íslends í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd".
Aðrar greinar
Háttsetti fulltrúinn fær aukin völd og áhrif
Þegar hugsjónir og hagsmunir rekast á
Ætlað að draga úr núningi á jaðrinum
Engin áhrif án samstöðu

Góða lesningu!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, janúar 13, 2009

ESB og Umhverfisvernd

Setti inn færslu seint í gær um ESB og sjávarútveg, sem birtist hér að neðan.

Þeir sem eru lausir í hádeginu í dag (þriðjudag) ættu að kíkja á fyrirlestur uppi í HÍ sem ber heitið: Völd og áhrif í Brussel -Myndi eitthvað breytast með ESB aðild? Hver er reynsla Íslands til þessa?

En þá að Umhverfisvernd:

Umhverfisvernd virðist ekki vera stórt hagsmunamál eða Íslendingum ofarlega í huga núna þegar kreppir að. Morgunblaðið kannaði þær breytingar sem gætu átt sér stað í umhverfismálum við inngöngu í ESB. Um hvað er spurt?
Albert S. Sigurðsson, umhverfislandfræðingur segir að Íslendingar ,,Hefðu meiri áhrif innan ESB" þegar kemur að umhverfisvernd en þeir hafa núna. Það þyrfti reyndar að taka á nokkrum þáttum, en ekki væri um kvaðir að ræða - fremur heilbrigða skynsemi.
Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins leggur mesta áherslu (sem hagsmunaaðili) á að semja verði við ESB um að íslenska ákvæðið í Loftslagssamningi við Sameinuðu Þjóðirnar verði gert að varanlegri heimild.
Ingimar Sigurðsson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel telur að ,,Umhverfismálunum vel borgið innan ESB". Ísland geti haft áhrif á málaflokkinn og taki nú þegar þátt í honum í gegnum EES, nema hafi engin áhrif. Þá geti sérþekking í málefnum hafsins og á endurnýjanlegri orku komið sér vel, í formi styrkja.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands (sem hagsmunaaðili) segir að ESB eigi ennþá langt í land, en sé út frá umhverfisverndarsjónarmiðum skásti kosturinn í stöðunni.
Hugi Ólafsson og Kristín Lind Árnadóttir (sérfræðingar) lýsa einnig bæði yfir ánægju sinni með málaflokkinn innan sambandsins.

Niðurstaða: Það þarf ekki langan tíma í samninga um þennan málaflokk.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

mánudagur, janúar 12, 2009

ESB og Sjávarútvegur

Þegar rætt er um aðild Íslands að ESB er stærsta málið og að margra mati eina alvöru málið sem skiptir máli sjávarútvegurinn. Landbúnaðarmálin má leysa fremur auðveldlega ef vilji er fyrir hendi, aðrar auðlindir ættu ekki að þvælast fyrir inngöngu en hvað með fiskinn?
Áður en vitnað er til greina í Morgunblaðinu er rétt að biðja borgara þá sem hér lesa að lesa vel og vandlega yfir kafla eftir Úlfar Hauksson sem birtist margumtalaðri bók ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd" og ber heitið ,,Hvalreki eða skipbrot? Örlög íslensk sjávarútvegs í ESB." af henni má greina hvað Ísland gæti farið fram á m.a. með tilvitnun í aðildarviðræður Noregs og Möltu við ESB - Úlfar fer yfir það hver samningsmarkmið Íslands ættu að vera.

Í Morgunblaðinu er margar ólíkar greinar, með mörgum ólíkum skoðunum. Annars vegar fræðimanna og hins vegar hagsmunaaðila (margra þeirra sömu og hafa beina hagsmuni af óbreyttu ástandi, sem leitt hefur til skuldugra sjávarútvegsfyrirtækja, rústuðum sjávarplássum og í sumum tilfellum hafa þeir tekið stöðu gegn krónunni).
Hér er kynning Moggans á umræðuefninu og hér er mun stærri grein blaðsins um aðalatriðin um mögulegar samningaviðræður.
Það kemur ekki á óvart að Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sé andvígur og reynir hann að vera eins myrkur og óljós í máli og mögulegt er í viðtalinu - allt er ómögulegt og ESB ætlar að lokka okkur inn til að fara svo mjög illa með okkur og breyta öllum reglum eftir á. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja tekur ekki stöðu með eða á móti aðild og telur að málið þurfi einfaldlega að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu - fyrir honum er ESB ekki svarthol.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor við HÍ er gagnrýninn eða öllu heldur skeptískur en útilokar ekki neitt, hans gagnrýni felst þó í óvissunni sem kemur ekki í ljós fyrr en í aðildarviðræðum. Hann telur fræðilega mögulegt að fá undanþágu frá Sjávarútvegsstefnunni.
Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra fer fram á uppgjör og útilokar ekki aðildarviðræður.
Aðalsteinn Leifsson lektor við viðskiptadeild HR er fylgjandi aðild. Rök hans eru þau að hlutfallslegur stöðugleiki sem nú er við lýði og meirihluti aðildarlanda ESB samþykkir haldi áfram. Aðildaríki ESB hafi enga sögulega veiðireynslu á fiskimiðum Íslendinga og eigi því ekki rétt á neinum kvóta.

Niðurstaða: Sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið helsti talsmaður ESB en það er hárrétt hjá honum að þörf er á uppgjöri. Samningar við ESB um sjávarútvegsmál getur orðið mjög erfið en það ræðst hins vegar ekkert fyrr en í aðildarviðræðum og það hlýtur að vera heilbrigðasta skrefið í átt að því hvaða möguleikar standa til boða.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Rafa: Staðreyndir eða rugl?

Undursamleg knattspyrnuhelgi að baki. Hún hófst með blaðamannafundi á föstudegi þar sem Rafa las skíthræddur upp af blaði (já, hann kom með punkta með sér) um að hann væri kominn með nóg af Ferguson og að allt væri honum og United í hag en það voru viðbrögð hans við því að Ferguson sagði eitthvað á þá leið að Liverpool myndu brotna á seinni part tímabilsins.
Degi síðar mistókst Liverpool að sigra Stoke og á sunnudegi valtaði United yfir Chelsea - er hægt að biðja um fleiri álíka blaðamannafundi frá Rafa?
Liverpool eru efstir eins og stendur en United hafa tapað fæstum stigum í deildinni búnir með erfiðara prógramm en hin toppliðin, búnir með báða leikina gegn Chelsea og eiga eftir Liverpool á heimavelli. Í þessum pistli ætla ég ekkert að tala um komandi titilbaráttu heldur að einbeita mér að orðum Rafa á títtnefndum blaðamannafundi.

1. Rafa byrjaði á því að segja að Ferguson kæmist upp með allt og væri eini þjálfarinn sem aldrei væri refsað. Hann vitnar svo í orð framkvæmdarstjóra Southampton um hvernig Ferguson hafi áhrif á dómara.

Staðreyndin er hins vegar sú að Ferguson hefur þegar farið í bann á þessari leiktíð og einnig á hinni síðustu fyrir gagnrýni sína á dómarastéttina. Verður hið sama sagt um Rafa? Var hann sendur í bann eftir að hafa hraunað yfir dómara leiksins á Old Trafford á síðustu leiktíð vegna réttmætrar brottvikningar Mascherano? Þá er rétt að geta þess að á þessari leiktíð hefur enginn annar framkvæmdarstjóri en Ferguson í Úrvalsdeildinni fengið leikbann - David Moyes, Roy Keane og Phil Brown sluppu allir með sektir.
Orð framkvæmdarstjóra Southampton áttu ekki einungis við um Ferguson heldur almennt um að stórliðin fengu meira en litlu liðin, sem kann að vera rétt... en Liverpool þrátt fyrir litla velgengni í ensku deildinni síðustu ár teljast varla smálið. Þá er ótalið að orðin voru látin falla beint eftir leik, væntanlega áður en framkvæmdarstjórinn sá hið glórulausa brot sem leiddi til rauðs spjalds í þeim leik (deildarbikar).

2. Rafa bregst við þeirri gagnrýni frá Ferguson að niðurröðun leikja hafi verið United einstaklega óhentug í vetur (öllum Meistaradeildarleikjum United hafa fylgt erfiðir útileikir og raunar kláraði United 9 af 10 erfiðustu útivöllum Englands fyrir áramót) með því að segja að annað hvort verði að draga eða að láta Ferguson um að raða þessu sjálfur.

Í ágúst árið 2007 sagði Rafa hins vegar: "I would like to ask the Premier League why is it that Liverpool always play the most fixtures away from home in an early kick-off, following an international break?" he said. "We had more than the top clubs last season and we have four already to prepare for this season. It's going to be very difficult for us to win the Premier League because the other teams are so strong, but I want our supporters to know that despite the disadvantages we have, we will fight all the way...
"We will fight to cope with our more difficult kick-off times and all the other decisions which are going against us."

Í september árið 2007 sagði Rafa: ,,We will analyse it and talk with the Premier League. We will see how to stop this situation, but if you play on Tuesday, for example, in an international break, it will be easier. In the Champions League, if you play on Wednesday, you must play on Sunday. In Spain it’s like this. The television companies decide on early kick-offs on Saturday, so someone needs to talk to them as well. If you want your teams at the top of the Champions League, then protect them"

Að lokum kom Wenger fram og sagðist ekki skilja í Benitez, auk þess sem hann væri sammála Ferguson (og Rafa árið 2007) um að það yrði að sína liðum í Meistaradeildinni hverju sinni skilning, ef að enska knattspyrnusambandið vildi að ensku liðunum gengi vel í þeirri keppni og kæmu að sama skapi fram af virðingu við ensku deildina með því að stilla upp sínu sterkasta liði. Þessu var Mourinho líka sammála þegar að hann stjórnaði Chelsea.

3. Rafa snýr sér næst að starfsliðinu á Old Trafford sem hann segir að umkringi dómara, sérstaklega í hálfleik og tali og tali við þá.

Mourinho steig þá fram og sagði að í öllum þeim leikjum sem hann hefði þjálfað lið gegn United hefði hann aldrei orðið var við neitt grunsamlegt á Old Trafford. Undir þau orð tók Wenger.
Getur annars einhver komið fram og sagt með tölfræði að Rooney og Ronaldo (til að nefna dæmi) ,,ráðist" meira að dómurum í hálfleik en t.d. Drogba og Terry, Gallas og Adebayor eða Carragher og Gerrard? Ekki veit ég hvaða gömlu leiki Rafa hefur verið að horfa á en það eru mörg ár síðan að Ferguson setti leikmönnum sínum þær reglur að umkringja ekki dómarann í leikjum. Rafa er ekkert heilagri en aðrir þjálfarar (þ.m.t. Ferguson, Wenger, Mourinho og allir aðrir þjálfarar í stórum liðum og smáum) með þetta og einungis eðlilegt að menn ræði við dómarann ef þeim finnst á sig halla og geta bent á dæmi máli sínu til stuðnings... enda hafa t.d. Roy Keane, David Moyes og Phil Brown gert nákvæmlega það sama á þessari leiktíð.

4. Í beinu framhaldi talar Rafa um að afleiðingar þess að starfslið Old Trafford setji dómara undir pressu sé sú að leikmenn andstæðinganna séu sendir af leikvelli en aldrei leikmenn United. Rafa hefur auk þess áður talað um að United fái alltaf víti en aldrei vítaspyrnur á sig. Nefnir að Rio Ferdinand hefði átt að fá á sig víti í lokaleiknum í fyrra.

Fyrst skal nefna að United vann umræddan leik gegn Wigan 0-2, ólíkt leiknum sem Liverpool vann í haust gegn United 2-1 þar sem United var rænt vítaspyrnu í upphafi leiks. Þá ber að nefna að Jeff Winter fyrrverandi dómari fór yfir hvernig enska deildin hefði farið án dómaramistaka árið 2008. Niðurstaðan varð sú að United hefði engu að síður orðið meistarar en Liverpool hefði ekki komist í Meistaradeildina - á hvern hallaði þá?
Þá væri fínt hjá Rafa að rifja upp hversu margir leikmenn á þessari leiktíð hafa fengið rautt spjald í deildinni gegn Liverpool og hversu margir leikmenn Liverpool hafa fengið rautt spjald... enn fremur ætti hann að bera það saman við hversu margir leikmenn andstæðinga United hafa fengið rauð spjöld á leiktíðinni og hversu mörg rauð United hefur fengið?
United leikmenn hafa fengið tvö rauð spjöld en Liverpool menn ekkert (United menn hafa líka fengið fleiri gul spjöld). Andstæðingar United hafa að mig minnir ekki fengið meira en eitt rautt spjald í deildinni (gegn Stoke réttilega sem var ekki á Old Trafford) en a.m.k. fjórir leikmenn andstæðinga Liverpool, þar á meðal tvö vafasöm í meira lagi sem snéri leikjum þeirra við. Þá er ótalið fjögurra leikja bann sem Evra fékk fyrir að veitast mögulega að vallarstarfsmanni Chelsea eftir mögulega kynþáttafordóma - skyldi enska knattspyrnusambandið senda Gerrard í álíka bann fyrir að berja mögulega plötusnúð?
Í fyrra fengu Liverpool menn svo fæst gul spjöld og rauð spjöld af öllum liðum í deildinni en United voru í fimmta sæti yfir fæst spjöld. Sömu sögu má segja frá stofnun Úrvalsdeildarinnar þar sem Liverpool hefur fengið færri gul og rauð spjöld en United.
Varðandi vítaspyrnur þá er þessi Old Trafford mýta orðin einhver sú þreyttasta mýta sem ennþá er í gangi í alheiminum. Í leiknum gegn Chelsea hefði United átt að fá tvær ef ekki þrjár vítaspyrnur en fengu enga - hvað ætli það þurfi að fara samanlagt marga leiki aftur í tímann til að finna þrjár jafn augljósar vítaspyrnur sem United hefði átt að fá á sig á Old Trafford eða í deildinni heilt yfir?
En hver er tölfræðin á þessu tímabili í deildinni? United hefur skorað úr einni vítaspyrnu (held að þeir hafi ekki klúðrað neinni) og fengið á sig eina... á Old Trafford, sem NB! var aldrei víti. Hversu margar vítaspyrnur ætti United að vera búið að fá og hversu margar á sig? Vandi er um slíkt að spá en án þess að hafa beina tölfræði fyrir framan mig þá tel ég mig geta fullyrt að andstæðingar United hafa ekki getað farið heiðarlega fram á þrjár vítaspyrnur sem þeir fengu ekki gegn United á þessu tímabili (líkt og United átti í gær) en mögulegar vítaspyrnur United eru örugglega vel yfir tug eða tvo á þessari leiktíð, þar með talið augljóst víti sem aldrei var dæmd í upphafi leiks á Anfield í haust.
Þá er rétt að benda á að í Chelsea leiknum fékk United dæmt af tvö lögleg mörk (fyrsta löglega markið kom þó strax í kjölfar þess fyrra sem dæmt var af) - svo óheppnir hafa andstæðingar United ekki verið og þá eru ótalin önnur mörk sem hafa verið dæmd af United (m.a. þrjú í röð af Rooney).
Þegar norskt dagblað skoðaði í fyrra hversu margar vítaspyrnur lið fengu á sig kom í ljós að frá því í ágúst árið 1998 hafði United fengið fæstar vítaspyrnur á sig eða 18, næst kom Arsenal með 23, Chelsea með 29 og Liverpool 32 - endurspegluðu þessar tölur mest gengi liðanna á þessu tímabili (hér má sjá heildarstigafjölda frá stofnun ensku Úrvalsdeildarinnar). Það sem kemur hins vegar á óvart við þessar tölur er að hlutfallslega eru fleiri víti dæmd á Old Trafford en á Anfield, Highbury og SB. Niðurstaðan er sú að vítaspyrnudómar eru ekki síður dæmdir á United og fjöldi þeirra heilt yfir er innan skekkjumarka.
Til enn frekari ,,skemmti"samanburðar má líta á mismuninn á stigafjölda á milli United og Liverpool sem er 236 stig frá stofnun Úrvalsdeildar, en á milli Aston Villa og Liverpool er 203 stig - þegar þessar tölur eru svo bornar saman við þau víti sem liðin hafa fengið á sig frá 1998 (veit að það er nokurra ára munur en hér er engu að síður rætt um meðaltal og það til gamans) að þá kemur í ljós að United hefur fengið á sig 18 vítaspyrnur, Liverpool 32 og Aston Villa 49 - munurinn virðist halda nokkurn veginn.

Niðurstaða: Þegar að Rafa segir að eitthvað séu staðreyndir að þá ættu blaðamenn að skoða hvort þær séu bull eða tvískinnungur - því þær eru það allar í þessu tilviki sama hvað mönnum kann að finnast um Ferguson. Fari svo á endanum sem fullsnemmt er að spá um nú, að United taki aftur deildina að þá mun þessi blaðamannafundur verða jafn langlífur í minnum manna og þegar að K. Keagan missti sig og Newcastle klúðraði titlinum, ég er ekki vissum að við slíkt myndi Benitez geta lifað við sem knattspyrnustjóri Liverpool - en eins og ég segi það er langt í það.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, janúar 11, 2009

Punktar

Stjórnmál: Minni alla góða borgara á að lesa Moggann sinn eða þá það sem biritst á vefnum um ESB: Orku og auðlindir á laugardegi og svo um Sjávarútveg á sunnudegi. Þegar þetta er ritað er sunnudagsmogginn ekki kominn í hús. Varðandi orkuna segir Guðjón Axel Guðjónsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu að ekkert mun breytast varðandi vatn og jarðhitaréttindi við inngönguna í ESB og Dag O. Larsen staðfestir að ásókn ESB í olíu sé mýta.

Stórafmæli: Rétt að óska þessum manni til hamingju með þrítugs afmælið í gær.

Tónlist: Tom Waits - "God's Away On Business"

Trú: Pat Condell - The water of life

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

laugardagur, janúar 10, 2009

Stjórnkerfi og stofnanir ESB

Fyrir byrjendur er þessi undirsíða á evropunefnd.is (síða Sjálfstæðisflokksins) góð til að skoða stofnanauppbyggingu ESB.

Stjórnkerfi og stofnanir voru umfjöllunarefni Moggans á föstudegi. Fyrsta greinin bar heitið ,,Á endanum ráða aðildarríkin för " sem ekki þarfnast útskýringar og af sama meiði er greinin ,,Hefur aðeins þau völd sem því eru afhent". Viðtal við Normunds Popens varpar ljósi á áhrif Lettlands sem smáríkis innan ESB.

Minni greinar t.d. um Lissabon sáttmálann, viðtal við smáríkjasérfræðinginn Baldur Þórhallsson, Björg Thorarensen lítur á lagalegu hliðina og Kristján Vigfússon sem hefur reynslu af Brussel segir ,,Smæðin kemur á óvart" eru einnig ágætis lesning.

Hér er góð skýringarmynd sem greinir frá minna þekktum stofnunum.

Þeir sem vilja lesa enn frekar um Ísland og ESB, stofnanir og lýðræði bendi ég á greinina ,,Lýðræði eða lögmæti: samanburður á tveimur sjónarhornum" eftir Úlfar Hauksson.
Bókin ,,Democracy : a beginner's guide" eftir David Beetham kemur að góðum notum.
,,Íslenska þjóðríkið" eftir Guðmund Hálfdanarson
Greinasafn Eiríks Bergmanns.
Síða Evrópusambandsins
Greinar og linkar hjá evropunefnd Sjálfstæðisflokksins

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, janúar 09, 2009

Er Ísland ennþá fullvalda?

1. des síðastliðinn fór fram málþing sem Alþjóðamálastofnun stóð að þar sem fræðimenn reyndu að svara spurningunni: ,,Er Ísland ennþá fullvalda?". Hér má nálgast myndbandsupptökur fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

fimmtudagur, janúar 08, 2009

ESB - samanburðurinn við Finnland

Eftir góða fjögurra daga umfjöllun um ESB var dagurinn í dag í þynnra lagi. Umfjöllunarefnið var Finnland og hvernig þeir tókust á við kreppuna þar í landi þar í landi með inngöngu í sambandið árið 1995.
Viðtal við Olli Rehn stækkunarstjóra ESB sem jafnframt er Finni sýnir óljóst að Íslendingar geti lært af reynslu Finna þegar spurt er ,,Getur Ísland dregið lærdóm af finnsku leiðinni?". Pertti Torstila fyrrv. sendiherra Finna í Svíþjóð telur mikilvægt að Íslendingar gangi í sambandið en auk þess Norðmenn - hann telur að 70% Finna myndu ekki vilja ganga úr sambandinu þó að margir séu ósáttir við það.
Blaðamaðurinn Björn Månsson er svo rödd skynseminnar þegar hann segir: ,,Íslendingar væru kjánar ef þeir reyndu ekki að hefja samningaviðræður við ESB [...] Þið ættuð að sjá hvað kæmi út úr þeim. Síðan getið þið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu".
Aðrar greinar má lesa hér

Þeir sem hafa nælt sér í bókina ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd" geta lesið kaflann ,,The Finnish EU experience" eftir prófessor Markus Lahtinen.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

miðvikudagur, janúar 07, 2009

ESB og evran


Morgunblaðið fjallar um Evrópusambandið og gjaldeyrismál í dag. Um það þarf ekki mikið að ræða. Ný könnun frá Capacent Gallup sýnir að rúm 70% vilja taka upp evruna ef að skipta á um gjaldmiðil - spurningin er hversu langan tíma það mun taka og hvort að aðrir kostir séu fýsilegir þangað til? Olli Rehn stækkunarstjóri ESB telur það ,,Flækja umsóknarferlið" ef að Ísland taki einhliða upp evruna. Greinin ,,Leitin að framtíð" gefur svo einhverja mynd af því hversu ,,hratt" við getum tekið upp evru. Nokkrar minni greinar sem í raun eru viðtöl eða greinar við hagsmunaaðila eða sérfræðinga má finna neðarlega hér.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Landbúnaður og ESB

,, The average European cow gets a subsidy of $2 a day; more than half of the people in the developing world live on less than that"
-Joseph Stiglitz, Making Globalization Work.

Eftir að hafa farið yfir muninn á EES og ESB í gær eins og fram kom á þessari bloggsíðu er umfjöllun Morgunblaðsins í dag um landbúnað. Eins og ofangreind tilvitnun í Stiglitz sýnir að þá eru landbúnaðarmálum þannig háttað í heiminum í dag að þau eru ekki einungis óhagkvæm fyrir þegna landanna heldur beinlínis að murka lífið úr afríkubúum þeirra fjölmörgu landa sem byggja allt sitt á landbúnaðarvörum sem svo ekki komast yfir landamæri sökum hafta og tollastefnu. ,,Aha!" gæti einhver anti-Evrópusinni kallað upp og bent á hið hræðilega Evrópusamband (sem er reyndar gagnrýni sem á fullan rétt á sér) hið eina slæma er að Ísland er verra, en árið 2005 fékk hver mjólkurkýr 100.000 kr. styrk - innganga í ESB yrði því skref í rétta átt (eins undarlegt og það kann að hljóma).

Það var að margra mati eitt af stærstu málefnunum sem núverandi stjórnarflokkar gátu tekið á að hefja stórtækar umbætur í einu (ef ekki) dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum sem hið íslenska er - kerfi sem byggt er upp á rómantískri fjölskyldustefnu og þar sem orðið hagkvæmni er ekki til. En líkt og með svo margt annað hefur fátt gerst í þessum málaflokki. En hverjir eru sóðalegir hagsmunir íslenskra bænda og neytenda? Morgunblað dagins rekur málið í greinni ,,Um hvað yrði samið?"og ,,Dýrt að rækta garðinn sinn".

Meginniðurstaðan Moggans þrátt fyrir ofsahræðslu Bændasamtakanna sem hafa auðvitað beinan hag af því að vera undir einu dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum er sú að staða bænda myndi standa í stað eða batna/versna lítillega eftir því hvernig ríkið spilaði inn í og svipuð staða Finnlands við inngöngu nefnd sem dæmi. Ríkissjóður mun hins vegar getað skorið niður fleiri milljarða og almenningur mun hagnast verulega á niðurfellingu hafta og tolla, sem löngu er tímabær og ekki hefði þurft inngöngu í ESB til að taka á þessu spillta forræðishyggjukerfi sem hér er við lýði. Til marks um tollastefnuna sem hér hefur verið rekin er sú staðreynd að í sumum tilvikum er tollurinn hærri en framleiðsluverðmæti viðkomandi vöru - sem sagt brjálæði.

Það eina sem er bagalegt við aðstæðurnar núna er að núverandi ríkisstjórn hafi ekki farið strax í róttækar umbætur þegar að Framsóknarflokkurinn er ekki við völd, þannig að hagsmunastétt bænda færu glaðir inn í ESB, þá hefði einnig verið hentugt að mögulegir samningar WTO hefðu þegar náðst, en þeir hefðu einnig komið bændastéttinni niður á jörðina. Stuðningur við bændur sem hlutfall af tekjum var árið 2005 var 67% en á sama tíma 32% innan ESB og matvælaverð var á þeim tíma 48% hærra en að meðaltali í löndum ESB.

Þeir sem vilja kynna sér meira um landbúnað og ESB er bent á ítarlega grein eftir Ágúst Einarsson rektor á Birfröst sem heitir ,,Landbúnaður og Evrópusambandið - álitaefni við aðild"

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Frá ESB og aftur í hrunið

Á meðan við bíðum eftir að Morgunblaðið brúi bilið frá ,,muninum á EES og ESB" og ,,til ESB og landbúnaðar" er rétt að líta á grein eftir baneitraða senterinn Inga F. Vilhjálmsson sem ber heitið ,,Fúlegg Frjálshyggjunnar" og var skrifuð sérstaklega fyrir Keðjufíflið.

mánudagur, janúar 05, 2009

Munurinn á EES og ESB






















Áður en áfram er haldið með umfjöllun Morgunblaðsins er rétt að benda á að nú eru komin inn fyrstu video Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem munu verða mun fleiri vonandi sem allra fyrst. Er byrjaður að horfa og vonandi er fyrsti fundur auðlindahópsins ekki það sem koma skal, því hann er fullur af fórdómafullum frammíköllum sem varð til þess að lítið kom fram á honum.

Morgunblaðið hélt áfram umfjöllun sinni um Evrópusambandið og í dag var það pistillinn: Munurinn á EES og ESB. Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu fer yfir lagalegu hlið málsins í sínum pistli. Minni pistla má svo finna hér.

Til frekari lesningar ófullnægðra lesenda má benda á erindi Einars Benediktssonar ,,Evróputengsl Íslands: Reynslan af EFTA og EES-samningunum" og erindi sem Róbert R. Spanó flutti árið 2006 ,,Hugleiðingar um umfang lagabreytinga í tilefni af skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningum." sem lesa má um í bókinni ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum: Tengsl við önnur Evrópulönd"

Góðan lestur!

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

Ísland og Evrópusambandið

Morgunblaðið stendur fyrir frábæru framtaki næstu dagana eða frá 4.-15. janúar þar sem farið verður yfir kosti og galla Evrópusambandsins - eins langt og það nær í stuttum greinum án aðildarviðræðna.
Á skýringarmyndinni hér fyrir ofan má sjá hvernig pistlarnir 12 næstu daga munu skiptast upp, en lesa má alla pistlana á Evrópusvæði Morgunblaðsins jafnóðum og þeir birtast.
Ég þakka Morgunblaðinu fyrir þann mikla tímasparnað sem þetta felur í sér fyrir mig, en veiti sjálfum mér leyfi að bæta við umfjöllunina ef mér dettur það í hug. Þetta verður fróðlegt og vonandi mjög upplýsandi fyrir okkur öll - fylgist vel með, því það eru miklar líkur á að þið munið kjósa um aðild að ESB áður en langt um líður.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

sunnudagur, janúar 04, 2009

Bjánar?

Ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé það heimskur að niðurstaða hans í lok mánaðar verði sú að farið verði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB - sér enginnn hversu heimskulegt það er nema örfáir góðir menn.
Að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er svipað og að finna upp nýja vöru, fela hana undir teppi svo að enginn geti séð hana og láta fólk kjósa um hvort það vilji sjá hana áður en það hefur möguleika á kynna sér hana og kaupa hana eða ekki.
Verði þetta niðurstaðan er þetta einhver bjánalegasta lýðræðistilraun sem framkvæmd hefur verið í mannkynssögunni! Háværustu og heimskustu þjóðremburaddirnar munu hljóma hæst og rökræðurnar munu áfram snúast um kúk og piss um eitthvað sem enginn getur fullyrt um fyrr en í aðildarviðræðum. Þetta er álíka heimskulegt og að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það að gefa stjórnmálamönnum umboð til aðildarviðræðna sem þjóðin fær svo ekki að kjósa um.
Hvaða hætta felst í því að senda út fjölbreyttan hóp manna og kvenna í aðildarviðræður við ESB þar sem útkoman er lögð fyrir þjóðina sem segir já eða nei eftir því nákvæmlega hvernig samningurinn lítur út?
Það er ekki eins og það verði einungis sendir út harðir evrópusinnar, nátttröll á borð við Björn Bjarnason eða álíka íhaldsseggir munu taka virkan þátt. Það er ekki heldur eins og evrópusinnum sé ekki treystandi, EES samningurinn var eitt stærsta framfaraspor lýðveldisins ef ekki það stærsta og fyrir því skrefi fór einhver harðasti evrópusinni þjóðarinnar.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

laugardagur, janúar 03, 2009

Showtime

Ég var að bölva Gasol í síðasta pistli um Lakers. Það eru hins vegar ekki margir senterar sem gætu framkvæmt þetta.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

föstudagur, janúar 02, 2009

United gengur frá janúarkaupunum

Serbarnir sem United reyndi að kaupa í sumar eru nú loksins komnir til liðsins. Strákarnir tveir eru framtíðarfjárfesting og munu lítið sem ekkert hjálpa United í komandi baráttu.
Tosic sá eldri er 21 árs og kemur strax, hann er serbneskur landsliðsmaður, smávaxinn og léttur en á að vera skotmaður mikill... með vinstri fæti (sjáum til með það) og spilar vinstri kant. Sá yngri er 17 ára og heitir Ljajic og mun klára tímabilið hjá Partizan, hann er 1,84 cm enn á töluvert í land með það að ná í líkamlegan styrk fyrir ensku deildina miðað við þau myndbrot sem ég hef séð (en miðað við mynd sem ég sá af honum ásamt Vidic að þá virtist hann bæði svipað breiður og hávaxinn). Hann spilar hægra megin og/eða sem framliggjandi miðjumaður og hefur verið kallaður litli Kaka (sem er ávísun á flopp).
Báðir eru þeir taldir með efnilegustu leikmönnum Evrópu og það er svo sem ágætt en ég hefði haldið að United hefði frekar þurft á reynslumiklum og góðum kantmanni að halda (ca. 26-28 ára) eins og staðan er í dag enda nóg af ungum og efnilegum leikmönnum til staðar hjá liðinu eins og er og það í öllum stöðum nema í markinu.
Að svo stöddu verður ekkert myndskeið af youtube notað enda tónlistin mun verri en þeir hæfileikar sem sýndir eru með henni. Upphæðin á þeim samtals rokkar á milli 8-16 milljónir punda og það eru einhverjar líkur á því að fyrrnefnda talan greiðist strax en gæti endað í hinni síðarnefndu ef að allt gengur upp hjá þeim tveimur og United vinnur allan andskotann. Eins og staðan er í dag þá hef ég engar væntingar til þeirra enda United hópurinn einn sá sterkasti í heiminum þrátt fyrir hörmungar spilamennsku.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: