miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Hamast á rassgati kirkjunnar

Ég hef gaman af því að hamast á rassgati kirkjunnar, en eins er gaman að fylgjast með öðrum gera slíkt.

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins: Hrós dagsins fær hún Arna mín fyrir þokka sinn, yndislegheit og fyrir að koma mér til að hlæja - bæði með henni, að henni og sjálfum mér. Elska þig.

Efnisorð: ,

mánudagur, febrúar 26, 2007

Hvað er að gerast?

Hún stóð stutt þessi bjartsýni mín og gleði með lífið.
Menn þurfa ekki nema að fletta blaðinu til að nánast sturlast úr ógeði!
Hvað er Steingrímur J. að spá með því að vilja netlögreglu? Er ekki allt í lagi?
Hvernig væri að fara að skoða aðeins stjórnarskrána, og velta fyrir sér hugtökunum lýðræði og mannréttindi?
Þetta er ógeðfellt ástand, ógeðfellt. Ríkisstjórnin er fallin og mun væntanlega falla.
Þá skil ég ekki alveg afstöðu núverandi minnihluta, heldur hann virkilega að Ólafur R. Grímsson muni ekki veita Sjálfstæðisflokknum (sem væntanlega heldur sínu fylgi og bætir jafnvel við það) umráð yfir stjórnarmyndunarferlinu til að mynda nýja ríkisstjórn. Halda vinstri grænir að ef að Sjálfstæðisflokkurinn tali við Samfylkinguna að þá muni hún ekki hoppa með?
Það er í rauninni sorglegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur slæma valkosti. Framsókn væntanlega útilokað þar sem flokkurinn er að hverfa. Frjálslyndir koma ekki til greina að mati Geirs H. Haarde - en auk þess hafa þeir varla fylgi í slíkt eftir kosningar. Þá standa eftir Samfylking og VG, ég held reyndar að Geir H. Haarde (eins og ég hef sagt áður) muni ganga framhjá ISG til að ganga frá hennar pólitíska lífi. Þá stæðum við uppi með Sjálfstæðisflokkinn og VG. Hugsið ykkur Björn Bjarnason og Steingrím J. Sigfússon saman í stjórn. Netlögregla, leyniþjónusta og almennt lögregluríki. Nixon og Stalin saman í sæng - nei andskotinn!
Vonandi að Jón Baldvin og hægri kratar myndi frjálslyndan jafnaðarmannaflokk með umhverfissinnaðar áherslu - það er jafnvel Sjálfstæðisflokknum lífsnauðsynlegt og kannski spurning um að lána menn:)
Jón Baldvin og Margrét Sverrisdóttir er allt í einu farið að hljóma vel í mínum huga - sérstaklega þegar Samfylkingin og VG eru búin að skíta á sig svona gjörsamlega. Held að við hinir landlausu hægri kratar munum frekar kjósa þau en Samfylkinguna.

Efnisorð:

Þetta líf

Hversdagslífið er yndislegt þessa dagana. Heiðskýrt, sól og menn láta það ekki á sig fá þó að því fylgi kuldi - fá sér kakó og ganga brosandi niður Laugarveginn.
Undanfarnir dagar hafa verið mjög góðir, við Arna fórum í útskriftarveislu á laugardaginn þar sem Keðjan fagnaði því að komast í hóp stjórnmálafræðimenntaðra manna. Skemmtu menn sér konunglega. Ljóðskáldið Daði var mættur ásamt spússu sinni Heiðu, AFO mætti einnig ásamt væntanlegri barnsmóður sinni og að sjálfsögðu var badmintonstjarna Íslands (Ragna) mætt við hægri hönd Viðars. Við AFO og Daði spjölluðum um þjóðfélagsmál, þó að Daði hafi í sífellu reynt að hefja umræðu um ljóð og truflaði okkur Andra oft með sötri sínu á 2lítra jarðaberjasjeik sem hann mætti með. Stelpurnar ræddu eins og oft vill verða á þessum aldri um barneignir og íbúðir... nei,nei þær blönduðu sér auðvitað líka í þjóðfélagsumræðuna.
Arna fær sérstakt hrós, fyrir að fara út í Odda og ná þar tali af Hannesi Hólmsteini og ná að plata hann til að árita mynd af sér sem við síðan gáfum Viðari (ásamt vínrekka) vakti það mikla lukku.

------------------------------

Í gær skelltum við Arna okkur á myndina 23 með Jim Carrey, fínasta afþreying hreinlega. Ég er nokkuð vissum að það líði ekki að löng þar til Jim Carrey fær óskarsverðlaun - sem hann væri löngu búinn að fá ef að hann hefði ekki leikið í Ace og fleiri kjána (góðum) grínmyndum.

-----------------------------

Ætli það hafi rifjast upp fyrir Gerrard hvað hann kallaði Ronaldo í sumar þegar hann lét sig detta tvisvar í síðasta leik?

----------------------------

Hrós dagsins fær Hildur Björk samnemandi minn í alþjóðasamskiptum fyrir að sína fram á að það er ennþá fullt af góðhjörtuðum og heilbrigðum einstaklingum þarna úti.

Efnisorð: , , , ,

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Hvað sem það kostar!

Áðan sagði Steinunn Valdís í Silfri Egils, ,,þar sem er vilji þar er vegur" varðandi grundvallarlög landsins er varða lýðræði og frelsi. Með öðrum orðum lokum á klám, hvað sem það kostar.
Þetta varð til þess að ég mun ekki kjósa Samfylkinguna í vor.
Klámráðstefnan og umræðan um klám snýst nefninlega alls ekki um að vera með eða á móti klámi heldur hvort fólk sé með eða á móti frelsi. Þegar Steinunn Valdís heldur á lofti þessari heimskulegu skoðun, þá leggur hún jafnframt til að slíkt eigi við um allt annað t.d. ef að það er vilji til að fangelsa útlendinga án dóms og laga þá er það í lagi, að loka landinu fyrir ferðum fólks, til að þagga niður í skoðunarfrelsi jaðarhópa, trúfrelsi þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni o.s.frv.
Það sjá allir að þetta eru grundvallar mannréttindabrot, menn hamast með öx fordómana á einni af stoðum lýðræðisins og voru menn jafnvel á því að taka upp sömu stefnu og Kína varðandi internetið, að loka ákveðnum síðum - hvað er að gerast?

Hvernig er það annars með þessa stjórnmálaflokka?

Framsókn og Frjálslynda getur maður ekki kosið vegna and-málefnanlegrar stöðu. Framsóknarflokkurinn stendur fyrir afturhald og höft, Frjálslyndir daðra við rasisma en eru skoðanalausir í mörgum málum og hreinlega í forystukrísu, Vinstri Grænir hafa lýst sér sem feminískum flokki og Samfylkingin er hreinlega orðin það sem margir hafa viljað stimpla hana - feminískur kellingaflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn er stríðsaðili og stóriðjuflokkur sem hyglar stóreignarmönnum. Ætla allir að skíta á sig? Ég mun skila auðu ef eitthvað breytist ekki.

Efnisorð: , , , ,

föstudagur, febrúar 23, 2007

Flaggað í hálfa - sorgardagur í sögu íslenska lýðræðisins

Bændur, feministar og kirkjan taka ákvörðun fyrir þjóðina og skerða ferðafrelsi.
Megi þau kafna í sinni forsjárhyggju.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hrós dagsins

Hrós dagsins: Þegar menn lenda í því að rökræða við vini sína um e-ð sem er ekki rökræðunnar virði, ótæmandi sundurliðun án nokkurar úrlausnar (líkt og endalaust algebru dæmi) og horfa svo í beinu framhaldi á einn af leiðinlegstu íþróttaatburðum mannkynssögunnar þá er gott að til eru menn eins og Henrik Garcia sem koma manni tímabundið á betri stað - handan afþreyingar og raunveruleika: Borgartré (færsla 21.feb 2007 - ,,Tónlist")

Það myndi einnig gleðja mig ef að þetta væri raunin þegar ég vakna á morgunn.

Efnisorð: , , , ,

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Róleg kvöldstund

Ég varði kvöldinu ásamt Andrési Jónssyni og Hauk Haukssyni í Hagnaðarsetrinu. Að venju var boðið upp á veglegar veitingar. Við ræddum fjölskyldumál, húsnæðismál, fyrirtækjamál og á einum tímapunkti var umræðan farin að snúast um heilbrigðismál, ekki það að ég hafi ekki notið kvöldsins með þessum yndislegu mönnum - en þetta sýnir hins vegar hvað Barca vs Liverpool var ógeðslega leiðinlegur leikur - jafnvel leiðinlegri en ég bjóst við. Um tíma var ég búinn að gleyma að þessi leikur væri í gangi, því hann minnti frekar á æfingarleik tveimur vikum fyrir mót en fyrri leika liða í 16-liða úrslitum CL. Ég er að spá í að leggja fram kæru gegn Barcelona FC og biðja þá um að endrgreiða mér þessar 90 leiðinlegu mínútur.

Púú á Liverpool
Púú á Barca!!!

Efnisorð: , , , , , , , ,

Rétt er að árétta

Ef að Þórhildur sú er ritar bakþanka í Fréttablaðinu, væri að skrifa um eitthvað annað en feminisma þá væri hún strax rekin - því get ég lofað. Pistill gærdagsins var svo yfirfullur af innhaldslausum staðhæfngum og bulli að það nær engri átt. Það er ekki í fyrsta skiptið.

Rétt er að árétta:

1.,,Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döfinni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni."

Ef að Þórhildur hefði eitthvað fylgst með fréttum, skoðað dagskránna eða fylgst með viðtalinu með einum af forsvarsmönnum ráðstefnunnar myndi hún vita að hér verða ekki teknar upp neinar myndir, engin slíkur búnaður verður meðferðis og ráðstefnugestir eru framleiðendur en ekki leikarar.

2. Um konur í klámiðnaðinum ,,flestar eru háðar fíkniefnum"

Nei, það er hreinlega rangt. Þessar konur eru auk þess í stéttarfélögum, fara reglulega í kynsjúkdómapróf og borga skatta af tekjum sínum í mörgum löndum. Það er ekki í hag þessarra fyrirtækjanna að mynda skjálfandi sprautufíkla, frekar en það er í hag annarra fyrirtækja að selja skemmda vöru.

3.,,Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals"

Þegar fólk er á móti einhverju þýðir ekki að berja höfðinu í vegg. Með sömu rökum mætti segja að það séu sterk tengsl á milli kapítalisma og þrælkunarbúða, íssölu og nauðgana o.s.frv. - það er hins vegar ekki í tengslum við raunveruleikann. Staðreyndin hefur hins vegar hingað til verið sú að mansal er einmitt tengt klámi þar sem það er bannað og neðanjarðarheimur verður til.
Til að geta bendlað einhverja við mansal, barnaklám og nauðganir þurfa auk þess að liggja fyrir ansi beinar og sterkar sannannir og hvar eru þessar sannannir á hendur þessarra 150 einstaklinga sem hingað eru að koma.
Ég er gjörsamlega sammála því að mansal og barnaklám er óþolandi, en það er til leið til að sporna gegn því og feministar þurfa virkilega að setjast niður og spyrja sig af því hvernig við leysum þetta vandamál - lykilspurning þar, er hvort að það skili meiri árangri að banna klám og vændi eða leyfa það... og svo þarf samfélagið auðvitað að hlúa betur að fórnarlömbum kynferðis ofbeldis eða þar sem félagsleg aðstaða, efnahagsstaða er svo slæm að viðkomandi sér ekki annan kost. Þá væri einmitt viðeigandi að feministar beitu sér á alþjóða vettvangi fyrir bætri lagalegri, félagslegri og efnahagslegri stöðu kynsystra sinna víðsvegar í heiminum í stað þess að velta sér upp úr ,,tittlingaskít" (eftir endaþarmsmök) eins og þessum.

4. Ég efast líka um þá fullyrðingu að mikill meirihluti kvenna í klámiðnaðinum hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku - vinnubrögð og skýrslur feminista gegnum tíðina gera mig svo efins. Það er þó auðvitað sorglegt þegar slíkt er raunin. Lily4ever var auðvitað mjög svo sorgleg mynd, en munum að slíkt er mun ólíkra til að gerast í þjóðfélögum sem eru frjálslynd gagnvart klámi og vændi.
Bendi annars aftur á linka í nýlegum færslum hér að neðan.

,,Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelldur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. "

Annars vegar býr engin upp á sitt eins dæmi til slíka landskynningu og hins vegar er þetta saklausari landkynning en að hér búi einhverjir fasistar sem leyfa ekki fólki að ferðast frjálst. Hvar setjum við mörkin?
Eru fólk með aðra skoðanir, hefðir, litarhátt, kynhneigð einnig óvelkomið. Karlrembur og menn sem segja klámfengna brandara? Höfundur Rauðu seríunnar? Framleiðendur fullorðins leikfanga?
Nei, þetta er pólitísk nauðgun að hætti feminista og ég læt ekki bjóða mér svona rugl!
Er ekki komið nóg af þessum staðhæfingum sem eiga litla sem enga stoð í raunveruleikanum?

Púú á feminista!
og púú í þetta skiptið á Ingibjörgu Sólrúnu!

Rétt er svo að benda á orð Eiríks Bergmanns:

Það er hins vegar ekki hægt að banna fólki að koma til landsins ef það hefur ekkert brotið af sér hér á landi. Klámframleiðsla er víða lögleg, en bönnuð á Íslandi. Fyrr en þetta fólk brýtur íslensk lög hér á landi geta yfirvöld ekkert gert til að banna fundi fólksins hér á landi.

ES: Einhverjir hafa spurt sem svo: hvað myndum við gera ef eiturlyfjasalar eða vopnasalar myndu boða ráðstefnu hér á landi. Svarið við þeirri spurningu er það sama og á við um klámráðstefnuna. Væru slíkir menn ekki eftirlýstir í ríkjum sem við eigum í lögreglusamstarfi við þá væri ekki heldur hægt að banna fund eiturlyfjasala eða vopnasala nema þeir yrðu uppvísir af því að stunda eiturlyfasölu eða vopnasölu hér á landi.


Lifið heil, skynsöm og laus við kreddur og öfgafullar skoðannir.

Efnisorð: , , ,

Allt mögulegt og ómögulegt

1. Hrós dagsins: Hrós dagsins fær Andri Fannar fyrir stöðuga neikvæðni og gagnrýni. Hafa menn jafnvel hringt til að spyrja hvort hann sé sonur Ögmundar Jónassonar - en svo er ekki.

2. Hér er hinsti þátturinn í bili í þáttaröðinni ,,Slægur fer gaur með gígju"

3. Hér er mjög svo áhugaverð videoblog síða, þar sem mikill Dylan aðdáandi rýnir í tákn í textum Dylans.
Mannkyns- og myndlistarsöguna og tenginguna við biblíuna - mjög svo áhugavert.

4. Umfjöllun Kompás um Þjóðkirkjuna.

5. Eyðublað fyrir skynsemishyggjumenn fyrir úrsögn úr Þjóðirkjunni er hér.

6. Ég verð að segja að ég var nú ekkert alltof hrifinn af þessu athæfi Ryan Giggs í kvöld - það er Arsenal fnykur af þessu finnst mér.

7. Ég minni á orð mín frá því fyrr í vetur. Leikurinn á morgunn Barca vs. Liverpool verður leiðinlegasti leikur í íþróttasögunni.

Spá: Barca vs Liverpool O-O
Markskot: 2-1
Marktilraunir: 4-1
Bolta haldið innan liðs: 75% - 25%
Skemmtanagildi: 0%
Leiðinlegra liðið: Liverpool

Niðurstaða: Sjúkrabílar þjóta út um allan bæ, yfirfullir af fólki sem hefur látist úr leiðindum!

Efnisorð: , , , , ,

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Óheppilegur Geir Haarde í Silfrinu (gleymdur pistill)

Geir H. Haarde var í Silfri Egils um daginn og þá áttaði ég mig á því hvers vegna hann heldur sig fjarri sviðsljósinu - það er einhver Bush í honum, þvílíkt ,,óheppinn" með orðalag.

1. Í umhverfismálum hafði hann ekkert fram að færa, frekar en fyrri daginn en nefndi tvo Sjálfstæðismenn sem hefðu sterka skoðun á malinu Guðlaug Þór (sem hefur hegðað sér í borgarstjórn eins og hann sé Framsóknarmaður slíkar eru athafnir hans gegn náttúrunni) og Illuga Gunnarsson sem situr ekki á þingi en er á listanum fyrir komandi þingkosningar. Sem sagt enginn umhverfisverndarsinni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og endurtók Geir heimskuleg orð Davíðs Oddsonar ,,Að nýta náttúruna og njóta hennar".

2. Ástæða þess að Geir er efins um Samfylkinguna ,,Ástandið þar er mjög skrítið, þar er hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn er ósamkvæmur sjálfum sér, það eru mörg mál sem virðast vera þannig og framganga þingflokksins á Alþingi ekki traustvekjandi." ... gefum nú okkur það að þetta sé rétt - er þá Framsókn skárri kostur!!!. Framsóknarflokkurinn klofnaði síðasta sumar sökum ágreinings og formaðurinn hætti, þannig að þar er ástandið mun skrítnara og hver höndin upp á móti annarri, flokkurinn hefur snúist (blessunarlega) í mörgum málum t.d. Írak stríðinu þannig að hann er ekki samkvæmur sjálfum sér og það á við í fleiri málum t.d. virkjanamálum - voru stóriðjuflokkur en svo kom nýr formaður og þá var stóriðjan hluti af fortíðinni, en nú á aftur að fara að byggja 3-5 álver.... og framganga þingflokksins jafnast á við það sem á sér stað í Frjálslynda flokknum. En sennilega hefur Geir rétt fyrir sér, er það ekki?

3. Varðandi VG: ,, Þar eru að minnsta kosti tveir mjög sterkir forystumenn Steingrímur og Ögmundur... Ha, Ögmundur? eru hægri menn ekki að hlæja að honum eins og vinstri menn gera að Birni Bjarnasyni og Davíð Oddssyni?

4. Fyrir utan einn sveittan brandara um McDonalds komst Geir sómasamlega út úr efnahagsmála umræðunni.

5. Hins vegar átti hann þessa margumtöluðu og mjög óheppilegu setningu um fórnarlömb Byrgismálið sem voru börnuð ,,en auðvitað er erfitt að fullyrða um að þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshafandi hvort sem er" - því auðvitað veit Geir að þrátt fyrir allt geta ekki allir farið heim með sætustu stelpunni á ballinu, spurning hvort að Geir hafi misst af tækifærinu sem Guðmundur í Byrginu fékk? Aaahhhh!
Með þessum rökum mætti spyrja sig hvort að saklausir borgarar sem létust í Írak og Afganistan hefðu ekki hvort eð er dáið.

En þetta viljið þið!!!

PS. Loksins þegar Ingibjörg Sólrún var komin á flug með stefnumál í aðdraganda kosninganna þá lætur hún út úr sér þessa líka þvælu um ,,Klámmálið" - óhugglegt hversu margir virðast sammála henni í að hefta hingað för fólks hingað til lands. Tek undir það sem skoðanabróðir minn (sem ég þekki ekki) segir um málið hér. Ótrúlegt að svo málefnanlegur maður geti haldið með Liverpool, það á reyndar við um fleiri.

Efnisorð: , , ,

Alþjóðavæðing og hagfræði

Það er vert að birta hér ritdóm um ,,nýju" bókina hans Joseph E. Stiglitz ,,Making Globalization Work" er fjallar um alþjóðavæðingu og hagfræði. Nú hef ég lesið góðan hluta bókarinnar ,,Globalization and Its Discontents" (og þarf endilega þegar færi gefst að klára hana) og get eindregið mælt með henni líka...
Von mín er sérstaklega sú að Andri, Haukur, Ívar, Viðar og Ólafur Þórisson tjái sig hér við þessa færslu í commenta kerfinu.
En allavegana, ritdómurinn gjörið þið svo vel (lesið góð lokaorð þið ykkar sem nennið ekki að lesa allt... eða réttara sagt nennið ekki að lesa nokkurn skapaðan hlut):

Globalisation has passed its initial high-pitched `for' and `against' stage. Some two decades after it appeared the arguments still continue, but it is now possible to subject them to a reality check. And the evidence is mixed. The U.S., once the loudest champion of globalisation, has begun to have doubts about it because employment of its workforce is being taken away by countries situated far away from its shores, its once `almighty' dollar is losing its strength and shine, and its global economic supremacy is being challenged. It would appear that China, once a tightly closed economy has emerged as the greatest beneficiary of opening up to the rest of the world, especially to its one-time bitter enemy. In India it is claimed that globalisation has resulted in high rates of growth, unprecedented prosperity, and, above all, a sense of optimism about the future shared by its citizens and many other countries. Within and across nations inequalities have been growing leading to social and political tensions.

Globalisation desirable


This is the background to Josph Stiglitz's second book on globalisation. In his earlier work, Globalization and Its Discontents (2002) Stiglitz sharply criticised the manner in which the IMF and Western countries were pushing globalisation. In the present volume he takes the line that globalisation, the greater economic integration of national economies through the market process, is a desirable thing. He takes this position not because he is a believer in the miracle of the market. He makes it clear that without appropriate government regulation and intervention, markets do not lead even to economic efficiency, and that left to itself the market tends to "create rich countries and poor people." Stiglitz is also unambiguous about his economic philosophy: "Development is about transforming the lives of people, not just transforming economies."

The author has strong credentials to make pronouncements about the global economy. He received the Nobel Prize in economics in 2001 for his theoretical work on economics of information that led to the understanding of many of the inadequacies of the market as a social institution and to the recognition that values beyond profits and growth are necessary to ensure social welfare. As a member of the Council of Economic Advisers of President Clinton he had the opportunity to watch at close quarters how national and international decisions are made, and to realise that politics and economics are intricately interwoven. His role as a top official of the World Bank enabled him to understand how national governments, multinational corporations and international institutions actually function.
A global account



I strongly recommend the book to all who are eager to become familiar with the way globalisation has been impacting national economies and different sections of society in many parts of the world. The book is, indeed, a global account of globalisation. He is highly critical of the manner in which globalisation has been proceeding. But he believes that its failures are largely because the rules of the game that govern it are unfair as they are specifically designed to benefit the advanced industrial countries. He believes that these rules can be and should be changed. He shares the message proclaimed by the World Social Forum held in Mumbai in 2004: "Another World is Possible."

The specific themes that Stiglitz deals with are, making international trade fair; shaping the patents regime to go beyond profits and to benefit people; administering global resources, especially energy resources; saving the planet; disciplining multinational corporations; reducing the burden of debt of poor countries; reforming the Global Reserve System; and democratising globalisation. In each one of these themes Stiglitz presents a well-documented account of what has been happening in the past and of the present position. Then he moves on to suggest how the distortions can be corrected and what changes in institutional structures and decision-making procedures are necessary to steer globalisation in desirable directions.

Reserve system


The treatment of the global reserve system is particularly noteworthy. The advantages that the U.S. has had because its dollar had become the universal currency, the growing strength of other economies and currencies, the long-term untenability of the present system, and the possibility of global recession and crisis that its failure presages are all dealt with in a manner that even non-economists will be able to follow. To replace the present unstable system Stiglitz proposes a `global greenbacks' arrangement - similar to the `bancor' proposal that Keynes had made towards the end of the Second World War. A global reserve fund of national currencies contributed by each country will replace the present single-currency reserve system with each country getting greenbacks in return, which it can use to purchase from the reserve fund any other currency when the need arises. Some problems will still remain, especially the determination of the relative prices of the currencies, but the dangers associated with dependence on a single national currency will be eliminated.

Stiglitz's diagnoses and suggested remedies deserve serious consideration. However, there is a tricky problem relating to the remedies. Practically all remedial measures depend crucially on getting the advanced countries, which now lay down the rules and control the rule-making arrangements, to accept changes that will adversely affect them in the short run. What will lead them to make such changes? The situation is similar to suggesting that a democratic alternative is possible in a country where someone now exercises dictatorial powers provided he can be convinced that democracy is better than dictatorship!

Þá er ekkert annað að gera en að komast yfir eintak.
Góðar stundir.

Efnisorð: , , ,

mánudagur, febrúar 19, 2007

Golf og fleira


Þetta er fyrsta og mjög líklega eina golffærslan mín um ókomna tíð. Nema að Craig Bellamy sveifli kylfunni aftur á liðsfélaga sína.
Það er reyndar rétt að benda á aðra nýja færslu hér að neðan: Um Sigur Rósar tónleikana í gær
Íöðrum íþróttafréttum: Kobe
Hrós dagsins: Hrós dagsins fær Egill Helgason fyrir þennan pistil

Efnisorð: , ,

Atjúúúúúúúúú













Það var fríður hópur manna og kvenna sem skelltu sér á tónleika í gær til styrktar Varmársamtökunum. Þar voru mættir: Hinir hagfróðu Haukur Hagnaður og Ólafur Þórisson, ég sjálfur með verðandi íslensku fræðinginn Örnu upp á höndina, og þá rákumst við á Stór Kapítalistann Viðar ,,Keðja" með heimspekiþenkjandi badmintonstjörnuna Rögnu sér við hlið, þá stjórnmálafræði Odd og að lokum langan mann sem ég veit ekki ennþá hver er (væntanlega bróðir Rögnu eða badminton maður frá einhverju af norðurlöndunum - en hverjum er ekki skítsama:) )
Aðrir sem þarna voru mættir, auk listamannanna voru Samfylkingarmennirnir Dagur B.Eggertsson, Guðmundur Steingrímsson og Árni Páll Árnason - þar að auki var Jón Baldvin mættur enda Bryndís ein af ræðumönnum kvöldsins - einhver myndi segja hentugleika póltík en þar sem Dagur og Árni Páll voru í slagtogi við Guðmund (Ske) Steingrímsson þá gef ég þessu séns. Ávallt þegar einhver ræðumaðurinn eða listamaðurinn talaði um skipulagsklúður var mér hins vegar litið á næsta bekk fyrir framan mig þar sem Dagur B.Eggertsson sat (formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þegar Hringbrautin var færð - betur þekkt sem Hringbrautarslysið).
Tónleikarnir voru í það heila mjög fínir og auðvitað stóð Sigur Rósar gengið upp úr, en allir aðrir voru einnig mjög góðir.
Besta bandið: Sigur Rós
Fyndnasta lagið: Amina - Ég er ugla, sumarugla.
Fyndnasta commentið: Á einum tímapunkti átti ég mjög erfitt með að hemja mig. Það var þegar ein af stúlkunum í Aminu afsakaði tregafullt fyrsta lag, en henni þætti bara svo sorglegt hvað væri að gerast þarna - sérstaklega minnist hún á litla andarfjölskyldu sem ætti heima á tjörninni rétt hjá hljóðveri þeirra Sigur Rósar manna. .... Maður þurfti kannski að vera á staðnum en þarna áttum við Keðjan mjög bágt með okkur.
Ræða kvöldsins: Það voru eiginlega þrír ræðumenn kvöldsins, hver á sinn hátt. Bryndís Schram flutti fyrsta ávarpið og gerði það mjög vel, þá tók einn af íbúum bæjarins Steindór úr Ásgarði til orðs og flutti fína ræðu - húrra fyrir honum og að lokum Dóri DNA sem flutti mjög góða ræðu/slam poetry um yfirgang yfirvalda, geðveikislegan bílastæða kapítalisma og hjarta Mosfellsbæjar.
Vandræðalegasta augnablikið: Einn af íbúunum (Una) flutti mjög vandræðalega ræðu, enda mjög ung. Maður beinlínis fann til í hjartanu með greyið stelpunni.
Fyndnasti listmaðurinn: Steindór Andersen og Sigurður dýralæknir fluttu kvæði, en áttu auk þess mjög góða spretti í gamanmáli - sérstaklega Steindór.
Golden moment: Ég og Arna biðum uppi á 2.hæð eftir Hagnaðinum og Þórissyni, þar sem þeir höfðu miðana. Upp tröppurnar gengur maður og gerir sig líklegan til að fara upp á 3.hæð þar sem hljómsveitarmeðlimir áttu athvarf - hefst þá stutt atburðarás:
Dyravörður: Hvert þykist þú vera að fara?
Georg Holm (mjög hissa en einlægur): Ha ég? Ég ætla nú bara að fara að spila.(Með svona 5 ára svip - má ég það ekki örugglega)
Kannski annað augnablik þar sem maður hefði þurft að vera á staðnum.
Nú treysti ég á að Þórisson sendi harðort bréf í Velvakanda og spyrji Ragnheiði Ríkharðsdóttur að því hvort að hún vilji bera ábyrg á því að besta hljómsveit alheimsins hætti.
Að öðru: Að lokum er rétt að taka undir með Frjálshyggjufélaginu í ,,Stóra Klámmálinu" og ekki er deiglupenni síðri.
Að lokum fór ég heim, tróð í mig bollu og fékk í staðinn skitu og smá gubbupest - eru þetta ekki upplýsingar sem þið vilduð ólm komast yfir.

Efnisorð: , , , ,

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Umhverfismál... og heilagur texti.

Umhverfismál: Ég gæti tekið trylling hér og bölvað umhverfisstefnu stjórnvalda og stöðu umhverfismála í heiminum en bendi þess í stað á eftirfarandi fyrirlestur sem er liður í frönsku menningarveislunni ,,Pourquoi Pas"...

Hrós dagsins: Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fær hrós dagsins fyrir viðtalið í Silfri Egils . Sérstaklega fyrir að láta ekki draga sig niður á plan Halldórs Blöndal. Þvílíkur karakter og persónutöfra sem hann hefur. Hver hefði trúað því árið 1999 að almenningsálitið yrði hliðhollt Ólafi Ragnari en ekki Davíð Oddssyni árið 2007? Skemmtilegt spjall um íslenska stjórnsýslu sem fáir virðast hafa á hreinu, stöðu forsetans og svo um umhverifvernd.

Hrós gærdagsins: Hrós gærdagsins fer til Ólafs Þórissonar og félaga hans í körfunni hjá ÍR - til lukku með bikarmeistaratitilinn. Sé þig í kvöld Atjúúúú.

...Hversu tímalaus er annars Bob Dylan?
Hvet alla trúaða menn til að nefna mér áhrifaríkari texta í sinni heilögu bók, Kóraninum, Biblíunni eða hvar sem er... já, nei Fjallræðan á ekkert í þennan texta!

A Hard Rain´s A-Gonna Fall

Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Efnisorð: , , , ,

föstudagur, febrúar 16, 2007

Samkynhneigð, trúarbrögð og tíska

Mikið hefur verið rætt um viðtalið við hinn afhommaða Alan Chambers í Kastljósinu. Rök hans ganga út á trú og þegar þau mál ber á góma eru Vantrúarmenn ekki lengi að murka lífið úr þeim málflutningi og kryfja til mergjar í leiðinni.

Bætti við nokkrum linkum til að sýna fram á að ég ,,syndi líka í grunnu lauginni af og til". Sjá Tíska.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Hrós

Ég verð víst að vera jákvæður líka annað slagið og þakka ég Hagnaðinum fyrir ábendinguna (jafnvel þó að hún hafi ekki verið sérstaklega til mín). Í dag fær fyrirtækið Icetronica hrós fyrir góða þjónustu. Þannig var að fyrir rúmu ári síðan keyptum við Arna myndavél í fríhöfninni af gerðinni Sanyo fyrir einhverjar 16.000 kr. - eins og upphæðin gefur til kynna var þetta svosem engin fancy vél. Nú í ferð nr.2 á þessu ári gaf myndavélin sig og var ekki hægt að laga hana þegar heim var komið. Fyrirtækið, sem áður var getið, splæsti því í nýja vél þar sem sambærileg vél á við okkar var ekki til. Niðurstaðan varð 35.000 króna pæjuleg vél úr Sony Center.
Þetta kallar maður þjónustu!

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Ilmurinn - óþefur af þjóðfélagsádeilu, sem á vel við á hinum kapítalíska Valentínusardegi.(Stutta útgáfan fyrir skyndibitalesandann)

Formáli: Áður en lesandinn heldur lengra er rétt að vara við því að hér á eftir fer fram semi-krufning á kvikmyndinni ,,Ilmurinn" og hvernig lesa má útúr henni ádeilu á mannkynið. Þið ykkar sem hvorki hafið lesið bókina né séð myndina hafið því hér með verið vöruð við.

Inngangur: Ég fór í gærkvöldið að sjá myndina ,,Ilmurinn" sem ég hafði takmarkaðan áhuga á að sjá þrátt fyrir að betri helmingurinn hefði fyrir löngu síðan tjáð mér að bókin væri með þeim betri sem hún hafði lesið. Myndin fannst mér hins vegar frábær því hún tengir svo vel við nútímasamfélag, þó að ég sé ekki vissum að það hafi verið markmið leikstjórans né Patrick Suskind höfundar bókarinnar. Þetta er því ekki aðeins fín saga, sem er vel kvikmynduð heldur lýsir Ameríska draumnum - kapítalismanum eins og best verður á kosið. Í grunninn er þessi fagra hugmyndafræði kapítalismans um fátæklinginn sem vinnur sig upp úr ræsinu og nýtir hæfileika sína til að öðlast það sem hugurinn girnist og aðdáun fólks, en undir niðri lýsir hún þessari daunillu sjálfseyðingarhvöt sem honum geta fylgt og grunnhyggnum skoðunum neytandans sem liggur í göldrum and- og aðgerðarleysis. Einstaklingurinn sjálfur Jean - Baptiste Grenouille er í senn snjalli og andstyggilegi stóreignarmaðurinn, það sem verst er í fari alþjóðafyrirtækja og kapítalismans sjálfs sem tortímir.


Útskýringar: Til að mönnum sem mér þykir væntum sárni ekki, vil ég taka fram að það sem á eftir fer varðandi kapítalisma, alþjóðafyrirtæki og alþjóðavæðingu er að sjálfsögðu ekki algilt - langt því frá. Ofurdramað er svo einungis til skemmtunnar.

Meginmál: Myndin hefst í raun á fæðingu Grenouille og er táknræn fyrir Ameríska drauminn á þann veg að móðir hans fæðir hann á 18.öld í ræsi Parísar og þar liggur hann á mörkum lífs og dauða í fiskafgöngum. Móðir hans reynir að yfirgefa hann en er hengd að lýðnum fyrir að ætla að murka lífið úr drengnum. Í gegnum myndina er það svo gangandi að sá sem selur Grenouille fær að gjalda það með lífi sínu enda þar á ferðinni kapítalískt monster. Honum er komið fyrir á munaðarleysingjahæli fyrir pening og þar reyna eldri börnin að kæfa hann nýfæddan og segir sögumaður frá því að börnin hafi séð eitthvað illt við hann, en honum er bjargað af forstöðukonu hreysisins. Fyrstu ár ævinnar líða og áhorfandinn verður vitni af því hvernig Grenouille fer að rækta sína einstöku hæfileika sem er lyktarskynið á mjög andstyggilegan og á tíðum siðferðislega rangan hátt. Það kemur þó að því að forstöðukonan selur hann í þrælahald en er skömmu seinna skorin á háls, sem má að vissuleyti yfirfæra á lögmál markaðarins - að þeir sem nýta ekki tækifærið verða undir. Í þrælahaldinu vinnur Grenouille manna best og fær eftir nokkur ár umbun (Ameríski draumurinn) - tækifæri til þess að ferðast inn í miðborgina þar sem hann fær skammvinna andlega fullnægju út úr allri þeirri lykt, ilm og óþef sem þar svífur um loftið. Enga lykt finnur hann þó betri en af óspjallaðri mey sem hann eltir uppi, kæfir (reyndar óvart) og þefar af þar til ilmurinn hefur yfirgefið látnu stúlkuna, eftir það er hann ákafur í að elta þessa lykt uppi og gera hana eilífa, rétt eins og neytandinn í nútímasamfélagi er alltaf í leit að einhverju stórkostlegu, sem gefur af sér stórkostlega tilfinningu en er aðeins skammtíma skyndi(bita)lausn - hamingja, eiturlyf, súkkulaði eða Lakers treyja. Hin látna óspjallaða mey þá sem staðgengill t.d. bæði allra þeirra sem látið hafa lífið í verksmiðjum stórfyrirtækja en ekki síður þeirra landa sem í góðri trú hafa orðið slæmum stórfyrirtækjum að bráð, fyrirtækjum sem aðeins eltast eftir þessum skammtíma gróða (ilminum) en eru svo á brott í leit að öðrum fórnarlömbum og skilja hræið eftir.
Úr þessu tækifæri um borgina sem er að ferðast með skinn fær hann svo tækifæri lífs síns þegar hann í einum af þessum tilviljunum lífsins fer í vinnuferð með skinn til ilmvatnsgerðarmannsins Giuseppe Baldini (Dustin Hoffman) þar sem hann sýnir fram á snilli sína.
Baldini kaupir Grenouille af þrælahaldaranum sem þarf líkt og forstöðukonan áður að gjalda með lífi sínu. Baldini græðir á tá og fingri og leyfir Grenouille að vera með sína eigin tilraunastarfsemi sem fer langt út fyrir hið siðferðislega þegar hann murkar lífið úr heimiliskettinum til að eyma af honum lyktina - sem tilraun, því hann vill getað fangað ilm óspjallaðrar meyjar. Hér er hann sem sagt farinn að hagnast á gjörðum sínum og farinn að spyrja sig siðferðislegra spurninga er varða líf og er ekki ósvipað því sem eigendur stórfyrirtækja hafa löngum spurt sig, eru það þeirra markmið og hagnaður eða mannslíf sem skipta meira máli - þið svarið því. Að lokum spyr Grenouille meistara sinn (Baldini) í beinu framhaldi af því að hann getur ekki eymað lykt af ketti hvort að til þess sé leið. Baldini telur svo vera og gefur honum sveinspróf gegn 100 ilmvatnsuppskriftum svo að Grenouille geti lært slíkt í þorpinu Grasse - fyrir þann gjörning lætur Baldini lífið. Í Grasse lærir hann þá list að varðveita lykt í dýrafitu og hefst nú handa við að murka lífið úr hverri konunni af fætur öðrum, einni vændiskonu en restina saklausar og óspjallaðar meyjar. Að endingu nær hann dóttur Antoine Richis (Alan Rickman) og fullkomnar þar með Ilminn. Þá er hann handtekinn og á yfir höfði sér hrottalegar pyntingar á krossi sem komið hefur verið fyrir uppi á palli áður en hann er líflátinn. Æstur lýðurinn kemur sér fyrir á torgi bæjarins og heimtar hrottalegar hefndir á meðan aðalsmenn bæjarins koma sér fyrir á virðulegum svölum. Að lokum mætir sá dauðadæmdi í konungslegum silkifötum og með lokkandi ilminn á sér. Öskrandinn lýðurinn þagnar og hrífst af, hann gengur upp á pyntingarpallinn og sjálfur böðullinn fellur á hné og tekur af sér grímuna og allir öskra ,,hann er saklaus", ,,hann er engill" og þá dregur Grenouille upp vasaklút og lætur dropa af Ilminum falla á hann og veifar. Lýðurinn sem og aðalsfólkið fellur í trans og er Grenouille fleygir frá sér klútnum þá endanlega fer allt úr böndunum. Enginn getur hamið sig og sínar dýrslegu hvatir og upphefst ein stærsta Orgía sögunnar. Þegar bæjarbúar ranka við sér úr Orgíunni er ákveðið að aldrei verði talað um þetta atvik. Grenouille er dæmdur saklaus og hverfur í átt til Parísar en einn af forsvarsmönnum ilmgerðarskólans er hengdur. Hér væri nærtækasta dæmið úr raunveruleikanum að benda á mig sjálfan sem hef oft bölvað t.d. íþróttavörufyrirtækjum fyrir að nýta sér stöðu barna og kvenna í þriðja heims löndum þar sem lagabókstafurinn er hreinlega ekki fyrir hendi, en svo þegar að Nike eða Adidas koma með Manutd eða Lakers treyjur þá kaupi ég þær ,,Made in China".
Annað gott dæmi væri t.d. að tala um umhverfisvernd, ég eins og margir fleiri hef áhyggjur af þróuninni og bölva ráðamönnum íslensku þjóðarinnar fyrir að byggja upp stóriðju en er sjálfur ekki til í að hætta að nota bíl, plast eða aðrar þær vörur sem eru að valda þessu (hvað þá að flokka þær)... En aftur að sögunni til að koma að lokapunktinum. Þegar Grenouille færist nær París áttar hans sig á því að hann hefur hálfgert alræðisvald sem honum hefur ekki verið gefið. Borgarstjóri Parísar og jafnvel Páfinn myndu veita honum völd fyrir þennan Ilm janfvel öll heimsbyggðin yrði í alsælunni (sem hún sífellt leitar að) í eitt andartak. En uppfullur af sjálfseyðingarhvöt 21.aldarinnar (langt á undan sinni samtíð) þá gengur hann inn í París og hellir Ilmnum yfir sig fyrir framan fátæklinga sem laðast að honum, snúa hann niður og éta hann en eru svo skömmu seinna farnir að einbeita sér að einhverju öðru.

Niðurstaða:Hversu lýsandi er þetta fyrir sjálfseyðingarhvöt mannsins, sem er alveg sama þó að vísindamenn sýni fram á að það muni flæða yfir Holland, Feneyjar og Manhattan til að nefna dæmi. Að flóð og hvirfilbylir hafi aukist rosalega sökum umhverfishegðunar okkar o.s.frv. En okkur er alveg sama, við viljum þessa neyslu og höfum ,,rétt á" því í ,,frjálsu" samfélagi og það þarf að borga næsta Euro reikning og halda hagvexti áfram þó að það muni kosta í framtíðinni - af hverju ættum við ekki að hugsa svona? Við borgum nú þegar allt í framtíðinni, seinni tímavandamál Euro/Visa - afborganir af húsum og allt sem við eigum ekki efni á en þurfum strax. Okkur er sama um slæmar afleiðingar kapítalisma, stórfyrirtækja og áhrif okkar á umhverfið - við erum ekki að bera ábyrgð á neinu, af því að við nennum því ekki. Það gleymdist einhversstaðar í uppeldisleysinu og bómullarveröldinni að kenna okkur það. Við myndum ekkert gera þó að Esjan, Þingvellir eða jafnvel ráðuneyti yrðu boðin út til fyrirtækja ef við hefðum það sæmilegt. Okkur er sama um ofurvexti og að 20 milljarðar fari til búfjárræktar á ári og þó að við borgum samt hæsta matvælverð í heimi. Það er vel hægt að gagnrýna einhver smáatriði hér, en þetta erum við - hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Okkur er alveg sama hvort að Olíufyrirtækin þurfa að greiða eitthvað fyrir samráð, því að kostnaðurinn mun lenda á okkur, sem munum halda áfram á sömu braut mengunnar, and- og ábyrgðarleysis, neyslu og öllu því sem því fylgir og það fer jafnvel að verða mikilvægara að steypa sér í skuldir og munað þegar að styttist í tímaglasinu. Bókin bls 1: ,,Því eyðingarmætti sýklanna voru á 18.öld engin takmörk sett, og því var það, að allri mannlegri starfsemi, hvort sem hún miðaði að uppbyggingu eða eyðileggingu, öllum hræringum gróandi lífs jafnt sem hnignandi, fylgdi einhvers konar óþefur"

Bölsýniskveðja, helvítis Stiftamtmaðurinn.

PS. Kafnið ekki á súkkulaðinu!

Efnisorð: , , ,

mánudagur, febrúar 12, 2007

Ósigur?

Þegar það eru 118 atkvæði í boði og þú færð 3, ertu rækilega búin(n) að skíta upp á bak. Enn ein orrusta gegn feminisma unnin og gangur stríðsins í öruggum höndum.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Byrgið og Breiðavík...

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Frúin í Hamborg

Þar sem menn voru ekki á eitt sáttir með Liverpool pistil minn væri fróðlegt að sjá hvað þeir myndu gera ef að þeir væru Rafa Benitez og fengu 40 milljónir til að eyða í sumar. Mönnum er svo sem frjálst að skipta mönnum út, en þeir uppljóstra auðvitað fávisku sinni á knattspyrnu ef að þeir ætla að skipta á Crouch og Ronaldhino eða að selja Pennant til Real fyrir 35 milljónir punda - sem sagt reynum að halda skynseminni.

Sjálfur myndi ég vilja sjá (með varakost inn í sviga, því að það er ekki hægt að nálgast alla):

Sala:
Crouch 10 milljónir
Pennant 5 milljónir
Riise 5 milljónir
Gonzales 3 milljónir
Aurelio 3 milljónir
Bellamy 8 milljónir
Palletta 3 milljónir
Pongolle 3 milljónir
Sissoko 5

Sala: 45 milljónir + 40 milljónir = 85 milljónir

Fowler og Zenden - free transfer

Kaup:
Eiður Smári 8 milljónir
Duff 8 milljónir (ef ekki Duff þá Robben á 10 milljónir)
Toure 12 milljónir
Clichy 8 milljónir (ef ekki Clichy þá W.Bridge 6 milljónir)
Barton 10 milljónir
Heinze 8 milljónir (ef ekki Heinze þá Glen Johnson 7 milljónir)
A. Lennon 15 milljónir
R.V. Nistelrooy 10 milljónir
P.Neville 6 milljónir (sem ruslakall sem skilar ávallt sínu, hvort sem er í V eða H bakverði - reyndar mjög ólíklegt að hann myndi samþykkja það.)

Samtals 85 milljónir og allt menn sem hafa sannað sig í ensku deildinni.

Hvað segið þið?

Efnisorð: ,

Vísindaleg staðreynd

Ég rakst í gær á förnum vegi á þroskheftan mann sem ég kannast við. Um leið og ég tók í sveitta hönd hans rifjaðist upp nýlega lærð vísindaleg staðreynd. Að á ári hverju heilsar maður með handarbandi 6 karlmönnum sem hafa nýlega fróað sér án þess að þvo sér um hendurnar. Blessunarlega var stutt í klósett, þar sem ég sótthreinsaði á mér hægri höndina - slæmar 30 sekundur samt.

Efnisorð: ,

Copy - Paste (Uppfært)

Það vill gerast að maður verður að koma einhverju frá sér, einhverjum djöfulgangi um samfélag sitt.
Ég vil því biðja þá sem hafa gaman af sannleikanum og einkum þá sem nauðsynlega þurfa á honum að halda að lesa pistlana ,,Hamingjan er ekki ristavél" (7/2 2007), ,,Að bera ábyrgð á ábyrgð" (2/2 2007) og ,,Fávitar... og hinir fávitarnir" af hinni yndislegu bloggsíðu thessarelskur.
Ég hef löngum verið aðdáandi pistla ,,Þýska stálsins", þekki manninn ekki neitt en við eigum sameiginlega félaga. Leyfi mér hér með að birta brot úr pistlinum ,,Hamingjan er ekki ristavél":


,,...Enda er hamingja dagsins í dag ofmetin. Og hún er blekking. Það er ekki hægt að treysta fólki sem er sífellt hamingjusamt, sem lífið leikur við, vegna þess að það er greinilega að fela eitthvað. Moka skítnum undir sírísandi mottuna. Hamingja er ekki viðvarandi ástand, heldur sjaldgæfir toppar á sveiflukenndu línuriti lífsins. Og hana ber að meta sem slíka. Umfaðma þegar hún hellist yfir mann og elta þegar hún er ekki til staðar. Allt hitt er bara moð.
En fólkið sem feikar hamingju, það drepur hana fyrir okkur hinum sem þráum hana. Fólkið sem breiðir yfir eigin dapurleika með því að hamingjuvæða raftækjalosta, frumsýningu á nýrri seríu af serðingardrifnu læknadrama eða því að Aniston ætli loksins að ræða skilnaðinn í Elle það gæðir hamingjuna venjuleika sem hún á ekki skilið. Áhorfendaskarinn í Rock Star Supernova, fólkið í salnum hjá Opruh, Hemmi Gunn. Þetta er ekki hamingja, þetta er nístandi leikþáttur um hamingju.
Þetta fólk yfirfærir fallegt og göfugt hugtak, lífsleitarmarkmið, á hversdagslega óþurftarhluti svo það geti sannfært aðra um að það sé hamingjusamt. Sem það er svo auðvitað ekki samkvæmt mínum hamingjugildum.

Hamingjan er farin að snúast um skilgreiningu á sjálfri sér. Sem mér finnst rugl, því hún á ekkert að vera afstæð. Þér ÞARF að líða vel til þess að þú getir verið hamingjusamur. Eiginlega ekki vel, heldur stórkostlega. Það er frumskilyrði.
Hamingjan er því ekki til sölu í Hagkaup eða Rokk og Rósum. Það er hvorki hægt að borða hana né klæða sig í hana. Hún er ekki ristavél úr Elkó eða iphone úr apple-búðinni. Það er ekki hægt að stinga henni í samband.
Þú þarft að vera að ná markmiði, vinna persónulegan sigur til þess að öðlast hana. Að láta konu sem lætur þig líða vítiskvalir af löngun sem kristalast í vellíðan líða eins um þig, það er hamingja. Að sjá barnið þitt í fyrsta skipti, það er hamingja. Að ganga þegar þér hefur verið sagt að þú getir það ekki, það er hamingja. Að ná takmarkinu sem þú hefur stent að alla tíð, það er hamingja. Að líða vel vegna þess að þér hefur tekist að gleðja þína nánustu með einhverjum gjörðum, það er hamingja. Að vera Paul Rideout þegar hann tryggði Everton FA-bikarinn 1995, það er hamingja. Hún er svona einföld. En líkt og allt annað kýs efnið að afbaka hana. ,,Þú hefur ekki kynnst alvöru hamingju fyrr en þú hefur braðgað nýju pepperóní spesjal trukkinn frá Dominos,” ,,Hamingjan felst í hárinu,” ,,hlustaðu á X-ið eða fokkastu til að vera óhamingjusamur.” Eða á þessum nótum. Þið vitið hvað ég meina.

Í dag er hamingja orðin sjálfsblekking fremur en raunveruleg tilfinning. Sjálfsskipaðir fagmenn eru búnir að kryfja hana niður í mælanlegar markaðsherferðir og selja öllum nútimalifendum að það þyki ekki töff að lifa nema vera hamingjusamur. Þess vegna eru allir hamingjusamir. Án þess þó að vera það. Hismið er orðið að kjarnanum í orði þó það geti slíkt klárlega aldrei á borði. Því hefur samnefnari hamingjunnar einfaldlega lækkað með hríðfallandi og afvegaleiddum skilgreiningum okkar á hamingjunni.
Því hamingjan er margt, en hún er ekki ristavél
."

- Þýska stálið

Rétt í þessu þegar ég ætlaði að skipta yfir á CNN lenti ég á eftirfarandi frásögn í mesta soraþætti sjónvarpsins, fannst við hæfi að bæta þessu við pistilinn.

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Yfirtaka Liverpool (Uppfært)

Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og fávíst feministaspjall. Ég á mér þó nokkur áhugamál og eitt af þeim er að fylgjast með umfjöllun á Liverpool blogginu sem einhverjum þykir kannski skrítið þar sem ég er United maður. Það er hins vegar að svo mörgu að dást þegar kemur að aðdáendum Liverpool. Í byrjun hvers tímabils spá aðdáendurnir því umsvifalaust að liðið vinni þrennuna og sjaldnast leyna vonbrigðin sér þegar sá draumur er úti í október. Þá hins vegar vinnur liðið einhverja leiki og þá er dregin upp einhver tölfræði sem hentar til að sýna fram á það ,,að handan stormsins séu gylltir himnar" eða hvernig sem það nú hljómar allt saman. Liverpool á líka bestu leikmenn í Evrópu í hinum ýmsu stöðum, leikmenn sem þó eiga ekki fast sæti í landsliðum sínum og ávallt er Liverpool búið að fjárfesta í efnilegasta varnar- miðju eða sóknarmanni heims. Sem sagt sannkölluð ofurtrú.
Aðdáendur liðsins eru heldur sjaldnast sjálfum sér samkvæmir, nýjasta dæmið eru orð Benitez um Everton sem taldi liðið smálið og komu í kjölfar þess að Everton menn fögnuðu stigi á Anfield. Einhver sagði eitthvað á þá leið að lið sem hegðar sér eins og smálið og leikur eins og smálið sé smálið. Viðkomandi hefur þá greinilega ekki séð Liverpool spila marga leiki í Evrópukeppninni né marga leiki á útivöllum í ár þar sem liðið hefur notað sömu taktík og Everton, leikið með alla menn fyrir aftan bolta og sýnt takmarkaðann áhuga á að vinna leikina. Smáborgaraháttur stuðningsamannanna er svo algjör þegar þeir skrifa ávallt Manchester United með litlum stöfum - svolítið kjánalegt.
Annað sem hefur farið rosalega fyrir brjóstið á mörgum aðdáendum hérlendis eru kaup milljarðamæringa á liðum. Chelsea hefur verið eitt aðal skotmarkið (skiljanlega), vegna eyðslu sinnar og ekki höfðu þeir margt fagurt að segja um Glazer þegar að hann kom og að hann væri vafasamur karakter. Nú hins vegar þegar annar bandarískur milljarðarmæringur og raunar tveir eru kynntir til sögunnar er gríðarleg bjartsýni eins og ávallt þegar að breytingar eiga sér stað. Menn lýsa því yfir að þeim sé sama þó að annar þeirra hafi borgað í kosningasjóð George Bush og einhver lét þau orð falla að honum væri sama þó að viðkomandi hefði murkað lífið úr einhverju fólki ef að hann færði Liverpool velgengni (þessi sami maður er víst mjög illa liðin á amerískum netmiðlum). Enn aðrir lýsa yfir hrifningu sinni á því að nú sé Liverpool hugsanlega komið á sama stall og Chelsea varðandi kaupgetu - NB! sömu menn og lýstu vanþóknun sinni á Roman og Glazer, og það án þess að vita hvort að liðið verður skuldsett eður ei. Þessir menn eiga reyndar fyrir þrjú amerísk íþróttalið og ekkert af þeim hefur náð stórkostlegum árangri síðan að þeir tóku við.
Sögusagnir segja að Benitez muni fá yfir 100 milljónir punda til eyðslu en það er reyndar ekki komið fram á hversu löngum tíma. Yfir þessu hafa menn glaðst og segja að nú geti klúbburinn loks keypt stjörnur. Humm? Síðan að Benitez tók við árið 2004 hefur hann eytt yfir 80 milljónum punda í leikmenn (reyndar selt fyrir um 30 miljónir). Einhver kaup er hægt að réttlæta eins og Kuyt, Reina og Alonso - önnur kaup hafa ekki gert liðið betra en það var. Leikmenn á borð við Bellamy, Palletta, Sissoko, Pennant, Gonzalez, Crouch og Aurelio til að nefna nokkra eru ekki kaup sem gera Liverpool að stórklúbbi og eru þá ótaldir allir þeir leikmenn sem hafa komið og farið aftur á þessum skamma tíma. Vissulega má benda á að önnur lið hafa gert slæm kaup, bæði Chelsea og United en kaup sem voru þó ekki fyrirfram dauð og áttu virkilega að fleyta þeim hærra. Hefði Liverpool t.d. ekki betur pungað út 15 milljónum fyrir Simao í stað þess að fá þrjá miðlungs kantmenn fyrir sama verð?
Ég er því ekki á því að þó að Liverpool fái á endanum þessar 100 milljónir, jafnvel á aðeins 4 árum að þeir verði þá orðnir lið að sömu gæðum og Chelsea, Man Utd og Arsenal. Að mínu mati á liði langt í land með það að verða jafn massíft og tvö hin fyrrnefndu eða að spila jafn skemmtilega og hin tvö síðarnefndu.
Því að Liverpool hefur svo fáa gæðaleikmenn. Það vantar heimsklassamiðvörð með meðalmönnunum Agger og Carragher, vinstri bakvörð, tvo góða kantmenn og tvo góða sentera. og svo styttist í að ,,besti hægri bakvörður veraldar" Steve Finnan leggi skóna á hilluna.
Mín skoðun eða öllu heldur mín tilfinning er sú að stórir leikmenn vilji svo frekar fara í klúbba sem hafa verið að ná árangri og spila skemmtilega knattspyrnu - það er eflaust vafamál en Liverpool hefur að mínu mati verið að spila Bolton fótbolta síðustu ár. Þeir fá fá mörk á sig en skora líka lítið eða svo hefur raunin verið síðustu þrjú ár. Af hverju ættu því góðir leikmenn frekar að semja við Liverpool heldur en t.d. Man Utd og Chelsea sem hafa sömu kaupgetu og borga ekki síðri laun. Ætli Benitez þá að veiða ,,efnilega" leikmenn (sem ekki hefur gefið góða raun hingað til) að þá eru slíkir leikmenn einnig líklegri til að velja Arsenal. Auk þess er skiptikerfi Benitez ekkert sérstaklega heillandi fyrir þá sem vilja spila viku eftir viku. Auk þess hef ég trú á því að hinn nýji leikvöllur muni ekki verða eins mikil gryfja og Anfield hefur verið. Sama hversu líkur hann verður Anfield, það verður ekki hið sama, og leikmennirnir vita það. Leikmenn Arsenal lentu t.d. í þessu, munurinn er reyndar sá að nýji völlurinn þeirra er mun stærri en Highbury og því hugsanlega ekki sambærilegt - en það vita það allir hvað hefðir og venjur skipta miklu máli, að líða eins og maður sé virkilega á heimavelli enda óhætt að segja að Anfield sé ekki ósvipaður í hugum manna eins og Boston Garden, það er einhver sérstakur andi þar.
Mögulega hef ég rangt fyrir mér í þessu, það hefur margoft gerst áður, en þegar rætt hefur verið um Liverpool undanfarin ár tel ég mig hafa mun oftar rétt fyrir mér en aðdáendur liðsins og það þarf marga menn og mikla hugarfarsbreytingu til að Liverpool vinni deildina á næstu árum miðað við hvernig hin þrjú stórliðin eru að þróast.

Uppfært: Þeir bræður Gillett og Hicks hafa lofað að skuldsetja ekki liðið eins og Glazer gerði.
Hins vegar fann ég ekki nöfn þeirra á forbes.com yfir 400 ríkustu menn Bandaríkjanna.
Glazer fjölskyldan er þar hins vegar í sæti 160 svona til samanburðar. En það hefur svo sem lítið með gæði knattspyrnu að gera.

Efnisorð: ,

Er talsmaður feminista hálfviti? vol.36

Ég verð að viðurkenna það að þegar ég sé mynd af Katrínu Önnu talsmanni feminista í blöðunum þá fyllist ég ekki viðbjóði, heldur lifna allur við að innan. Ástæðan er ekki ytri fegurð hennar, enda myndi hún ekki vilja vera dæmd af henni - heldur rotin og heimskulegur hugsunarháttur. Það færist bros yfir andlit mitt og ég hugsa ,,hvaða helvítis steypu er hún nú að láta út úr sér".
Í Fréttablaði dagsins er það viðskiptabann. Katrín Anna stendur ásamt hinum stallklipptu pussunum fyrir fundi þar sem hugsanlega verður sett viðskiptabann á ákveðin fyrirtæki sem hafa misboðið þeim með hinu yndislega ,,kynlíf er söluvara". Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, þetta er eins og að fara í berjamó og þar hefur sprottið skyndibiti og nammi í stað berja. Byrjum á því að afgreiða það hversu skemmtilegt það sé að feministar ráðist á stórfyrirtæki á borð við Vífilfell, Ölgerðina, Nestley, Birting, auðvitað DV og auk þess allar verslanir sem selja B&B og hafa því komið í veg fyrir stuðning allra þeirra sem eiga hlut í þessum fyrirtækjum og eiga væntanlega þá í öðrum líka.
Hitt stóra atriðið er auðvitað að nú mun DV hakka þær í sig við hvert tækifæri og ég vil benda blaðinu sérstaklega á allar þversagnir í lögum Feminista félagsins.
Þá er það persónuleg heimska Katrínar Önnu: Í fyrsta lagi, er Fréttablaðið og DV ekki ennþá í sömu eign? Ef svo er þá er undarlegt að hún sé í viðtali hjá Fréttablaðinu þar sem hún segist sjálf hafa sett viðskiptabann á alla Ölgerðina vegna auglýsingar fyrirtækisins á vörunni Egils-light - þarna er þá ósamræmi strax.
Í öðru lagi, kemur alltaf þessi skemmtilega mynd af henni í gamalli Adidas peysu, humm! Hvað ætli Adidas hafi gert margar auglýsingar þar sem rassar koma við sögu? Er/ Var Anna Kournikova t.d. ekki á samning hjá Adidas? Svo að við tölum nú ekki um verksmiðjur fyrirtækisins viðsvegar í 3.heiminum þar sem konur hafa virkilega yfir einhverju að kvarta. Í þriðja lagi ræðst Anna á Nestley fyrirtækið vegna slagorðs Yorkies súkkulaðistykkisins sem er ,,Not for girls"! Þá spyr maður, af hverju á allt fyrirtækið eins og ég nefndi hér að ofan í fyrsta lið og svo hins vegar - af hverju ræðst hún ekki á Baðstofuna þar sem karlmönnum er t.d. meinaður aðgangur - já og ekki bara á Baðstofuna heldur allt það battery?
Getur Anna t.d. ekki lesið um sögu Kvennalistans sem neitaði karlmönnum um að bjóða sig fram fyrir flokkinn - nei hún hlýtur að þurfa að sleppa því algjörlega að lesa nokkra sagnfræði þess tímabils til að vera sjálfri sér samkvæm, er það ekki?
Spurning hvort að menn sendi henni póst og spyrji hvort að hún eða hinar píkutorfurnar eigi einhver fyrirtæki sem maður getur sniðgengið?

Niðurstaða: Feministafélagið mun ekki geta sótt peninga til stórra fyrirtækja, verður hakkað í DV, Anna getur ekki gengið í neinum þekktum íþróttafötum né gallabuxum til að vera sjálfri sér samkvæm, getur ekki lesið um Kvennalistann né íslenska sagnfærði tímabilsins til að vera sjálfri sér samkvæm og getur ekki drukkið gos né étið súkkulaði - við það mun hún grennast og því fagna grunnhyggnir karlmenn... það er erfitt að vera feministi!

Efnisorð: ,

You can never hold back spring

You can never hold back spring (gítarundirspilið við textann)

You can never hold back spring
You can be sure, I will never stop believing
The blushing rose that will climb
Spring ahead, or fall behind
Winter dreams the same dream, every time
Baby, you can never hold back spring

And even though, you've lost your way
The world is dreaming, dreaming of spring
So close your eyes, open your heart
to the one who's dreaming of you
And, you can never hold back spring
Remember everything that spring can bring
Baby, you can never hold back spring
Baby, you can never hold back spring

-Tom Waits

Efnisorð: ,

If I have to go

If I have to go (gítarundirspilið við textann)

And if I have to go, will you remember me?
Will you find someone else, while I'm away?
There's nothing for me, in this world full of strangers
It's all someone else's idea
I don't belong here, and you can't go with me
You'll only slow me down

Until I send for you, don't wear your hair that way
If you cannot be true, I'll understand
Tell all the others, you'll hold in your arms
that I said I'd come back for you
I'll leave my jacket to keep you warm
That's all that I can do

And if I have to go, will you remember me?
Will you find someone else, while I'm away?

-Tom Waits

Efnisorð: ,

Slægur fer gaur með gígju - Megas fjallar um Dylan (þættir 4 og 5)

Hlustið á Megas fara á kostum í þáttum 4 og 5 um bróðir sinn Meistara Dylan. Þættirnir eru frá 1989 og Meistarinn í feiknarformi, það sama verður hins vegar ekki alltaf sagt um Dylan. Framarlega í upptökunni í fjórða þætti er þó mín uppáhaldsútgáfa af einu af hans fallegasta lagi ,,Forever Young" sem ljóðskáldið Daði átti síðar eftir að brúka með vafasömum hætti - að venju. Hins vegar eru einnig upptökur sem skemmta skrattanum t.d hið fagra Don't Think Twice, It's All RightDon't Think Twice, It's All Right en því slátrar Meistarinn eins og drukkinn Íri í Sing Star (fleiri slögurum er jafnframt misþyrmt illilega). Reyndar rúllar hver risasmellurinn á fætur öðrum út fjórða þáttinn.

Fimmti þátturinn er lagalega séð sennilega ekki nema fyrir þá allra hörðustu, því þar er að finna margar hroðalegar tónleikaútsetningar á stórkostlegum lögum. Megas hins vegar stendur fyrir sínu og dregur ekki úr því sem fyrir eyrum ber. Síðari hluti þáttarins er síðan brennimerktur hinu merkilega tímabili frá því að Dylan varð fyrir vitrun og hvernig hann smám saman verður mjög illa trúaður.

Niðurstaða: Þáttur 4 er mjög góður en þáttur 5 er hræðilegur lagalega en hefur þó gott sagnfræðilegt gildi.

Þáttur 4
Þáttur 5

Efnisorð: , , ,

Anything Denny Crane can do... Alan Shore can do backwards and wearing high heels

Alan Shore: ,,You know what I miss most about our country, Denny? Not the loss of our civil rights so much as our compassion, our soul, our humanity."

Alan Shore: ,,Apparently. We seem to be becoming a mean people. Learned Hand once said, "Liberty lies in our hearts, and once it dies there, no constitution can save it."

Efnisorð: ,

Þvílík klassík

mánudagur, febrúar 05, 2007

Klappi, klappi, klapp.

Forsíða Fréttablaðsins: Ísland hefur tekið sér stöðu með Kína, Indlandi og Bandaríkjunum í umhverfismálum.
Kjarnorkuáætlun á næsta kjörtímabili?
Klöppum fyrir ráðamönnum þjóðarinnar.
Klappi, klappi, klapp.
Og okkur sjálfum.
Klappi, klappi, klapp.
Við kusum þetta yfir okkur - frábær þjóð!

Efnisorð: ,

Super bowl

Nú hef ég undanfarin ár reynt að fylgjast með NFL og haft gaman af. Í ár hef ég hins vegar séð fáa leiki. En það hljóta að vera mörg svakalega léleg lið í þessari deild finnst að Chicago komust í úrslit með leikstjórnanda sem kann ekki að hlaupa og getur hvorki gripið né sent boltann. Mér leið eins og ég væri að horfa á slæman raunveruleikaþátt þar sem einhver Meðal Jói er valinn til að æfa sig í viku og fær síðan að spila þennan leik.
Fyrir þá sem ekki þekkja til ruðnings en hafa gaman af knattspyrnu, þá jafngildir þetta því að lið færi í úrslit Meistaradeildarinnar spilandi með blindan mann í markinu.
Fyrir þá sem ekki kunna vel við íþróttir en hafa gaman af þjóðmálum þá jafngildir þetta því að hafa fjármálaráðherra sem er í raun dýralæknir, eða Utanríkisráðherra sem kann ekki ensku og hefur aðeins stúdentspróf, eða Heilbrigðis og Tryggingarmálaráðherra sem er sjúkraþjálfari.. algjörlega fáránlegt sem sagt!

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 02, 2007

Karlmennska

Eftirfarandi hljómar kannski ekki karlmannlega en er engu að síður satt. Ég fór í Kringluna í gær sem er ekki til frásagnar færandi nema fyrir það að ég panikaði. Ástæðan var heimsókn mín í Body Shop. Fyrirtækið er hætt að framleiða rakakremið sem ég hef notað síðan 1999. Það hefur verið endurbætt - en ég veit að þetta er ekki næstum því sama kremið! Það lyktar öðruvísi, hefur annan lit og áferðin er ekki sú sama (var krem en er orðið gel). Ég ætla því að njóta þess að ganga um síðustu dagana, á meðan eitthvað er enn eftir af gömlu töfraformúlunni. Síðan mun ég leggjast afskræmdur í andlitinu undir feld og bíða fram á sumar þar til húðin lagast. Hef enga trú á þessu nýja drasli. Jæja ætla að fara að hitta Daða Guðmundsson, við ætlum að fara í plokkun, vax og jarðaberjasjeik.
Karlmannleg kveðja, helvítis Stiftamtmaðurinn.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Íslensku tónlistarverðlaunin


Sá ekki íslensku tónlistarverðlaunin - tímasóun. Las hins vegar um hana.
Ótrúlegt að þessi hljómsveit, þetta lag, texti og myndband hafi ekki fengið verðlaun.

Efnisorð: